Heimskringla - 23.04.1958, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. APRÍL 1958
Ifehnskrmgila
ntnrmu* 1»*» ' *
Komui út i hverjum miðvikudegi
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
868 Arlintiton St. Wi itni pet» 3, Man. Canada Phone SPruce 14251
Verð blaðsinj er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited. 868 Arlington St., Winnipeg 3
Ritstjóri: STEFAN EINARSSON
Utaniskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man.
HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
•68 Arlingtoo St., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251
Authorlxtl a» Socond Claaa Mail—Poit Offlcw DepL. Ottawa
WINNIPEG, 23. APRfL 1958
Bandaríkin klögnð
fyrir öryggisráði
Rússar fundu upp á því s.l.
viku, að klaga Bandaríkin fyrir
öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna.
Þeir færðu þeim til saka, að
þau flygju oft yfir Norður heims
skautið með kjamorkusprengju-
ur og kæmu með þær alt of nærri
landamærum Rússlands. Það
yrði að leggja niður áður en til
striðs leiddi.
Washington-stjórnin kallar
þetta tilhæfulaust. Flugför
þeirra flytji ekki kjarnorku-
sprengjur hvorki nær né fjær
Rússlandi, nema þegar merki
gæfu til kynna, að hætta væri á
ferðum af Rússa hálfu, að ráð-
ast á fleiri þjóðir í Evrópu en
þeir þegar hafa gert. En það ætti
sér fremur stað nær öðrum lönd
um, en Rússlandi sjálfu.
Hvort öryggisráðið tekur
þetta til greina, er enn óvíst og
ólíklegt, að ástæða þyki til.
Bandaríkin eru það landið sem
frið hefir verndað í Evrópu síð-
an síðara alheimsstríðinu lauk.
Þannig stendur á her þeirra í
Evrópu.
Hann var fluttur þangað, er
Marshall gafst upp við að semja
við Rússa á friðsamlegan hátt,
og ekkert utan vopnin gætu
stöðvað landarán Rússa í Vestur
og Suður Evrópu.
Það var Marshall hjálpin, sem
bjargaði Vestur- og Suður Ev-
rópu að fara sömu leiðina og 10
ríki í Austur-Evrópu fóru og
Rússar átu með húð og hári.
Skammsýnir menn sumir efa,
að Rússar ætluðu að hremma alla I
Evrópu. En dæmi af framferði
þeirra annarstaðar sannar, að
hvar sem þeim er ekki mótstaða
veitt, halda þeir áfram að
hremma lönd.
Bandaríkin voru hlutlaus í
um hvaða stjórn tæki við
völdum, eftir að þeir björguðu
Kínverjum úr klóm Japa. Afleið-
ing þess hlutleysis, er, að kom-
múnismi skaut þar rótum.
Svipað er komið í Indóesíu,
Bandaríkin voru þar hlutlaus,
enda færðu kommúnistar sér það
í nyt.
í Vestur Asíu og Norður Af-
ríku, eru kommúnistar að seilast
í hvaða þjóð, sem um getur ver-
ið að ræða, sem Bandaríkjin ekki
vernda.
Af því Bandaríkin komu til
málanna í Kóreu, var hægt að
fojarga nokkru af því landi.
Þannig færi í Vestur- og Suð-
ur Evrópu, ef Bandaríkin tækju
her sinn þaðan heim.
Til þess að koma því í fram-
kvæmd, eru refirnir nu skornir
fyrir Rússum í að fá Bandaríkin
burtu úr Evrópu.
Kommúnista fýsir ekki aðeins
að halda þeim 10 ríkjum, sem þau
hafa náð og halda með því að
semja ekki neinn frið eftir
seinna stríðið, heldur búa yfir
að öðlast alla Evrópu á þann
hátt.
Þetta og ekkert anað býr und
ir að koma Bandaríkjunum út úr
Evrópu. Baráttan er um lýðræði
og kommúnista einræði. Menn
þykjast sjá aðrar hliðar en þess-
ar á þessum málum. En þær eru
ekki til og ekkert utan sjálfs-
blekking.
Náma-reksturinn í
Norður-Manitoba
Verkamanna samtök í Mani-
toba eru ekki ánægð með starfs-
rekstur Inlternational Nickel-
námafélagsins í Norður Mani-
toba.
Það lítur svo út sem iðnaður-
inn sem þarna er rekinn, sé utan
þeirra takmarka, sem verka
mannalög ná til. Mannfæð í plás
inu (the Thompson-Mystery
Lake Area), er sögð ástæða
þessa.
