Heimskringla - 11.06.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.06.1958, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORS LTD. 247 MAIN—Ph. WHitehall 2-3311 L & CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. LXXII ARGANGUR WINNIPEG: MIÐVIKUDAGINN 11. JÚNÍ 1958 NÚMER 37. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Um kosningarnar Munit5 að kosningarnar í Mani toba eru 16 júní. Kjörstaðir opna klukkan 9 f.h. og loka klukkan 9 e.h. Ennfremur að nú er ekki kos- ið með tölum, eins og í síðustu; íylkiskosningum, heldur með einu X við nafn eina mannsins er valinn er. Um annað þarf ekkert að hugsa. Hlutfallskosn- ingar eru úr sögunni. Kosningarétt hefir hver: —21 árs að aldri. —'brezkur þegn. —eitt ár til heimilis. í Manitoba —búið hefir þrjá mánuði í kjördæmi sínu. • Frambjóðendur eru um 180, en þingsætin eru 57. í Winnipeg eru 20 af þeim. 37 í sveitum og sveita bæjum. • En í kosningum kemur ýmis- legt til greina, sem ekki er eins auðvelt að svara og þessu. Til dæmis spyrja menn, hvern á eg að kjósa? Hvaða flokkur er lík- legastur til að ná völdurn? Báðir eldri flokkarnir sem við köllum svo, íhaldsmenn og lib- eralar, eru líklegir að ná völd- um. Sum blöð hér segja, að um þá sé aðeins að velja. Þeir hafa 56 þingmannsefni hvor. CCF hef ir að vísu 43 í vali, sem nægja mundi til að mynda stjórn, ef allir væru kosnir. En hvaða flokk ur gæti gert kröfu til siiks? — Það eru stundum að vísu mál a dagskrá, sem öllum kjosendum' eru áhugamál og veita nálega allir fylgi- En þáu vilja tínast í öllum þeim fjölda mála, sem oftast eru á dagskrá. Það er ó- kostur eða ófullkomleiki kosn- inga frelsisins, sem svo oft er gumað af-, að atkvæði verður að greiða með því lakara samfara því góða. Það er að þjóna tveim! ur herrum. Þegar um flokka er, að velja, eiga menn oft erf ítt með, alvin zophanías SIGVALDASON að vita hver er beztur, vegna þessa grauts málanna. Samt reyna menn það, og er oft furða, hvað menn geta orðið eínhuga í því efni, hvernig sem þeir fara að komast að ákve'ðnum niður- stöðum. Og svo fór í sambands- kosningunum síðustu. Ef kjós- endur hafa þar að góðri raun kom ist, sem alt útlit er fyrir, ætti vegur sama flokks að vera nú greiðastur. Það er að minsta kosti það líklega, hver sem úr- skurður kjósenda verður. Hvað kosningamálin geta orð- ið erfið oft, er nú gott sýnis- horn af í Gimli-kjördæmi. Hkr. hefir að jafnaði drýgt þá synd að mæla með íslendingi, öðrum fremur, ef í vali er. En nú eru þrír íslendingar, sem enginn munur getur verið á, að trú vorri þar í vali, og hafa sem sönnun þess hver, mikið fylgi í sinni byggð, eins og S. Wopnford, í APborg, er um mörg ár hefir þar sveitarstjórn haft og er liinn skýr asti maður og vér höfum ekki séð af kappræðuþíngi halda heim með brotið sverð eða klofinn skjöld. Og þá er Dr. Sveinn Thompson, reyndur maður og ráðagóður yngri sem eldri í heima-lhéraði sem á þingi og öll um getur komið í got skap. Og svo þriðja þingmannsefnið sem allir segja fallegasta frambjóð- andann, ágætan mann og læknir. FRETTIR FRA ISLANDl Nlr. Sigvaldason var getið í síðasta blaði og í dagblöðum Winnipeg-borgar. í baust sem leið var honum veitt kapteins- leyfi, en þjónaði stýrimanna- stöðu (First Mate) á S. S. Keenora, á Winnipeg vatni. — Hann var fæddur 19. desember, ^16 í Riverton, Man., og var sonur Jóns Sigvaldasonar sál og Sigrúnar Jóhönnu Thorgrímsd., Tvær systur lifa hann, Capitóla, Mrs. Einar Johnson, í Riverton; og Thorbjörg Áróra, Mrs. H. M. Stinson, í Winnipeg. Hann var ógiftur. Mikill fjöldi manns var viðstaddur útför hans, sem fór fram frá Sambandskirkjunni í Riverton, miðvikudaginn 4. þ. m. