Heimskringla - 07.05.1958, Síða 2

Heimskringla - 07.05.1958, Síða 2
2. SÍÐA KEIMSKHINGLA •lícimskrimilci Kemur út á hverjum miíívikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlint'ton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, horgist fyrirfram Allar borganir sendist: 1 HE VIKINf, PRESS LTD. Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 868 Arlington St., Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKINf. PRIVTERS 868 Arlington St., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPrure 441251 Authortaod cta Second Clasa Mall—Post Office DepL. Ottowa WINNIPEG, MÆÐRADAGSHUGLEIÐ INGAR Flutt af séra Philip M. Péturs- syni í Unitara kirkjunni í Winnipeg, Man. Það eru mæðurnar, sem stjórna heimilunum, og sem verða oft að bera þýngstu byrði þeirra, og á sama tíma, að sýna hugulsemi, kærleika, isamúð og umhyggju, og að standa sem vörn gegn því að áhyggjur lífsins þurfi of snemma að hvíla á herðum hinna ungu. í sálmi einum sem vér syngj- um hér stundum, ekki sýnist hafa verið hægt að finna betra orð,[ eða meira viðeigandi til að lýsa umhyggju drottins fyrir mönn- unum en orðið móðir. Sá guð er fullkominn guð, og verðskuldar tilbeiðslu og þakkarbænir, sem vakir yfir mönnunum eins og góð móðir, yfir börnunum sínum —þar er sagt: Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer, Drottinn elskar, drottinn vakir, daga og nætur yfir þér! Hér er átt við það, að þeir eig- inleikar, sem einkenna góða móð- ur, eru guðdómlegir eiginleik- ar, og að hið fullkomnasta og fegursta, sem vér tileinkum guði, er að finna í hjarta góðrar móð- ur, að guð sjálfur geti ekki verið fullkomnari, eða betri, gagnvart mönnunum en góð móðir gagn- vart börnum sínum. Það eru þessir sömu eiginleik- ar sem átt er við, í öðru sálms- versi, sem vér syngjum stundum, þó að þeir séu ekki nafngreindir, og þar líka, er ást, og umhyggja1 móðurinnar að verki, og breiðir yfir alt og alla, á heimilinu, anda' sáttfýsi og friðar, 0g styrkir. Þar er sagt: Hve sælt er sérhvert hús þótt sé það þröngt og smátt, ef hver af hjarta fús þar hefir frið og sátt. Ei finnast þrengslin þar, og þeim ei amar neitt er alt til ununar hver öðrum geta veitt! En nú, munu sumir segja,— þetta er takmarkað, þetta er hug mundin; sem vér vildum öll að gæti orðið að veruleika í heim- inum, að allir menn gætu orðið aðnjótandil þessara gæða, að hvergi þyrfti að þekkjast annað.j (hvort sem er á heimilum, eða i hinum víðara heimi, í lífi mann- anna), en það, sem í þessum orð am fynst, og í þeirri hugmynd, sem á bak við þau stendur. En annað er þó reynslan, sem maður vildi síður hugsa um, sem maður vildi síður þurfa að minnast á þessum degi, sem á að vera tákn kærleika og blíðlyndis og alls, sem gott er og fagurt og fullkomið. En ekki gjörðum vér heldur tétt að Ioka augunum fyrir veru- leikanum, fyrir því, sem gerist cg er að gerast, umhverfis oss, á hverjum degi, því þar er oft margt, sem bendir, eða sýnist benda til alls annars, en að menn 7. MAÍ, 1958 heiðri mæður eða móðurást. Hvernig heiðrum vér minn- ingu mæðranna? Með að syngja þeim lof? og tala um fórnfýsi þeirra, og ástríka umhyggju fyr ir börnunum sínum? — Já, það er ein. leiðin. En hvað svo? Gleym- um vér öllu aftur næsta daginn á eftir, sem vér sögðum daginn áður? Svo getur verið og svo vill oft verða. En hvað mundu mæð- urnar sjálfar velja sér?. Hvern- ig mundu þær, sem eru mæður, —hvernig mundu þær vilja að Lraldið væri upp á minningu mæðra? » Svörin að þessari spurningu gætu e.t.v. verið eins mörg og þær sem svara. En samt hygg eg að ef að vér færum um heim all- an, ekki aðeins til mæðra vorrar þjóðar, en mæðra allra þjóða, að eitt svar yrði þeim flestum sam- eiginlegt, og að það yrði —Sjáið um börnin! Veitið þeim tækifæri til að vaxa, að þroskast, að ment ast og að njóta gæða lífsins. — Varðveit þau gegn öllu illu; látið rigna yfir.