Heimskringla - 27.11.1957, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORS LTD*
247 MAIN—Ph. WHitehalI 2-3311
T.XXII ÁRGANGUR
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN - 716 PORTAGE
1313 PORTAGE AVE.
Winnipeg Blue Bombers
Courtesy HUGH ALLAN, Tribune Photographer
Borgað fyrirfram fyrir
hveiti ,
Það hefir mikið verið þráttað
á Ottawaþinginu undanfarna
daga um frumvarp stjórnarinnar
um greiðslu út í hönd til bænda
fyrir uppskeruna.
Mr. Harkness, telur 230,854
hveitiframleiðendur í Canada.
Fyrir alt hveiti á ekki að greiða
fyrirfram. Frumvarpið ákveður
að fyrir 6 mæla af hverri ekru,
verði greitt í peningum nú þeg-
ar: Fyrir hvern mæli hveitis
verða 50 cents greidd, en nokk-
uð lægra fyrir hafra og bygg.
Kosturinn við þessa ráðstöfun
er sá til bænda, að fá þetta fé
fyr en vanalega. Og með þeirri
ráðstöfun, að greiða fyrir 6 mæla
af hverri ekru, er talið að smá-
bændurnir beri hlutfallslega
meira úr býtum, en þeir ríkari,
eða stærri, sem fáheyrt er, í nú-
tíðar-viðskiftum.
Er ætlað að fyrirfrarn verði
greitt alt að 70% af hveitiforða
smærri bænda.
Liberalar héldu fram á þing-
inu, að á þessari “út i hönd’’
greiðslu, sé ekki mikil munur og
lánum sem liberalstjörnin útveg-
aði með 5% rentu. En sú aðferð
er enn í gildi og verður, þó bæði
lán og “út í hönd” borgun fari
ekki saman, eða hvorttveggja sé
hægt að fá í einu.
Lánin 1955-1956 urðu 10,526
að tölu og námu 7.8 miljónum.
Árið 1956-57 var tala lánanna að-
eins 6,117, en lánsféð nam 3.9
miljón dölum. Útgjöldin nú í
peningum greidd fyrirfram, mun
nema 100 miljón dölum eða að
jafnaði um $1000 til hvers bónda.
Þó hér sé ekki um neina stór-
breytingu að ræða á sölu hveitiis
kemur bændum miklu betur að
fá féð nú er þreskingu er lokið.
°g skuldir hafa hlaðist upp, sem
greiðslu bíða. Og svo gefur það
í bráðina bændum meira fé í hend
ur, en þó lán hefði verið ráð-
ist í að taka.
Þó andstæðingum stjórnarinn
ar þyki lítið til þessarar $100
miljón dala greiðslu til bænda
koma, eins og þeir létu allir i
Ijósi við umræðurnar á þingi um
hana, er hún eitt af því raunveru-
lega hagkvæma, sem bændur vest
urlands hafa átt lengi að fagna.
Verzlunartap Canada
Það hefir mikið verið rætt um
verzlunartap Canada erlendis í
dwight D. EISENHOWER
EISENHOWER EKKI VIÐ
góða he;ilsu
Það er ekki kallað því nafni,
að Eisenhower forseti hafi feng
ið slag s.l. þriðjudag. En hann
varð fyrir snert af hjartabilun
sem lagði hann í rúmið s.l. þriðju
dag. Það er samt ekki nærrt eins
mikið úr því gert og þegar hann
fyrir nokkrum árum kendi hjarta
bilunar.
Evrópu og Asíu síðari árín. Lib-
eralstjórnin hefir óspart verið á
það mint, að hún hafi þar sofið
á verðinum. En tap viðskifta er
mörgu að kenna. Hefir á flest af
því verið minst, en við það sáum
vér bætt einu atriði s.l. viku.
f Asíu hefir canadiskt félag
starfað sem heitir Canadian Na-
tional West Indies Steamships
Ltd. Það hefir 8 skip í förum og
um 220 starfsmenn. Félag þetta
hefir haldið kyrru fyrir að mestu
síðan í júlí í sumar, en skipshafn
irnar canadisku gerðu verkfall.
Bauð stjórn félagsins kauphækk
un er nam í auknum útgjöldum
um 200,000 dölum á ári. Kvaðst
félagið ekki geta meira gert, því
samkeppni væri þarna gnmm og
Asíufélög hefðu vinnufólk á
lægra kaupi en hinn vestlægi-
heimur.
Skipin voru registeruð frá Can
ada. En nú er ráðgert að skrá
þessi skip sem gerð út frá Trin-
idad. Sagði George Hees, flutn-
ingaráðherra frá þessu á þingi
s.l. viku og það með, að stjornin
mundi ekkert hafa á móti þeirri
skráningar-ráðstöfun skipanna.
