Heimskringla - 26.06.1957, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.06.1957, Blaðsíða 2
 2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNl 1957 Heimakrjngk (StotnuB ÍSU) Cemur út á hverjum mlSvlkudegl. Elffendur: THE VIKING PRESS LTD. 856-855 Sargcnt Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 VerB blaOsina er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. ______Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaöinu aPlútandi senóist: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg • Ritatjóri STEFAN EINARSSON Utan&skrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 856-855 Sargent Ave., Winnipeg 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authorlred aa Second Class Mail—Pogt Qffice Dept., Ottawa WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1957 Fréttir frá Arsþingi Frjálstruar kvenna- sambandsins FORSETA ÁVARP í< Ársþingi Frjálstrúar-kvenna- sambandsins 7. júní 1957 Um leið og eg set þetta 31. árs þing Sambands Frjálstrúar kven félaga vil eg bjóða alla gesti og fullrtúa velkomna. Af því eg veit að þa'ð liggja mörg þingstörf fyrir, að ræða um og koma í framkvæmd, skal eg vera fáorð. En af því svo margt af því, sem við erum að hugsa um og reynum að fram- kvæma byggist að miklu leyti á reynzlu liðins tíma, er nauð- synlegt að kynna sér og hafa í huga það sem gerst hefir í okkar félagsskap í liðinni tíð. Á þeim tíma sem eg var forseti þessa fé- lags, í 22 ár, man eg það, að sam- vinnan var ávalt eins og bezt erjþeim örðugleikum sem nú ríkja hægt að kjósa sér, bæði innanjí öngþveiti nútímans.” Marja Björnson, forseti félaganna og í stjórnarnefndum, og varð það til þess að allt starf- io gekk betur, og áhuginn varð meiri fyrir framgangi málefn- anna. Þá var starfið að miklu leyti hið sama og ni^er. Kirkju- starfsemin var ávalt efst á blaði, og er enn. Þegar þetta félag var myndað höfðum við nefndir í ýmsum málum, eins og barna- uppeldi, heilbrigði, bindindi og almenn velferðarmál, hið síðast- talda kom fram í stofnun og starf rækslu sumar-heimilisins á Hnausum sem upphaflega var ætlað fyrir fátæk börn til upp- lífgunar og hressingar í sumar- iríi-þeirra. Urðu framkvæmdir í því efni heillavænlegar og var heimilið notað í mörg ár í því augnamði. Þegar litið er til baka til þessa árs má óhætt fullyrða að það verk kom að góðum not- um og gæt verið leiðbeinandi í framtíðarstarfi okkar. Eg minntist á barnauppeldi, sem auðvitað á sinn eðlilega grundvöll á heimilunum. í því höfum við leitast við að leið- beina. í dag er leiðtogakennsla ungmenna orðin mesta áherzlu- atriði í starfsemi General Al- iiance, Mrs. George Picksen ræddi um það atriði á ársfundi þess félags og fór um það svo- feldum orðum: “Ef siðað mann- félag á að sigra í baráttunni fyr- ir tilveru sinni, verðum við að þroska þau vísindi sem miða að samúð og samvinnu í öllum vel- ierðarmálum manna; þá starfs- krafta allra manna og allra þjóða, sem vinna að friðsömum úrslitum allra mannfélagsmála í heiminum.” í apríl númeri “General Alli- ance Progress” 1953, var umsögn eftir Mrs. Charles A. Hart, sem vakti mikla eftirtekt. Hún segir þar: “Alliance konur eru fyrst og fremst