Heimskringla - 23.07.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. JÚLY, 1958
JJM HEIMSÓKN EISEN-
HOWERS FORSETA TIL
OTTAWA
Það faafa kynstrin öll verið
skrifuð um (heimsókn þessa—og
ummæli Eisenhowers veri'ö gagn
rýnd svo, að dónaskap óblönduð
um hefir nærri keyrt.
Það er engu líkara en að sum-
ir sem um ræðu Eisenihowers
hafa skrifað, hafi álitið komu
hans hingað fólgna í því að
skrifta hér á hnjánum fyrir þingi
Ottawa, aÖ Bandaríkin eða for
setinn væri upphaf og endi alls
þess sem erfiðlega hefir hér tek
ist með á síðari árum, og eitt meðj
öðru, eins og gjafahveiti fráj
Bandaríkjunum, á að hafa verið
orsök til. En Eisenihower fór
ekki á knén út af því í ræðu
sinni, heldur sagði slíkan mark-
að standa hverjum sem væri op-
inn ennþá. En birgðir Banda-
ríkjanna hefðu minkað við það,
sem grynti á markaðsforðanum
í heiminum og góð áhrif hefðu
bæði á markað og hina félausu,
sem annars hefðu orðið að sjá af
vorri hjálp sem öðrum nauðsynj
um. Þegar Bandaríkin ákváðu að
hjálpa öðrum þjóðum, voru það
fæði og föt, sem fyrst komu til
mála, af birgðum þjóðarinnar,
sem annað. En fyrir gjafir
Bandaríkjanna, gátu þessar þjóð
ir notað fé sitt til kaupa á meira
hveiti og fleiru frá öðrum þjóð-
um.
Liberalar notuðu heimSóknina
til þess, að sýna almenningi, að
núverandi stjórn væri óhæf við
völd, að því er kæmi til viðskifta
hennar við Bandaríkin. Þangað
á rætur að ekja dónaskapur all-
ur, sem út á prent hefir síðan
komið um ræðuna. í einni grein
sinni var blaðið Winnipeg Free
Press þó svo sanngjarnt að spyrja
til hvers menn hafí haldið að
forsetinn hafi hingað komið. —
Þar var ekki gert ráð fyrir því,
að það hefði verið neitt Canossa-
ferðalag eða til syndalausnar.
Forsetinn kom hér fram sem ein-
lægur og hreinskilinn vinur, en
taldi hvorki Bandaríkln né Can-
ada al-fullkomin, en sem vel
gætu drotnað yfir syndum sín-
vim eða því, er þeim bæri á milli,
og heimurinn hefði lengi öfund-
að þessar þjóðir af sem fyrir-
mynda nábúa.
En í allri mælginni um þessa
heimsókn, ætlum vér Charles
Lynch, fregnrita Winnipeg Tri-
bune, þræða sanngjörnustu leið-
ina í heimsóknarmáli forsetans,
en honum farast orð á þessa leið í
blaðinu Winnipeg Tribune, 12.
júlí og skrifar frá Ottawa:
Eg hefi verið einn þeirra er
um land þetta hafa hents fram
og aftur og hrópað hátt um skort
inn á góðum þjóðarleiðtogum
vestlægu þjóðanna aðallega í
London, Washington og París.
Eftir að hafa séð forseta
Bandaríkjanna og forsætisráð-
herra Breta í heimsóknum hér í
Ottawa vil eg að nýju segja fá-
ein orð um þetta efni.
Það er komið í venju að segja
um Eisenhower, að hann sé sjúk
ur, hann muni ekki endast út
kjörtmabilið, hann sé ekki nema
part af tímanum forseti og á-
hugalítill í starfi sínu. Hann sé
lamaður og að kjósa hann aftur
í embættið komi ekki til mála.
Bandaríkin verði að snúa við
blaði og hugsa um að kjósa Nix-
on.
Eg hefði ekkert orðið hissa
á að sjá Eisenhower er hann kom
hingað borinn heim af flugfar-
inu, og reynt að veifa skjálfandi
hendi til þeirra sem héi; buðu
hann velkominn.
En ekkert af slíku átti sér
stað. Eisenhower var i bezta
skapi og hinn hressasti. Hvar
sem hann kom vakti hann athygli
og eftir öðrum var lítið tekið
en honum. Móttökunefndin var
heilluð af honum. Hann tók hinn
brattasti þátt í gólfleik, bg flutti
ágreiningsmál Canada og Banda-
ríkjanna svo kröftuglega að Can
adamenn höfðu aldrei heyrt um
það mál talað rösklegar og á-
kveðnara.