En verkamanna samtökin
i'eyna alt sem þau geta til að fá
“Fair Wage Act” þarna samþykt,
sem annars staðar.
Til þessa staðar er ekki járn-
braut nema sem er eign Inter-
national Nickel félagsins. Og
það mun ekkert vilja með verka-
manna-samtök hafa út þangað að
gera.
En samtökin hóta á komandi
sumri, að námafélagið skuli sig
iyrir hitta, ef það haldi áfram
starfi og ráða kaupi og vinnu-
tíma verkamanna eitt saman.
Hér er ekki um rjeitt nýtt að
ræða, en athyglisvert þó, ekki
sízt í hinum nýja heimi, þar sem
skikar af jörðunni byggjast upp
á einum til þremur mannsöldr-
um og hvenær sem því líkur, eru
alþjóða miljóna félög komin á
vettvang til að sitja að hagsmun-
um frumherjanna. Vér nennum
ekki að útskýra myndina frekar.
Hún mun flestum of ljós til þess
að slíks þurfi.
FRÉTTIR FRA ÍSLANDl
BISKUP ÍSLANDS HAFI
AÐSETURí SKÁLHOLTI
Fjórtán þingmenn úr öllum
stjórnmálaflokkunum hafa flutt
tillögu til þingsályktunar um
biskupssetur í Skálholti. Tillag
an er aðeins ein setning, svo-
hljóðandi:
“Alþingi ályktar, að biskup ís
iands skuli hafa aðsetur í Skál-
holti.”
í greinargerð flutningsmanna
segir: \
“Að undanförnu'hefir talsvert
verið rætt og ritað um það, —
hvernig skuli fara með hið forna
biskupssetur Skálholt. Maður
spyr mann, en enginn getur svar
að spurningunni um framtíð skál
holts. Allmargar uppástungur
hafa komið fram um að setja þar
á fót stofnanir, sem mönnum þyk
ir hæfa staðnum og fornri frægð
hans. Kirkja há og tíguleg er
risin þar af grunni hinna fornu
dómkirkna, og veglegt íbúðarhús
hefir þar verið reist.
En hver á að búa í þessu húsi,
og hver á á helgum stundum að
standa fyrir altari hinnar tignu
kirkju og láta kristinn boðskap
hljóma innan veggja hennar?—
Þannig er hugsað, og þannig er
spurt.
Gissur biskup ísleifsson lét
reisa kirkju í Skálholti þrítuga
að lengd, og vígði hana Pétri
postula. Hann lagði kirkjunni til
mörg gæði, bæði í löndum og
lausafé, og kvað á siðan, að þar
skyldi ávallt biskupsstóll vera,
meðan ísland væri byggt og
kristni má haldast.
Þau verk, sem verið er að fram
kvæma á hinu forna biskupssetri
og bráðlega verður lokið og kosta
munu allmikið fé á íslenzkan
mælikvarða, virðast við það mið
uð, að biskupsstóll landsins verði
aftur fluttur í Skálholt og þann
ig farið eftir fyrirmælum þeim,
er fylgdu gjöf Gissurar biskups.
Það er vel farið, að svo var á
málum haldið við endurreisn stað
arins, að sá húsakostur, sem þar
hefir verið reistur, gæti hæft
hinu tigna embætti biskupsins
yfir íslandi. Öll nútímaþægindi
eru fyrir hendi á staðnum: Veg-
ir í allar áttir. Brú yfir hið mikla
fljót Hvítá. Sími, raforka, jarð-
hiti. Læknir búsettur hið næsta.
Fjölbyggt og frjósamt hérað um
hverfis. Fjarlægð frá höfuðstað
landsins tæplega tveggja tíma
akstur í bifreið. Ró og tign ís-
lenzkrar náttúru hvílir yfir staðn
um og sögulegar minningar
vakna iþar við hvert fótmál.
Hinart kirkjusögulegu minn-
ingar, sem tengdar eru Skálholti,
og sú lind guðstrúar og mennta,
sem þaðan streymdi, var aflvaki
íslenzku þjóðarinnar um dimm-
ar aldir ánauðar og öreiga-
mennsku undir útlendu valdi;
þar sem kirkjan var hin guðlega
móðir þjóðarinnar og hennar ljós
í lágu hreysi.
Við slíka háborg íslenzkrar
menningar sem Skálholt var á
liðnum öldum hefir þjóðin skyld
ur að rækja. Skyldurnar við
sjálfa sig í nútíð og framtíð.
