Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1887, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1887, Page 4
108 Með Camocns, er kom til Reykjavíkur 8. f. m. komu 6 vesturfarar endursendir, sem alsnauðir voru, er peir stigu á land vestra. LÖGr AFGREIDD FRÁ ALJMNGI. —o— Lög um breyting á 15.gr. stjórn- arskrárinnar um tölu pingmanna í efri og neðri deild. 1. gr. í efri deild alpingis skulu sitja 15 pingmenn, en í neðri deildinni 21. 2. gr. J>ar sem í pingskðpum einhver ákvæði eru bundin við 3 pingmenn í efri deild og 6 í noðri, skal eptirleiðis miðað við 3 og 5 ; en par sem miðað er við 4 í efri deild og 8 í neðri skal koma 5 og 7. Lög um stofnun lagasköla. 1. gr. í Reykjavík skal stofna kennslu- skóla í lögfræði. 2. gr. í>eir, sem ’nema vilja í skóla pessum, skulu tekið hafa burtfararprdf við hinn lærða skóla í Reykjavík eða einhvern lærðan skóla í Danmörku. Svo skulu peir og, áður en peir ganga undir burtfarar- prófvið lagaskólann, hafa tekið próf í for- spjallsvísindum. Leyfa má pó öðrum að hlýða á fyrir- lestra í lagaskólanum, að svo miklu leyti sem pví verður við komið. 3. gr. Yið skóla pennan skal skipa tvo kennendur, er annar sé jafnframt forstöðu- maður skólans, og hefir hann 3000 kr. i ár- lcg laun, en hinn kennarinn 2400 kr. 4. gr. Ráðgjafinn semur reglugjörð handa skólanum. 5. gr. ]5eir, sem leysa af hendi burt- fararpróf í skólanum, eiga aðgang að peim embættum, sem lögfræðingar eru skip- aðir í. 6. gr. Lög pessi koma pá fyrst til fram- kvæmdar, er alpingi hefir í fjárlögum veitt fé til skólans. Lög um brúargerð á Ölvesá. 1. gr. Til brúargerðar á Ölvesá má verja allt að 40000 kr. úr landssjöði, með pví skilyrði að sýslufélög Arness- og Rang- árvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20000kr., cða sem svari helmingnum af pví, sem lands- sjóður leggur til. 2. gr. Ráðgjafanum fyrir ísland veit- íst heimild til að veita sýslufélögum Ar- ness- og Rangárvallasýslu og jafnaðar- sjóði suðuramtsins a’llt að 20000 kr.. lá» nr landsjóði. Lán petta ávaxtast og endurgelzt með 965,25 kr. k ári i 45 ár. 3. gr. Vextir og afborganir byrja að greiðast prem árum síðar en lánið er greitt til fulls úr landsjóði, pannig: helmingurinn úr sýslusjóðum Arness- og Rangárvalla- sýslu, er skiptist á nefnd sýslufélög eptir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausa- fjárhundraða og jarðarhundraða í peim ár hvert, en hinn helmingurinn úr jafnaðar- sjóði suðuramtsins. 4. gr. Landstjórnin annast um byggingu brúarinnar og gerir allar nauðsynlegar ráð- stafanir lögum pessum til framkvæmdar. pegar brúin er komin á, hefir landstjórnin og urasjón yfir henni. 5. gr. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveða með lögum. Lög um bátfiski á fjörðum. 1. gr. Rett er að útilykja aðkomandi fiskimenn frá bátfiski, nema síldveiðar sé. á fjörðum eður tilteknum fjarðarsvæðum, sökum fiskiveiða fjarðarbúa, og slcal pað gjört moð sampykkt á pann hátt, er segir í lögum 14. desbr. 1887 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og skulu að öðru leyti ákvæði téðra laga og laga nr. 23, 4. des. 1886 gilda um slíkar sampykktir. 2. gr. Nú stundar aðkomumaður fiski- veiðar á útveg annara en parsveitarmanna, og dvelur hann í veiðistöð sama hrepps eður hreppa samtals 4 vikur eður lengur sömu missiri, og er pá sveitarstjórn eður niðurjöfnunarnefnd heimilt að jafna á hann hæfilegu útsvari í samanburði við innsveit- armenn eður bæjarbúa. TJtsvarinu skal formaður hver lokið hafa fyrir skip sitt áður hann fer á brott. J>ó skal eigi leggja auka-útsvar á útvegsmenn úr öðrum sveit- arfélögum við pann fjörð eður fióa, sem útræðið er við, ef útsvar er á pá lagt i sveitarfélagi sjálfra peirra. Taka má út- svarið lögtaki sem önnur sveitarútsvör. Að öðru leyti eru og slíkir að komumenn liáðir landslögum um fiskiveiðar og útflutnings- toll af sjávarafla. GAMAN OG ALYARA. Ef illa gjoldin greiðast fríkirkjunni frá, Lalla fer að leiðast að lappa upp á pá. Feiknin öll af feiti fajla j hinna gjöld, pjóðkirkjan peytir peim upp í völd. Bezt að vera bljúgur — bænin hreifir fjöll — í Dana liði drjúgur pá drjúpa prestaköll. Z. líafirði 12. október 1887. Tí ðarfar. Haustveðrátta helzt enn hin ákjósanlegasta á degi hverjum. Strandferðaskipið „Thyra" kom loks að sunnan 6. p. m., og pá beina leið frá Stykkishólmi; hafði Arst farið par framhjá til Dýrafjarðar og Onundarfjarðar, en skrapp paðan suður í Hölm. Stykkis- hólmur er einn af peim stöðum, sem at- hugasemd er við í áætluninni, enda hefir Boldt skipstjóri notað sér pað dyggilega bæði í fyrra og í ár. J>ött almenningur bíði nokkurra króna halla við eina eða aðra ráðstófunína, hvað kærá pessir dönsku lieutenantar sig um annað eins ? Og reynið að kæra til ráðherrans. |>ar finnið pér karl, sem veit hvaða „respekt11 fslenzkur almúgi er einum dönskum lieutenant um ikyldugur. J>ekkir hver sina. Strand. Lausafregn hefir hingað bor- izt um pað, að kaupfarið „Axel“ hafi fyrir skömmu strandað á Reykjarfirði í Stranda- sýslu, alfermt islenzkri vöru. Skipakomur. Lille Alida, 75,88 smá- lestir, skipstj. S. M. Wandahl, kom 9. p. m. fermt salti og steinolíu til verzlunar L. A. Snorrasonar. — 10. p. m. Maagen og 11. p. m. Coureer með sams konar vöru til A. Asgeirssonar og H. A. Clausens- verzlana. — Tiðindalaust í útlöndum. Auglýsingar. Sj óniannakennsla. I vetur komandi hefi eg áformað að halda áfram kennslu í sjómannafræði k ísaflrði og mun eg hafa kennslueyri eins lágan og inér framast er unnt, ödýrari en að undanförnu. -— Nauðsynlegar bækur og áhöld mun eg útvega nemendum. J>eir sem njóta vilja tilsagnar, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til undirritaðs, annað- hvort munnlega eða bréflega hið allra fyrsta. Kennslan byrjsr eigi seinna en í miðjum októbermánuði. ísafirði 6. september 1887. Matthías J>órðarson. Æfisögur Franklins og Oberlins kaupir undirritaður háu verði. Jón Kjærnesteð, fsafirði. Utgefandi: Prentfélag ísfirðinga. Prentari; Asm. Torfason.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.