frjálstrúar, með djúp rættum ásetningi að framleiða kjarna mikilsverðrar hreyfingar, og fyrir þá sök ábyrgðarfullar fyrir því að beita sér fyrir náum siðferðis hugsjónum einstakli mga og samfélaga, og þá einnig að koma á framfæri þeim hug- sjónum með rökum og festu í orði og verki til þess að mæta Það hefir verið staðhæft, að sagan um kvenfélög Unitarasafn aðanna er að miklu leyti saga 100 ára mannfélagsmálanna í Bandaríkjunum. Eg hefi nú minnst á nokkur atriði í starfi okkar í liðinni tíð, og margt af því ásamt fleiru, sem mætti minnast á hefir miðað að ýmsum umbótum víðsvegar. Þar má benda á þetta, sem mikils verðan kapítula í nýlendustarfi okkar hér. Eg hefi áður minnst á Sumar- heimilið fyrir fátæk börn. Það var reist og starfrækt í mörg ár, eins og fyr getur. Nokkur undan- farin ár hefir það verið lánað endurgjaldslaust til Broadway Home for Girls og The Childrens Aid Society. Þá hefir það stund um verið notað af unga fólkinu okkar og á síðasta sumri voru þar familíur frá okkar söfnuði hér. Byggingarnar standa vel enn og verða að líkindum notað- ar árlega af einhverjum um mörg ár. Á liðnu ári höfðum við tvo nefndarfundi, einn á sumarheim- ilinu en hinn hér í Winnipeg hjá Mrs. B. Stefánsson. Þá var einnig sameinaður fundur stjórn arnefndar og Sumarheimilis- nefndar, og einnig fundur til þess að undirbúa þetta ársþing. Þá heimsótti eg fjórar deildir fé- lagsins á árinu. Fjórar af okkar félagskonum hafa dáið á liðnu ári. Þær voru Stefanía Pálsson, Sólveig Law- son, Mrs. Sig. Oddleifsson og Mrs. Galbreith. Bað forseti þingfulltrúa að standa á fætur í minningu um þær og þakklæti fyrir starf þeirra á liðinni tíð. í því sem nú hefir verið sagt, hefi eg lagt áherzlu á verklegu framkvæmdirnar, sérstaklega. En þó þær sé og hljóti að álítast nauðsynlegar, þá er önnur hlið á félagsskapnum, sem hlýtur að leggja til grundvallar öllu sem gert er. Það er hin andlega hlið, sem felur í sér trúrækni, mentun, bræðralag og þjónustu, og eru þær hugsjónir samhliða hvor annari og af sama toga spunnar. En með þessum hugsjónum stendur eða fellur allt hið verk- lega starf. Á þeim byggðu land- námskonur okkar allar vonir sín- «r og með þeim unnu þær sína sigra í lífsbaráttunni. Af því við erum meðlimur í General Alliance viljum við ef- laust gera skyldu okkar gagnvart því félagi í því starfi, sem fyrir liggur. Eg vil enda þessi orð með því að minna á kafla úr ræðu sem Marion B. Priest flutti 1955, á 75 ára afmæli General Alliance. “Látum okkur snöggvast hórfa til baka yfir árin sem öðrum til- heyrðu, án þess að gleyma okkar eigin tíð, og þeirri framtíð sem tilheyrir okkur. General Alliance er í stórri þakkarskuld við þær unitarisku konur, sem fyrst mynduðu félagsskap, sem átti að gefa konum tækifæri til þess að beita sér fyrir málum í kirkju starfi. Á þeim árum söfnuðu konur saman fé til trúboðs, sem einnig var notað fyrir kirkju- legan félagsskap heimafyrir og unitariska fræðslustarfsemi. Þær létu prenta og útbýta ræðum Unitara presta og sendu þær í pósti víðsvegar. f dag er þessu enn haldið við, en sú breyting hefir orðið á að nú er starf okkar sameinað American Unitarian Association einkum í gegnum Department