Heimskringla - 17.12.1958, Side 4

Heimskringla - 17.12.1958, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. og 24 DES. ’58 WINNIPEG SUPPLY félagsins óskar öllum viðskiftavinum sínum og íslendingum fjaef og nær, gleðilegra jóla og góðs gæfuríks nýárs. Viðskifti vor við íslendinga frá byrjun hafa verið vingjarnleg og ánægjuleg og_ oss er ljúft að halda þeim þannig áfram. Call Us For Your Coal or Fuel Oil Automatíc Heating Equipment All Your Building Materials SÍMI WHitehall 3-0341 The Winnipeg Supply & Fuel COMPANY LIMITED WINNIPEG, MAN. 8th FLOOR, BOYD BUILDING In this little colony .. on the banks ol the Red River . . . prairie agriculture was born. . . from the National Grain motion picture production “Prairie Conquest.” SERVING AGRICULTURE The faith and perseverance of the Selkirk settlers advanced grain production against every hardship. The same spirit gave world leadership to modern Prairie grain farmers. National Grain COMPANY LIMITED COMPANY LIMITED RIVERTON HOTEL RIVERTON PHONE 79203 Hcimakringk (atormmO 111$) Kemur út á hverjum miflvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 44tíl VctC blaflrins er 33-00 árgangurinn, horgist fyrirfram Allar borganir iendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðridftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Preaa Limitcd. 868 Arlington St., Winnipeg 8 Riutjóri: STEIAN EINAR.SSON Utaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMkKRINGLA. 868 ArKngton St. Winnipeg 8. Man. HEIMSKRINGLA ii published bry THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington SC, Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 46251 Anthotland as Second Cltma McdJ.—Potrt Officc Dc.pt. Qttgwa WINNIPEG 17. og 24 DES. ’58 Benjamín Kristjánsson:— DRAUMAMAÐURINN 1 ÍSRAEL JÓLAHUGLEIÐING Kom blessuð ljóssins hátíð, helgi þín minn hug og vilja göfgi, vermi, fylli; svo máttug verði og heilög hugsun mín og hörpu mína andi Drottins stilli. 0 Ó, send mér, guð minn, geislabrot í nótt, er glóir stjarna þín í bláu heiði. Flestum er það gefið að vilja vera ljóssins börn. Eins og barn- ið unir sér vel við kertaljós, augu þess ljóma af gleði því fleiri sem ljósin eru tendruð, þannig höldum vér einnig áfram að gleðj ast, þó að líði á ævina, hvenær sem birtir yfir tilverunni hið ytra. Mundi til dæmis ekki hvert mannsbarn í sveitum landsins þrá rafmagnsljós til að rjúfa myrkur skammdegisins, og gleðj- ast ekki allir, þegar sól hækkar á lofti, og daginn tekur að lengja? Til er þó annað myrkur, dap- urlegra og þungbærara, myrkur sem getur dottið á um miðjan dag og fölskvað ljós sólar og stjarna, en það er myrkur and- ans. Ahyggjur, sorg eða örvænt- ing, geta lagzt svo þungt á hug- ann, að vér sjáum hvorki sól eða dag. Og enda þótt engu slíku sé til að dreifa, getur hversdags- leikinn orðið svo grár og tilbreyt ingarlaus, að hjörtun hætti að bærast til vonar eða gleði. Þá hættum vér að skynja helgi jól- anna með sama ferskleik eins og þegar vér vorum börn. Hvað miklu sem vér viljum til kosta, hversu ríkmannleg jól sem vér reynum að halda, stenzt sú hátíð engan samanjöfnuð við þá, er vér eitt sinn áttum í fátæklegri bað- Lög Canada um sanngjarna ráðningu manna fyrirbýður hlutdrægni í ráðningarstarfinu TILGANGUR LAGANNA er að vernda verkamenn fyrir hlutdrægni í sambandi við vinnu og verkamannasamtök, áhrærandi K7NÞÆTTI, TRÚ, LIT og ÞJÓÐERNI. LÖGIN ÁHRÆRA verkveitendur í starfi sambandsstjórn- ar á einn eð? annan hátt og verkamannasamtök, sem eru fulltrúar verkamanna þar. Þessi störf áhræra flutninga á sjó og landi, járnbrauta störf, skipaskurði, símritun, flugvelli, og