Afleiðigin verður sú, að vinnu-
laun lækka við starfsfólk á þess
um skipum í stað þess að hækka.
Þannig tapaði Canada þessum
viðskiftum.
Heimsins bezta hveiti
Forsætisráðherra Canada, er
fæddur er í austur-Canada, en
uppalinn og mentaður í vestur-
fylkjum landsins. Að þau væru
bezta hveitiræktar land í heimi,
hefir verið rótgróin skoðun hans.
Hann rak því upp stór augu er
hann frétti að Bretland hefði
fyrir skömmu fengið verðlaun á
heimssýningu fyrri ræktun bezta
hveitis. Diefenbaker og fieirum
hér mun sízt hafa til hugar kom-
uð, að sléttufylkin myndu á
þessu sviði tapa forustu sinni.
Samt hefir það komið fyrir,
að þau hafa gert það áður. Það
var frá stað einum í Bntish Co-
lumbia-fylki, sem kunnur er fyr-
ír beztu epla framleiðslu í heimi
sem verðlaun hveitis hlaut eitt
sinn. En sléttufylkin tóku sér
það ekki nærri—þó brauð-karfa
heimsins megi réftilega heita.
Það er enginn efi á því, að
vorhveitj er hvergi betra eða
harðara til en á hveitiræktar slétt
um vestur Canada í stórum stíl.
En það eru fleiri tegundir hveit-
ís til. Ein þeirra er vetrar hveiti.
Það er hveiti sem ræktað er í
Englandi, í Austur-<Canada og
viða um heim, og sem nú fekk
verðlaunin. En þetta er ekki hið
harða brauðhveiti, heldur linari
tegund, og er ekki talið með
bezta hveiti.
Ef handfylli er tekin af báð-
um nefndum tegundum, getur
munurinn sýnst lítill. Og þá er
eins og á hundasýningum stund
um tegundinni veitt verðlaunin.
Þetta getur hafa komið fyrir á
umræddri hveitisýningu.
Ein ógoldin hernaðar-
skuld ennþá
Á þingi Sameinuðu þjóðanna
5.1. föstudag var rætt um greiðslu
á herrekstri samtakanna (United
Nation Emergency Force). Ó-
goldin skuld á þeim reikningi
nemur 18 miljón dölum.
Hafa margar þjóðirnar skotið
fram af sér til þessa, að greiða
sinn hluta af her- eða lögreglu-
úthaldi Sameinuðu þjóðanna.
Rússar og kommúnista þjóð-
irnar flestar neita að greiða sinn
skerf af skuldinni. Voru þær þó
með stofnun þessa hers eða lög-
rglu fyrir ári síðan, er hún var
KOMA SIGRI KRÝNDIR
Fótbolta-flokkur Manitoba,
Winnipeg Blue Bombers, komu
s.l. sunnudag vestan frá Edmon-
ton, en þar lék hann daginn áður
við Edmonton Eskimos, sem er
ágætur leikflokkur, og hefir unn
ið sigur í þrjú s.l. ár á móti Aust
ur-Canada mönnum, en tapaði í
þetta sinn. Er Winnipeg Blue
Bombers nú sigurvegarar í V.-
Canada. Næstkomandi laugardag
leikur hann á móti bezta flokkij
í Austur-Canada, við Hamilton
Tiger Cats, um Grey Cup verð-
launin. Sigri Winnipeg-flokkur
inn hann, er hann leikkappi Can-
ada.
Það sungu ósköpin öll á þegar
Winnipeg flokkurinn kom fljúg-:
andi til baka frá Edmonton úrj
sigurförinni. Það er haldið fram
að um 12000 manns hafi verið á
hafin.
En það var búist við tregðu
úr þessari átt á greiðslu í þessu
efni, sem öðrum frá Rússum. Við
hinu var ekki búist að nálega
helmingur hinna 64 þjóða í sam-
tökunum skærust úr leik eins
og raun er á.
Bandaríkin höfðu góð orð um
að hlaupa nú undir bagga, með
greiðslu á 12 miljónum af þessu,
ef hinar þjóðinar vildu gera sitt
bezta.
Þó kommúnistar væru með
hugmyndinni um stofnun hers,
neita þær nú að greiða nokkuð
af sínum hluta kostnaðarins. Þær
telja stofnun lögregluvalds nú
ólöglega.
Dag Hammerskjöld var falið
að halda áfram fjárveitingu sem
með þurfti til viðhalds lögreglu-
starfseminni á komandi ári.
Stevenson í NATO
Það mun þykja ein af ótrú-
legustu fréttum vikunnar, að
Adlei Stevenson hafi tekist starf
á hendur fyrir republikanastjórn
En það er nú full vissa talin fyr-
ir, að svo sé, og hann hafi orðið
við beiðni Eisenhowers forseta,
að vera ráðgefandi í starfi Norð-
ur-Atlanzhafs þjóðanna.
