Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 2

Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 2
.68 Isl. Good-Templar. frjálsari, sem hann yflrstígur og hneppir í fjötra fleiri og skæðari óvini, er á hann sækja og vilja vinna honum mein, en í þeirra flokki má með fyllsta sanni telja allar girndir og ástríður, er rjettu eðli hans, andlegu og lík- amlegu, er skaðlegt eða hættulegt að hann þjóni. Og þegar menn svara því til, að það sje að vísu satt og rjett, að menn eigi ekki að láta skaðlegar girndir drottna yfir sjer, en það eigi að gerast með því móti að stríða við þær, en ekki á þann hátt, , að hneppa þær al- veg í fjötra og spara sjer þar með allt stríð, — þá tala þeir alveg eins og flón og skynleysingjar. Því hvað gera bæði þeir og aðrír annars við það eða þá, sem ásækja þá? Eru þeir kannske að leika sjer að því að glíma við slíkt dag eptir dag og ár eptir ar, ef þeim er annars innan handar að hepta allar árásir með því að svipta það öllum mætti, hneppa það í fjötra eða eyða því með öllu, sje það leyfilegt? Hvað gerir bóndinn við varg, sem leggst á hjörð hans? Hann er ekki sá heimskingi, að hlaupa bara til að reka hann burtu í hvert sinn sem hann sjer til hans. Nei, hann gerir hvað hann getur til að eyða honum með öllu, vitandi vel, að það eitt hrífur og er auk þess æði-mun fyrirhafnarminna. Hvað gerir meira að segja þjóðfjelagið við þá meðlimi sína, sína eigin limi, er haga sjer svo, að því stendur af þeim voði og skaðræði? Það setur þá í höpt, sviptir þá frelsi, til þess að þurfa eigi sí og æ að vera að stríða við þá og eiga þá ávallt yfir höfði sjer. Að hafa ekkert siðferðislegt band á sjer er í raun rjettri fullkomið frelsisleysi, eða hið mesta ófrelsi. Því fleiri girnduin eða ósiðum sem maðurinn gefur lausan taum, því ófrjálsari er hann, því fleiri harðstjóra hefir hann yflr sjer. Þetta er eða ætti að minnsta kosti að vera alþekkt- ur siðfræðislegur sannleiki og af engum rengdur. Þetta, sem nú hefir sagt verið, á við manninn ein- stakan út af fyrir sig eða fráskilinn öllu lögbundnu fje-

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.