Alþýðublaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 16
Blökkumenn í
Suður-Afríku
eru þrefalt fleiri
en hvífir menn,
41. árg. — Miðvikudagur 1. júní 1960 — 122. tbl.
Suður-Afríka er mikið
kvikfjárræktarland, eins og
ætla má, þar eð mikill hluti
landsins er graslendi. Naut-
gripir og sauðfé eru aðalbú-
peningurinn, 0g um 15% af
landinu er álitið ræktanlegt.
Mestu auðlindir landsins eru
þó málmar, og eru þeir bæði
margir og verðmætir. Þar er
gi'afið gull úr jörðu, demant
ar, platína, úraníum, járn,
kopar, silfur og margt fleira.
Ræktaður er þar m. a. sykur,
baðmull, mais, tóbak o. fl.
Suður-Afríka hefur mikla
möguleika sem ferðamanna-
land, enda líka áhugi manna
í Evrópu og Ameríku á ferð-
um til hinnar dökku álfu stöð
ugt vaxandi. Mest !aðdráttar-
afl hefur Afríka vegna veiði-
möguleikanna og einnig lokk
ar hin stórbrotna náttúra.
Margir þjóðgarðar ei'u í Suð-
ur-Afríku, þar sem gróður
og dýralíf fær lað halda sér
eins og var, áður en hvíti
maðurinn hóf sitt landnám
og umbyltingar.
sem undiroka jbd
ÞAÐ' eru 9 milljónir Bantú-
negra í Suður-Afríku. Þeir eru
friðsamir og virðast vilja gera sitt
til að sambúðin við hvíta mann-
inn gangi að óskum. Það er bara
hin Svarta tilvera þeirra, sem
fer í taugarnar á hvítu þjóðern-
issinnunum og óttinn við, að hvíti
stofninn hverfi í framtíðinni í
hinu dökka þjóðáhafi. En þótt
blökkumenn hafi tamið sér háttu
hvítra manna, er það fleira en
skinnið, sem er dökkt. Enn ólgar
í æðum þeirra blóð, hinna frum-
stæðu náttúrubarna, sem byggðu
sléttur Suður-Afríku löngu áður
en hvíti maðurinn kom.
SUÐUR-AFRÍKA er tiltölu-
lega lítið landssvæði syðst á
hinu víðlenda meginlandi
Afríku, en þau vandamál,
sem þar hafa risið í sambúð
svartra mann'a og hvítra eiga
vafalaust eftir að koma fram
annars staðar í . nálægum
löndum, enda þótt vonandi
reynist þar unnt að sneiða
framhjá þeim stórslysum,
sem hent hafa upp á síðkast-
ið í Suður-Afríku. En hvern-
ig er þetta land?
Suður-Afríka er fjögur
fylki, er liggja í klasa frá suð
urströndinni norður að án-
um Limpopo, Matopo og Or-
anje. Flatarmálið er meira en
1,2 millj. ferkm, en íbúatal-
an er aðeins 13—14 millj.
Þetta er því á evrópskan
mælikvarða geysistórt land,
en geysilega strjálbýlt. Við
ströndina eru yfirleitt fjöíl
og inni í landinu víða þurrar
sléttur, eyðimerkur, en líka
gott búskaparland á köflum.
Fylkin eru: Höfðaland, sem
er syðst og vestast, lang-
stærst, en ekki nema næst
fjölniennast; Natal austur
með ströndinni, en norðar er
Oranje óg Transvaal. Trans-
vaal er þéttbýlast og þar
norður frá má segja að sé
þungamiðja landsins. Allt
landið er hálent, en mest er
hálendið faustan til, á mótum
Höfðalands, Oranje og Na-
tal, en þar í hálendinu er
blökkumannaríkið Batuso-
land, sem er eins og eyja um
lukt hinum suðurafríkönsku
fylkjum.
Á sléttunum inni í landinu
er yfirleitt ekki mikil úr-
koma, en uppi í f jöllunum er
allúrkomusamt og hagar góð -
ir. Stundum eru næturfrost
og hitabrigði mikil. Austur-
ströndin er rakasöm, en vest
urströndin aftur á móti þurr,
enda efu þar eyðimerkur og
eyðime.rkurloftslag, þegar
norðar idregur. Þar sem þurr
ast er,- vex þyrkingslegur
runnagróður, sem minnir á
kaktusá, en á beztu svæðun-
um í innlandinu í Oranje og
Transvpal er víða fagur
blómiagróður á úrkomutíman
um. Skógar eru ekki miklir
miðað við hina gífurlegu
stærð landsins.