Ef þessi maður er aðeins að
hálfuleyti fær um að leysa for-
setastarfið af Ihendi, mundi eg
;ekki fyrir þeim vilja verða, er að
fullu leysir það af faendi. Og ef
eg mætti ráða því, hver sendur
yrði til samtals við Krushchev
um vandamál heimsins, mundi eg
engan til þess kjósa, fremur en[
Eisenfaower. Eg treysti engum
af okkar vestlægu foringjum að
halda sínu fyrir Khrushchev sem
Eisenihower.
Á bak við bros Eisenhowers
býr meira líf og f jör, en læknar (
hans faafa enn uppgötvað.
MacMillan forsætisráðherra,
Breta, hefir ekki um skeið átt (
sérlegu láni að fagna í blöðum
heimalands síns. En þegar hann
kom hér fram síðast, kom í ljós,'
að þar er maður þéttur á velli
og þéttur í lund.
Þing Can. hafði ekki búist við
annari eins ræðu og Macmillan
flutti, er líkleg er nú til að verða
talih í flokki annáluðustu ræða,1
sem í þinginu hafa verið fluttarJ
Fregnritar stóðu og berskjald-'
aðir fyrir vegna undirbúnings-’
leysis um efnið, sém hann talaði
um á fundi þeirra og fult var af
fróðleik og kryddað fyndni. Og
í sambandi við mál kaldastríðsins
hafði hann fróðleik að flytja
vestlægum þjóðum sem þeim var|
spá-nýr.
Vestrið virðist með þessum
tveimur mönnum, Eisenhower,
og Macmillan vera brynjað viti
og þrótti, sem það þarf á að
halda.
Eg hefi ekki haft tækifæri, að
kynna mér til hlýtar starf
Charles de Gaulle hershöfðingja.1
En margt af því sem hann hefir
gert, og’er að gera, minnir á að
Frakkland hafi loks mann við
stýrið, er að kveður. Hann er laus
við alla geðþekni og gamansemi.
En það er hægt að fyrirgefa hon
um, ef honum hepnast, að endur
reias Frakkland til sjálfsábyrgð-
ar sem áður í málum vestlægra
þjóða og málum heimsins.
Og áður en eg skil við þessi
mál vil eg bæta því við, að Johp
Diefenbaker hefir sýnt svo mikla
árvekni og skyldurækni i með-
ferð viðskiftamála Canada, að í
hópi forvígismanna vestlægra
muni eiga eftir að verða brátt
skráður.
Þetta er nú ef til vill út úr
dúr. En spurningin fyrir mér er
sú, hvort við hlaupum ekki langt
yfir samt, í leitinni eftir leiðtog-
um til varnar lýðræði voru.
FRÁ LUNDAR
Aldrei sjást neinar fréttir í
íslenzkublöðunum héðan frá Lun
dar. Hér eru þó margir íslend-
ingar, bæði í bænum og út í
byggðinni í kring, og hér skeð-
ur ýmislegt, sem landar vorir í
öðrum plássum hefðu gam-
an að fréttS. Ekki kemur þetta
fréttaleysi Jiéðan til af því, að
hér sé ekki margir íslendingar
vel færir um, að skrifa fréttir
til blaðanna, og ekki kemur það
heldur til af því, að fólk hér sé
svo inni í sjálfu sér, að það kæri
sig ekki um, að þess sé að neinu
getið. Nei, fólk hér er mjög
frjálslynt, bæði innávið og útá-
við og vill taka þátt í félags líf-
inu með samúð og samhygð. Það
kemur bara til af því, að engin
tekur sig fram með, að byrja.
LundarJbær er ekki stór um-
máls, en það er snotur bær;
mörg mjög reisuleg Rús, sem
hafa kostað eigendurna mikla
peninga að byggja. Hér eru fjór
ar sölubúðir, sem verzla með alla
nauðsynjavöru, kaffihus eru
þrjú; bíla-viðgerðarhús þrjú, veg
legt póstafgreiðsluhús, all snort
ur sveitarskrifstofa, stór tví-
lyftur barnaskóli, skósmiður,
verkfærasalar, sem selja öll nauð
synleg landbúnaðarverkfæri og
mjög fullkominn pentsmiðja.
