Heimskringla - 19.03.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.03.1958, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORS LTD. 247 MAIN-Ph. WHitchall 2-3311 CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. V-------------------------? L.XXII ÁRGANGUR WTNNLPEG. MIÐVIKUDAGENN 19. MARZ 1958 NÚMER 25. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNI I Kosninga horfurnar Diefenbaker ihefir gert svo vel síðan hann kom til valda í Það eru nú ekki fullar tvær framkvæmdum loforða, að menn vikur til kosninganna. finna í því starfi hans nýjan Þó mikið hafi verið sagt, má|skilning á því hvað stjórnmál þó vaenta, að öll kurl séu ekki eru enn komin til grafar. Það er ekki margt, sem fyrir fram bendir á óyggjandi úrslit kosninga. Það er aðeins eitt, sem nokkra hugmynd gefur um það. Það er fundarsókn þingmanna- efna. Um hana er það að segja, að fundir Diefenbakers hafa verið mjög vel sóttir, og mikið betur, en hinna flokksforingjanna. Það mun sjaldan hafa komið fyrir, að hér í bæ hafi um 7 þúsund sótt fundi, eða í Edmonton 5 þúsund og 10 þúsund í Vancouv- er. f kosningum er fult af blekk- ingum af hálfu stjórnarandstæð- inga, sem þeir ætlast til að kjós- endur trúi. Eitt af því er um það, að hafa kosningar að vetrarlagi. Hér á ekki að vera útsigandi hundi í 6 til 8 mánuði af árinu og ógerningur að reka kjósendur út í næsta hús til að greiða at- kvæði. Á þessum vetri hefir ver- ið vorblíða lengst af og ekki kom ið einn einasti dagur, sem ekki hefir getað talist full góður kosningadagur. Það er kanske góð og gild vara í kosningum, að j kasta því fram að hér sé svipað að búa og á Suður-heimskautinu. En er það rétt gagnvart fóstr- unni? Okkur var flestum kent í æsku að það væri guðlast að blóta veðri. Nú eru þetta ær og kýr stjórnarandstæðinga. Annað deiluefni kosninganna hjá adstæðingum er að engin maður utan Pearson, geti komið á friði í heiminum af því að hann hafi hlotið friðar-verðlaun Nobels. Það væri góð frétt, ef þetta ynni svo. En það eru. því miður aðrir, sem fara með fram- kvæmda- og neitunarvaldið í friðarmálunum sem hvorki leik- föng né loftsprengjur hafa hin þessa foringja, sem almenn-| minstu áhrif á, og því síður kosn ing fýsir að fræðast um. — ingarnar 31. marz, eða það, hvor Það hefir í sambandi við þetta verið bent á, að það sé ekki stefnan, sem hér komi til mála, heldur maðurinn, því fundir flokksmanna hans séu ekki eins vel sóttir og hans. Hafa fregn- ritar bent á,'að það sé svipað með Diefenbaker og Eisenhower, að persóna þeirra komi meira til mála, en stefnurnar, sem þeir fylgja- Og þetta er þeim mun eftirtektaverðara sem Diefen- baker hefir algerlega þessa mikla álits aflað sér, síðan hann tók við starfi í Ottawa. Það getur og er að sjáfsögðu ný meðferð á hinni eldri stefnu þar vinnur sigur. Pearson, eða Diefenbaker. Slagorðin “Pearson og friður” eru helber barnaskap- ur, auk þess, sem þau gefa í skyn, að Diefenbaker sé á móti friði, sem allir vita hver vitleysa er. Þá hljóp á snærið fyrir liber- ölum, er James Coyne, forstjóri Canadabanka, gerði athugasemd við þau ummæli Diefenbakers, að kalla það “lántregðu” —tight money policy—að renta á lánum var Ihækkuð. Og hann andmæiti því, að kreppa stafaði af þeirri stefnu liberal. Og Pearson félst strax á þetta og kvaðst frekár fara eftir því, sem reyndir menn segðu um fjármál en pólitískir gosar. Diefenbaker bendir á, að hækkun lána hafi á tíð liberala stöðvað hér að kalla mætti bygg- ingar vinnu, sem nokkur ástæða hafi orðið atvinnuleysis og rýrn- un viðskifta. En þetta fór alt' af stað aftur, er peningalánin lækk- uðu úr 4.33% i 2.98%. En hvaða annað orð en “lán tregða eigi betur við, segist Diefenbaker ekki sjá eða fást um. Lán hækk- unin hafi haft sín áhrif, lántökur hefðu minkað og byggingar og vinna einnig. Hvað fleiri merkja þarf með um það? Pearson minnist á að hann að- hyllist orð bankastjóra. Þar sé um sérfræðing að ræða i fjár- málum. Og sú skoðun hafi við meira að styðjast en ósérfróðra manna. Hér kemur það aðeins til greina, að bankastjórar fylgja fyrirfram ákveðnum reglum, sem ekki má útaf breyta og allra sízt, er um þjóðbanka er að ræða. Mr. Pearson segir rentu hafa