loftferðir, krónu-stofnanir, banka, radíó, sjónvarp, eigi síður en hvert annað verk, sem talið er að tilheyri og sé til hagsmuna Canada, og eru utan þeirra verksviða, er fylkin ná til. LÖGIN BANNA verkgefenda að neita mönnum um vinnu, vegna KYNÞÁTTAR, TRU, LITS eða ÞJÓÐ- ERNIS. Verkveitendum er einnig fyrirborðið að nota vinnuveitendur, er slíkt temja sér í þjónustu, eða að birta atvinnu-auglýsingar er geri það, eða skrifa eða setji fram spurningar sem eru ihlutdræg gagnvart um- sóknum um vinnu. LÖGIN BANNA EINNIG hlutdrægni af hálfu verka- samtaka í að anast við inntöku beiðnum verkamanna í samtökin eða til vinnu, vegna KYNÞÁTTAR, TRÚ, LIT- AR eða ÞJÓÐERNIS. HVER PERSÓNA, SEM KVARTAR UNDAN að lögin séu ekki haldin, eða gefur upplýsingar um það, og aðstoðar að lögunum sé fylgt, er verndaður fyrir að hlutdrægni sé á móti honum notuð. Auk sambandsstjórnar hafa sum fylki lög í þessa átt, að vernda eða sjá um að vinnulög séu haldin í heiðri, eða lík lög því, gerð af fylkisþingum, er lúta að vernd verkamannsins í iðnaði og eru brot á þeim lögum þar tekin til greina. Fylki sem slík lög hafa eru Ontario, Manitoba, Saskátchewan, New Brunswick, Nova Scotia, og British Columbia. Kærur sem heyra undir löggjöfina skulu sendar í rituðu formi til Director of Industrial Relations, Department of Labour, Ottawa. MICHAEL STAKR Minister A. H. BROWN Deput) Minister CANADA HELDUR HÁTÍÐLEGT 10 ÁRA AFMÆLI UNDIRRITUNAR ALHEIMS YFIRLÝSINGAR UM MANNRÉTTINDI — 10. DESEMBER stofu við lítið kertaljós. Hvernig stendur á iþessu? Eflaust er ástæðan engin önn- ur en sú, að þá kunnum vér bet- ur að fagna honum, sem jólahá- tíðin er helguð. Þá trúðum vér í einlægni á elssku hans og mildi, og í birtu kertaljóssanna sáum vér í dýrð hans og ljóma. Vér trúðum á komu hans, nálægð hans, gæzku og gjafir. Þetta er sama tilfinningin, sem fyllti fjár hirðana og vitringana frá Aust- löndum fögnuði. Ef helgi jólanna nær ekki að hrífa hugann og viljann, verma sálina og göfga, þá eru engin jól, þá sjáum vér ekki framar stjörnu jólakonungs ins tinddra í bláu heiði. Það er ekki ástæða til að fjöl yrða um það, hvernig á því stend- ur að mönnunum daprast stund- um sýn á helgi jólanna, þegar ár- in færast yfir og ætla mætti að vizkan yrði meiri með vaxandi reynzlu. Ef til vill er það barátt- an fyrir tilverunni, sem slævar næmleika hugans. Sumir mundu segja: Trúarhæfileikinn minkar í sama hlutfalli og gagnrýnigáf- an vex. f ljósi hversdagslegrar skynsemi eru trúarbrögðin ekki annað en ævintýri, sem hæfa börmim. Getur nokkur trúað slíku á þessari vísindanna öld? í þessu efni er bezt að gera sér það strax ljóst, að þekking og skynsemi, jafnvel hinna full- orðnu, nær enn ekki ákaflega langt í iþví að ráða hinzta leynd- ardóm tilverunnar. Engin skyn- semi hefur enn þá getað gert nokkra viðhlítandi grein fyrir sköpunarverkinu, ef hætt er að trúa á guð. Þegar sú trú deyr, hverfur öll sannarleg siðmenn- ing. Jafnvel efnisvísindin viður- kenna það, að huldir og ósýnileg- ir kraftar viðhalda hinni ytri ver öld. En hefur ekki allt, sem kall- ast menning, skapast á sama hátt af andlegri orku? Fyrir andlegar skynjanir hafa skáld og snilling- ar prýtt veröldina með listaverk- um sínum, og gert hana þannig ánægjulegri fyrir alla. Og á sama hátt hafa spámenn og spek- ingar skapað innviði allrar sið- menningar. Ef þeirra hefði ekki notið, væri mannlífið ekki ann- að en dýralíf, grimmúðug bar- átta, eins og það var fyrir örófi alda og er enn, þar sem Kristi er ekki trúað. Hvað skynsemi er þá í því fólg in að segja, að Jesús hafi ekki verið annað en óraunsýnn draum óramaður, ef auðvelt er að sýna fram á, að það eru einmitt