Gangtraðir úr cementsteypu
eru sumstaðar meðfram strætum,
rafljós í hverju húsi. Yfir fjögur
hundruð talsímar í bænum og út
um bygðina. Á þessu má sjá, að
hér býr framfara fólk.
En hér er enginn pestur og því
endlegt Iíf daufara en annars
mundi vera.
Skemtanir eru hér nokkuð ein-
hliða og mest fyrir yngra fólkið,
svo sem dans og myndasýningar,
en eldrafólkið kemur hvert til
annars ög spilar á spil sér til
skemtunar og tímastyttingar.
í eina tíð mátti svo heita, að
Lundar væri al-íslenzkur bær, en
nú er komin breyting þar á. Nú
býr hér fólk af flestum þjóð-
ílokkum nema Kínar, og Gyð-
ingar. Þeir þrífast ekki hér, og
nú í seinni tíð eru margir frum-
kyggjarar þessarar álfu—índíán-
ar, sem við köllum kynblend-
inga—fluttir inn í bæinn.
Öll regla í bænum er góð, enda
er oddvitinn reglumaður og líð-
ur enga óreglu. Svo er hér lög-
regluþjónn, sem faefir augu og
eyru allstaðar, það kemur sér líka
vel, þar sem hér er hótel og bjór-
sala, og oft hávaðasamt þar i
kring, þegar halla tekur'degi,
en það stendur aldrei lengi yfir
er þeir sjá skjöldinn, sem lög-
reglan ber á húfunni.
Skattar eru hér svo lágir á
fólki, að sveitarstjórnin á erfit
með að geta gert svo mikið seih
vildi, að vegabótum, en ráðið
leggur allt kapp á það, samt sem
áður.
Einn dragbítur er á eflingu og
framförum þessa bæjar, en það
er atvinnuleysi. Þegar ungling-
arnir eru komnir á þann aldur,
að geta unnið, þá verða þeir að
fara burtu í önnur pláss til þess
að fá atvinnu.
Landbændur búa hér flestir
góðu búi. Þeir stunda flestir
blandaðan búskap, eða það sem
kallað er “mixed farming”, hafa
bæði hjarðir skepna og korn-
akra og farnast vel. Hér var um
eina tíð mikil fiskveiði í Mani-
tobavatn, en nú er fisknrinn orð-
inn lítill í vatninti, og fáir stunda
nú þá atvinnugrein.
Heilsufar fólks hér má heita
gott. Maður telur það ekki með
veikindum þó fólk fái dálítið
kvef og hósta né heldur þó gam-
alt fólk finni til gigtar stöku
sinnum, slíkt er "Svo gamalt og
algengt.
Sumir bændur hafa selt bújarð
ir sínar og bustofn og flutt inn
til bæjarins, keypt sér þar heim-
ili til að geta eytt (elliárum sín-
um í rólegheitum eftir þraeldóm
og slit við landbúnaðinn í mörg
ár.
Sunnudaginn þann 13. þ.m.
komu saman yfir hundrað manns
við landnema minnisvarðann hér
á Lundar til að minnast landnams
fólksins í Grunnavatns- og Alfta-
vatnsbygðum í ræðum, kvseðum
og söng. Athöfnin fór prýðilega
fram í allastaði. Að athöfninni
afstaðinni fór fólkið niður að
öðru samkomuhúsi bæjarins og
þáði ókeypis, rausnarlega fram-
bornar veitingar. Það hefir ver-
ið svo ráð fyrir gert, að athöfn
fari fram við minnisvarðan í júlí
mánuði ár hvert.
Mrs. Salomi Halldórsson, sem
er fyrsta' barnið, sem fæddist í
Álftavatnsbygðinni, lagði blóm-
sveig á fótstall varðans. Þegar
séra Bragi Friðriksson vígði
varðan, þá var þar Mrs. Guðný
Halldórsson, sem lagði blómsveig
að fótum varðans, en hún er
fyrsta barnið, sem fæddist í
Grunnavatn&bygðinni.
Þjóðræknisdeildin hér á Lun-
dar faefir nú tekið að sér að sjá
um minnisvarðan í framtíðinni,
og er það vel farið.
Spá mín er, að Lundar eigi eft
ir að verða einn af blómlegustu
bæjunum hér á milli vatnanna ef
haldið er í horfinu.
