Heimskringla - 25.02.1959, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WPG. 25. FEB. og 4. MARZ ’5D
Hlchnskrinttls
•#*
Kemtu út á hverjum miðvikudegi
Etgendur: THE VÍKING PRESS LTU.
868 ArUngton St. Winnipeg 5, Man. Canada Phone SPruce 44251
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram
kllar borganir sendist: THE VIKING PRF.SS LTD
öll viflskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 868 Arlington SL. Winnipeg t
Ritstjúri: STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Artington St. Winnipeg 8, Man.
HEIMSKRINGLA is published by THE VTKING PRESS LIMITED
and printed by VTKING PRINTERS
868 Arlington SC. Winnipeg S, Man. Canada Phone SPruce 44261
_______________________________________________
____ Autnortaod ca Second Claas Mqri—Post Oftice DepL, Ottawa
WPG. 25. FEB. og 4. MARZ ’59
RÆÐA FORSETA DR. R.
BECK
við setningu 40. ársþings Þjóð
ræknislfélags fslendinga í Vest-
urtieimi, Winnipeg, Man., 23.
febrúar 1959
Kæru landar!
Heiðruðu fulltrúar og gestir!
Vér erum hér samankomin á
fertugasta ársþingi og afmæli
félags vors, og er þar óneitan-
lega um merk tímamót að ræða
í sögu þess. Þegar slíkum áfanga
hefir verið náð, fivarflar hugur-
inn eðlilega aftur í tímann og
staðnæmist við stofnun félags-
skaparins og stofnendur hans.
Þannig fer oss einnig á þessu
sögulega afmæli Þjóðræknisfé-
lags íslendinga í Vesturheimi.
Og er vér rennum sjónum yfir
sögu þess, komumst vér fljótt að
raun um, að það á sér langa for-
sögu og merkilegan aðdraganda.
Það stendur djúpum rótum í
þeirri einlægu ást til ættlands-
ing og á íslenzkum menningar-
erfðum, sem svipmerkt hefir ís-
lendinga vestan hafs síðan á
fyrstu landnámsárum þeirra hér í
álfu og fram á þennan dag. Skáld
ið mikla talaði áreiðanlega beint
út úr hjarta alls þorra heima-
alinna íslendinga hér vestan hafs,
að ekki sé sterkar að orði kveð-
ið, þegar ihann orti ljóðlínurnar
ódauðlegu:
En svo ert þú, ísland, í eðli mitt
fest,
að einungis gröfin oss skilur.
Hin mörgu félög, öll hin þjóð-
ræknislegu samtök, sem Islend-
ingar hafa stofnað á langri veg-
ferð sinni íí Vesturheimi, eru
sprottin úr jarðvegi þess djúp-
stæða ræktarhuga, og Þjóðræknis
félagið sjálft er, eins og eg og
fleiri hafa bent á annars staðar,
arftaki eldri fslendingafélaga,
allar götur aftur til hins fyrsta
slíks félagsskapar hér í álfu, fs-
lendingafélagsins, sem stofnað
var í Milwaukee, Wis., 'þann
söguríka dag 2. ágúst 1874, eða
fyrir 85 árum síðan. Þó að freist-
andi væri og lærdómsríkt um
margt, fer eg eigi lengra inn á
svið forsögu félags vors. En það
átti sér einnig mjög athyglis-
verðan nánari aðdraganda.
Fögur blóm spretta stundum
úr mold á hinum ólíklegustu
stöðum. Þjóðræknisfélagið var í
vissum skilningi ávöxtur örlaga-
þungra ára heimsstyrjaldarinnar
fyrri, vaxið upp úr því mikla
ölduróti, sem hún olli í félagslrf
inu og hugsun manna, ekki sízt
þeirra þröngsýnu og skammsýnu
skoðun þeirra ára, sem gera vildi
útlægar bæði í Bandaríkjunum
og Canada erlendar tungur og
menningarerfðir. Alla skyldi
bræða saman í snarkasti í einni
allsherjar þjóðardeiglu, en um
hitt var minna hirt, af fylgjend-
um þeirrar stefnu, hversu mörg
og ómetanleg menningarverð-
mæti færu forgörðum í slíkri
sambræðslu. Ekki verður það
mál nánar rakið hér, en skilmerki
lega og glögglega er sú saga sögð
í ritgerð dr. Rögnvaldar Péturs-
sonar, fyrsta forseta félags vors,
“Þjóðræknisfélagið 20 ára”, í
Tímariti þess 1939.