SUÐUR-AFRÍKA hefur ver-
ið óralengi byggð. Eftir því
sem talið er, eru búskmenn
elztu frumbyggjar landsins
af þeim, sem nú eru við líði.
Síðar komu aðrir blökku-
mannastofnar, hottintottar o.
fl. og búskmennirnir urðu að
láta undan síga. Árið 1486
kom Portúgalinn Bartholo-
meu Diaz til Góðrarvonar-
höfða, og ellefu árum seinna
sigldi Vasco da Gama laustur
fyrir höfðann og meðfram
ströndinni allt þangað, sem
nú heitir Natal.
A næstu öldum hófu Hol-
-lendingar, Bretar og Þjóð-
verjar Iandnám við strönd-
in,a og tóku síðan að færa sig
inn í landið. Frumbyggjarn-
ir, hinar dökku þjóðir, urðu
sífellt að láta undan síga og
gefa beztu svæðin upp á bát-
ian fyrir hinum hvíta óvini.
Oft kom þá til þess að ein
blökkuþjóðin undirokaði
aðra. Og að lokum var (allt
landið komið undir völd og
áhrif hvítra manna. Það er
þó fjarri því að hvítir menn
séu fjölmennari í landinu.
Þeir eru miklu fámennari.
Menn af evrópskum upp-
runa eru um 3 millj., kyn-
blendingar eru um ein millj-
ón, Asíumenn, einkum Ind-
verjar, eru um 400 þús. og
Bantúnegrar um 9 milljónir.
Nú er það stefna stjórnar-
innar að skilja hvíta menn
frá blökkum og skipta land-
inu á milli þeirra, og þótt
ekki sé það svo, lað blökku-
menn eigi að fá allt versta
landið, eiga þeir ekki að fá
helminginn, þótt þeir séu
meira en þrisvar sinnum
fleiri.
Saga þessara mála er löng
og flókin, Og hvítir menn
eru ekki á eitt sáttir, hvernig
ber að taka á vandanum.
Menn af brezkum uppruna
vilja fara miklu hægar í sak-
irnar en Búar (sem eru af
hollenzkum uppruna), og ný
vandamál skapazt vegna
hins indverska minnihluta.
Helztu stjórnmálaflokkarn
ir í landinu eru tveir; Sam-
einaði flokkurinn, sem er
hlynntúr Bretum, og Þjóð-
legi flokkurinn, sem hin þjóð
ernislegu öfl Búanna standa
einkum að, Á þeim tíma er
Sameinaðí flokkurinn var
við völd með Botha og Smuts
í broddi fylkingar, gekk allt
sæmilega, en síðan 1948, er
Þjóðlegi flokkurinn sigraði,
tók að harðna á dalnum fyr-
ir blökkumenn, og aldrei hef
ur þó kveðið rammara að en
á síðustu mánuðum.
Ófriður milli kynstofna
hefur ekki verið nein ný bóla
í Suður-Afríku, síðan hvítir
menn komu þangað, og þær
umbyltingar, sem þar hafa
átt sér stað, hafa m. a. kom-
ið fram í því, að heilar
blökkuþjóðir hafa hrakizt
frá frumheimíkynnum sínum
og leitað nýrra svæða. Sum-
ár hafa eyðzt algerlega. í því
sambandi má minna á Bas-
utomenn, sem nú byggja
fjallasvæðið í laustanverðu
landinu, sem nú er kallað
Basutoland. Þeir eru upp-
runalega frá Transvaal, en
hröktust þaðan í Zúlústyrj-
öldunum, voru um tíma
landlausir og gerðust svo
kvikfjárbændur í fjöllunum.
Þeir mynda sjálfstætt vernd
arríki undir brezkri stjórn,
og vilja ekkert síður en sam
einingu við Suður-Afríku-:
sambandið. Sama er að segja
um íbúa Swasilands og Be-
chuanalands.
Hinir dökku íbúar Suður-
Afríku hafa þegið einhvern
snefil af vestrænni menn-
ingu frá hvítum mönnum, en
þeir hafa líka haft af þeim
Framhald á 14. síðu.