Íslenzki good-templar - 15.05.1893, Blaðsíða 8

Íslenzki good-templar - 15.05.1893, Blaðsíða 8
éö Isl. Good-íemplar. saklaus börn fyrir svívirðilegri meðferð, er stafar af Afengis- verzluninni. Sveitarfjelögin standa varnarlaus gagnvart drykkjumönnunum; fyrir þeim eru allir sveitarsjóðir opnir. Með ölfangatollinum var drykkjuskapurinn að vísu nokkuð heptur, en þó segja nú lögin svo: »Ef' þú geldur nokkra aura til almenningsþarfa af hverjum potti, er þú kaupir, þá er þjer heimilt að gera sveit þinni svo mikið tjón með drykkjuskap, sem þjer sýnist; og ef þú átt konu og börn, getur þú eyði- lagt þau og eytt öllu þeirra vítalaust«. Flöskulög n svo köll- uðu seg.ja sem svo: »Þjer er heimilt að kaupa svo mikið af áfengum drykkium, sein þú vilt, en þú mátt ekki lcaupa svo lítið sem þú óskar: ekki minna en 3 pela að sinni í búð; en svo mikið af' staupatali á veitingahúsum, sem þjer sýnist, þó vínið verði með því móti helmingi dýrara«. Hjer er ekki vandfarið. Sveitin hefir nógu breitt bak til að bera þrotin, og landið er nógu ríkt, að taka við skellunum. Landeyðurnar geta verið margar í lagalausu drykkjufjelagi og rúið sveitar- fjelögin um hundruð og þúsundir króna árlega; það hefir enginn frelsi nje rjett til að bapna slíkt. Þær mega eigra augafullar og iðjulausar um göturnar í blíðviðri, meðan reglumennirnir róa og koma hlaðnir að landi, og meðan iðju- maðurinn vinnur baki brotnu dag út og daginn inn, geta þær sogið hans sveita; við hann hafa þær töglin og haldirnar; þær eru fullkomlega frjálsar til þess að lögum. Það sem þarf að varast, er, að vera ekki með háreysti, skarkala nje ófrið á víðavangi, þar sem lögreglustjóri er við liendina. Um fjeleysi er iðulega kvartað, þegar um eitthvað nytsamlegt stórfyrirtæki er að ræða. Það gengur seint að brúa manndrápsvötnin; optast vantar peningana til þess, en opt eru nógir peningar til að kasta í uppsprettuauga brenni- vínslindanna, nefnilega búðina, en þaðan streymir það ógæfu- flóð, er sópar burtu peningunum, velferðinni, heilsúnni og mönnunum. Eitstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Beylsjavik. ísafoldarpreixtsxaiöja 1893.

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.