Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Blaðsíða 4
16 ÞJÖÐVILJINN TJNGI. I, 4.-5. öðrum líkaði að ýmsu leyti vel við, mátti ekki halda áfram að koma út. Kaupandi blaðsins. * * * J»að er alveg rétt athugað hjá hinum háttvirta höfundi, að stefna „þjóðviljans nnga“ er og verður alveg sú sama, sem stefna „f>jóðviljans“ var; en höf. hefir eigi gætt pess, að grein vor „nýja stefnan“ í 1. tölubl. ,,{>jóðviljans unga“ var e i n- g ö n g u miðuð við alpingi; og í sambaudi við pað, var pað fyllilega rétt að tala um nýja stefnu eða nýja pingstefnu; með öðr- um orðum, sú stefna sem „j»jóðviljinn“ barðist fyrir í landsmálum, varð fyrst í sumar stefna ákveðins pingflokks, og pað er nú takmark „þjóðviljans unga“, að vinna að pví, að pessi nýja pingstefna festi enn dýpri rætur hja pjóðinni, og nái að bera sem bezta ávexti. Um pað, hvað valdið hafi pví, að hætt varvið útgáfu „J)jóðviljans“, en byrjað nýtt blað með sömu stefnu, pykir ekki ástæöa til að seðja forvitni greinarhöfundarins að svo stöddu. ítitstj. „fjóðviljans unga“. KIRKJULEGT TÍMARIT. COO Prestaskólakennari J>órhallur Bjarnar- son hefir í siðast liðnum júlímánuði byrjað að gefa út kirkjulegt tímarit, er hann nefn- ir „Kikjublaðið“, mánaðarrit handa íslenzkri alpýðu; eru tvö tölubl. komin út af riti pessu (fyrir júli og ágúst). Titill blaðsins bendir á, að útgefandinn hafi alpýðu einkum fyrir augum í útgáfu pess, og er vonandi, að blaði pessu verði betur tekið en Kirkjutíðindunum, sem al- pýðu mun hafa pótt um of vísindaleg. Stefna pessa rits er og að voru áliti miklu heppilegri, heldur en sú, að gefa út kirkju- legt tímarit, er mestmegnis væri vísindalegs efnis; pótt slík rit geti verið góð og upp- byggileg fyrir sprenglærða guðfræðinga, pá eiga pau ekki við hér á landi, par sem svo sárfáir, enda meðal prestastéttarinuar sjálfr- ar, geta talizt í peirra tölu. Útgefandino á miklar pakkir skilið fyr- ir að hafa riðið á vaðið með útgáfu pessa blaðs; hann hefir par mætt bæði ljósum og leyndum óskum margra stéttarbræðra sinna á miðri leið; petta mun honum og hafa verið kunnugt um, og mun pað að líkindum engu minna hafa hvatt hann til að byrja á pessu nytsemdarverki, en til- mæli Synodusar í sumar. |>að parf ekki að eyða orðum að pví, hvílíkt gagn slíkt rit getur unnið kristin- dóms- og kirkju-lífinu hjá oss, sé pað vel úr garði gjört og samsvari tilgangi sínnm; en aðalskilyrðið fyrir gagnsemi pess er, að pað nái sem mestri útbreiðslu; má ætla, að tímarit petta standi í pessu efni betur að vígi, en flest önnur tímarit, pví al vér teljum pað sjálfsagt, að flestir eða jafnvel allir prestar landsins telji pað helga skyldu sína að útbreiða pað sem mest, og verði að öðru leyti pess beztu styrktarmenn; verði reyndin önnur, er pað sorglegt vitni um deyfð og áhugaleysi klerkastéttarinnar á kristindóms- og kirkju-málum. J)yki klerkastétt vorri pað óverðskuldað ámæli, sem svo opt er á orði haft, bæði hér á landi og hjá löndum vorum vestan hafs, að andleg deyfð og doði sé yfir krist- indóms- og kirkju-lífinu íslenzka, pá gefst henni nú kostur á að reka pað ámæli af höndum sér, með pví að styðja og efla Kirkjublaðið, ekki einungis með pví að út- breiða pað sem mest og gjöra útgefandanum með pví móti bæði ljúft og auðvelt að halda pví áfram, heldur og með ræðum og