of Extension, Church of a Larger Fellowship og The Beacon Press. Nú leggj- um við ekki fram fé beinlínis til neinna hluta en vinnum að því að bæta við þau tillög sem lögð eru fram til Unitarian Appeal, í hverjum söfnuði. f gegnum árin hafa Unitara konur breitt sínum áformum og stefnum eftir því sem þeim hefir þótt bezt henta fyrir framgarig málefnisins, og farið þannig eft- ir breittum aðstæðum til þess að sem mestur árangur gæti orð- ið af starfi þeirra. í samvinnu við A.U.A. hefir G. A. stækkað verksvið sitt á vegum bræðra- lags, heimsfriðar og borgaralegs lífs viðhorfs. General Alliance er skuld- bundið til þess að hvetja alla meðlimi sina til framtaks í kirkjumálum sínum, ög að hefja þau störf sem til heilla stefna fyrir samfélagið. Það hvetur meðliini sína til þess að kynna sér ástand nútímans, og hvern einstakling eða félagsskap að bæta úr því sem aflaga fer eftir mætti með viturlegum ráðum. Um fram allt reynum við að finna hjá okkur köllun tli þess að leiðbeina þeim sem þess eru þurfandi á sviði trúmálanna og hugsjónalífs hvers einstaklings. Þegar við hefjum nú á ný ferð okkar inn í framtíðina, þá látum okkur sem unitariskar konur verða gjafmildar með _ hjarta, huga og hönd, og reyna af öllum mætti að verða trúar í verki og sfkastasamar í reynd, svo að hug- sjónum General Alliance verði fullnægt. Þá • getum við skilað af okkur til eftirkomendanna með góðri samvizku, trausts þess að við höfum gert skyldu okkar. heiðursmeðlimir Á 31. ársþingi Sambands ísl., frjálstrúar kvenfélaga, sem hald- ið var 7—8 júní s.l., var Elin Einarsson, frá Árborg gerð að Heiðursfélaga í nefndu félagi. Afhenti Mrs. S. O. Oddleifson henni heiðursskírteini með svo- feldum orðum: “Strax á unga aldri var Ella, sem við köllum hana þá og enn í dag, hugfangin af stefnu Uni- ttara. Ef til vill munið þið sum- að ykkar, á löngu liðnum arum að hún var ein þeirra, sem sótti fundi unga fólksins hér í borg, þegar þeir fóru fram í gömlu kirkjunni á Sherbrook og Sar- gent. Og þá einnig á meðan hún var enn í æsku var hún starfandi meðlimur í kirkju Unitara á Gimli. Fyrstu árin eftir að hún giftist Munda heitnum (G.* O. Einars- on) bjuggu þau á landareign sinni skammt austan við Árborg, en fluttu síðan í nýtt hús sem ELIN EINARSSON þau höfðu reist í Árborg, og sem enn er hennar heimili. Með dugn aði og áhuga eins. og þeirra og annara sem lögðu hönd að verki fáum við kirkju reista í Árborg og stöðu þau hjón ávalt í broddi fylkingar við allar framkvæmd- ir. Sumir myndu halda að það væri ekki ákjósanlegt að reisa | hér heimili á næstu lóð við kirkj | una okkar, en Mundi og Ella létu i það ekki á sig fá, og bæði þau j og börn þeirra voru ávait reiðu- | húin að rétta hjálparhönd þegar j þörf gerðist. Þau litu eftir kirkj I unni og svo mörgu öðru í sam- | bandi við kirkjustarfið. Jafnvel j þó illa gengi stundum, misstu | þau aldrei tíma á málsíaóin og j málefni frjálsra trúar, sem þau I höfðu frá fyrstu fylgt og starfað | fyrir. Sjö börn þeirra voru fermd II þessari kirkju, sem þau höfðu hjálpað til að reisa. Ella var ein þeirra kvenna, sem I stofnuðu kvenfélag Sambands- . safnaðar í Árborg í júní 1926, j og hefir hún ávalt