Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.09.1890, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.09.1890, Side 1
Yorð árg. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 doll. Borgist fyrir miðjan maímánuð. 5. árg. Uppsðgn skrifleg. ö- gild nema komin se til útgefanda fyrir 1. dag júnímánaðar. Nr. 1. ísafirði, föstudaginn 19. september. 1 890. BOÐSKAPIIR „|>.TÓÐVILJANS“ TIL KAUPANDA V. ÁRGANGS. —:o:—:ö:o:—:o: Eins og konungar og landstjórnendur senda pegnuin sínuni boðskap og ávörp við ýms hátíðleg tækifæri, t. d. við þing- setningar og fl., svo vill og „j>jóðviljinn“ einnig að sinu leyti, pó að óliku sé saman að jafna, ávarpa sina „kseru og trúu“ kaup- endur með nokkrum orðum, um leið og hann liefur sína fimmtu árgöngu. jþegar vér rennurn huganum aptur til hins umliðna árgangs blaðsins, dylst oss eigi, að petta umliðna ár í ævi blaðsins hefir sérstaklega helgað verið sjálfstjörnar- baráttu lands vors; pað hefir verið striðs- ins og baráttunnar ár, fremur en nokkurt annað ár af hinni stuttu ævi „J>jóðviljans“. En eins og vér pegar í byrjun aldrei efuðumst eina stund um sigur pess mál- efnis, er vér höfum stríð fyrir, pannig pykjumst vér og mega fullyrða, að starf- semi blaðs vors umliðna árið hafi pegar borið töluverðan ávöxt, svo að sjálfstjórn- armálið eigi ná fleiri s a n n a og h u g s- a n d i talsmenn en áður, og mundi pó á- rangurinn af umræðum peim, er blað vort hefir vakið um stjórnarskrármármálið, hafa orðið langt um meiri, ef mótstöðumennirnir hefðu eigi tekið pað miður drengilega bragð, að reyna að gefa ritdeilunni sem persónu- legastan blæ, til að skýla veikum málstað að baki skamma og illinda. En pó að sjálfstjórnarmáli vom sé nú mun betur komið, en á horfðist í fyrra haust, pá er pó enn ærinn stai’fi fyrir höndum í peirri grein, meðan valdi „n<5- vemberflokksins“ er enn eigi fyllilega hnekkt; mun blað vort pví enn í pessum nýja ár- gangi ræða einstök atriði stjórnarskrár- málsins, til að skýra pau fyrir mönnum, og reyna að komast að sem heppilegastri nið- urstöðu um ýms atriði, sem enn eru lítið eða ekki rædd i stjórnarskrárfrumvörpum undanfarandi pinga. En aðalstarfi blaðs vors mun pó verða sá, að undirbúa og ræða ýms pau önnur málefni, er ætla má, að alpingi hafi til meðferðar að sumri; nefnum vér par fyrst til samgöngumál og póstmálefni, sem hvort- tveggja er í pví horfi, að ekki virðist leng- ur viðunandi, og parf pví bráðra aðgjörða; einnig parf að athuga, hvort ekki séu ráð til að spara landinu eitthvað af pví fé, sem nú gengur til hinnar verzlegu og geist- legu embættismanna dyngju, með öðru fyr- irkomulagi umboðs- og dóms-valdsins, fækk- un presta og fl.; pá er og alpýðumenntun- armálið enn óútkljáð og fl. og fl. Vonum vér, að pingmenn sérstaklega muni telja sér skylt að hreifa peim málum, er peir ætla fram að bera á næsta alpingi, og trúum vér pví ekki, að peir pori pá ekki eins vel að skrifa í „J>jóðviljann“, eins og t. d. í „ísafold“ *; en nauðsynlegt * Síðan vér hófum útgáfu „f»jöðviljans“ höfum vér, pótt 'ótrúlegt sé, práfalldlega rekið oss á pað, að margir láta pað fæla sig frá að rita í „f>jóðviljann“, að peir ætla, að hann sé illa séður á “æðri stöð- um“, og að pað pyki ekki hollustuvottur að skrifa í hann; en aptur finnst hinum sömu einhver ósegjanleg mikilmennska og ánægja í pví fólgin, að sjá nafnið sitt á prenti í „ísafold“, af pví að peir vita hana stjórnarinnar handgengið gagn. — Er pessa getið, svo að eptirkomendurnir geti séð, hversu enn eymdi eptir af prældóms- og er að minnsta kosti, að málunum sé ein- hvers staðar hreift, svo að bæði pingmenn og aðrir geti áttað sig á peim fyrir ping; málin koma pá betur undirbúin á pingið, og pjóðin á heimtingu á, að ekki sé troðið upp á hana laganýmælum, sem hún engan kost hefir átt á að kynna sér og heyra rædd fyr en á pingbekkjunum. Bókmenntum, menntamálum og mennta- stofnunum landsins vill „f>jóðviljinn“ gefa svo mikinn gaum, sem kostur er á, og rúm blaðsins frekast leyfir. Fréttir innlendar og útlendar mun ,,|>jóð- viljinn" færa, sem föng eru á; en eins og kaupendunum mun kunnugt, er ísafjörður, einkanlega að vetrinum, svo afskaplega af- skiptur sambandi og samgöngum við enda næstu héruð, að mikil óliægð er á að gefa hér út fréttablöð; pað hvorki er pví né getur verið aðal-tilgangur blaðsins að full- nægja fréttafýkn manna, heldur er blaðinu eingöngu haldið úti í peim tilgangi, að hafa leiðbeinandi áhrif á landsmál. Á umliðnu ári „f>jóðviljans“ féll sú eng- in póstferð, að „f>jóðviljinn“, eða peir, sem honum standanæstir, fengi eigi roknaskammir eða hnútukast úr einni átt eða fleiri, og er að búast við, að pví verði enn að taka um hríð, meðan stjórn vorri eigi tekst að siða blað pað, sem henni stendur næst, betur en svo, að pað notar illindin í sann- ana stað; vonum vér, að kaupendurnir muni virða á betri veg, pó að vér má ske eigi ávallt nennum að taka slíku með pögn kúgunar-anda á íslandi undir lok nítjándu aldar, og hverjum augum peir voru litnir, er eigi vildu i öllu dansa í landsmálum eptir pipn peirra, er við völdin sátu í pann eða pann svipinn. —•

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.