Hinsvegar var ekki hrapað að
stofnun þessa félagsskapar vors;
hún var vandlega undirbúin með
fundanhöldum o.g nefndarskipun-
um hinna ágætustu fulltrúa úr
hinum ýrnsu félagslegu samtök-
um íslendinga hér í borg með
samvinnu við byggðir vorar víðs
vegar. Um það verð eg einnig,
tímans vegna, að láta mér nægja
að vísa til fyrrgreindrar ritgerð-
ar dr. Rögnvaldar og ritgerðar
minnar “Aldarf jórðungsafmæli
Þjóðræknisfélagsins” í Tímariti
þess 1944.
Stofnfundur Þjóðræknisfélags
ins var haldinn 25.-27. marz 1919
hér í Iþessu samkomuhúsi, þar
sem öll ársþing þess hafa síðan
haldin verið. Fundarstjóri var
kosinn Jón J. Bíldfell, en skrif-
ari séra Guðmundur Árnason. Af
hálfu Winnipeg íslendinga
Mikilvæg tilkynning frá
þegnaréttar og innflutningsmálaráðherra
mættu 20 fulltrúar á stofnfundin
um og auk þeirra fjöldi erind-
reka úr hinum íslenzku byggðar-
lögum, svo að samtals sóttu fund
inn fulltrúar frá 22 stöðum utan
úr sveitum vorum, N. Dakota,
Sask., og Manitoba. Sýnir það
ljóslega, hve sterk ítök félags-
hugmyndin átti í hugum íslenzks
almennings í landi hér. En þó að
margverðugt væri, á eg þess ekki
kost að telja upp nöfn hinna
mörgu, sem gengu í félagið á
stofnfundi þess, og gerðust með
þeim hætti stofnendur félagsins;
bæði yrði það harla langt mál,
og svo er hitt að mér er ekki kunn
ugt um, að til sé skrá yfir stofn-
endur þess í heild sinni. Þar sem
málið er þannig vaxið, hefi eg
valið þá leiðina, að votta, í félags
ins nafni, sameiginlega öllum
þeim, sem hlut áttu að stofnun
þess, hjartanlegar þakkir vorrar,
og (þakka þeim jafnframt annan
stuðning við félagið og málefni
þess, hvar sem þeir kunna að
hafa verið eða eru í sveit settir.
“Þakklátsemin er minning hjart-
ans”, hefir vitur maður sagt. í
þeim huga er þökkin til þeirra,
sem lögðu grundvöllinn að fé-
lagi voru, borin fram á þessu fert-
ugasta afmæli þess.
En þó að fyrrgreindar ástæður
geri mér eigi fært að telja upp
stofnendur félags vors, þykir
mér eigi annað sæma á þessum
tímamótum, en geta sérstaklega
fyrstu emtoættismanna iþess, en
þeir voru sem hér segir:
Forseti: Séra Rögnvaldur Péturs
son
Vara-Forseti: Jón J. Bíldfell
Ritari: Dr. Sigurður Júlíus Jó-
hannesson.
Vara-Ritari: Ásgeir I. Blondahl
Gjaldkeri: Ásmundur P. Jó-
hannsson
Vara-gjaldkeri‘ Séra Albert E.
Kristjánsson
4
Til þess að takast á hendur
alla ábirgð þegnréttarins,
lærið að tala ensku eða frönsku
Til þess að takast á hendur alla ábirgð þegnréttarins, lærið að tala
ensku eða frönsku.
Undirstöðu þekking í ensku eða frönsku, er stóra sporið til canad-
isks þegnréttar.
En þekking á því máli, hvert sem það er, sem talað er í umhverfi
yðar, er þó nauðsynlegt, til þess að njóta réttar síns fyllilega og ábirgðar
í canadisku þjóðlífi.
Þegar þér greiðið atkvæði, í bæjar- fylkis- eða lands-kosningum, er
mjög mikilsvert, að skilja vel málefnin, sem um er að ræða og skoðanir um-
sækjenda á þeim. En þetta krefst mikils valds á ensku eða frönsku.
