Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 6

Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Blaðsíða 6
62 Isl. Good-Templar. það í sparisjóð. En svo jeg snúi mjer nú aptur að því, sem jep var að segja, þá bið jeg þig að segja mjer, hvort þú haflr nokkurn tíma talið saman, hve mikið þú leggur í þenna slæma sparisjóð, í hvert skipti sem þú gengur þar inn«. »0, það er svo sem ein króna, eða hálf önnur króna í mesta lagi stundum« sagði Jón. Einar tók nú blýant upp úr vasa sínum og reif eitt blað úr vasabókinni sinni, fekk Jóni það og sagði: »Nú skulum við einu sinni sjá. .Vera má, að innlög þín ' sparisjóð þenna nemi eigi að svo stöddu meiru en svo í peningum, að þú fáir vel staðizt það; en það fylgir náttúra slíkum sparisjóðum, að þeir vilja láta ávallt freka við sig innlögin og hafa þann sið þar á ofan, að taka vexti en gjalda ekki, og það tilfinnanlegri vexti en binn misk- unarlausasti peningaokrari. Þú getur eigi ábyrgzt, að inU' lagaskráin hjá þjer verði eigi þannig útlítandi, áður lýkur: Þú leggur inn 1. Peninga þína — og glatar þeim. 2. Tíma þinn — og týnir honum. 3. Þrek þitt — og týnir því. 4. Heilbrigði þína — og týnir henni. 5. Minni þitt — og týnir þvi. 6. Freisi þitt — og týnir því. 7. Virðinguna fyrir sjálfum þjer — og týnir hentU- 8. Skyn á rjettu og röngu — og týnir því. 9. Stjórn á sjálfum þjer — og týnir henni. 10. Heimilisblessun þina — og týnir henni. 11. Hamingju konu þinnar — og týnir henni. 12. Ejettindi barna þinna — og týnir þeim. 13. Heiður föðurlands þíns — og glatar honum. 14. Sjálfs þíns sál — og glatar henni«. »Þetta er ljót rolla« mælti Jón; »aldrei gat mjer hugar komið, að svona mikið illt gæti af því leitt, jeg brygði mjer inn í veitingahús á laugardagskvölú' um og drykki þar fáein glös og nokkra bjóra með satu

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.