Íslenzki good-templar - 01.04.1890, Qupperneq 6
54
ísl. Good-Templar.
Apríl.
En hvernig eigum vjer að svara henni? Um pað verða eflaust
deildar skoðanir. — Yjer að eins segjum vort álit. — Oss geta
etki þótt það sanngjarnar kröfur, að heimta af þeim sem vjer veit-
um inntöku í Reglu vora, að þeir yfirgefi ])á stöðu sem þeir eru í,
eða banna þeim að reka hverja þá iðn, er þeim býðst og arðberandi
er fyrir þá, ef engin ástæða er fyrir því að ætla að þeir brjóti meg-
in ákvarðanir reglu vorrar, því vjer getum ei ætlað neinum (að ó-
reyndu) þó hann sje verzlunarþjónn, að hann selji vín fyrir eigin
reikning, og sannist það að hann gjöri ekki annað en það, sem
skyldan bíður honum gagnvart húsbónda sínum, þá finnst oss mið-
ur heppilegt að vísa honum frá. — En sje það gjört að skilyrði
fyrir því að menn sjeu teknir i Regluna, að þeir ekki þjóni við
neina verzlun, sem verzlar með áfenga drykki, þá megum vjer heldur
ekki segja, að ekkert sje í skuldbindingu vorri, sem stríði
mót skylduverkum vorum í daglega lífinu, því með þessu get-
um vjer ekki betur sjeð, en reglan takmarki atvinnufrelsi manna,
og það má hún ekki gjöra; til þess er hún allt of göfugt siðferðis
málefni. Oss virðist það varða mestu hvort meðlimir reglunnar eru
góðir og gildir meðlimir eða ei, og það hefur reynslan sýnt að verzl-
unarþjónar hafa verið, engu síður en aðrir, já og sumir þeirra unn-
ið Reglunni margfalt meira gagn en aðrir, þar sem fáir hafa verið
hæfir til vandasama embætta aðrir en þeir. Auðvitað þarf þetta
ekki að eiga sjer stað í Reykjavík, en við hin smærri kauptún mun
þetta algengt. En sleppura því, gætum heldur að hvort vjer vinn-
um nokkuð við það, að apturloka Reglunni fyrir verzlunarþjónum.
(Niðnrl. í næsta blaði.). f).
Eitstj mun gjöra nokkrar athugasemdir við grein fiossa í n. bl.
Bróðir Jón Ólafsson,
F. St. T. og U. H. St. T. fór til Canada með síðasta skipi.
Good-Templarar í Reykjavík hjeldu honum skilnaðar-samsæti áður
en hann fór, og stúkusystkin hans í «Einingunni» Nr. 14 gáfu hon-
um silfurdósir að minningu.
Reglan hjer á landi sjer þar á bak sínum málsnjallasta og ein-
beittasta foringja, og sinum starfhæfasta og ráðbezta fjelagsmanni.
Br. Jón Ól. sagði í svarræðu sinni í samsætinu, að hve víða sem
hann færi um veröldina, þá mundi hann aldrei svo langt ferðast,
að hann cfæri út fyrir Regluna*. það vita allir, sem þekktu br.
Jón, að þetta er af alhuga mælt og meðal íslendinga og annara