Íslenzki good-templar - 15.05.1893, Blaðsíða 7
79
Isl. Good-íempiar.
mega nota áfengisvökva til meðala svo sem aðrar eiturteg-
undir.
Sömuleiðis ætti að vera leyfilegt, að hafa spiritus til smíða
og þess liáttar, enda er hægt að setja þá eitthvað það saman
við hann, að enginn leggi sjer hann til munns.
Þessi aðferð mun sumum að sönnu þykja ófrjálsleg, sem
sje að banna mönnum að kaupa og selja áfenga drykki, með
öðrum orðum: taka með valdi þetta ásteytingarefni frá mönn-
um, eins og skynlausum skepnum. En er það ófrjálslegra en
að líða eyðsluseggnum og óreglumanninum að ganga tak-
markalaust í annara vasa? Er það frjálslegt, að vera kúg-
aður með svipu laganna til að svara út sköttum og skyldum
óreglumannsins og greiða hans gjöld til allra stjetta? Er það
frjálslegt fyrir þá, sem við eiga að taka, að sjerhver geti
eptir eigin geðþótta varpað allri heimilisf'orsjá á herðar reglu-
manninum og sveitarfjeiaginu með drykkjuskap ? Er það
frjálslegt fyrir konur og börn drykkjumannanna, að vet'ða að
þola það þegjandi, að vera fjeflett og algerlega eyðilögð í
andlegum og líkamlegum efnum ? Ekkert af' þessu er frjáls-
iegt. Og þetta ófi'elsi er mun skaðlegra en það ófrelsi, sem sagt
er að fylgi vínsölubanni.
Jeg veit, að sumir áfengisvinir segja: »Yínverzlunin hefir
talsvert gott i för með sjer; fyrir hana kemur vínfangatollur-
inn, og er það ekki all-lítið, sem hann afrekar til almennings-
heilia«. Ölfangatollurinn er sú skýla, sem breidd er yfir alit
hið illa sem af vínsölunni stafar; hann er það ryk sem feykt
er í augu manna, af því hann gengur til almenningsþarfa.
En áfengisverzlunin framleiðir ekki vínfangatollinn í raun
og veru, þ. e. peningana sem i landssjóð fara. Menn láta
ginnast með áfenginu til að greiða hann. Það eru kaupend-
urnir, sem í raun rjettri greiða hann og þó eiginlega opt þeir,
sem þó alls ekkert áfengi kaupa, en verða að borga fyrir
annara heimsku.
Áfengisverzlunin framleiðir einungis tjónið og ófarsæld-
ina, en hindrar allvíða vinnuna og gerir ótalmarga óhæfllega
til erfiðis, en það er vinnan, sem tfamleiðir peningana.
Öll rjettlát lög miða til þess, að vernda menn fyrir rang-
læti og ójöfnuði í ýmsum greinum. En það er lieldur lítið,
sem þau gera hjer til þess að vernda rjettlausar konur og