Heimskringla


Heimskringla - 07.05.1958, Qupperneq 4

Heimskringla - 07.05.1958, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGL WINNIPEG, 7. MAÍ, 1958 FJÆR OG NÆR MESSA í WINNIPEG Sunnudagsmorguns guðsþjón- usta fer fram kl. 11 f.h. í Unitara kirkjunni í Winnipeg. Engin kvöldmessa verður þann dag. — Fjölmennið við morgun guðs- þjónustuna. ★ ★ ★ MESSA I ARBORG Messað verður í Sambands- kirkju í Árborg, sunnudaginn 11. maí, kl 3 e.h. Séra Philip M. Pétursson prédikar. Allir verða velkomnir. ★ ★ ★ SKÍRNARATHÖFN S. 1. sunnudag skírði séra Philip M. Pétursson Claudette Gay, dóttur Kenneth Lionel Hok anson og Kristínar Ingibjargar Goodman Hokanson, bæði frá Selkirk. Atjhöfnin fór fram í Unitara kirkjunni á Banning St. ★ ★ ★ Til Winnipeg kom fyrir helg- ina Rev. Robert Jack, fyrrum prestur Árborgarsafnaðar hér vestra. Hann kom sunnan frá Bandaríkjunum þar sem hann var á vegum U. S. State Depart- ment í fyrirlestra erindunv. Hann hefir flutt um 45 fyrir- lestra af hálfu National Luther- an Council aðallega í eystri rík- unum og mun eiga eitthvað ó- gert þar ennþá. Hann kom fljug- andi með Bandaríkjaher vestur. Meðan hann dvelur hér nyrðra fer hann norður til Arborgar og flytur þar ræðu á fundi Esjunn- ar í the town hall, 14. maí kl 8:30 R0$E THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN’S MATINEE every Saturday —Air Conditioned— maður bráðskemtilegur og vel máli farinn. Þarf ekki að efa að margir munu hlakka til að heyra hann og sjá. Samkoman byrjar kl. 8:30 e.h. Inngángur verður ckki seldur en samskot vetða tek ín. —Nefndin. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. Grettir L. Johann- son, Winnipeg, eru lögð af stað suður til Minneapolis, Minn. til gestá-þátttöku íi aldarafmæli Minnesota, sem stendur yfir nokkra daga í þessari viku. að kvöldi C.S.T. og sýnir mynd- ir. Erlingur Eggertson sýngur. ★ / ★ ★ f Gimli-kjördæminu er ætlað, að þrír íslendingar sæki um þing mensku í fylkiskosningunum, sem í hönd fara í Manito'ba. Eru þeir Dr. George Johnson af hálfu íhaldsflokksins, Sigurður Vopnf jörd, sveitarstjóri í Bi-; l’rost af hálfu CCF og S. Thomp-: son, núverandi þingmaður, af hálfu liberala. Þó fullmarg-; it kunni nú að þykja, fylgir því, þó það, að fslendingur verður þarna kosinn hvernig sem alt fer. ★ ★ ★ FRÓNS-FUNDUR Á mánudagskvöldið 12. maí,| njk. heldur þjóðræknisdeildin Frón samkomu í fundarsal lút-; ersku þirkju. Svo vel hefir til- tekist að séra Robert Jack, sem hér er á ferð hefir lofast til að | flytja ræðu og sýna myndir frá fslandi. Séra Robert sem mörg- um er að góðu kunnur síðan hann í var prestur í Nýja íslandi er crissYcross (Patented' X1945) FRENCH SHORTS 555 Mjúk og liggja hið bezta að líkam- anum—þægilegt teygju mittisband. Sjálflokandi “Criss X Cross” að franian og fer eins vel og af heztu klæðskera væru gerð. Geit úr efnisgóðri kemdri Irómull. Auðþvegin, engin strauing— endingargóð Jersey, sem vel fer me® því. “HEIMS UM BÓL” Séra Bjarni Jónsson ihefur sent Velvakanda