Telja má víst að með tíð og
tíma byggi þjóðin upp á hinum
sögulega stað f jölþætt mentaset-
ur, eftir því sem þörf þjóðarinn
ar krefur og geta leyfir. En byrj
unin hlýtur að verða sú að flytja
biskup hinnar íslenzlcu þjóð-
kirkju í Skálholt og gefa staðn-
um þannig aftur það líf og þá
sem hann áður hafði í vitund
kynslóðanna. Konungstilskipun
frá 29. apríl 1785 kvað svo á, að
biskupsstóllinn skyldi færður
Skálholti og settur niður í Reykj
avik. Konungstilskipunin er í
raun og veru freklegt brot gegn
sögulegri hefð og grundvallar-
rétti kirkjunnar, eins og Gissur
biskup lagði hann með góðu sam-
þykki allra í upphafi hinnar
kristnu kirkju, sem stofnunar
hér á landi. Skylda Alþingis til
að gera fyrirmæli Gissurar bisk-
ups gildandi að nýju er þvi aug-
Ijós. Og telja má víst, að sögu-
þjóðin, sem byggir þetta land,
mundi fagna slíkri ráðstöfun af
hendi hins aldna löggjafarþings.
Skálholt er í sögu og samtíð
eign allrar þjóðarinnar. Ný veg-j
semd Skálholts eykur frama:
hennar og getur orðið kirkjuj
landsins nýr aflvaki og Stutt og
elft andlegt líf og siðræna menn
ingu komandi kynslóða.
Nú, þegar farið er að sjást fyr-
ir endann á því, að lokið verði
hinum miklu byggingum í Skál-
holti: kirkju og biskupssetri, þá
þykir flutningsmönnum þessar-
ar tillögu orðið meira en tíma-
bært að Alþingi ákveði, að bisk-
up landsins hafi aðsetur í Skál-
holti.
Tillaga til þingsályktunar um
ílutning biskupsstólsins að Skál
holti var á síðasta þingi borin
fram af nokkrum þingmönnum
úr öllum flokkum, en var ekki
tekin fyrir, enda kom hún ekki
fram fyrr en nokkuð var áliðið
þings.
—Tíminn
Ekkert þar er argaþras,
og enginn barnagrátur
heldur ekki mæðra mas,
og má því vera kátur.
Taugarnar slíkt tekur í
táp þá fer að þrjóta,
mörgu breytir þögnin því
þreyttum til úrbóta.
Elskað friðinn æ hefi eg,
og allar róstur hatað;
Efnishyggju undra veg
aldrei hefi eg ratað;
Heldur ei slíkt heillað mig
um heimsins lendur víðar .
Gékk eg stundum glapa stig
í gáska bernskutíðar.
Margur hefir maður bent
á misgangs slæmri hillu,
og jafnvel alveg úti fent
af öfga-kendri grillu.
Tjáir ekki að tala um það
trautt þó yrði ríkur.
Hérna vinir! Brýt eg blað;
Brátt í sporin fýkur.
Jóhannes H. Húnfjörð
—15. apríl 1958
SKIPTAR SKOÐANIR UM
HVORT KONUR EIGI
AÐ VINNA ÚT
Finnskir eiginmenn eru tald-
ir sérstaklega hjálpsamir á heim
iium sínum, segir í skýrslu, sem
lögð hefur verið fyrir kvenrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna,
sem næst kemur saman til fund-
ar í Genf þan 17. marz. í skýrsl
unni segir, að 76% þeirra
finnskra eiginmanna, sem spurðu
ir voru, hjálpi til að einhverju
leyti við heimilisstörf, en 24%
sögðust hjálpa til við “öll hús
verk”. Algengast er að eigin-
menn hjálpi konum sínum við
hreingerningar á íbúðinni, þar
næst kemur barnagæsla, þá upp-
þvottur á matarílátum, matartil-
búningur og loks tauþvottar.
Efnahags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna, en kven-
réttindanefndin heyrir undir
það, hefur látið gera ítarlega
skýrslu um stöðu og störf kvenna
sem vinna utan heimilisins. Er
skýrslan byggð á rannsóknum í
38 löndum. Engar endanlegar á-
lyktanir eru gerðar í skýrslunni,
enda bent á, að það sé eríitt, þar
sem sinn sé siður í hverju landi
cg aðstæður allar ólíkar frá einu
landi til annars.