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Hann var lagður til hvíldar í Riverton grafreit. ALMANNAGJÁ Það hefur oft á liðnum árum verið rætt um nauðsyn þess, að banna alla bifreiðaumferð um A1 mannagjá, og virðist nú loks að koma skriður á það mál, því að þingmenn úr öllum flokkum hafa sameinast um þingsályktunartil- lögu þess efnis, að allri umferð eftir veginum um gjána verðP hætt ,og lagður nýr bifreiðaveg- ur, sem ekki liggi gegnum gjána. í greinargerð eru færð rök fyrir nauðsyn þess, að gjáin verði frið uð, og segir þar m.a. að illver- andi sé í, gjánni sakir ryks, í þurrviðrum, en ennfremur geti sú hætta komið til, að vegna um ferðar þungra bifreiða verði hætt ara við hruni úr veggjunum. — Ef Almannagjá verður friðuð yrði það til þess að auka stór- lega ánægju allra, sem á Þing- völlum dveljast. Allt sem gert er, til þess að auka friðhelgi Þing- valla, á rétt á sér, og friðun gjár innar er mikilvægt skref í þá átt.—Vísir ★ FÆST SJÁLFSMORÐ Á ÍSLANDl Stavanger Aftenblad í Noregi hefur birt grein eftir danskan læknisfræðinema um sjálfsmorð á Norðurlöndum. Sjálfsmorð eru tiðari i Dan- mörku en nokkru landi öðru — tdttugu á hverja 100.000 íbúa — og kennir greinarhöfundur það þeirri staðreynd, hversu margir Danir búi í borgum—til dæmis fjórðungur þjóðarinnar í Kaup- mannahöfn einni. í greininni er einnig bent á það, að sjálfsmorð séu hvergi sjaldgæfari í neimin- um en hér á landi. —Vísir *. NÝR FISKIMARKAÐUR í vetur voru gerðir samningar um sölu á 2—3000 lestum af verk uðum saltfiski til Jamaica. Er þetta fyrsta stórsalan þangað og greitt fyrir fiskinn í frjálsum gjaldeyri (stpd). Hér er um 15— 20 togarafarma að ræða og leiðir af sölunni mikla vinnuaukningu í landinu. Mestallur sá fiskur, sem verk- aður verður vegna þessara samn inga, verður fiskur veiddur á Gænlandsmiðum, og verður hann verkaður á ýmsum stöðum, en aðallega í Reykjavík. Hér verði ur um að ræða 15—20 togara- farma, miðað við meðalafla eða um 300 lestir. Bæjarútgerð R.- vík mun vegna þessara samninga senda 5—6 togara á Grænlands- mið um eða upp úr næstu mán- aðamótum, og vænzt er þátttöku togara úti á landi í veiðum vegna þessara samninga. Eins og segir hér að ofan, er greitt fyrir fiskinn í frjálsum gjaldeyri. Salan mun auka verð- mæti fisksins um 8—9 millj. kr. og munar um minna í sterlings 'pundaskortinum. Þá hefur Vísir fyrir satt, að þessi stóra sala hafi reynzt kleif vegna þess, að breytt var um inn kaupakerfi á Jamaica. Áður var við hina og þessa aðila að eiga til að ná samningum um sölu, en nú er það ríkið, sem kaupir SÍF hefur um mörg ár haft augastað á þeim möguleikum, sem þarna er um að ræða, og hafa verið gerðir samningar um smærri sölur til þessa lands um nokkur ár, eða allt frá 1951. En þetta er fyrsta stórsalan þang- að. Jamaica, sem er eitt landanna í hinu nýja Vestur-Indíu sam- bandsríki þarfnast árlega um 6—7000 lestar af fiski, og hafa Kanadamenn og Nýfundnalands- menn lagt til mestan hlutann til þessa. Hér hefur því unnizt stærri markaður en áður var um eð ræða og nokkrar framtíðarvon ir bundnar um framtíðarvið- viðskifti. —Vísir 22. apríl. * RÍKISSTJÓRNIN TEKUR 49 MILLJ. KR. LÁN VESTAN HAFS Laugardaginn 3. maí var gerð ur samningur við Bandaríkin