þennan pistil: “Það eykur fegurð guðsþjón- ustunnar, þegar góð samvinna er inilli presta og organista. Þeir störfuðu vel saman, presturinn, sem orti jólasálminn og organ- leikarinn, sem bjó til lagið. Prest urinn, Joseph Mohr í Obern- dorf fór til vinar síns, Franz Gruber í Arndorf, sýndi honum jólasálminn, og tónskáldið bjó til lagið, sem sungið var í fyrsta sinni í sveitakirkju suður í Alpa fjöllum. Þetta gerðist á jólunum 1818. Enn í dag er jólalagið sung ið með miklum fögnuði. Á næstu jólum á sálmurinn, sem lýsir hinni heilögu nótt, og hið undur- fagra lag 140 ára afmæli. Höfum þetta í huga á næstu jólum. Eg er búinn að syngja “Heims um ból” um 70 ára skeið. Mér þykir alltaf jafn vænt um sálm- inn. Þegar eg var.barn skildi eg vel aðalefnið, en einstaka orð skildi eg ekki. En svo var einnig um mörg Ijóð, sem mér vajr sagt að læra. Eitt sinn, er jólasálmur inn hafði verið sunginn, spurði c-g móður mína: “Hvað þýðir seimur?” Hún svaraði “Gull”. — Þá sá eg brunn fullan af tæru vatni úg þar niðri í botninum sá eg gull og gimsteina. Þetta sé eg enn, er eg syng “Lifandi brunnur hins andlega seims”. Eg horfi niður í brunninn og fæ hlut deild í himneskum fjársjóði, og hugsa til hinna heilögu orða:— “Þér skuluð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins”. Þannig opnaðist sálmurinn fyr ir mér. Eg fagnaði jólunum, er eg söng sálminn. Hátíðin var (Rerkileg TILKVNNING! TIL ALLRA BÚENDA 1 MANITOBA sem vinna að eigin starfi, hafa tekið sér hvíld, eða starfa hja þeim er færri en fimm vinnumenn hafa. Samkvæmt Hospital Services Insurance lögunum, eiga allir búendur hvort sem fyrir sjáiía sig vinna eða aðra og vinnendur fara ekki fram úr fimm, og þeir sem eru komnir á eftirlaun, verða að skrásetjast hjá stjórn héraðsins sem búið . er í. Þeirri skrásetningu skal lokið 31. maí, 1958. i Ý- ShRÁSEJTNING verður að ljúka 31. maí 1958, að þeim degi meðtöldum. Þegar þú ferð til skrásetningarans, vertu viss um að hafa nöfnin rétt, fæðingardaginn og allar er fyrir er að sjá. SKRIFSTOFU HÉRAÐS YÐAR I I I I THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN R. W. BEND, Miníster G. L. PICKERIN6, Commissioner MHP5 komin. Þá sá eg frumglæði ljóss ins. Eg sá birtuna frá tendruðu ljósi, já, eg sá ljósið brjótast fram og eyða myrkrinu. Menn- irnir þörfnuðust þessarar birtu, því að gjörvöll mannkind mein- i vill í myrkrunum lá. Mannkynið var illa statt í myrkrinu. En þá var kveikt á jólaljósinu. Það er að því fundið, að Svein björn Egilsson notar orðið mann kind. En þá ætti Hallgrímur Pét ursson einnig að fá áminningu, | því að í Passíusálmunum notar hann hið sama orð, og það hlust- ■ ar nú öll þjóðin á. Hvílíkur fögnuður, er sungið er “Heimi í hátíð er ný”. Eg minnist margra stunda, er þessi orð hljómuðu, og oft hefi eg í starfi mínu mönnum til hug- hreystingar í margvíslegri bar- áttu lífsins notað þessi orð: — Himneskt ljós lýsir ský. Þegar eg var barn, ályktaði eg | og talaði eíns og barn. Það er mjög líklegt, að eg hafi ekki