Þetta er merkilegt dæmi um
einingu Bandaríkja þjóðarinnar.
Eins og kunnugt er hafa þeir
Steveson og Eisenhowcr tvisvar
Stevenson flugvelli að bjóða leik
flokkinn velkominn. Komst flug
farið með hann ekki á stöðina
þangað sem út er farið fyr en eft
ir 2 eða 3 klukkutíma, fyrir múgn
um, sem utan um flugfarið var
kominn, er það lenti. Var oft til
að sjá, sem hópurinn bæri flug-
farið á öxlum sér. Stephen Juba,
borgarstjóri, sem á sjúkrahúsi
lág, strauk út og vestur á flug-
völl til að bjóða kappana vel-
komna. Var sun-.sta'ðar ráðist á
girðingar og þær brotnar. Varð
stjórn flugvallarins að lýsa því
yfir, að svona háttalag yrði bann
að hér eftir.
Winnipeg-búar munu með
miklum áhuga fylgjast með leikn
um í Toronto, úrslita kappleikn-
um næstkomandi laugardag. —
Honum verður sjónvarpað frá
Toronto.
ázt við í forseta-kosningum. En
ekkert hefir þar komið fyrir sem
útilokar samvinnu þeirra, er um
heill landsins er að ræða.
Titill eða kaup er ekki sagt
að starfi Stevensons fyígi. En
einhver fregnriti komst ao því,
að vanalega sé kaup fyrir slikt
starf og hans um 50 dalir á dag.
En kaup mun ekki skifta neinu
máli til Stevensons. Hann er stór-
ríkur maður.
Þetta mun þykja einkennilegur
pólitískur andi, á meðal kommún
ista—æn svona er hann í lýðræðis
heiminum vestræna.
Vilja þjóðfána, en vita ekki,
hvernig hann á að vera
Á sambandsþinginu var mál-
inu um canadiskan fána minst
nýlega. Eldri stjórnmálaflokk-
arnir hafa báðir haft málið um
nýjan þjóðfána á dagskrám sín-
um. Málið hefir verið rætt utanj
þings og innan. En það hefir tili
þessa strandað á því að enginn
uppdráttur eða heildarmynd semí
enn hefir verið gerð af honum,
hefir* hlotið einróma hylli.
Sumir benda á, að Union Jack
sé þjóðfáni vor og vilja ekkert
annað sjá né heyra. Aðrir vilja
nýtt flagg og að Union Jack sé
þar útilokaður. Suður-Afrika,
sem róttækust hefir þótt af ný-
lendum Breta hefir þó litla mynd
af IJnion Jack í horni síns fagra
Maggs.
Það var Wilfred La croix frá
Quebec, sem málinu á þingi
hreyfði Umræður urðu strax all-
svæsnar um það. Og það versta
við þær var, að það sem menn
greindi mest á um, áhrærði þjóð-
ræknismál og tungu, sem er eitt
það versta sem menn getur hér
greint á um.
Union Jack uppi í horninu á
canadiska flagginu, sem til þessa
hefir verið notað, er eiginlega
verzlunarfáni. Og það er hann,
sem kynt hefir Canada um allan
heim. Hann bætir heilmikið úr
flaggleysinu, sem Mr. Lacroix
finst svo mikill bagi að. Og verð
ur að líkindum að nægja, þar til
Canadamenn vilja allir eitt.
Ekki kalt að sofa nakin
úti í frosti?
Lífeðlisfræðingur frá Ot-
tawa, hefir gert tilraun með að
prófa hvað menn geti sofið úti
í köldu veðri, naktir og sængur-
| fatalausir. Hann er á því að menn
1 þoli miklu meiri kulda, en marg-
1 ur haldi.
Hann fór til Astralíu og inn
i i mitt landið þar sem hann vissi
af mannflokki, sem gengi nak-
inn. Hann bjó með fylgdarmönn
um sínum á meðal þeirra í tvo
mánuði, júlí og ágúst. Hann
sagði kulda þar ,um nætur hafa
verið neðan frostmark. Úti í því
veðri sváfu þeir eins og hinir
innfæddu naktir. Eina skýlið
sem um var að ræða var veggur
til skjóls fyrir stormi.
Hann segir fylgdarmenn sína
og sig hafa skolfið og liðið illa
meðan þeir voru að sofna og enn
herfilegar, er þeir vöknuðu um
morgna.
Hinir innfæddu fundu ekki
neitt til þessa, en sváfu og vökn-
uðu hinir rólegustu.
