Íslenzki good-templar - 01.02.1887, Qupperneq 9

Íslenzki good-templar - 01.02.1887, Qupperneq 9
1887 Isl Good-Templar 41 ©túkn a-frét ti r*. (Eftir St.-V. E.) |>ann 24. f. m. drukknaði í fiskiróðri Bjarni Pálsson í Götu. Bjarni sál. Pálsson var mikill atgerfismaðr, vel af guði gefinn, og elskaðr og virtr af öllum sem þekktu hann. Hann var orga- nisti við Stokkseyrarkyrkju og kennari við barnaskóla 1 Stokks- eyrarhverfinu; sem merki pess hve hann var söngelskr, er oss ritað að austan, að hann haíi í sex undanfarin ár kennt ókeypis söng á hverju kveldi, pegar veðr leyfði; hann var pess utan fyrsti maðr 1 öllu sem til umbóta mátti horfa í sveitinni. Oss er sagt að austan, að hann hafi haft sér- lega góð áhrif á alla unga menn í kringum sig, og verið búinn að breyta hugsunarhætti peirra mjög til ins betra, pegar hann dó, sem var pó á unga aldri að heita mátti. Bjarni sál. var ó- vanalega nettr maðr að sjá, og mun pað, og aðrir andlegir hæfi- leikar hans hafa dregið að honum hugi annara. fegar bind- indishreifingarnar komu austr fyrir fjallið, varð hann pegar einn með peim fyrstu og helztu til að styrkja pær, og stofnun Stúk- unnar og Unglinga-Stúkunnar í Stokkseyrarhverfinu er sérstaklega hans verk. Sveit hans hefir misst í honum einlivern sinn allra bezta mann, og Reglan hefir mátt í honum sjá á bak einum af sínum efnilegustu brœðrum. Með honum drukkn- aði faðir hans Páll Jóusson, og brœðurnir Sigurðr Jónsson og Guðmundr Jónsson. —þannl3. febrúar var stofnuð Unglinga-Stúka i Hafnarfirði undir umsjón Stúkunnar «Morg- unstjarnan* Nr. 11. Stúku pessa stofnaði br. Magnús Th. Sigfússon Blöndal V. (E. T. Morgun- stjörnunnar. Yið stofnunina gengu í Unglinga-Stúku pessa, sem heitir «Kærleiksbandið» og er Nr. 2, 12 unglingar og 4 heiðrsmeðlimir eða fullorðnir meðlimir. Kosnir voru fyrsta ársfjórðunginn: G. U. T. Magnús Th. Sigfússon Blöndal. Œ. T. Anna Guðmundsdóttir. V. T. Arni Jónsson. Ritari. Steingrímr Jónsson. —Leiðretting: í 3. Nr. íslenzka Good-Templars, pegar sagt var frá stofnun Stúkunnar Lukkuvon Nr. 20. í Stokkseyrarhverfi, stóð,. að kosnir hefðu verið til Y. F. R. Jón Björnsson, og til Y. G. Sig- urðr Hinriksson; petta er ekki rétt, pví peir sem fyrir kosningu urðu, voru: Sigurðr Hinriksson Y. F. R. og Pálmar Pálsson V. G. og voru báðir pessir br. í sömu embættunum enn pann 20. jan. 1887 pegar síðast var skrifað.

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.