rit- gjörðum kirkjulegs og kristilegs efnis. Verði framlög prestastéttarinnar til Kirkjublaðs- ins í pessu efni eins mikil og vænta má, pegar á pað er litið, hve fjölmenn hún er, pá er vonandi, að Kirkjublaðið verði innan skamms allt of lítið. Aðalefni pessara tveggja tölubl., sem út eru komin, er kafli úr Synodusræðu ept- ir séra Ólaf Ólafsson á Lundi, kafli úr alpingissetningarræðu séra Jens á Útskál- um og aðalimtak úr fyrirlestri eptir séra Olaf í Guttormshaga um trúar- og kirkju- lífið á íslandi; enn fremur tvö kvæði, Feg- insljóð eptir séra Gunnar heitinn Gunnars- son og minningarljóð eptir Pétur biskup, ort af séra Valdimar Briem; pað eru pannig 4 sveitaprestar, sera mestan hlut eiga í pessum tveim tölublöðum, og eru ritsmíði pessi öll mikið lagleg, pótt deildar skoðanir geti verið um sum atriðin í fyrir- lesturskaflanum. Sjálfur á útgefandinn lít- ið sem ekkert í pessum tölubl. Málið á línum peim, er hann ritar um efni og stefnu blaðsins á 1. bls. er miklu stirðara og ó- íslenzkulegra, en vér höfðum búizt við. Pappír og prentun á pessum tölublöð- um er mjög vandað, J»að árna víst allir prestar landsins út- gefandanum allrar hamingju með útgáfu pessa rits; pað verður efalaust svo úr garði gjört, að pað getur vakið alpýðu til íhug- unar og umhugsunar um hið háleita mál- efni, er pað vinnur fyrir. J>etta er pví nauðsynlegra sem pær raddirnar fjölga fremur en fækka, einnig hér á landi, sem niðra vilja kristindóminum og hinum bless- unarriku áhrifum hans á mannlifið og telja hann með gömlum og úreltum kenningum, er lengur fái ekki fullnægt andlegnm pörf- um pessarar upplýstu aldar. Vér vonum, að petta tímarit verði öflugur talsmaður kristindómsins gagnvart pessum og pvílík- um kenningum; til pess brestur útgefanda pess sjálfsagt hvorki lærdóm, vilja né hæfi- legleika, auk pess sem vænta má, að hann standi par ekki einn að vígi. Vér endum svo ljnur pessar með peirri einlægu ósk, að Kirkjnblaðið samsvari sem bezt pessum tilgangi sínum, og verði vel- kominn gestur á sem flestum heimilum 4 landi voru. S St. FRi VESTUR-ÍSLENDINGUM. —:o:— Svo er að sjá af blöðunum „Heims- kringlu“ og „Lögbergi" sem hagur landa vorra par vestra fari smábatnandi ár frá ári, eptir pví sem peir staðfestast betur par í landi, og melal peirra eru eigi fáir bændur, sem taldir myndu vel í álnum, ef peir væru hér á landi. Peningasendingar Vestur-fslendinga til vanda- og venzlamauna hér á landi aukast og ór frá ári, en pví miður er eigi auðið að fá neinar nákvæmar skýrslir um pað, hve miklu pær peningasendingar nema ár- lega, og gæti pað pó verið fróðlegt að ýmsu leyti, að hafa slíkar skýrslur. Verkmannafélagið íslenzka í Winnipeg, sem hr. Jón Júlíus stýrir, gekkst fyrirpví í júlímánuði í sumar, að íslenzkir verka- menn, er að húsabyggingum og strætisvinnu unnu, lögðu niður vinnu, og kröfðust kaup- hækkuuar; urðu atvinnuveitendur að láta undan og hækka kaupið úr doll. 1,25 til 1,50 í doll. 1,75—2,00 um daginn, og mun- ar pað verkmenn eigi lítið að öllu saman- lögðu, enda hrósar „Lögberg11 dýrum sigri yfir possari frammistöðu verkmanna. Eins og lesendura blaðsins er kunnugt, var fyrrum alpingismaður Jón Ólafsson á öndverlu pessu ári rekinn úr pjónustu „Lögberginga11 fyrir miður ráðvandlega

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.