Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1893, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1893, Side 2
64 ÞjÓÐVILJINN ungj. II, 14. ý .1. Clir. Hostrr p. 093 Minningarljóð þau, er hér fara á ept- ir, hefir séra Matthías Jochumsson þýtt úr dónsku; voru þau sungin af stúdent- um við jarðarför Hostrups 28. nóv. f. á. Þú fæddist með fjörið og þorið, þá frumvorið skein yfir grund og sóngst oss um vonina’ og vorið, unz veturinn nísti þinn lund. Og harpan þín hljómaði lengi sinn hugljúfa sakleysis óð; vér stúdentar vöktum þá strengi, en styrkinn gaf land vort og þjóð. Þó hrynji nú tárin í hljóði, og hylji þig grátblóma safn í sumarsins siunga ljóði skal Sælundur geyma þitt nafn. IIinni va.n(arœSalegw varnarlilausu L. Bjarnasonar í 21. nr. „ísafoldar11 þ. á. þarf eg eigi miklu að svara, með þvi að L. B. liefir enda eigi leitazt við að hrekja með rökum eitt einasta orð af því, er sagt var um hann í 12. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á. En fyrir mann, sem fengið hefir þann vitn- isburð um sannsögli og sannleiksást frá fleiri hundruðum merkra manna, að „hann sé svo ó- áreiðanlegur í orðum, að það sé orðið all-títt, að menn vilji ekki við liann tala, nema undir votta“ o. s. frv., þarf sannarlega eitthvað annað, en svigurmælin ein, til að hnekkja grein- unum í 12. nr. „Þjóðv. unga“, enda vita og menn hér vestra, að þar er rétt frá skýrt. Á privatbrófið frá Sigurði á Látrum hefði L. B. eigi átt að minnast, þvi að það er kunn- ugt, hvernig hann liræddi það út úr syni Sig- urðar með hótunum um „tugthús“ og fl. góð- gæti, sem hann hefir á boðstólum, þegar fáfróð- ur almúgi á hlut að. Fyrirheitum L. B. um lögsókn, út af því er eg hefi minnzt á málsrannsókn hans, og aðrar aðfarir, get eg eigi annað en fagnað, með því að eg ætla, að mér gefist þá færi á, að leiða margt það í ljós um háttalag hans hér vestra, sem enn er að eins óvottfast, ef stjórn eða þing eigi finna ástæðu til að leiða það 1 Ijós á ann- an hátt. ísafirði, 26. apríl ’93. Skúli Thoroddsen. —-3>-*3-£»-eí- PRÓFASTUR SKIPAÐUR. ÍMýra- prófastsdæmi er séra Einar Friðgeirsson á Borg skipaður prófastur. Aflabrögd. Yið sunnanverðan Faxa- flóa hafa, síðan á páskum, verið prýðis- góð aflabrógð, svo að elztu menn muna varla meiri afla, og fiskurinn alveg uppi á grunni. í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, og öðrum verstöðum í Árnessýslu, hefir einn- ig verið mikið góður afli. Prestskosning. I Háls-prestakalli í Fnjóskadal hefir kand. theol. Einar Páls- son verið kjörinn prestur. Harðindatíð hefir í vetur verið í Múla- sýslum, svo að í öndverðum marzmán. var víða farið að verða hey-knappt þar um slóðir, einkum á Úthéraðí og í Vopna- firði. „Dagsbrúnu heitir mánaðarrit, kirkju- legs efnis, sem séra Magnús J. Skapta- son, prestur Ný-íslendinga, byrjaði að gefa út í síðastl. janúannán. Mánaðarrit þetta, sem er í nokkru stærra formi en „Sameiningin“, á að skýra trúarskoðanir séra Magnúsar og safnaðarinanna lians; en, sem kunnugt er, greinir þá einkum á við ev. luth. kirkj- una í því, að þeir trúa, hvorki .