Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1891, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1891, Blaðsíða 5
Nr. 20—21 f>.TÖÐVILJINN. 81 hús, ínyncli engum okkar liafa komið til hugar að fara lengra, heldar bíða þar af okkur hriðina. Væri lieiðin dyggilega vörðuð og byggt á henni sæluhús, þá inundi liún reynast all- góður og hættulitill vetrarvegur, langt uiu betri en Hálsar og Kollafjarðarheiði, og þar að auki meira en tvöfallt styttri. Eiuu sinni liefir verið saduhús á heiðinni, raunar litið og all-óinerkilegt, en “það er lakur skúti. sem ekki er betri en úti“. Sæluhiiskofi þessi er nú fyrir löngu fallin í rúst, og þótt óliklegt sé, hefir engin gang- skör verið gjörð að því, að byggja kofann upp aptur, pví síður að byggja betra hús. þnð gæti pó naumast orðið ókleifur kostnaður, að varða vel vetiarveginn og byggja viðunanlegt sæluliús, og eg vona, að hver, sem pekkir nokkuð til, og íhugar málið, mundi telja pví fé, er til slíks gengi, svo vel varið, að varla yrði á annan veg betur varið til vegabóta. Sýslunefndirnar í Isafjarðarsýslu og suð- urhluta Barðastrandarsýslu ættu að taka petta niál til íhugunar við fyrsta tækifæri, og gjöra hvað í þeirra valdi stendur til pess, að fá byggt sæluhús og vegavörður á |>orskafjarðarheiði á næsta sumri. f>að er engin ástæða til að draga það lengur. Jens þórðarson. í GAMLA HORFINU. —o---- í .28. nr. “f>jóðviljans“ f. á. auglýsir hr. kauptnaður Björn Sigurðsson í Flatey, að kaupmaður L. A. Snorrason hafi góðfús- lega lofað að borga sín vegna pað, er Djúp- inénn eigi hjá Flateyjarverzlun frá fyrri íú'um. Samkvæmt pessari auglýsingu sneri eg mér í p. m. fleirum sinnum til verzl- unarstjóra L. A. Snorrasonar verzlunar á ísafirði og krafðist, að fá útborgað 5 kr. 60 a., er eg átti hjá Flateyjarverzlun, ann- að tveggja í ávísun eða peningum; en pessu neitaði faktorinn algjörlega, en baúðst t ii a ð borga í “ d ö n s k u m v ö r u m “! |>etta dæmi, pött litið sé, sýnir í hvaða horfi verzluninni er enn lialdið, pegar ekki er hægt að sarga út jhfn litja upphæð í peningunr, og pötti mér petta pví undar- legra, sém eg veit, að það hefir aldrei ver- ið tilgangur hr. Björns Sigurðssonar, að annari eins smámunasemi væri beitt við viðskiptamenn hans. Staddur á ísafirði, 26. febr. 1891. Olafur Bárðarson, frá Hamri. ÚR BRÉFI frá Eyjafirði 3. jan. 1891. “Lítið er nú talað um “miðlunina“, og sizt um ágæti heniiar; pað heyrast að cúns stöku sinnuin, pegar svo ber undir, smáslettur frá þessum fáu liræðum hér, sem “miðl.“ voru sinnandi í vor, til hinna, sem i móti eru, einkuin út af þiiiginaiinskosningunni; en slikt er ekki tiltökumál, greyin eru gramir út af hrakfórunum, og verða pví að reyna að hefna sín með einhverju; en hvað sem pessu liður, pá vona eg, að peir fækki held- ur en fjölgi, sem treysta sér til að lialda hlifiskilcli fyrir “miðianinni“, enda mætti gjarnan svo fara. Málamiðlan getur að sönnu opt verið mikið góð, en eg held að liún geti ekki v e 1 komist að par, sem ætti að tryggja og festa hin helgustu rétt- indi þjóðarinnar; sú miðlun lætur illa í eyrum, að miðla pjóðréttindum Islands við skuggann sinn, þvi eg get ekki kallað, að við neinn aðila sé að miðla málum, á með- an stjórnin, hinn eini rétti aðili, hefir ekki svarað stjórnarbótarkröfuni vorum öðru en ástæðulausu neii. Héðan úr firðinum er að frétta ágæta veðráttu; það, sem er liðið af vetri pess- um, hefir aldrei komið snjór til neinna muna og einstakar frostleysur allt af. — Heyskapur varð ágætur í sumar; fénaður er pví með tlesta möti hjá mönnum nú, og í góðu lagi; vonandi, að ekki verði hey- skortur í vor, pótt harðindaskorpu kunni að gjöra; mönnum er líka allt af heldur að fara fram 1 allri meðferð og hirðingu