Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Qupperneq 8
64
ísl. Good-íemplar.
Allir hinir staðirnir, þar sem orðið vín er haft, eru vafasamir eða
kveða hvorki af nj'e á í þessu atriði; þeir hafa því enga sönnun 1
sjer fólgna á hvoruga leiðina. — Wm. Reid, dr. theol.
Kvöldmáltiðítrvínið. Jeg er eigi í nokkrum helzt vafa um
það, að bikarinn, sem Drottinn blessaði, þegar hann stofnaði heil-
aga kvöldmáltíð, heíir verið gerðarlaust vín (þ. e. óáfengt). —
Dr. Close, dómkirlcjuprestur i Carlisle.
Thomas Carlyle, hinn mikli spekingur Englendinga, á þess-
ari öld, sagði svo við landa sína: »Með það fje, er þjer sóið í
áfenga drykki, gætuð þjer lokið ríkisskuldum yðar (um 800 milj.
pd. sterling eða 14,400 milj. kr.), lagt brú yíir úthaíið og útrýmt
mörgu andstreymi, er þjóðfjelagið á undir að búa. En þetta allt
met jeg einskis í samanburði við þá hreinsun, er þjer inunduð
ávinna sálum yðrum með því að hætta við áfengið,— þær sem nú
eru niður sokknar í synd, ofneyzlu og lögmálsrof.
Hvort á að sigra? Annars vegar er Guð og sjálfsafneitunin
og sannir hagsmunir alls mannkynsins, hins vegar svarinn óvinur
alls rjettlætis; annaöhvort verður að lúta í lægra haldi, brenni-
vínið, eða kirkja drottins og þjóðmenning heimsins. — T. de Witt
Talmaye.
Mola höggormshaiisinn. Það má eins vel hafa hemil á
dreka, sem spýr eitri, með því að halda í sporðinn á honum, eins
og að ætla sjer að hafa hemil á veitingastofunum. Báðið til að
hafa hemil á eiturorminum er að drepa hann. Mola á honum
hausinn —; það kann að vera líf í sporðinum til sólarlags, en hann
getur eigi bitið eða spúið eitri. Ráðið til a,ð hafa hemil á áfengis-
iðninni er að mola sundur á henni hausinn, brennivínskrærnar,-
gróðrarstíur lasta, glæpa og þegnlegrar siðaspillingar. — John B.
Finch.
Menntunarstig Englendinga. Sú þjóð, sem hleypir á ári
hverju niður um kokið á sjer í bjórlíki og brennivíns þeirri feikna-
peningahrúgu, að duga mundi til að útvega landinu tvo herskipa-
flota og tvo landheri á við þá er nú heíir það, og alla umboðsstjórn
þess og dómaskipun í ofanálag, hún hlýtur annaðhvort að hafa
vanheilsuþorsta eða þó að vera á mjög ófullkomnu menntunarstigi.
Blaðið Reformer í Glasgow.
Bindindislieitið er verndargripur gegn freistingunni, er
drykkjusiðaflónskan vill leiða menn afvega. — Geo. W. Bain.
Ritstjóri: Björn Jonsson, cand. phil.
iteykjavík. ísafoldarprentsmiðja 1893.