vit-^ að hvað lávarður var. En eg fékk að vita það, og sá þá dýrð heil- agra jóla, sá barnið liggja í jöt- unni, en vissi, að þetta barn var lávarður heims, konungur lífs vors og Ijóss. Eg syng sálminn með miikilli gleði og veit, að er menn taka sér bústað hjá honum sem fæddist á heilagri jólanótt, eiga menn sælan frið. Þar er frið ur á jörðu. Menn vilja halda jólalaginu en sumir vilja fá önnur orð við lagið. Eg skal syngja “Heims um ból”, meðan eg held röddinni. En eg skal einnig gleöjast, er sungnir eru aðrir sálmar, og vil nú benda á fagran sálm. Árið 1933 var gefin út Viðbæt- ir við sálmabókina 220 sálmar. Þessi bók var gerð upptæk, hana skyldi á bál bera. Þetta er kirkju sögulegur biðburður. f þessum viðbæti eru 30 sálmar eftir Helga Hálfdanarson og 30 sálmar eftir Matthías. Allt var gert upptækt. En í þessu sálmasafni er jóla- sálmur eftir Matthías Jochums- son undir laginu “Heims um ból”. Sálmurinn hljóðar svo: Blessuð jól, bjartari sól leiftrar frá ljósanna stól. Hlusta nú, jörð, á hin himnesku ljóð, hejgandi, blessandi synduga þjóð. Guði sé dásemd og dýrð. Hægt og hljótt, heilaga nótt, íaðmar þú frelsaða drótt, plantar Guðs lífstré um hávetrar hjarn, himnesku smáljósi gleður hvert barn. Friður um frelsaða jörð. Jesú barn! Betlehems rós dýrð sé þér þjóðanna ljos! Ljúfustum barnsfaðmi lausnari kær, lykur þú jörðina fagup og skær. Guði sé vegsemd og vald. Þetta eru fögur orð, eins og vænta má, er þjóðskáldið talar. Margir sálmar kunna að bætast við með auðskildum orðum. En spá mín er sú, að ávalit verði haldið áfram að syngja “Heims um ból”, jólasálminn, sem allir kunna og allir eiga að skilja.” —Mbl. £ * !♦-' -íÍB< ".''-íl!- ;5» -ÍB-'.'-SB- .-SKOSKCl GLEYM MÉR EI - £[QP]\J ~ GLEYM MÉR EI ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY 3498 Osler St., Vancouver 9, B. C. Fehiröir: Mrs. Emily Thorson, 3930 Marine Drive, Sími: Walnut 2-5576 Riáari: Miss Caroline Christopherson, 6455 West Blvd. ... Sími Kerrisdale 8872 _ m $ •/ • i % £v $ ÍSLENZK SÖNGKONA Á' LEIÐ VESTUR Frh. frá 1. bls. og í London í sjónvarp. Hefur hún mikinn forða ít- alskra, spánskra, franskra þýzkra rússneskra og enskra sönglaga, sem hún syngur á frummálunum, auk íslenzkra. Þessi hlutverk í óperum hefur Guðrún þegar farið með: Tosca í samnefndri óperu, Mími í “La Bohéme”, Santuzza í “Cavalleria Rusticana”, Amor í “Orfeo ed Euridice” og Serpina í “La Serva Padrona”, ennfremur Rosalinde í óperettunni “Die Fledermaus”. Þá hefur hún og sungið sígild lög á hljómplötur. Og síðari hluta árs 1956 söng hún fyrir “His Master’s Voice” nokkur létt lög á hljómplötur, sem seldar eru á heimsmarkaði, og urðu þær þegar á því ári metsöluplötur á íslandi, þótt ekki kæmu þær á sölumarkað þar fyrr en í lok nóv embermánaðar. Að lokum eru af handah.fi úr blaðaumsögnum listdómara, birtar hér smáglepsur úr nokkr- helztu höfuðborgunum um söng- konuna. 