um kaup á bandarískum landbúna'ð- arafurðum gegn greiðslu í ís- lenzkum krónum. Samninginn undirrituðu Gylfi Þ. Gíslason, settur utanríkisráðherra, og Theodore B. Olson, sendifulltrúi Bandaríkjanna. Hér er um að ræða samskonar samning og gerður var í apríl 1957, en samkvæmt honum hafa verið keyptar til landsins land- búnaðarafurðir frá Bandaríkjun- um fyrir um 44 milljónir króna. í nýja samningnum er eftirtald- ar afurðir fyrir 3 millj. dollara eða 49 milljónir króna: Hveiti, Bómull, Maís, maismjöl, Bygg, Tobak Þurrkaðir og niðursoðnir ávextir, Andvirði afurðanna ver'ður að talsverðu leyti varið til lánveit- inga vegna innlendra fram- kvæmda, aðallega til greiðslu á innlendum kostnaði við virkjun Efra-Sogs. Bandaríkjamenn geta einnig varið nokkrum hluta fjár ins til eigin þarfa hér á landi. —Vísir NYJA POSTHUSIÐ OPNAÐ ÍSLENZKA TÍMATALIÐ í dag er 11. júní, sem kallaður var á íslandi nóttleysumánuður, því þá er lengstur dagur og nótt in björtust, og sumstaðar Norð- anlands á íslandi gengur sól ekki í æginn alla nóttina nokkurn hluta mánaðarins. Juníus er latneskt nafn og á líklegast rætur að rekja til guðj unar Junó, þó fleiri nöfn séu nefnd 1 því sambandi. í dag eru 7 vikur af sumri. í Winnipeg var opnað nýtt pósthús s.l. föstudag, sem hér hefir 3 til 4 ár verið í smíðum. Er það talið hafa margt til síns ágætis, vera bæði stærsta og full komnasta pósthús í Canada, með flugstöð á þaki uppi fynr þyril- vængjur að lenda á (Helicopter) með póst og taka hann burtu, og nýungum margvíslegum í fyrir- komulagi og starfi innan húss. Stærð pósthússins er sú, að heila ferspildu —iblock— þekur milli fjögra gatna. Það kostaði 15 miljón dali. í fyrstu þyrilvængjunni sem á þaki pósthússins lenti, var Gor- don Churohill viðskiftamálaráð- herra Canada. í henni voru einn- ig Gordon Aikman, myndtöku- maður Tribune, og Bob Preston fregnriti, og öfluðu sér frásagna í lesmáli og myndum af því er þarna var að heyra og sjá. Við opningu pósthussins var og William Hamilton yfir-póst- meistari Canadastjórnar. Kom hann i vagni, |kröltandi með f jór um hestum fyrir til að minna á fyrstu póstflutninga hér. En Ghurchill ráðherra kvað þetta sýnishorn af hvað vestrið væri langt á undan austrinu í póst- flutningum. Hamilton ráðh. er Austur-Canada maður. í ræðu sinni mintist Hamilton þess, að Winnipeg væri í eiginlegasta skilningi miðstöð Canada, ekki aðeins fordyri vestur landsins eins og hún væri kölluð. Hún væri á hraðri leið að verða aðal- miðstöð verzlunar, menningar og framfara. í ræðuhöldum tóku auk þess- ara borgarstjóri Stephen Juba, Winnipeg póstmeistari og fleiri. —Tribune photo by ERNIE F.INARSSON Sem dæmi af vexti Winnipeg borgar, var á það minst að frí- merkjasala hér hefði aukist 40% frá 1950 til 1958 eða úr $5,700,000 í $7,800,000. Um 25,000 manns væri í starfi og útbýttu 10,000,000 bréfum á aag. Milli pósthús og Stevenson flugvallar, hefðl póstur verið fluttur á 27 mínútum áður, en nú í þyrilvængjunni á 8 minútum. Myndin sem hér birtist af póst húsinu, var tekin úr öðru flug- fari en þyrilvængjunni, af Emie Einarsson, Winnipeg Tribune myndatökumanni og sýnir bæði þyrilvængjuna lenda og mikinn hluta Winnipegborgar. Bygging þessa nýja pósthúss, verður ávalt talið eitt af hinum stærri framfaraskrefum þessarar bæjar. FLOKKSFORINGJAR MANITOBA Lloyd Stinson —CCF Duff Roblin — Conservativa D. L. Campbell — liberal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.