Ef yður fýsir að vera umsækjandi í kosningum, er ófrávíkjanlegt að
kunna annað hvort af hinum lögboðnu málum ensku eða frönsku og geta
látið skoðanir sínar í Ijós á þeim og að geta borið fram óskir íbúanna, ef þér
eruð kosinn.
Kvöldskólanám í ensku og frönsku, er fáanlegt víðast um bygðir.
Upplysingar um iþað, veita skólastjórar í bygð yðar, prestar, eða næsta
þegnréttar- og innflutningsskrifstofa.
Ellen L. Fairclough,
Minister of Citizenship and Immigration
52-6
Fjármálaritari: S. D. B. Stepih-
ansson
Vara-fjármálaritari: Stefán Ein-
arsson
Skjalavörður: Sigurbjörn Sigur-
jónsson
Yfirskoðunarmenn reikninga:—
Hannes Pétursson og Einar P.
Jónsson.
Eins og alkunnugt er, komu
nær allir þeir félagsbræður vor-
ir, sem að ofan hafa verið nefnd,
ir, síðar við sögu félagsins með
mörgum hætti, beint og óbeint,
og skipuðu þar, sumir hverjir,
miikinn forystusess um langt
skeið. Úr hópi fyrstu embættis-
manna félags vorsu eru eftirfar-
andi enn vor á meðal, taldir í em-
bættisröð: Séra Albert E. Kristj
ánsson, fyrrv. forseti félagsins,
Blaine, Wash., S. D. B. Stephans-
son, White Rock, B. C., Stefán
Einarsson ritstjóri, Hannes Pét-
ursson f jársýslumaður, og Einar
P. Jónsson, ritstjóri og skáld,
allir í Winnipeg. Þessum frum-
herjum félagsins viljum vér votta
sérstaka þökk vora á iþessu afmæl
isþingi og sendum þeim hugheil-
ar kveðjur vorar og blessunarósk
ir. Og engum ónefndum er áreið
anlega gerður óréttur, þó að vér
nefnum með nafni og í sama
þakkarhuga og alla hina framan-
töldu, fyrrv. forseta félags vors
þá séra Jónas A. Sigurðsson og
séra Ragnar E. Kvaran og iþá um
leið fyrrv. féhirðir vorn, Árna
Eggertsson, sem í nærri 20 ár
átti sæti í stjórnarnefnd félags
vors.
Hverfum svo aftur stundar-
korn að sögu f élagsins, en starf
þess liðin 40 ár hefir unnið verið
í anda hinnar þríþættu stefnu-
skrár þess, sem ykkur er öllum
kunnug, en markmið hennar er
fyrst og fremst iþað, ‘‘að stuðla
að því af fremsta megni, að fs-
lendingar megi verða sem beztir
borgarar í hérlendu iþjóðlífi”, en
það geta þeir vitanlega því að-
einsi orðið, í fyllsta skilning
orðsins, að þeir leggi sem ríkast-
an menningarlegan skerf til hér-
lends þjóðlífs, hvort heldur er í
Canada eða Bandaríkjunum. Þess
vegna er einnig í öðrum máls-
greinum stefnuskrár félags vors
réttilega lögð áherzla á varð-
veizlu íslenzkrar tungu og bók-
mennta hérlendis, og á nauð$yn
framhaldandi og áflugrar sam-
vinnu milli fslendinga yfir hafið,
sem f jölþættust menningartengsl
við ættlandið, þar sem vér eigum
vorar ætternislegu og andlegu
rætur.
Stefnuskrá félags vors er
framúrskarandi vel og skynsam-
lega túlkuð í snjallri ritgerð sr.
Guttorms Guttormssonar “Þjóð-
ararfur og þjóðrækni ’ í fyrsta
árgangi Tímarits vors, er lýkur
með þessum eftirtektarverðu orð
um:
“Skyldur vorar í þjóðræknis-
málinu horfa þá svona við, að
því er mér virðist. Fyrst er skuld
in við þetta land; hún verður
ætíð að skipa öndvegi. En mik-
ilvægur hluti þessarar skuldar er
í því fólginn, að vér eigum að
gjöra niðja vora svo vel úr garði,
sem unnt er, og stelum þar engu
undan, sem eflt getur manndóm
þeirra, jafnvel þótt það sé kom-
ið heiman ifrá íslandi. Svo ber
hins að gæta, að ættlandskuldin
er ekki úr sögunni, þótt vér hugs
um fyrst um skyldur vorar hér.