0 London: Guðrún Á. Símonar hefur fagra rödd og mikil dram- atísk tilþrif — “Framúrskarandi útvarpsflutningur”. Osló: “Tónar hennar eru fág- aðir og öruggir eins og þeir séu meitlaðir í berg. Þeir ná yfir vítt svið, því að hún hefur mezzo- dýptina og sópran-hæðina.” — “Hún hefur og afibragðs öndunar tækni.” Kaupmannahöfn: “Öryggi og vald á söngnum, efnismeðþerð ná kvæm og þaulhugsuð.” — “Hún er ein af þeim söngkonum, sem maður mun ávallt minnast og fylgjast með af áhuga.” Moskvu: “Hún er hámenntuð söngkona. Söngur hennar ein kennist af djúpri innlífun og skírri, hárfínni túlkun.” —Hrein tónmeðferð, algjört áreynslu- leysi og næm ^ tilfinning fyrir mjög eru einkennandi fyrri list- íáfu söngkonunnar.” Reykjavík: “Guðrún Á. Sím- onar söng aðalhlutverkið, Sant- uzzu, af framúrskarandi krafti, smekkvísi og innlífun og sann- aði, svo að ekki verður um villzt, að hún er afburða-ópervusöng- kona.” “Mími Guðrúnar var töfrandi vel sungin og leikin og í sínum Mimisi BETEL í erfðaskráin yðar HERE N O W ! 1 ToastMíaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales mk1. PHONE SUnset 3-7144 ---------------------< 27, 31 and 37 Passenger Cap- acity at reasonable salc rates. Contact1 'O. W. Lewis, Grey Goose Bus Lines Ltd., Bus Depot, Winnipeg 1, Man. or phone — WHitehall 2-3579 við'kvæmu áherzlum minnti hún mig oft á hinn angurværa blæ ló- unnar, er kvakar raunamædd á lyngheiðum fslands.” — “Geð- brigði hennar voru sterk bæði í söng og leik og ágætt samræmi þar á milli.” “hullyroa maþao alclrei hafi íslenzk óperusöngkona notið sín jafnvel og Guðrún .Á. Simonar í hlutverki hinnar ástríðufullu, skapmiklu og afbrýðisömu Toscu —” “Og bænina víðfrægu í öðr- um þætti söng hún af slíkum innileik og glæsibrag, að það atriði snart mig dýpst og hreif mig mest í öllum leiknum. Það er okkur mikils virði að eiga svo i stðrbrotna óperusöngkonu.” KENNARA VANTAR Manitoha þatfnast margra nýrra kennara ;1 hvcrjy ári. Það cr bæði að nemendum fjölgar og kröfur til námsins fara vaxandi. kensla í boði er þessi • Kostnaðarlítið nám • Lán eða aðstoð ef með þarf • Vissa fyrir vinnu • Ymiskonar stöður hér og þar innan fylkisins • Gott grunn kaup • Tækifæri til að bæta hag sinn • Tækifæri til vinnu Studentum í tólftu gradc, sem fræðslu æskja, geíast tækifaeri á, að sæxja um aitarf sem við byrjun nátns árs á Normal skóla 8. sepl/Í958. Sókn um inngöngu fæst með að fá eyðublöð og fylla út hjá skóla inspektorum, yfirmönnum miðskóla eða skráningamanni og mentamáladeildinni 140 Lcgislative Hldg., Winnipeg 1, eða hjá The Principal, Teachers College, Tuxcdo, Manitoba. N Háskólantmar útskrifaðir, sem framhaldsnám æskja, snúi sér til Thc Dean, Faculty of Education, University of Manitoba, Fort Garry, Manitoba, eða The Director, Faculty of Education Brandon Collcge, Brandon, Manitoba. Til frekari upplýsinga, gerið svo vel að skrifa Mr. H. P. Moffat, Supervisor of Teachers Supply, Roont 42 Legislative Building, Síma Núrrter —WHitehall 6-7289. Authoní&d by Hon. W. C. Miller, Minister of Education, Province of Manitoba. I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.