síðan verið starfandi meðlimur þess félags. Hún hefir ávalt átt annríka daga bæði í félagsskap og á sínu heim- ili. Margar skyldur og ábyrgðar- störf hafa setið’í fyrjrrúmi fyrir öllu öðru. Að annast um uppeldi 10 barna, er í sjálfu sér nægilegt vcrk fyrir hvern einn. En þrátt fyrir það að familían var stór, voru önnur börn bæjarins ávalt velkomin á hennar heimili, og þá hefir hún einnig gert meir en sinn hluta í öllu starfi kven- félagsins. Margir okkar fundir hafa farið fram á hennar heimili, og við höfum ávalt átt að fagna hlýjum viðtökum og gestrisni því framkoma hennar og aðlað- andi viðmót er okkur öllum kunnugt, sem höfum átt kost þess að kynnast henni. Hennar meðfæddi eiginleiki, alúðar, góð vilja, Og vinnugleði valda því, að hún er ávalt mikilsvirt í öll- um félagsskap. Antonius), í Winnipeg, og Bald ur, einnig í Winnipeg. Einn son ur þeirra, Sigurður, dó í Calgary á s.l. vetri. Mr. og Mrs. Sigurðson gengu í Unitara söfnuð á Mary Hill, eft ir að kirkja þess safnaðar var færð til Lundar, og í þeirri kirkju voru börn þeirra fermd. Þegar kvenfélagið Eining var stofnað árið 1929, gjörðust þær mæðgurnar, Guðbjörg og Mrs. Eiriksson meðlimir í því félagi og hafa verið það til þessa dags. Þær hafa báðar verið áhugasam- ar og unnið vel að félgasmálum frá því fyrsta. Á 31. ársþingi Sambands frjálstrúar kvenfélaga 7—8 júní s.l. var Guðbjörgu af- hent heiðursmeðlims skírteini af Rannveigu Guðmundsson, ásamt þeim ummælum sem að ofan get- u.r í lauslegri þýðingu. GUÐBJÖRG SIGURÐSON Guðbjörg Sigurdson fæddist á íslandi, og var sex ára Þegar hún fluttist vestur um haf með fóstur-foreldrum sínum, Mr. og Mrs. Grímúlfi Olafssyni. Þau settust fyrst að í Mikley, og voru þar þangað til þau fluttu sig til Lundar nýlendunnar. Þar giftist Guðbjörg Þórði Sigurðs- syni, árið 1906. Stunduðu þau hjón landbúnað austan við Lun- dar þangað til árið 1913, er þau fluttu sig í Lundarbæ, þar sem þau hafa átt heima í 44 ár. Guð- björg missti eiginmann sinn fyr- ir nokkrum árum síðan. Börn þeirra voru fimm: Mrs. Rænka Eiriksson á Lundar; Grímúlfur, giftur, á Lundar; Steina (Mrs. KRISTÍN JOHNSON Kristín Johnson fæddist 25. desember 1896 í Selkirk, Man., og voru foreldrar hennar Mar- gret og Björn Byron. Barna- skólamentun sína fékk hún í Sei kirk en að henni lokinni fór hún til Winnipeg, og hefir þá verið 14 eða 15 ára gömul. Vann hún þar við ýms störf, í mörg ár, en aðallega við bankastörf í Royal bankanum. Hún giftist Bergþór Emil Johnson, 19. júní 1924. Attu þau eina dóttur, sem Lilja heitir og er hún nú gift J. Arna- son. Eftir 26 ára sambúð varð Kristín fyrir þeirri sorg að missa eiginmann sinn, en hann lézt 25. febrúar 1950. í hópi hennar mörgu vina hef ir hún ávalt verið kölluð ‘Teenie’ því það var hún nefnd frá barn- æsku og hefir nafnið síðan hald- ist við. Hún gekk í Sambands- kvennfélagið árið 1939, og hefir ávalt síðan tilheyrt því félagi og verið féhirðir þess í. síðastl. 