„fordæm- ingarkenningunni“, né heldur bókstafleg- um innblæstri ritningarinnar; og með því að ýmsir hér á landi munu einnig vera veiktrúaðir í þessum atriðum, þykir ekki ólíklegt, að „Dagsbrún“ muni einnig hér á landi eignast ýmsa vini. Trjáreki. í vetur hefir rekið all- mikið af trjávið í Vestmannaeyjum, Skaptafells- og Rangárvallasýslum; þyk- ir það ekki ólíkleg tilgáta, að stór viðar- farmur hafi farizt á leið yfir Atlantshafið, með því að það, sem rekið hefir, er mest- inegnis höggvinn viður. Gufubátsferðir um Faxaflóa. Frá Khófn er skrifað, að Fischer kaupmaður Iiafi afráðið að kaupa gufubát, er hann ætlar að nota til fólks- og vöru-flutninga um Faxaflóa, og kvað bátur þessi eiga að koma út á öndverðu þessu sumri. f 9. marz þ. á. andaðist að heimili sínu, Breiðabólstað í Vesturhópi, séra GunnHangnr Halldórsson, sonur merkis- prestsins Halldórs heitins Jónssonar á Hofi; séra Gunnlaugur varð tæplega hálf- fimmtugur, fæddur 3. nóv. 1848; stúdent varð hann 1870, og tók embættispróf á prestaskólanum tveim árum síðar; vígð- ist hann fyrst sem aðstoðarprestur til föð- ur síns, en fékk síðan veitingu fyrir Skeggjastóðum 1874, og fyrir Breiðaból- stað í Vesturhópi 1883. Sorglegt slys skeði á Kirkjubóli í Tungusveit 27. marzinán.; 2 drengir á 6. og 6. ári, synir Gríms bónda' Benedikts- sonar, drukknuðu þar í gili á miðju tún- inu; leysing var um daginn, og höfðu drengirnir ætlað ytir gilið á snjóbrú, en duttu ofan um hana, og fundust fyrst daginn eptir. - - ■ -íx 'Ij- -- NORÐUR-HEIMSSKAUTAFERD. Ameri- kanskur maður, Pearý að nal’ni, ætlur í vor að leggja af stað frá Ameriku í norður-heimsskauta- ferð; ætlar hann að hoíja ferð sína 1. júní, og halda sjéleiðis til Grænlands, en þaðan hyggst hann munu geta komizt á sleðum til norður- heimsskautsins. Býst hann við, að ferðin muni alls standa yfir í 3 ár. FERDINAND DE LESSEPS, sem nafnfræg- ur er um lieim allan, síðan liann stóð fyrir skurðgreptinnm gegnum Suez-eyðið, Iiefir ný- skeð verið dæmdur í 5 ára fangelsisvist, út af forstöðu sinni fyrir Panama-félaginu. LeSseps er maður fjörgamall, hefir sjö yfir áttrætt, og kunna vinir hans dómsúrsiitunum all-ilia, enda er á orði, að á þingi Frakka verði borin upp tillaga þess efnis, að gefa honum upp hegninguna. 16. nóv. f. á. lagði skipið „Juana“ af stað frá bænuin Portorico í Vestindíum, og hroppti óveður mikii, svo að það laskaðist að mun, og komst loks nauðuglega til haf’nar á Providence eyjunni, eptir 4 vikna útivist; voru skipverjar þá fyrir löngu orðnir vistaiausir, og af 26 far- þegjum voru að eins 16 á lífi; liinir 10 höfðu látizt úr hungri, og höfðu þeir, sem eptir lifðu, lagt sér lík félaga sinna til munns. ——skí-sisks- - Fundargjöi’ð. (Niðurl.). III. UM ÁBYRGÐAR- SJÓÐI FYRIR KÝR. Sigurður Sig- urðsson hreifði því, hversu ábyrgðarsjóð- ir fyrir kýr væru nauðsj'nlegir, þar sem þær væru helzti bústofn margra efnalít- illa bænda, og þeim kæmi því mjög illa þau óhöpp, að missa þær bótalaust. Hann gjórði þá tillógu, að stofnaður væri ábyrgðarsjóður fyrir vesturhluta ísafjarð- arsýslu. Friðrik Bjamason áleit betra, að sjóð- urinn tæki yfir stærra svæði, að mipnsta kosti alla Isafjarðarsýslu. Hann gjörði þá tillögu, að inálið væri lagt fyrir sýslu- fundinn. Um þetta mál urðu nokkrar umræður, og vom flestir því meðmæltir. Fundur- inn kaus þá 3 menn í nefnd, til að koma því inn á sýslufundinn. — Kosningu hlutu: Matthías Ólafsson . . . með 10 atkv. Sigurður Sigurðsson . . —• 9 — Séra Þórður Ólafsson . —- 8 —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.