þau blessun guðs og manna, og hjálpið þeim að njóta sín til fulls. — Svo munu mæðurnar ílest allar mæla fram! Þær leita ekki við- urkenningar sjálfs sín, en finna sanna fullkomnun á öllum dýpstu þróun og háleitustu von- um, ef að börnunum líður vel, og veitist tækifæri til að fullkomn- ast, þá verður mæðrunum að fullu borgið, allur tilgangur þeirra og líf, hefur náð takmarki sínu. Þess vegna, bera þau börn, sem vel hefur farnast, mæðrum sínum blómagjafir, eða viður-. kenningu á einhvern annan hátt, þennan dag í virðingarskyni við þær, og er það falleg og viðeig- adi venja á hverri mæðradagshá tíð. Þau gleðja móður sína með gjöfum, en þó mest með þvi að sýna, að þau elska hana og virða það við hana, að hún haíi verið góð, og elskurík móðjir. En þó gleður það hana mest, að vita að börn hennar eru heilsugóð og sterk, og að þau eru farin áð brjótast fram í lífinu, og sýna sig að vera jafningjar hvers ann- ars, sem er, í samkepni lífsins, þar sem að sýnist vera að hver verði alltaf að keppa við annan, oftar næstum því, en að hafa samvinnu með honum, til að ná sameiginlegu takmarki. En hvað sem því líður, gleðst móðirin yfir lánsemi og heppni barna sinna, og þakkar guði fyr- ir alt gott í lífinu. Og ætti þessi hugsun eða með vitund um þessa afstöðu mæðra að grípa hjörtu vor, og hvetja oss til að snúa huganum að öð- um börnum og öðrum þjóðum þar sem að börnunum veitast miklu minna af gæðum lífsinns, af tækifærum til framkvæmda, til uppfræðslu, og mörgu öðru, en hér hjá oss í þessari heims- álfu, þar sem að alt er sama sem lagt upp í hendur vorar. Hvert lítið barn, sem fæðist inn í þennan heim, hvar sem það kann að vera, á heimtingú á sömu umönnun, og umhyggju og hvert annað barn. Hvert einasta barn sem fæðist, er jafnt fyrir augliti guðs, og verðskuldar jafnt tækifæri til að nota krafta sína, gáfur og hæfileika sér og öðrum mönnum til góðs og upp- byggingar En því miður, eru kringumstæður heimsins mjög misjafnar og mörg börn heimsins verða að gjalda þess, að þau eru fædd í löndum þar sem kring- umstæður eru allt annað en glæsi legar, eða að foreldrarnir eru fátækir, eða að tækifærin til lífs og frama, ánægju og gleði, eru miklu færri og lélegri en annars- staðar. En það þýðir þó ekki, að börn fátækra foreldra geti rutt sér braut. Þau hafa oft gert það, og gera án efa í framtíðinni. *Abra- ham Lincoln og ótal aðrír merk- ir menn voru fæddir og uppaldir í mikilli fátækt. Jesús kom af fátækum foreldrum. Mörg mikil menni urðu að þræla á fyrstu árum sínum í mikilli fátækt, en unnu sig samt fram. En svo er þess að gæta líka, leins og tekið er fram í sorgar- Ijóði enska skáldsins Grey, þar sem hann tekur fram, er hann gengur um kirkjugarð einn, og virðir fyrir séi* grafir hinna fram | liðnu, sem fyrir löngu eru dánir, j og e.t.v. gleymdir. Grafir þeirra eru nafnlausar. Hér segir hann: hvíla leifar þeirra, sem undir betri kringumstæðum og hag- slæðari, hefðu getað orðið leið- togar þjóðar sinnar, umbótamenn miklir, frægir lærdómsmenn, herforingjar, o.s.f. En vegna fá- tæktar, vöntunar á tækifæri til að fræðast, lifðu þeir út sína öaga, sem óþektir almúgamenn og voru síðast, er æfin varð á enda, lagðir til hvíldar, í nafn- lausra gröf. Er menn hafa húgsað um þetta hefur þeim oft komið til hugar, hve mikil eyðsla þetta er, hve j mikils hefur verið misst fyrir j það, að hæfileikamenn hafa oft ekki fengið að njóta sín, að þá vantaði áhöldin, verkfærin, til að koma hæfileikum sínum að j gagni, þ.e., fræðsluna, þekking-j una, kunnáttuna, tækifærin. En það er nú það, sem mæðra-! dagurinn heimtar, ekki aðeins! heiður mæðra sem persónur, enj fcinnig viðurkenning á þörfinnii til að veita börnum þeirra öllum börnum, jafnt