Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.08.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.08.1890, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 doll. Borgist fyrir miðjan júnimánuð. Uppsögn skrifleg, ð- gild nema komin sé til íitgefanda fy rir 1. dag júlímánaðar. Nr. 28. ísafirði. laugardaginn 80. ágúst. 1890. FRÉTTIR FRA ÚTLÖNDUM. í Danmörku er pólitiska ástandið ekki glæsilegra en vant er, heldur allt á öllu meiri ringulreið en áður, þó að ekki sýndist ábætandi; miklum óhug hefir það slegið á vinstri menn, að tveir helztu þjóð- pingismenn úr þeirra liði, Holstein greifi frá Hleiðru og Pingel kennari, hafa ný- lega lagt niður þingmennsku, og einn af fremri vinstri mönnum í landsþinginu ; þyk- jr þeim sýnt, að með stjórnina, eins og hún inl er, verði enga leið komist, og að öll barátta vinstri nianna sé þvi árangmrslaus; hvernig flokkaskipun verður, þegar þingið kemur saraan í október, er ekki gott að segja, en likast þykir, að saman muni draga með Bergs- og Hörups-flokkum, en að hin- ir „dönsku vinstri-menn“, er hafa „Morg- unblaðið“ að málgagni, muni aptur á móti gera samband við hægri menn. — Múrar- ar í Kaupmannahofn, er um tveggja mán- aða tíma gjörðu verkfall, til þess að fá fram komið ýmsum ívilnunum í launa- og vinnukjörum, tóku aptur til vinnu seint i júlímánuði, án þess að hafa fengið nokkru vcrulegu framgengt; en stórtjón hefir verk- fall þetta bakað fjölda manna, eigi að oins mhrurunum sjálfum, heldur og ýmsum öðr- um, iðnaðarmönnum og kaupmönnum, þar sem ein atvinnugrcinin er svo nátengd annari. Vilhjálmur ý z k a 1 a n d s k e i s- ari er á sífelldu ferðalagi; hann hefir í sumar ferðast um Noreg, og þaðan ætlar hann til Englands; mælt er og, að hann muni heimsækja Rússakeisara, áður sum- arið sé á enda, svo að það er fyllilega réttnefni, er hann hefir nefndur verið ferða- keisarinn. í O p o r t o í Portugal hefir læknir ný- lega orðið sannur að sök, að hafa deytt sex menn á eitri, er hann gaf þeim inn ýmist í mat eða læknislyfjum. Læknir þessi hafði fyrir nokkru gengið að eiga stúlku af ríkum ættum, og voru það vanda- menn hcnnar, sem hann var að koma fyrir á þenna hátt, til þess að ná í arfinn. I B u 1 g a r f u varð uppvíst f vor sam- særi gegn Ferdinand fursta, og var frum- kvöðull samsærisins, Panitta herforingi, skotinn 28. júni, og er til þess tekið, hve vel hann hafi orðið við dauða sinum; en ámæli mikið hefir Ferdinand fursti fengið \dða í Evrópu fyrir það, er hann eigi náð- aði Panitta, og hefir blaðamönnunum orð- ið skrafdrjúgt um það, að furstinn láti Stambuloff, æðsta ráðgjafann, hafa sig i vasanum; en Stambuloff var svarinn óvinur Panitta, og vildi hann fyrir hvern mun feigan. Belgar halda i sumar hátíð í minningu þess, að 60 ár eru liðin, síðan Belgia los- aðist úr sambandinu við Holland og varð sjálfstætt riki. Með Bandaríkjamönnum og Euglendingum er fáþykkja mikil um þossar mundir út af selaveiðum í Behrings- sundi, og hafa hvorutveggja sent þangað hcrskipaflota. og jafnvol selveiðamonnirnir herbúa skip sin, til þess að vera við engu óbunir. Makaskipti Englendinga og J>jóð- verja á eyjunni Helgolandi, er Englending- ar láta fyrir víðáttumikil landflæmi í Af- ríku, eiga að fullgjörast í næstkomandi októ- bermánuði. Stórkostlegur eldsvoði varð í Constantinopel um miðjan júlímánuð, og er skaðinn metinn 18 miljónir króna. F R A íSLEJíDINGUM YESTAN HAFS. —o ^:o:^ o Hið evang. lúth. kirkjufélag íslendinga í Yesturheimi hélt kirkju- þing í Nýja-íslandi 27.júní til 3. júlíþ.á., og mættu þar 4 af prestum kirkjufélagsins og 30 kjörnir fulltrúar frá samtals 18 söfn- uðum; en 4 söfnuðir höfðu ýmsra kring- umstæða vegna eigi getað komið því við að senda fulltrúa á kirkjuþingið. Forseti kirkjufélagsins, séra Jón Bjarna- son, skýrði frá störfum félagsins á hinu liðna félagsári; einn söfnuður hafði gengið i kirkjufélagið og einn prestur (Hafsteinn Pétursson) hafði gengið í þjónustu þess, og starfi hans þegar borið sýnilegan óg mikinnávöxt; á mótspyrnu og baráttu gegn starfa kirkjufélagsins kvað hann fyrst liafa brytt fyrir alvöru á liðna árinu; að vísu væri nú trúarboði presbyteriana svo kom- ið, að ekkert verulegt væri að óttast það- an; en því meiri hættaværi kirkjufélaginu búin af trúboði unitara, er Björn Péturs- son gengist fyrir. Af gjörðum kirkjuþingsins, er yfir höf- uð virðist hafa verið öllu daufara og fjör- minna, en kirkjúþingið í fyrra, er þetta hið helzta: Samþykkt var að leitast við að fá tvo nýja presta, og skýrði forseti frá þvi, að séra Finnbogi Rútur Magnússon á Húsa- vík (sem nú er dáinn) og cand. Eyjólfur Kolb. Eyjólfsson væru fúsir á að taka á móti köllun. Hreift var á kirkjuþinginu, að æskilegt væri, að kirkjufélagið sæi um útgáfu barna- blaðs, en ýegna féleysis afráðið að ráðast ekki i það fyrirtæki að svo stöddu, sér- staklega þar sem áhugi kirkjufélagsmanna á að styrkja blað kirkjufélagsins „Samein- inguna" væri ekki meiri en svo, að tvísýni væri á framhaldi þess blaðs vegna megnra vanski-la með borgun af kaupanda hálfu. Samþykkt var að reyna að byrja á næst- komandi hausti að halda í Winnipeg und- irbúningsskóla „lutheran academy“,' og er svo til ætlast, að þeir, sem á skóla þann ganga, verði eptir 3 ár færir um að ganga á æðri menntunarskóla, „college". Um afskipti presta af bindindismálum urðu töluverðar umræður, en ekki vildi kirkjufélagið oinskorða prestana til að vera

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.