Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1890, Blaðsíða 1
Vorð árg:. (minnst 30 arkn) 3 kr.; í Amcr. 1 dolL Borgist fyrir miðjan junímánuð, Uppsðiin skrifle?. 6* gild nema koinin sé til útgefanda fyrir 1. dag jiilímánaðai-. Nr. 20. ísafirði, ffiitudaginn 30. maí. 1890. FRUMSKOÐANIR K R U M H L A Ú P. Herra Páll Briem hefir verið á ferðinni fyrir ,.miðlunarmenn“ síðan pingi sleit i suinar. pað er synd að segja, að liann hafi legið á liði sinu. Hann hefir, A vængj- um ,,miðlunarinuar“, flogið til Noregs og Svíþjóðar, Hollands og Belgiu, Prússlands og Ungverjalands, Italiu og Svissaralands, Englands og Kanada. Hvervetna hefir hann viljað finna sér og fylgismönnum sin- um einhverja ofurlitla fötfestu, til þess þeir rinnu ékki viðstöðulaust niður í hyldýpi alrikiseiningarinnar dönsku. En þessar ferðir hafa tekizt allt annað en vel, hann hefir komið úr þcira með litið annað en eintóman sand, líklega til að bera á hállc- una í frumvarpi „miðlunarmanna“, er hann hefir mjög veigrað sér við að fara út á, en sandurinn hefir ekki dugað betur en vel, mestallur rokið upp i augun á honum sjálf- úm og hálkan ekkert minnkað, enda lætur hann nú fyiirberast hálfblindur á miðju „miðlunar“svellinu í 18. tölubl. ,.|>jöðólfs“ þessa árs, afþakkar vinsainlegt tilboð unt lijálp frá ísfirzka félaginu, og fer að pré- dika um einhverjar frumskoðanir, sem hann hafi, er að vísu séu gagnstæðar „frelsi einstaklingsins", en miði þó til að efla „velferð mannanna“. |>essar frumskoðanir Páls eru svo sem auðvitað ólíkar frumskoðunum niínum, en af þvi að hann býst við að almenningur þekki ef til vill ekki þessar frumskoðanir okkar, og því síður mismuninn á þeint, þá tekur hann nokkur alþingismál til dæmis, og er •launamálið á siðasta þingi hið fyrsta af þeint, en nú vitl svo til, að Páll lauk eklci upp sínuin inunni í því máli á siðasta þittgi, liklega til :tð forðust þéssa „orðapcMitík1*, sent hann er svo reiður yfir. Að þvi leyti et’ frumskoðun hans á því máli nokkuð ó- ljós. Erumkvöðull þess máls var eg ekki fremur en meðflutningsmenn minir, sumir þeirra eru flokksmetm Páls, en sjálfsagt hafa þeir þó aðra frumskoðun i þessu ináli en foringitin, svo uð ekki heldur nú flokk- urinn alstaðar vel hópinn um hinar háleitu frumskoðanir foringjans. Að öðru leyti ltefi eg, þrátt fvrir allar frumskoðanir Páls, aldrei talið það lífsspursmál fyrir þjóðina, hvort embættismenn vorir hefðu hundrað- inu meiri cðúr rninni laun, hitt þykir mér nteir úm vert, að launin séu jafnaðarfull eða hvorki óhæfilega há eða óhæfiloga lá, og á þeirri skoðun vor flutningsmanna var frumvarpið í sumar byggt. Hvort sem cg verð lengur eða skemur þingmaður, þá hefi eg aldrei ætlað mér að gjöra rnig ástsælan hjá alþýðu eða veiða atkvæði til alþingis ntcð sýtingi og eptir- töluin við embættismenn þjóðarinnar, enda vona eg að þjóðin sé þegar vaxin upp yfir slíka aura-frumskoðun eða lúsablesapóli- tík. ’ J>að, sem Páll segir um framkomu mína i Olfusárbrúarmálinu eru ósannindi, sem hann verður að renna niður aptur, þangað til hann hefir sannað af alþingistíðindunum að eg hafi verið þvi mótfallinn að brú kæm- izt á Olfusá. |>að er allt annað þótt mig, ásamt ntörgum öðrurn þingmönnum i neðri deild, greindi dálítið á við flutningsmenn málsins um lántökuna eða styrkveitinguna. Ekki lield eg að Páll geti bent á mikla baráttu aí minni hendi fyrir einveldi.presta i nicnntamálum vorttm, en liins liefði hann mátt geta, úr því að hann er að gcra upp milli okkar, að eg barðist ttiiklu ákafar gegtl því, að Páll feitgi þvi fraingengt, að Möðruvallaskólinn yrði rifinn upp úr Xorð- urlandi og fluttur suðúr í Réykjavík, þar kom ljóslega fram sú skoðun hans, að gjöra alþýðumenntun vora sem víkverskasta, hvort sem það er nú frumskoðun eða ekki(!?). En Páll heldur ef til vill, að Norðlingar þakki sér litið fvrir þetta frumhlaup á hina einu menntastofnun þeirra. |>á minnist Páll á fruntskoðanamun okk- ar á samþykktarvaldi bænda í héraðamál- um, hann tueinar hér sjálfsagt heyforða- búrin og heyásetningsfrumvörpin sín góðu, . sent tvo undanfarin þing hafa ekki séð sér fært að setja á vetur. Annars staðar hefir okkur Pál ekki greint á í héraðamálum. |>ótt Páll kalli það héraðafrelsi, að skvlda bændur til að reiða hey af jörðu sinni, um hásláttinn, sainan á einhvern vissan stað, sem kallaður er heyforðabiir, til þess, ef til vill, að rotna þar niður i jörðina, og að nokkrir menn í hverri sveit geti gengið inn i fjárhús og hlöður bænda, sagt að setja svo margt eða fátt á vetur, er þessum hey* ásetningsspekingum sýnist, undir aðför að lögum, þá kalla eg það hið rnesta og versta ófrelsi, argvituga kreddu, fúlan draug cða uppvakning frá einni hinni mestu kúgunar- og eymdar-öld, sem yfir ísland hefir liðið. Hvernig þeir St. Mill, Ihering, Jón Yída- lín, Hallgrímur Pétursson, Bjarni Thorar- ensen, ísleifur Einarsson og sjálfur Jón Ólafsson gjöra slíkt héraðafrelsi að skilyrði fyrir velferð mannanna, fær rnaður sjálfsagt að sjá í næstu ritgjörð „Um frelsi og rétt“, sem P. týnir saman úr ritum þessara mamta“*

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.