tækifæri til að njóta sín. Mælikvarðinn á því hvort að barn eigi að mentast eða ekki hefur oftast verið ríki- dæmi föður þess, en ekki það, hvort það -hafi hæfileika til aðj njóta mentunar. Öll börn eru jöfn fyrir augliti guðs. Öll börn verðskulda jafnt tækifæri í líf- inu. Ást móðurinnar viðurkenn- ir þetta. Móðurástin er hin sama, hvort sem er í fátækum hreysum eða í konungshöll. Drottning Eng- lands getur ekki elskað börn sín heitar en þær mæður gera sem búa í fátækustu og afskektustu hlutum þjóðar hennar. Og ef Jesús kæmi aftur til jarðar, eins og sumir trúflokkar halda fram að hann geri, hver börnin tæki hann fyrst til sín? Hver þeirra tæki hann að sér, þau, sem hafa alt lagt upp í hendur á sér, eða þau sem ekkert eiga, og eru snauð að þessa heimsgæðum. — Hann sagði, Leifið börnunum að koma tii mín, og bannið þeim eigi því slíkra er himnaríki. Móðurástin mælist ekki af ríkidæmi né stöðu, né dæmist heldur af þeim hlutum. Ef nokk uð, þá er hún heitust þar sem efnin eru minst og fátækust, því þar er óvissan mest, en löngunin sterkust, um að börnunum farn- ist vel. Mest fórnfýsin finst með- al fátækra, og þar verður hjarta móðurinnar glaðast er börnunum er hjálpað. En svo kemur glampi gleði og ánægju líka í augu hennar, er hennar er minst, eftir búið er að fullnægja þarfir barn- anna, þvf hún er líknahjálpar þurfandi. En gleði móðurinnar er mest og fullkomnust er fyrst er hugsað um börnin, og ekkert er henni meira gleðiefni en að vita af þeim, sem mannvænleg, og þroskuð og að hafa hlotið tæki- færi í lífinu, og notið þess til 'ulls. Vér heiðrum þyí mæður best, ekki með því að syngja þeim ó- cndanlegt lof, en heldur með því WINNIPEG, 7. MAÍ, 1958 að skapa réttlæti fyrir börn þeirra í mannfélaginu, þar sem að 'tækifæri til fullkomnunnar eru jöfn fyrir alla, og eina tak- mörkunin er hæfileikar þeirra sjálfra til að njóta þess, sem boð- ið er með þvi, ef svo er gert, verð ur tilgangi þessa dags náð að fullu, og gleði og ánægja mæðra getur sameinast í einum miklum lofsöng, einum miklum sigur- söng, að enginn greinarmunur verði gerður á börnum, hvort sem eru rík eða fátæk, að sá sann- leikur hafi hlotið viðurkenn- ingu um' að öll börn eru jöfn fyrir augliti guðs, og að ekkert barn verði látið hjá. Þetta ætti að vera markmið og tilgangur þessa dags, og það getur verið bæn vor allra, að þessi dagur nái tilgangi sínum, á vorum tím- um, og með því að minning mæðra verði heiðruð að fullu. Guð blessi allar mæður og minningu þeirra, fórnfýsi og ó- sérplægni. Líf heimsins byggist á lífi þeirra. Guð láti blessun sína hvíla yfir þeim öllum nú og til enda heims. INDRIÐI INDRIÐASON FIMMTUGUR Mannsævin er eins og hrað- ferð, og áfangastaðirnir koma og fara fyrr en varir. Nú er Indriði Indriðason frá Fjalli orðinn fimmtugur. Hann er Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddist að Fjalli í Aðaldal 17. apríl 1908, sonur Indr iða skálds og fræðimanns Þór- kelssonar og konu hans, Kristín- ar Friðlaugsdóttur. —Indriði yngri ólst upp í foreldrahúsum, unz hann lagði leið, sína til Vest- urheims átján ára gamall. Þar dvaldist hann fjögur ár, lengst- um í San Francisco, en hvarf aft- ur heim 1930. Hefur hann síöan lagt stund á ýmis störf hér í Reykjavík og starfað í skattstof unni undanfarin þréttán ár. Indr iði kvæntist 1931 Sólveigu Jóns- dóttur alþingismanns Jóriátans- sonar, og eiga þau hjón þrjú mannvænleg börn: Indriða, Liót unni, og Sólveigu. Heimili þeirra að Stórholti 17 venst svo skemmtilega, að þar vill maður eem oftast vera. Indriði Indriðason gaf út smá- sagnasafnið “Örlög” 1930 og þótti hugkvæmur og. efnilegur rithöfundur. Samt kaus hann að feta í þau föðurspor að gerast fiæðimaður og hætti því smá- sagnagerðinni að unnum fyrsta sigri. Hins vegar hefur hann rit að bókina “Dagur er liðinn”, sem er endurminningar Guðlaugs heitins Kristjánssonar frá Rauð- barðaholti. Ennfremur bjó hann til prentunab ljóðasafn föður síns, “Baugabrot”, og bók hans “Milli hafs og heiða”. Indriði var líka einn af Dvalarmönnun- um í gamla daga og þýddi marg- ar úrvalssögur af ríkri smekk- vísi. Annars er ættfræðin líf hans og yndi, þegar annir leyfa. Vinnur hann að miklu riti um ættir Þingeyinga, og mun þess að vænta, að það sæti ærnum tíð- indum. Indriði kann manna bezt skil á Norðlendingum lífs og liðnum, en sér í lagi fólki átt- haga sinna. Er hann í senn mann- glöggur og söngfróður og svo vandvirkur og ræktarsamur við smátt og stórt, að allt kemst til skila. Þingeysk menning er hon- í blóð borin. Maðurinn hefur goldið átthögunum fósturlaunin af mikilli tryggð og sönnum drengskap. Enginn skyldi þó ætla, að Indriði Indriðason ali jafnan aldur sinn í völundarhúsi fortíð arinnar, þó að hann rati um það eins og stofuna sína að Stórholti 17. Hann er maður nútímans og íslenzkur heimsborgari. Ungur nam hann ljóð og sögur og hefur haldið því áframa alla ævi. Ind- riði er sí-lesandi fagrar bók- menntir og svo vel að sér í þeim efnum, að furðu gegnir. Fáir eru honum vandlátari á íslenzkan skáldskap, en ekki nóg með það: Indriði hefur komizt í náin kynni við heimisbókmenntirnar, enda les hann ensku eins og ís- lenzku og þekkir prýðilega skáld og rithöfunda Norðurlanda. Og hann lætur sannarlega ekki aðrar listir framhjá sér fara. Indriði hefur yndi af söng og hljóðfæra slætti og fékkst við tónsmíðar í gamla daga. Hann dáir sömuleið is málverk og höggmyndir. Mað- urinn er síleitandi að fegurð og boðskap, sem göfgar og þroskar og gerri lífið frjótt og litríkt. Loks kemur Indriöi því í verk að vera einstakur félagsmaður. Hann starfar í samtökum rithöf- unda og nýtur þar trausts og virðingar. Góðtemplarareglan fékk hann til fylgis við málstað sinn fyrir mörgum árum, og víst munar þar um liðsinni hans, þó að eg kunni ekki þá sögu. Ind- riði er alltaf að flýta sér, ef mað ur hittir hann á förnum vegi. Hann þarf á fund eða til verks, sameinar í fari sínu áhuga fljót- hugans og nákvæmni og sam- vizkusemi fræðimannsins, vegur og metur orð sín og skoðanir, en vill gera hvern draum að veru- leika. — Eigi að síður hefur hann tíma til að blanda geði við vini og förunauta, rökræða, hríf- ast og skipta skapi. Maðurinn má vera að öllu í umstangi sínu og annríki. Hann kann að flýta sér hægt. Eg kynntist Indriða Indriða* syni strax fyrsta dvalarár mitt í Patented “2-Sole” Socks Sólinn er prjónaður í tveimur lögum. Er mýkri hliðin upp á því innra, og liggur því að fætinum Engin auka þyngd eða þrengsli eru að þessu. Þú verð’ir að reyna þessa 2-sóla sokka til að trúa hvaða munur á þeim er og öðrum sokkum. MANITOBA DEPARTMENT OF EDUCATION has established a programme of student aid designed to • reward outstanding academic achievement • give financial help when it is really necessary to students of superior ability and accomplishment. 3ou/i Catecjo'iieá J4ave JSeen Set \ip: • Bursaries for approximately 2,000 students. • Loans for approximately 400 students. • Scholarships for approximately 100 students. • Gold Medals for best students in several categories. Scholarships and prizes will be awarded automatically on the basis of examination results. , FOR ASSISTANCE BY BURSARIES AND LOANS, students of merit can ask for APPLICATION FORMS from: • Your Principal. " • The University Rcgistrar. • The Registrar of your affiliated college. • The Registrar, Department of Education, Room 140, Legislative Building, Winnipeg. Pemember: Jixain {Powe’z Jiuát j\ot J$e Waáted. DEPARTMENT OF EDUCATION HON. W. C. MILLER Minister. B. SCOTT BATEMAN Deputy Minister.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.