ver- ið íhækkaða á lánum, vegna verð- bólgu og falli peninga. Þetta get ur verið gott og blessað. Ef við- skiftalífið væri með öllu stöðvað stöðvaðist verðbólga. En það er önnur leið til að stöðva verð- bólgu, heldur en sú, að takmarka lán. Hún er sú, að takmarka eða banna rentu á fé, sem græðist á lánum, sem fróðari menn, en bæði Pearson og Coyne eru, vita, að er orsök verðbólgu eða falls peninga. Það er þar sem peningaj valdið stendur á völtum fótum. j Þar eru peningar framleiddir i sem ekkert er að baki, og koma framleiðslu þjóðfélagsins ekkertj við, sem er miðill, er felt hefir j dollarinn nú í kaupum alt að 50. centum. Pearson hefir ekki vitað úm þetta, þegar stjórn hans til- kynti bankastjóra, að stöðva um ferð peninga með hærri rentu. Bankinn varð áð sjá um sig og sitt fleskpund, en almennur bagi af því, gerði þeim ekkert til. Þetta er sérfróðleikurinn, sem Pearson er að gefa í skyn, að almenningur eigi að fela sér og Coyne, að sjá um, en varast að hugsa nokkuð um í þessum kosn- ingum. En frá hlið stjórnarinnar held ur Donald Fleming, fjármálaráð- herra, uppi þessu máli í blöðun-; um, og er alt annað en á máli sérfræðingsins Coynes. Getur eitthvert gaman að því verið, ef því heldur áfram. Eitt sem mikla athygli vekur á stjórn Diefenbakers, er hvað skjótt og í víðtækum skilningi bann ihefir efnt kosningaloforð flokks síns. Hann hefir veitt flestu athygli, sem í augum lá að gera þyrfti. En sumt af því, að vísu til bráðabirgðar aðeins. En jafnvel þó svo sé, eru notin af því mikil, eins og greiðslan fyrir hveiti í vörzlum bænda, sem óselt er að vísu, en kemur bændum vel, meðan frekari úr- lausna þess máls en leitað. En nú eru að koma inn fréttir frá spá-atkvæðastofnunum, er þau tíðindi herma, að Diefen- baker-stjórnin muni hafa fullan helming allra atkvæða í landinu. Þó ekki sé ávalt, að reiða sig á þá Gallup- frétta smölun, fer hún ef til vill nær því sanna, en á- gizkanir með öðru móti gera. Skal því staðar numið að sinni um hverjar horfurnar eru. Það e sí og æ að bætast við loforð liberala. Skattlækkunnar- trúna, sem liberalar tóku nýlega, kom mörgum á óvart. í austur- fylkjunum 'hefir Pearson mikið talað um lækningar og að stjórn- in ætti að standa allan straum af þeim, hvort sem væri um að draga tönn úr manni, eða annað enn verra. Stjórnin á og getur fyrir þetta borgað, segir Pearson. Kosningarnar eru að verða að nokkurs konar uppboði. f ræðu sem Mr. Coldwell hélt nýlega, upplýsti hann að þrjár kreppur, svipaðar þeirri er nú stendur yfir og ihafi orsakað at- vinnuleysi og dýrtíð á síðustu 11 árum, en liberalar hefðu ekk- ert gert þá til fyrirgreiðslu, held ur en íhaldsm. Af orðum þessum mætti ætla, að alt masið um at- vinnuleysi nú, sé pólitísk mark- leysa. Það er nálega sama tala er nú hafa atvinnu, og um þetta leyti fyrir ári síðan. En tala at- vinnulausra hefir eigi að síður hækkað, en aðeins sem svarar inn flutningi, er nam 200,000 á árinu ! 1957, sem íhaldsmenn áttu engan þátt í, heldur þáverandi stjórn, að við bættust á vinnumarkað- ínum. En um kreppurnar þrjár á s.l. 10 eða 12 árum, er það að segja að liberalar sváfu svefni rétt- látra fyrir þeim. 8 miljón farþegar; ekkert siys Á fundi í Montreal nýlega skýrði vara-forseti CPR, R. A. Emerson grá því, að C.P.R. félag ið hefði flutt 8 miljón farþega a síðast liðnu ári vegalengd er næmi 1% biljón mílna án slysa af nokkru tæi. Ef önnur flutningatæki, svo sem flugför og bílar, gætu sömu sögu sagt, hvíldi ekki sá skuggi yfir ferðalögum, sem oft er raun á. Gallup og kosningarnar Það var haft eftir Gallup, spá- spákerlingu, að almennings fylgi stjórnmálaflokkanna hefði s.l. iaugardag verið á þessa leið: Conservative 56% allra atkv. í landinu, liberala 32%, CCF 7%, Social Credit 4% og 1% til allra annara. Heimskringla biður afsökunar á, að vegna rúmleysis í blaðinu af kosningamálum verður tals- vert af 'öðru lesmáli að bíða næsta blaðs. Kæru samborgarar vorir og lesendur Setméktnglu Vér sendum yður hér með einlægar þakkir fyrir stuðning veittan á liðinni tíð og árnum yður ánægju- legu og velmegunar í bráð og lengd. THE PROGRESSIVE CONSERVATIVE PARTY OF CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.