Heimskringla - 23.07.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.07.1958, Blaðsíða 1
CiNIURY MOIORS LTD. 247 MAIN—Ph. WHitehall 2-3311 LXXII ÁRGANGUR FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Fjallkonan í sjónvarpi Á fimtudaginn 31. júlí flytur fjallkonai fslendingadagsins á Gimli ávarp í sjónvarpi. Verður frá starfi hennar sagt um leið af nefndarmanni. WATCH CBWT SPOTLIGHT PROGRAM ON THURSDAY, JULY 31. Ný verðbréf fyrir gömul Canadastjórn lýsti þvi yfir 1'4. Íúlí, að hún væri reiðubúin að selja ný verðbréf fyrir gömul verðbréf sem ekki væru fall- inn í gjalddaga og keypt voru af almenningi á 3%, sem sigur- lánin í síðasta stríði. Stjórninn greiðir hærri vexti en áður, eða t>m 4 1/2% fyrir bréfin. Það er gróði til eigenda bréfanna. En gróðinn sem í þessu er fylgin fyrir stjórnina, er sá, a'S ihún þarf á minni lánum að halda. Upp- bæð slíkra verðbréfa nemur að sagt er 6 biljón dölum. Eigendur munu fúsir þyggja hærri vexti og vinna landinu gagn með því. Margaret prinsessu gefin eyja Eitt í hiqum margvíslegu frétt um af komu Margaret prinsessu til British Columbia fylkis, var það að ihenni var gefin eyja, er Portland-eyja heitir og er um 6 hiílur suður af Victoria. Afhenti W. A. C. Bennett, forsætisráðh. eyjuna í ræðu, er hann flutti í móttöku veizlu prinsessunnar.— Eyjan hefir verið áningastaður skemtisiglinga. Prinsessan sagð- ist hreykin af að vera jarð-eig- andi í Canada. Meira hveiti Rú&sland hefir aukið 34 miljón ekrum við hveiti-sáningar land- svæði sitt síðan 1954. Hefir það hú 1958, 1,1/2 sinnum stærra hveitiræktarland en Canada. Douglas ekki ánægður Fjárveitingin er nú samþykt um gerð orkuvers í Saskat- chewan af hálfu samibands og fylkUstjórnar. Fyrirtæki ,þetta er áætlað að kosti um 184 miijón dali um það er lykur. En gerð sjálfs Qrku. versins er talinn um helmingur þess fjár. Og af því greiðir sam- bandsstjórn þrjá fjórðu, en fylk isstjóm Sask. einn fjórða. En Douglas-stjórnin krefst meira fjár frá sambandsstjórn- inni tii vega um 50 mílur út frá orkuverinu og skrifstofubygging ar og fleira. Og svo vill hann helzt fá lán fyrir öllum kostnaði hjá sambandsstjórn, þar á meðal rekstprshalla á verinu, sem stjórn hans sjálf sér um að ein- hver verði. Yukon hérað fylki? Á sambands þinginu, sem nú stendur yfir, kom s.l. viku til mála, að gera Yukon hérað að einu eða ellefta fylki Canada. Mælti ráðhera Norð-vestur^hér- aðanna með iþessu, ásamt þing- inanni Yukon-héraðs, Eric Nel- sen, íhalds-sinna á sambandsþing mu. Yukon hérað er um 207,000 fermílur að stærð, með 13,000 í- búum. Vegna dreyfingar og ó- skipulags alls starfs, eru fram- farir taldar minni þarna er skyldi. Með stofnun fylkis, er búist að rísi upp sveitir, er fram farir annist, eins og vegagerð, almennar húsabyggingar, skóla- og sjúkrahúsa og hvað eina, sem vegna samtakaleysis skortir nú. Bftirlit laga og reglna má heita í höndum eins lög^eglustjóra, sem ekki sér út yfir það, sem hann hefir að gera. 55 miljón tekjuhalli Tekjuhalli CNR járnbrauta- kerfisins nemur nú 55 miljón döl um á ári. Donald Gordon stjórnandi þjóðbrautakerfisins, sér ekkert ráð til, að því er virðist, að láta kerfið bera sig fjárhagslegá. — Það fái ekki að spara, þar