Íslenzki good-templar - 01.04.1890, Side 2
50
Isl. Good-Templar.
Apríl
haun meir og meir, hún liefir vakið pessa hngsun og kynslóð vorra
tíma er full alvara með að fylgja málefninu til endilegs sigurs,
hvað svo risavaxið sem það kann að sýnast.
Jeg vil að pví er sjerstaklega snertir okkur Islendinga í pessu
ináii, taka fram tvennt, sem opt heíir verið fært fram móti okkur,
en að eins er sprottið af pví að menn pekkja ekki bindindismálið
og stefnu pess, eins og vera ætti. Eyrst: við berjumst á móti
nautn áfengis til drykkjar. Móti notkun pess á lyfjabúðum, til
lækninga við sjúkdómum á sama hátt og eptir sömu reglum og lyf
eru almennt notuð er ekki harizt, og heldur eigi móti (tekniskri)
notkun pess í iðnaði. í öðru lagi: Engum dettur í liug að fá
valdboðin nein bannlög. jþetta liggur pegar í orðunum: er sam-
kvœm sje vilja þjóðarinnar. J>að sem barizt er fyrír, er pví að eins
að skapa pá skoðun, pann vilja hjá pjóðinni, er sje nógu almennur
og nógu sterkur til pess að geta komið fram í rjettu lagaformi og
til pess að geta haldíð uppi hlýðni við lögin pegar pau eru fengin. Að
innieiða slík lög, áður en meiri hluti pjóðar og pings er kominn á okkar
skoðun, er eptir stjórnarskránni ómögulegt; að tala um valdboð er
pví blægilegt. Að innleiða slík lög, áður en viljinn í pessu máli
hjá pjóð og pingi er fyllilega eindreginn og alvarlegur, og meðvitund
mauna um pýðing málsins Jjós, pað væri óheypilegt, gagnslaust, og
mjög óhyggiiegt; við íslendingar eigum víst en nokkuð langt í land
með að fá slík lög, og pað furðar engan, pví hjá oss er hreyfingin
tiltölulega svo ung enn. Hjer hjá oss, mun pað reynast heppilegia,
að Játa hjeruðin ráða í pessu máli, o: að atkvæðisbærir menn í
hverri sýslu eða amti gæti með sampykkt, er hefði lagagildi, kveðið
á um, hvort aðfiutningur og verzlun með áfengisdrykki skyldi par
Jeyfast, heldur en gefa slík lög almenn fyrir Jandið. Tryggingin
fyrir hlýðni við sampykktina væri meiri, pví málið yrði hverjum
kjósanda og pjóðinni Jjósara. Bann gegn tilbúningi áfengisdrykkja
gæti aptur á móti náð tilgangi sínum eins vel, pótt pað væri al-
mennt fyrir landið.
Bindindismálið snertir allar greinar mannlífsins ; pað er einn
liður í menntuna'r- og framfarastríði mannkynsins. |>að rná skoða
pað frá sjónarmiði einstaklingsins, sem heilbrigðis- og sparnaðarmál, frá
sjónarmiði borgarafjelagsins, sem bætandi fjárliag pjóðarinnar og líkam-
legt og andlegt atgjöríi kynslóðarinnar, sem efiandi framtak, vinnu-
semi og auðsæld, og f'rá sjónarmiði kirkjunnar, sem kristilegt safn-
aðarmál, er Jieíir í merki sínu hina mestu og beztu siðbót; pað á