Íslenzki good-templar - 15.12.1893, Blaðsíða 3
styður með því stórt velferðarmál. Þú mátt vita að þetta land
á sjer ekki viðreisnarvon fyrr, en það minnkar við sig vínfanga-
kaupin. Ef þú liefur tírna aflögu, sem þú vilt verja vel, þá
gakktu í G-.-T. regluna, hún hefur þörf á fólki, sem vill gjöra
eitthvað til að styrkja augnamið hennar, og þú munt flnna að
þeim tíma er vel varið, sem fer í þarfir bindindisins og mann-
kærleikúns, og varið er öllum og einstökum til viðreisnar. Ef
þú hefur velvild til fólksins í kring um þig, þá gakktu í Gf.-T.
regluna, þú munnt finna þar bræður og samverkamenn. Efþú
átt drykkfeldan ættingja, vin eða venzlamann, þá gakktu í G.-T.
regluna, hann þarf að komast þangað og gengur það heldur á
eptirþjer, en á undan þjer; þegar þú ert kominn á undan, get-
ur þú líka sagt honum frá því, hvernig þú kannt þar við þig.
Ef þú drekkur sjálfur, þá gakktu í Gf.-T. regluna heldur í dag
en á morgun, til að forða sjálfum þjer frá óláni og sorg. E>ú
þykist kannske drekka svo lítið að það gjöri ekkert, enn ertu
viss um að öðrum sýnist það sama? Og þó svo sje, þá á þess-
háttar í að ágerast, og þú getur verið búinn að . tortíma sjálf'-,
um þjer áður en þig varir. Ef þú drekkur til muua, þá flýttu
•þjer að ganga í Gf.-T. regluna, áður en það er um seinan, þóss
lengur sem þú drekkur, þess meiri áreynslu þarftu og þess strang-
ari verður baráttan tyrir þig, þegar [»ú ferð að venja þig af þvi
aptur, ef þú ætlar nokkurntíma að venja þig af þessum viðbjóðs-
lega lesti aptur. Ef þú ert ungur og glaður yfir því livað skap-
arinn hefur gjört þig vel úr garði, ef æskufegurð þín gleður þig,
þá gakktu í Gf.-T. regluna áður en drykkjuskapurinn hefursett
lýti sín á líkama þinn og sál. — Hvernig sem á þjer stendur,
þá muntu kunna vel við þig í G.-T. reglunni undir eins og þú
ferð að skilja hana og vinna í þarfir hennar, ef þú ert ekki al-
veg meiningarlaus maður. Það er aldrei annað en gott og upp-
örfandi, að vinna og starfa lyrir þarflegt, kærleiksfullt, og mik-
ið velferðarmál, sem snertir fyrst og fremst þá, sem kringum þig
eru, og þar næst allt föðurlandið.
Þú kannt nú ef til vill að segja: „Hjer, þar sem jeg er, er
ekki til nein deild af G.-T. reglunni, sem jeg get gengið í“. Ef
svo er, þá fáðu með þjer 9 góða drengi, eða íleiri ef þú getur,