Ekki er Iþví að leyna, að ef
haldið er í þetta horfið, þá verð
um vér enn um nokkra hríð sér-
kennilegur hópur eða ættflo<kkur
í þessu þjóðfélagi, og það eins
fyrir því, þótt vér forðumst allar
öfgar og einræningsskap. Þetta
telja sumir hættulegt. Þeir vilja
bræða öll þjóðarbrotin saman,
svo að niðjarnir verði allir með
sömu þjóðareinkennum og þeim
alenskum. Eg held, að þjóð þessi
verði ekkert betur komin, þótt
hraðað sé þeirri sambræðslu.
Allir þurfum vér auðvitað að
dragast saman, eiga í samlögum
tungumál landsins og allt hérlent
ágæti. En að vér þurfum um leið
að losast við sérkennin öll, sem
sega til uppruna vors, og renna
saman í eina tilbreytingar lausa
þóðernis-flatneskju—Iþað er ann-
að mál. Eg held einmitt, að f jöl
breytt þjóðlíf verði miklu nýt-
ara. Kínverjar eru sagðir svo
nauðalíkir allir, að hvítir menn
geti varla greint þá í sundur. Það
yrði, held eg, ebkert heillaverk,
þótt þetta land væri gjört að and
legu Kínaveldi.”
Ánægulegt er að bæta því við,
að sú skoðun, sem séra Guttorm-
ur flytur svo röggsamlega í rit-
gerð sinni, hefir áreiðanlega á
síðari árum eignast vaxandi
fjölda formælenda. Sambræðslu-
hugmyndin hefir lotið í lægra
haldi fyrir þeirri skoðun, að það
sé hinu nýja heimalandi stórum
meiri fengur, ef innfluttir þegn-
ar tþess frá hinum ýmsu löndum
heims leggi sem drýgstan skerf
sinna sérstæðu menningarerfða
til sameiginlegrar menningar
hins nýja lands, fremur en að
þær erfðir fari forgörðum, því að
það reynist foáðum aðilum menn-
ingarlegt tap. Starfsemi félags
vors hefir frá upphafi vega verið
unnin lí þeim anda, og er gott til
þess að vita, að hún er 1 samræmi
við hinn nýrri og gleggri skiln-
ing á fþeim menningarmálum, sem
þar er um að ræða.
Með 40 ára sögu Þjóðræknis-
félagsins í baksýn, verður þá
þá eðlilegt að spyrja í orðum
"SETANGAN OG LIT í
SÁPU ÞINA
Þegar þér búið til Gillette’s Lye
sápu, bætið þessari “Scent ‘N’
Color”, gerð við. Fáðu sterka, á-
gæta, angandi sápu á minna en
halfan vanalegan prís. Hver
flaska ylmar og litar alt sem þú
getur gert með einni vanalegri
könnu af Gillettes Lye. Kostar
aðeins 25 cents, eða brot af því
sem þú vanalega greiðir fyrir
það. Úrval: Jasmin, rose, lilac
eða lavender. Hér er vegurinn
til að gera það. Fyrir hvern
“Scent ‘N’ Color” kit sem þig
vantar, sendið 251 með nafni á
ylminum sm þú kýst og nafni
þínu og addressu til: Standard
Brands Ltd., 550 Sherbrooke W.,
Montreal. GL-129
ALLAN ARSINS HRING
FLUGGJÖLD
TIL
★ FYRSTA FLOKKS FYR-
IRGREIÐSLA meS
tvcim ókcypis máltiðum,
koniaki og nittverði.
★ IAL flýgur STYTZTU
AFANGA YFIR ©T-
HAFI—aldrei uema 400
mílur frá flugvelti.
LÆGSTU
ISLANDS
IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFT
LEIÐIR) bjóða lægri fargjöld til Ev
rópu en nokkurt annað áætlunarflug
félag í sumar, og á öðrum árstlmum
LÆGRI en "tourist" eða "economy’
farrýmin—að ógleymdum kostakjörum
"fjölskyldufargjaldanna". Fastar áætl-
unarferðir frá New York til
REYKJAVIKUR, ST ÖRA-BRET-
LANDS, NOREGS, SVIÞJÓÐAR, DAN-
MERKUR og ÞÝZKALANDS
Upplýsingar i öllum ferðaskrifstofum
ICELANDl€j
imiMES
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York • Chicaao • San Francisco