Dr. J. S. Hart, en svo heitir vís
indamaðurinn, heldur að hvítir
menn geti vanist mikið meiri
kulda en þeir nú geri. En um
hitt er hann hræddur, að hinir
innfæddu hafi að erfðum þegið
eitthvað af mótstöðuafii sínu við
kuldanum. Þeim geta og lagst
það til ósjálfrátt, er kuldatímar
fara í hönd.
Dr. Hart gerði rannsóknir þess
ar í þarfir lífeðlisfræði yfirleitt.
Og þar er margt órannsakað. Eitt
gæti eflaust verið það, hví það
kosti manninn meira en nokkurt
annað dýr að halda sér heitum og
hvort maðurinn geti ekki þar af
dýrunum lært.
FRÉTTIR í FÁM CRÐUM
Fyrsta könnunaráhaldið sem
Bandaríkjamenn sendu hundruð
ir mílna út frá jörðu og kom aft-
ur á ákveðnum stað til jarðar
með fréttir af því, sem við var
búist, er nefnt Jupiter C-flaugin.
I útvarpserindi 7. nóv. sýndi
Eisenhower forseti hana á ræðu-
pallinum og fóru vísindamenn
um hana þeim orðum að hún
“hugsaði fyrir sjálfa sig.”
Það sem þeir sögðu Jupiter C
geta gert var þetta:
Að draga úr ferð fallhlífa á
réttum tíma.
Að halda henni frá að sökkva,
ef í sjó færi.
Að eyðileggja sprengjur, ef
hún hitti þær.
Senda útvarpsskeyti, vitaljós
og fleira frá sér.
f fréttunum í gær, var nú hald-
ið fram að Bandaríkin mundu
senda gervitungl svipað og sput-
nik Rússanna 4. desember út í
geiminn. Það er að vísu 2 mán-
uðum á eftir fyrsta geimfari
Rússa. En Rússinn er ekki enn
komin á lagið með að- stýra sínu
tungli. Bandaríkin eru það
ekki heldur. En hver veit hvað
á daginn kann að koma 4. des-
ember. *
Sjónvarpstæki voru á 63%
heimila í Canada 31. marz á þessu
ári.
•
Forsætisráðhr. flestra fylkja
landsins voru í byrjun þessarar
viku staddir í Ottawa. Erindið
er að semja við landstjórnina um
að hækka hlut fylkjanna af skatt
fénu, sem hún innheimtir í sam-
vinu við fylkin.
Hefir Frost, forsætisráðherra
Ontario, lagt fram áætlun sína.
Gerir hún ráð fyrir auknum
skatti um 214.2 miljónir dala og
greiðsla til hvers fylkis hækki
að sama skapi.
Hér kemur tafla yfir skattinn,
sem nú er greiddur hverju fylki
og það sem Fost fer fram á að
greiða ætti. Þykir það að Frosts-
tillögunni, að hún ætli ríkustu
fylkjunum, Ontario og British
Columbia, mest af hækkuninni.
Er hætt við að allir stjórnar-
sinnar séu ekki sammála um það
og að það geti orðið til að fjar-
lægja Frost stjórninni.
Hér kemur skýrslan:
Greiðsla til fylkjanna —í milj-
ónum $
Sem Frost’s
stendur áætl.
Nfld. 16.0 19.6
P.E.I. 4.1 4.7
N. S. 26.8 32.9
N. B. 21.4 26.2
Que. 179.1 219.4
Ont. 214.4 332.3
Man. 32.8 40.2
Sask. 34.0 41.7
Alta 43.4 53.2
B. C. 58.9 75.3
Total $631 $846
KOMINN ÚR ÍSLANDS-
FERÐ
JÓN ÓLAFSSON
Jón Ólafsson frá Salmon Arm,
B. C. kom til Winnipeg um miðja
s.l. viku úr íslandsferð. Hefir
hann verið heima á ættjórðinni
síðan í júní, að undantekinni
skyndiferð til Noregs, Svíþjóðar,
Danmerkur og Færeyja. Á ís-
landi dvaldi hann mest af tíman-
um hjá fólki dr. Ágústs H. Bjarn
asonar og bað fyrir bezut kveðju
til þess. Kvaðst hvergi hafa hitt
skemtilegra fólk fyrir en þar.
Annars sat hann í samkvæmum
svo að segja daglega meðan hann
var heima.
Mikið spurðu landsmenn hann
um jarðveg íslands áhrærandi
stál framleiðslu. Bíður það efni
eflaust frekari rannsókna.
Jón hefir kent lasleika undan
farin ár. En hann er nú hinn
hraustasti—og á sjötugasta af-
mælisdag hans heima rigndi
heilla-óska skeytunum yfir hann
70 ára ungan! Eitt þeirra heilsaði
honum með orðunum: “Heill og
sæl stálharður.”
Jón lagði af stað vestur til Sal-
mon Arm, B. C. s.l. laugardag.