Beinsteinn í brösunum
Students of Icelandic Des-
cent Graduating from the
Manitoba Teachers Col-
lege June 1958
ANDERSON, Cecil Walter, son
of C. G. Anderson, 409 Beverley
St., Winnipeg.
AJNTDERSON, Lillian Hope,
daughter of M. Anderson, Box 1,
Riverton, Man.
BALDWINSON, Helga Soffia,
daughter of Mrs. Valgerður Bald
winson, 334 Semple, Winnipeg.
Winner of both IODE and Vik-
ing Soholarships.
BALDWINSON, Olof, daughter
of B. Baldwinson, Thicket Por-
tage, Man.
BJARNASON, Laura-Jean,
daughter of V. Bjarnason, Glad-
stone, Man.
EGGERTSON, Irene June,
daughter K. Eggertson, Hecla,
Man. -
GUDMUNDSON, Sigurbjorg
Lillian, daughter K. Gudmund-
son, Arborg, Man. **
QUDNASON, Lorelíe, daughter
S Gudnason, Glenboro, Man.
GUDNASON, Rosalie, daughter
S. Gudnason, Gl,enboro, Man.
HANNESON, Mary Ariene,
daughter A. W. Hanneson, Lang-
ruth, Man.
HORNFORD, Gudrun Freda,
daughter J. Hornford, Arborg
JOHNSON, Anna Steinunn,
daughter N. R. Johnson, Lundar.
JOHNSON, Asa Lillian, daugh-
ter Mrs. B. Johnson, Riverton,
JONASSON, Hubert John,
daughter C. Jonasson, Selkirk.
JONES, Gerald Thor, son of
Mrs. Louise Jones, Selkirk, Man.
KJARTANSON, Joanne Val-
gerdur, daughter O. Kjartanson,
Steep Rock, Man.
MAGNUSSON, Vivian Johanna
Sigurbjorg, daugihter J. E. Magn
usson, Lundar, Man.
CITY HYDRO
. . . an
outstanding
example of
successful
municipal
ownership
msz.
1
City Hydro’s recently opened operating building
at Notre Dame and Weston
City Hydro’s electric utility made a profit of $1,416,170 for the year 1957.
From this surplus $450,000 was contributed to the City’s General Budget ,to help relieve
the taxpayers’ burden. Since 1938, over $10,500,000 has been contributed to the City’s
funds for this purpose.
People of Winnipeg used over 1,160,643,800 kilowatt hours of electricity last year.
City Hydro continues its multi-million dollar program of renovation and expansion to
enable the utility to provide the finest electric service at the lowest possible cost.
City Hydro extends best wishes to thc Icelandic
Community of Winnipeg on the occasion of
its Annual Celebration.
HVAÐ VELDUR AÐ
J0E ER EINS 0G
HANN ER?
4
Hvert sem Joe situr inni í fagurrí
stofu sinni, eða hefir einhy«rju að
sinna, er faann ávalt sem gröggaður.
Hann er ofdryki£jurna'5ur.
Drykkjuskapur Joes, er honum
skaði og skömm, fjölskyldu hans
til ófaamingju, og fram undan aldrei
annað en erfiðleikar. En hann getur
ekki hætt að drekka.
Hvernig varð hann svona?
Einhver gaf honum fyrsta drybk-
inn, ef til vill faðir faans, sem hélt að það væri hættulaust að minsta kosti.
Mjög líklegt er og að vinir hans hafi sagt honum að vera með og standa
ekki í vegi skemtunar, en drekka eins og hinir. Ögranirnar eru endalausar
er kemur til þess, að koma mönnum til að drekka.
En Joe var ekki einn af þeim, er drekka til þess að vera góðir selskapsmenn.
Hann var einhvern veginn svo gerður, er hann neytti víns, að það hlaut að
verða honum fótakefli.
Þeir sem gáfu Joe drykk og örfuðu hann til að drekka, hjálpuðu til að gera
hann að því sem hann er.
Varst það ÞÚ?
One in a serios presented
in the publio interest by the
MANITOBA COMMITTJJE
on ALCOHOL EDUCATION
' k. ‘e ■■■ ■ ! .Lr tr'fc’í*. G, tUAÍái&kn.
Department of Education, Room 42,
Legialative Building, Winnipeg 1.
'' WHitehall 6-7289