sem þess sé kostur eina og með rekstri diesel-orku og í raun og veru liggi beinast fyrir, að taka upp flutninga á vegavögnum,— trucks—sem og verið er að gera ogauðveldlega geti kept við járn brautirnar . Slysfarir Það segir oft ljótt af þeim yfir ihelgar. En þriggja daga helgina frá 30. júní til 1. júli, þjóðhátiðar helgina, dóu nú 111 manns í umferðarslysum og af druknun í Canada. Er talan hærri en nokkru sinni fyr. Góðæri spáð bændum Harkness, akuryrkjuráðherra hélt fram í ræðu 11. júlí á sam- bandsþinginu, að árið 1958, yrði hagsælt ár bændum. Hugmynd sína um breytingu í þessa átt bygði hann á því, sem i ljós væri komið um það, að salaj á hveiti og nautakjöti hefðil meiri reynst á fyrrihluta ársins, en á sama tíma undanfarin ár; auk þess væri verð jafnara. Á fyrstu átta mánuðum yfir- standandi uppskeru árs, sem hófst 1. ágúst, hefði hveiti út- flutningur aukist um 10%, eða numið 194,000,000 mælum, í stað 176,000,000 á sama tíma árið áður. Hlutur Canada á hveitisölu- markaði heimsins hefði aukist í 36%, úr 25. Útflutningur korn vöru hefði aukist um ,12% á fyrstu 5 mánuð um ársijis 1958, í $1,013,000,000 úr $990,000,000, og útflutningur bændavöru nam 20% af öllum útflutningi vöru frá Canada. Viðvikjandi kvi kfjársölu, sagði Mr. Harkness, að heims- neyzla hefði mikið aukist og út- flutningur nautgripa hefði auk- ist um 20%, á fysta fjórðungi ársins. Hann héit og fram, að tekjur af útfluttri kornvöru hefðu ver- ið minni, sem áður frá sléttufylkj unum, vegna mmkandi er óhagstætt veður hefði ollað. ’ Hag bænda kvað hann hafa batnað stöðugt, að nokkru leyti, v egna aðstoðar sambandsstjórn- ar með skjótri greiðslu a and- virði framleiðslunnar. Það hefði verið lítil breyting á framleiðslu kostnaði s.l. sex mánuði, en verð bændavöru hefði talsvert hækk- að á sama tíma, talið fram að apríl mánuði. Og svo hermdu skýr-slur Ot- tawa-stjórnar, s.l. miðvikudag, að uppskeru útlit hafi talsvert batnað í þremur sléttufylkjun- um við ný afstaðnar rigningar, þó en skorti mikið á, að öllu sé óhætt fyrir þurki. Um akuryrkjumálin væri það mjög hughreystandi, að Canada væri taliö eiha landið af f jórum mestu hveitiframleiðslu löndum sem Bandaríkjunum, Canada, Ar gentínu og Ástralíu—sem aukið -hefði sölu sína á erlendum mark- aði, frá árinu áður. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGENN 23. JÚLY, 1958 ISLANDS MINNI “Þið þekkið íold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svana hljómi, silungsá, og sælu blómi valla / og bröttum fossi björtum sjá og breiðum jökulskalla— drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla Courtesy: Thorgeirson Company —Jónas Hallgrímsson Alt finst ráðherranum þetta sönnun þess, að áið 1958, verði bændum hagsælla, en síðustu undanfarin ár hafa verið. Hvernig eignuðust Rússar Alaska? Alaska, sem gert hefir verið að 49 fylki Bandaríkjanna, var einu sinni kallað Hin rússneska Ameríka. Það ,er aðeins 100 mílna sund milli þess og Síberíu. En það sund fann danskur maður, Vitus Bering að nafni, en hann var landkönnuður i þjónustu Pét urs mikla. Rússar höfðu þar loðvörurekst ur frá 1784 til 1867, að Banda- ríkin keyptu landið fyrir $7,200,- 000,"eða tvö cents ekruna. Af gulli hefir verið framleitt