á skepnum. og i því, að sjá. hvað heimsku- leg er ill heyásetning. — Aflalítið hefir verið út í fiiðinum allan síðari hluta haust- vertiðarinnar, og hlutir manna pví mjög lágir. — Yeikindi hafa gengið töluverð, einkum a börnum: kvefveikindi og kíghósti, og hafa nokkur börn dáið. Núna samstundis hefi eg heyrt, að kvikn- að hafi í skólahúsinu á Möðruvöllum á þanti hátt, að kviknað hafi í lopti upp yfir larnpa, og ekki orðið slökkt fyr en brunn- j ið var nokkuð til skemmda; skaðinn met- I inn hér um 400 kr , eptir lauslegri fregn. j Um sarna leyti er sagt, að 4 kýr hafi kafn- j að f fjósi á Hallgilsstöðuin í Möðruvalla- j sókn. nf pvl að kviknað hafi í fjósveggnum. | — Fjársala varð hér fjarskamikil í haust, i og verðið liátt á fénu, 13 —14 kr. fyrir j veturgamalt fé, og enda meira, og 18—19 kr, fyrir tvævetra og eldri sauði. — Haust- verzlunin freinur lítíeg; kaupmeiin buðu af- shitt af vörutn á inóti fé eða peningum. Af kanpfélagi voru er petta að segja, að pað skiptist i 3 deildir, eptir liinum 3 hreppum fyfir frarnan Akureýri: Öugul- staða-, Hrafnagils-og Saurbæjar-hreppum i Öngulstaðahrepps-deildinni eru einnig nokkurir Akureyrarbúar. J>ví er stjörnað af þriggja manna nefnd, sem kositi er á ári hverju; pessir 3 menn eru deildar- stjórar, sinn fvrir liverri deild. og einn þeirra a ða I fra m k v.æ mdars tj ó ri. Félaginu liefir gengið dálítið skrvkkjótt petta ár, að pví leyti, að pað gekk seint og leiðinlega að koma liingsð vörusendingu i vor. sem átti að flytjast með d ö n s k u strandferða- skipunum, og svo laskaðist skipið, á liingað- leiðinni, sem átti að sækja sauðina i haust, i svo að menn urðu að geyma pá á priðju viku, pangað til skip kom aptur; kom pað sér pvi ver, som markaðir stóðu eimnitt sein liæðst nm pað levti, sem hið fyrra skipið átti að koiua. Félagið sendi í haust liðug 700 sauði, og fékk fyrir mestan hluta peirra 18.35 kr., og fyrir fáeina 14.44 kr., að frá dreginiii fragt og öðrum útleiidum kostnaði. Umsetningin er petta ár hér uin j bil 20 000 kr.“ ÚR BRÉFI frá Winnipeg 27. des. 1890. “f haust hefir verið öndvegistið. Að vísu dálítið kalt stundum,—en optast stilling og hreinviðri, og snjór enn litill sem eng- inn. Heilsufar gott. Arður inanna eptir sumarið varð eigi eins mikill og margiir liafði búizt við; kaupgjald var að vísu a!l- gott í sumar, en sumarið var óvanalega rigningasamt, er gjörði pað að verkum, að margir dagar féllu úr hjá þeim, sem stunda daglaunavinnu. Hið sama óhagræði varð og af rigningunum hjá bændum; hveiti reyndist ekki eins vel og menn höfðu bú- izt við; af pví hveitið var eigi vel þurrt, þegar pað var preskt, urðu sumir bændur að láta pað með “affalli“ eða “yfirvigt“ inn í kornhlöðurnar. Af pví sumarið reyndist ekki betur, en pað reyndist, er margur, um pessar mund- ir, sem kallað er, “daufur í dálkinn“. En jólagleðin hefirstaðið vfir pessa dag- l ana. þá er ætíð mikið um dýrðir hér í : bænum. Allir eru með jólagjafir, og kirkj- urnar eru skreyttar með jólatrjára ogjóla- gjöfum. Komst Gestur Pálsson pannig að orði, að mannsheilarnir i Winnipeg svæfu allan tíina ársins, nema bara víkuna fvrir jólin, pá vöknuðu peir, til að seðjast á jólakrás- unum, en legðust svo aptur í dá ogdvala. Yið lærða skóla hér í bænum stundnr einn Islendingur nám, Jón Kjæriiested úr ísafjarðarsýslu. En nokkrir íslendingar stunda og nám vjð lærða skóla í Banda,- rikjunum. Hér í bænura gengur á sífelldu prefi og prasi um trúarbrögðin. Séra Jón Bjarna- son pykir “blindur á báðum nugum“ gagn- vart öllu öðru, en ram-lúterskum kirkju- lærdómi, er margir geta pó eigi fellt sig við. Björn gamli Pétursson hefir niymlað unitara-söfnuð og nokkrir skráð sig hjá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.