Skýrslan slær því þó föstu, að
margar konur, sem hafa störf
utan heimilisins vinni raunveru-
lega tveggja manna verk, en einn
ig þetta er misjafnt eftir stærð
íbúða, fjölda barna og annars
heimilisfólks, o.s.frv.
f Evrópulöndum er það al-
gengt, að konur, sem vinna úti,
noti til þess 8—10 klst. á dag og
4—6 klst. heima.
Höfundar skýrslunnar vildiu
þó ekki leggja til, að þess yrði
krafizt, að húsmæður, sem vinna
utan heimilis fái styttan vinnu-
tíma. Var talin hætta á, að ef
slíkar kröfur yrðu bornar fram
myndi reynast erfiðara að fá við
urkennt, að greiða beri sömu laun
fyrir sömu vinnu karla og kvena.
í skýrslunni er lögð áherzla á,
að heimilisstörfin sé fulit eins
þýðingarmikil og hver önnur
vinna og ekki hægt að ætlast til
þess, að húsmóðirin ein beri hita
og þunga dagsins af heimilis-
störfunum þegar báðir makar
vinna úti.
Af ransóknum, sem gerðar
voru í Danmörku sést, að 9%
þeirra húsmæra er unnu utan
heimilisins komu ekki nálægt
uppþvotti á matarílátum á heim-
ilum sínum og að næstum 25%
eiginmanna hjálpuðu konum SÍn
um er úti vinna við matargerð-
ina.
í skýrslunni er einnig rætt
um börn þeirra mæðra, sem vinna
úti og hvaða áhrif frá vera móð-
urinnar frá heimilinu hafi á upp
eldi þeirra. Það voru mjög skipt
ar skoðanir um þetta atriði. í
sumum löndum var talið, að það
hefði ill áhrif á uppeldi ibarna,
ef móðir ynni úti, en í öðrum
löndum var það talið börnuum til
til blessunar, að móðirin stund-
aði vinnu utan heimilisins, því
slík börn fengju betri tækifæri
til að þroskast, bæði andlega og
likamlega en hin, sem alast upp
undir verndarvasng móðurinnar
sem altaf er heima.
Skýrslan segir t.d., aö í Eng-
landi hafi fengizt sú reynsla, að
það beri síður en svo meira á af-
brotahneigð hjá börnum foreldra
sem vinna úti en hinna, sem
heima sitja.
Frá heilsufræðilegu sjónar-
miði, segir, “að rannsóknir, sem
farið hafi fram í Danmörku hafi
leitt í Ijós, að konur, sem vinna
utan heimili sínu. Hins vegar
taan heimili sín, eiga hraust
Your Watch Repaired in
One Week at EATON'S
Your watch will run longer and more accurately It you have It
checked and conditioned regularly! EATON’S courteous watch-
makers will examine it . . . without charge . . . and recommend
any repairs necessary.
Your watch will be repaired in one week . . . unless
new parts are required and are not readily available
in stock. All repairs are handled by skilled, certified
EATON watchmakers and work is done In our own
work room.
EATON watch repairs are guaranteed for one year . . . this
does not include damage done by accident or rough handling after
repairs.
Watch and Jewellery Repairs, Second Floor, Hargrave,
Dial SUnset 3-2115.
RISS— á elliheimilinu Betel
Allir lýta upp til mín
svo eflaust eg er góður,
þó sé gamalt greppi trírfj
og gáfna þrotinn sjóður;
Ástæðan, ef að er gáð
er augljós hverjum manni;
Efstu hæðar æðsta ráð
Eg er í þessum ranni.
Alla jafnan, eg þar dvel,
einn í ró og næði,
um mig fer svo ógnar vel,
ýms þar birtast gjæði.
Englarnir mig einatt sjá
allra helzt um nætur*
segja engum út í frá
á mér hafi gjætur.
* hjúkrunarkonurnar
1
é
Rftjitfeii
W niifri Iirnift P/l
k\
I
I
w* Uiltll ()0UA GIM/Plotj<
-Porthe MANITOBA HOSPITAL
SERVICES PLAN
I
I
1
I
I
V/.
WHERE THERE ARE FIVE OR
%/«- MORE PERSONS EMPLOVED
Samkvæmt vátryggingarlögum spítala, verða allir starfs-
menn, hvort sem fimm eru eða fleiri, að skrásetja sig hjá
vinnuveitenda. Þetta verður að gerast fyrir 10. júm 1958.
Skrásetningar eyðublöð eru þegar í höndum Manitoba
Hospital Service Plan. Þau ættu nú að vera í höndum
vinnuveitenda.
I
I
THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN
R. W. BEND, Minhter G- L PICKERING, Commijiioner