12 ár. Hefir hún leyst það starf af hendi vel og samvizkusamlega, eins og alt annað sem hún læutr sig skifta. Hún hefir einnig ver- ;ð í Helping Hand Committee,— hjálparnefnd yfir 20 ár og fé- hirðir fyrir Unitarian Service Committee í Winnipeg i nokkur ár, á meðan mest var að gera í starfi þeirrar nefndar og leysti hún þar af hendi mikið og þarf- legt starf, með mikilli nákvæmni °g fórnfúsum vilja, sem aldrei verður metið eins vel og vert er. Hún hefir ávalt verið vax- in hverju verki er hún hefir tek- ist á hendur að vinna og leySt þau af hendi með sérstakri alúð gætni og samvizkusemi. Hún var skrifari Sumarheimiiis-nefndar í tvö ár, og féhirðir sunnudaga- skóla í nokkuð mörg ár. Á 31. ársþingi Sambands ísl., frjálstrúar kvenfélaga, sem fór fram 7—8 júní, 1957, var Kristín Johnson gerð að heiðursfélaga í nefndu félagi, fyrir starf henn ar á liðnum árum í þarfir félags málanna og er hún fyrir dugnað og trúmensku í starfinu að allra dómi verðug þeirrar viöurkenn- ingar þó fyr hefði verið. FRÁSÖGN RITARA CULTIVATION OF HUMAN RELATIONSHIPS URGED “If civilization is to survive we must cultivate the science of human relationships, the ability of all peoples of all kinds to live togetþer and work together in the same world—at peace,” said Mrs. S. e. Bjornson, who has been president of the Wes- tern Canada Alliance of Unitar- ian and othr Liberal Christian Women for 23 years. Mrs. Bjorn- son accepted'the nomination for her 24th term of office at the 31st annual conference held Fri- day and Saturday at the Unitar- ian church, Sargent and Ban- ning. Mrs. Bjornson, reported Fri- day that Hnausa Camp, Ihe sum- mer resort for underprivileged children built and operated for many years by the Alliance, has heen loaned to the Broadway Home for Girls and the Child- ren’s Aid Society. “Over the years, the Unitarian Women have changed policies and programs, whenever to do so was to give fuller expression Betra að gæta öryggis en harma óhöppin Það hefir mórgum manni komið í koll, að lenda ofan í hin köldu vötn í Manitoba. Það er ekki leiðin til að veiða f'sk’ laka llann nlei>' berum höndum! Gætið sérstaks öryggis á þessu ári, er þér haldið út til vatnanna. Og gerið það nú, áður en óhappið skeður, sem svo margir verða fyrir. Við höfum flestir einhverja að hugsa um. Vinur vor sem myndin bregður oss fyrir hugskotssjónir, orsakaði ekki öðrum en sjálfum honum óhapp. En á báti hans hefðu aðrir getað verið, svo setn kona hans eða einhver annar af hans góðu vinum og óhappið náð til þeirra. Auk þcss góða ráðs, að sitja sem kyrrast og fara scm varlegast í báti, ekki sízt, ef vopn eru meðferðis, er ollum varinn góðum, ef komast á hjá óhöppum Notið ekki bátinn til hraðsiglingar, sem þér eruð á. Gætið þess hvað fram- undan er. Straumur getur þar leynst hulin tré, skér cða grynningar, sein óhöpp geta leitc af. Látið stund líða r.t því að þér etið, og þar til þér byrjið að synda. Fariö sem varlegast 1 skemtunura yðar við vötnin. I stuttu máli—skemtið yður sem bezt og farið sent g;rtileg- ast. Við vötnin er þess meiri þörf en annarsstaðar. Flýtið yður ekki að neinu. Hugsið vel um hvaðeina sem þér gerið. Það er leiðin til að njóta sem bezt sumarskematna við vötnin í Manitoba.. This spaca contributed by Shea't in cooperation wlth the Red Crocs Water Safety Programme. WINNIPEG BREWERY LIMITED 137 Colony St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.