síðan Bandaríkin keyptu Alaska, um 700 miljónir dala, eða árlega eins mlkið og nemur hinu upp- runalega verði. Þar er og fult af málmum og olíu. Matvara er mest keypt í Bandríkjunum. Þó landið sé stórt, eða um 350 miljónir ekra, eru ekki til búnaðar og viðar- tekju hæft nema 3 miljónir ekra af því. íbúar Alaska eru Eskimóar, Indíánar, hvítirmenn og kyn- blendingar og afkomendur rússn esku frumherjanna. Khrushchev tekur málin í sínar hendur Khrushchev hefir notað ástand ið í Vestur-Asíu málum til að taka þau í sínar hendur og boð- aði s.l. sunnudag á fund við sig foringjum stór þjóðanna til Gen eva eins fljótt og hægt væri. Gestir hans eru Eisenhower, Macmillan, De Gaulle, Nehrú og Hammerskjöld. Boð Khrushchevs á slíka fundij áður hafa reynst þannig að mynt hafa meira á vélabrögð satans, en sáttafundi. Það liggur beinna fyrir að takai Asíumálið fyrir í öryggisráðii Sameinuðu þjóðanna er einmitt setur nú á fundi í N. York. 100 ára afmæli B. C- Um þessar mundir standa yfir mikil hátiðahöld í British Col- umbia út af 100 ára afmæli fyik isins. Eitt af því, sem mikinn svip setti á hátíðarhaldið, voru mót- tökur Margaret prinsessu, en hún var boðin af fylkinu til þátttöku í fagnaði þessum. í British Columbia hafa fram farir verið geysi miklar síðari árin. Er sú saga nú sýnd og sögð á mjög merkilegan hátt. Hundrað ára saga fylkisins er að vísu ekki nærri allur tíminn sem bygð hefir verið á Vancouv- er eyju. En innflutningurinn er hófst með gullfundinum 1858 óx brátt alt upp í 30,000. Fyrsta bygð hvítra manna mun hafa verið við Nootka á Vestur strönd Vancouver-eyju, um 100 mílur Norðvestur af Victoria. Þangað kom hinn brezki land- könnuður, Kapt. James Cook um 1778. En um 200 árum áður getur þarna hvítra manna. Er nafn eins þarna hvítra manna. Er nafn eins Drake, árið sem hann kom þang- að er talið 1579. En hvað sem um það er, voru Indíánar fyrir á þess um elztu slóðum hvítra manna í British Columbia, Nootka-flokk uinn svo nefndur, menn með tals verðri menningu. Árið 1792 kom fyrsti hvíti maðurinn til Burrard Inlet, Kapt. George Vancouver. Og svo mætti einnig nefna þá er landveg komu vestur, eins og könnuðinn Mackenzie og Símon Frazer, og þarna voru,*áður en fylkið var myndað. Af gullinu hafa einhverjir orð ið ríkir, en þeir munu þó færri en ætlað er. En þ rátt fyrir iþó fyrir það tæki hvarf ekki bjarg- arvon íbúanna með því. Auður í búnaði, fiskveiðum og iðnaði hafa tekið við af þvi. En sögu þessa afmælis vonum vér að einhverjir segi af þeim er á hátíðinni hafa verið. Situr á Hleri Diefenbaker forsætisráðherra hefir sett upp hljóðbera á skrif- stofu sinni, svo hann geti þar fylst með jþví er. gerist á þingi, án þess að leggja frá sér starf sitt. Þegar iþingmenn komust að þessu æstust þeir út af þessu, kváðu sum mál þess eðlis, að ekki mséttu út fyrir þing fara. En það gætu þau gert með þessu, að for sætisráðherrar sæti á hleri. Heimsókn Bandaríkja for- seta til Ottawa rædd í Pravda / Blaðið Pravda, málgagn rúss- nesku stjórnarinnar fer þeim orð nm um heimsókn Eisenhowers forseta til Ottawa, að vakað hefði fyrir með henni “að gera Canada að bandarísku vígi í norðrinu.” “En,” bætir blaðið við, “þetta á misjöfnu að mæta hjá canad- isku