drauma mennirnir, sem orðið hafa frels- arar heimsins! Það mundi færa oss nær sann- leikanum að spyrja hvar veröld- in mundi vera stödd nú í dag, ef Jesús hefði aldrei í heiminn komið. Gætum þess, að sérhver mikil og góð athöfn var einu sinni draumur. Hið voldugasta tré var einu sinni frækorn, fuglinn, sem flýgur með fjaðrabliki háa vega- leysú, ekki nema egg í hreiðri. Á sama hátt eru draumarnir fræ veruleikans. Draumurinn, sem þér er kær, hugsjónin, er þú leiðir til hásæt- is í hjarta þínu, íþetta eru stoð- irnar, sem þú byggir líf iþitt á, mynstrið, sem ákveður hvaða gerð lífsvefur þinn fær. Það var draumamaðurinn í ís- rael, sem bjargaði ibræðrum sín- um. Og hafi Jesús fyrst og fremst verið draumamaður var hann ekki minni fyrir það held- ur stærri, því að sá tími kemur, að draumurinn verður að veru- leika. Draumurinn um dýrð Guðs föður, frið á jörð, og föðurást á barnahjörð var vissulega stærri, djarfari og fegurri, en nokkurn mann á jörðu hafði áður dreymt. En hvað hefur sprottið upp af hon- um? Hefur ekki bókstaflega allt, sem göfugast er, hugþekkast og yndislegast í menningu vorri vaxið upp af þessum draumi? Mannúð, líkn og samhjálp, hugtök, sem naumast voru til áður en Kristur kom fram, hafa verið leidd til öndvegis í krist- ROSE THEATRE QneeÍUtai. LET YOUR CHRISTMAS CELEBRATION BE THE HAPPIEST EVER AND MAY THE NEW YEAR BRIN G C O N- TENTMENT, PEACE AND HAPPINESS TO ALL from the MANAGEMENT and STAFf ^penhagen HEIMSIIVS BEZTA MTTNN TÓBAK inni menningu. Hugmyndin um jafnrétti og bræðralag allra manna er sprottin af draumi hans. Samtök fjölda þjóða heim- inum til bjargar, og stórkostleg hjálparstarfsemi vegna bág- staddra þjóða, sem ekkert for- dæmi á sér áður í mannkyns- sögunni, þetta er ávöxturinn af draumi hans. Sérhver athöfn, sem leiðir til fyrirgefningar og sátta, hvert friðarorð, hver kærleiks- hugsun er innblásin af honum, sem fæddist á jólunum. Draum- urinn, sem einu sinni var fræ- korn fólgið í vitund hans og vilja, er nú orðinn feiknastórt tré, er breiðir sitt lim yfir lönd- in. Og iþað tré er ekki fullvaxið enn: Sú kemur tíðin, að heiðingja- hjörð þar hælis sér leitar af gervallri jörð. Þannig vinnur Kristur sitt endur lausnarverk, frelsar mannkynið af klafa grimmdarinnar. Sögu hans er enn ekki lokið. Jólunum mínum unni eg enn, orti skáldið Jónas Hallgrímsson ekki löngu fyrir andlát sitt. Hvert saklaust barn og hver hreinlhjartaður maður ann jólun- um, fæðingarhátíð frelsarans, sem mest hefur bjargað mannkyn inu og enn á eftir að dreifa með áhrifamagni sínu óendanlegri blessun yfir vora fáráðu veröld. í jólasögunni er því meistara- lega lýst, hvernig himnarnir opn- ast og dýrð Guðs ljómar yfir jörðunni. Hvar sem Jesús fór, og hvar sem hans kenning er rétt ilega skilin, standa himnar Guðs opnir, og ljómi hans lýsir. ver- öld og vitund. Jesús Kristur var sá, sem kveikti þennan himneska draum í Ihugum mannanna,, sem aldrei gleymist. Mannkyninu hefur aldrei verið gefin stærri gjöf. Síðan hefur líf hans og kenning verið mælikvarðinn á framför heimsins. Þá horfir vel, þegar miðar til þeirrar áttar, sem hann benti. Um þá verður ávallt bjart, sem hugsa hans hugsanir. Þar verður gott að vera, s em boðorð hans eru haldin. Allt myrkur hverfur, ef vér höldum áfram að horfa á stjörnuna hans, sem feg- urst leiftrar í bláu heiði. Samibandstjórn gerði yfir nóv- ember mánuð samning við Mani- toba félög um byggingarstarf, er nemur $600,000. • Community Chest—samskotin í Winnipeg námu s.l. laugardag $1,034,340, eða um 67,000 minna en áætlað var. • Sambandsþingið kemur saman 15. janúar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.