þjóðinni, iþví -krafan um Can ada fyrir Canadamenn, er rík orðin í hugum barna norðursins. Bandaríkin hafa vonandi lært það í ferð þessari.” Þetta er ótrúlega líkt því, sem hér var af ýmsum sagt um heim- sóknina. En samt fór nú svona, að Can ada heldur eins miklu af frelsi sínu eftir þá heimsókn og Pól- land og níu önnur peðríki Rússa gera, eftir heimsókn Rússa til þeirra. Frá Iraq Þeir hlutir gerðust í þessu forna Arabaríki, er menningar- sögu sína telur til baka til ársins 4000 f.K. og frægt var á fyrri tímum Kristninnar—að þar hófst bylting, Faisal, hinum unga kon- ungi var steypt af stóli og á rúst um ríkis hans stofnsett lýðveldi. Konungurinn var sagður drep- ínn og frændi hans Ilah, ríkis- erfingi og Nuri Said, einn a mestu r|ðamönnum ríkisins. En þær fréttir af konunginum, hafa síðar verið rengdar. Þeir er fýrir byltingunni stóðu eru taldir þjóðernissinnar —Na- tionalistar— og her landsins, með herforingja Abdal Karim Kassem í broddi fylkingar. Ástæðan fyrir byltingunni, er talin af-erlendum toga spunnin, því Iraq ríki var efnalega vel stætt talið og meira um framfar ir þar, en í öðrum Araba-ríkjum hlutfallslega. Byltingin náði aðeins til þessa 1 eina ríkis, en auðsætt þykir, að önnur ríki þar sem vestlægar þjóðir hafa mikil ítök í, hafi einn ig verið í sigti höfð, eins og ná- j grannaríkin tvö, Jordan, undir I eftirliti Breta og Lebanon, er ■ Bandaríkin hafa heitið vernd. Þegar byltingin fór af stað, efldu Bretar undir eins her sinn í Jordan og Bandaríkjamenn i Lebanon. En þá þóttust nú kommúnistar og Egyptar hafa fundið högg- stað á þessum löndum og ákæra þau fyrir að hafa brotið alþjóða- lög með að efla her sinn í Leban on og Jordan. Rússar og Egyptar krefjast einkum af Bandaríkjun- um, að þau hverfi með her sinn burtu. Bretar eiga hins sama von. En Bandaríkin og Bretland telja sig fús til þessa, ef Samein- uðu þjóðirnar sjái löndum þess- um fyrir vernd. En geri þær það ekki haldi þau sjálf uppi vörn. Við þetta virðist heldur hafa dregið niður í Rússum. Ástæðan fyrir byltingunni í Iraq, er talin utanaðkomandi, frá Egyptpm og Rússum. Þegar henni lauk i Iraq, fór Nasser á fund Khrushchev til skrafs og ráðagerða. Það er sem eitthvað í áformum hans hafi farið for- görðum. Það að lönd þau, er vest iægar þjóðir ráða yir, uröu fyr- ir valinu, sýnir að Egiptar og Rússar eru upphafsmenn bylt- ingarinnar. Bretum var falið eftirlit Iraqs upp úr fyrra alheimsstríðinu, a- samt fleiri smærri Arabaríkjum, sem var setið um af Egiptum, Tyrkjum og fleiri stærri Asiu- ríkjum. Bretar gáfu Iraq alt það frelsi sem þeir æsktu undir sjtórn hins unga Faisal konungs, sem stjón fórst vel, og örugg- lega að þvi er virtist úr hendi og sambandið var hið bezta við vestlægar þjóðir. Faisal var einn af aðal mönnum Bagdad-samn- ingsins. En vestlægu þjóðirnar hafa og annars að gaeta í Vestur- Asíu. Það er hið nýja Gyðinga- riki ísrael. Ef til vill er andúð á vestlægu þjóðunum sprottin af því, að hafa stutt að endur- teisn þess ríkiá Egiptar i broddi fylkinga hata það riki. Með þetta alt fyrir augum, verður erfitt að sanna fyrir vest- lægu þjóðunum, að Bandaríkin og Bretar séu að hefja árásar stríð með því, að reyna að stöðva útbreiðslu byltingarinnar í Iraq, j sem þeim var af þjóðum heims- ' íns falið að gera. Rússar hafa spferst við að gera hjálp Bandaríkjanna til þurfandi þjóða Asíu og Evrópu frá því . .NÚMER 42 að Marshall hjálpin hófst, að á- rásarstríði. En hún var tekin upp eins og menn muna, er Marshall kvað alla friðarleit við Rússa ó- mögulega. Við þá þýddi ekki að tala, nema með vopnum. nema með vopnum. Marshall hjálpin hefir haldið lífinu í miljónum manna og nem ur nú orðið nærri 20 biljónum díla, auk þess að hafa verndað frelsi og sjálfstæði tuga þjóða með heraðstoð við þær og stöðv- un árásarþjóða. í þessu efni verð ur á ekkert hliðstætt bent í allri sögu heimsins. Það væri sök sér þó Rússar eða Egiptar viðurkendu þetta ekki, því sannleikurinn er, að það eru þeir, sem orsök hins illa eru. En að nokkur lýðræðisþjóð, eða jafnvel nokkur einstaklingur úr þeirra flokka, láti sig hafa, að líkja hjálpinni við hernaðarárás, er óskiljanlegt. Og samt skifta þeir hundruðum ef ekki þúsund um, hárra og lágra um allan heim. Á þingi Sameinuðu þjóðanna var nýlega á málið minst. Vildu fæstir fulltrúar hlusta á að Band aríkja hjálpin við Lebanon væri hernaðarárás . En þrátt fyrir það virðist Hammerskjöld ritari og aðrir, ekki hafa álitið þörf á eflingu hersins í Lebanon. En er því fremur treystandi þar en í Iraq? Það var mikill fögnuður í Cairo, Moskvu og peðríkjum Rússlands er fréttin af byltingunni barst út. Þau hafa víst skoðað miklu létt af bölvun mannkynsins með drápi þessa 24 árá konungs og vin vestlægra þjóða. Landið sem hér um ræðir, Iraq, er um þrjá fjórðu á stærð við Manitoba og hefir um 6 milj- ón íbúa. Frá sögulegu sjónar- miði mun það eftirtekt margra vekja, hve frægt það er að fornu. Þar var Asyría og Babilon, ein mestu menningarriki til forna. Áður en núverandi nafn þess var tekið upp hét það Mesópótamía. Einu sinni var veldi þess svo mikið að yfir megin hluta vestur Asíu réði og Egiptalandi. Hingað til bæjar komu fjögur ungmenni, tveir piltar og tvær stúkur, s.l. sunnudag, þrjú frá Svissland og önnur stúlkan frá Frankfurt á Þýzkalandi. Þau eru fulltrúár á þing ungmenna, Inter national Religious FellowShip, »em á að fara fram í Madison, Wis., snemma í ágúst. Einnig gera þau ráð fyrir að sækja Inter national Association for Relig- ious Freedom í Chicago 9—13 ágúst, sem er þing frjálstrúar- manna innan hinna ýmsu trúar- bragða heimsins, og teljast þar með Hindúar, Confusíastar, Buddhistar, Múhameðstrúar, Gyðingar, Kristnir og fleiri. — Þingið verður haldið í og við Chicago háskóla. Ungmenni voru gestir Unitara hér í borg. Heimboð var haldið á heimili prestshjónanna, séra og Mrs. P. M. Pétursson, mánudagskvöldið, 21. þ.m. Ungmennin lögðu af stað héðan á ferðalagi sínu um Bandaríkin í morgun —miðviku daginn. ★ ★ ★ ÍSLENZKA TÍMATALIÐ í dag er 23. júlí og eru 13 vikur af sumri. Með degi þessum byrja hundadagar, er standa yfir til 23. ágúst. Þeir eru nefndir eftir hundastjörnunni —Sírius— sem er fastastjarna og kemur upp þennan tíma jafnt sólu. Þá er heitasti tími sumars og kendu menn það fyrrum þessari stjömu þá fá og hundar í heitari löndum oft þá veiki, að þeir verða óðir og bíta menn og er bitið bann- vænt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.