Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1893, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1893, Síða 2
68 Þjóðviljinn ungi. n, 15. stýrt hið bráðasta, og verð gangeyris verði tryggt upp á gamla og góða lands- vísu. Þegar ráða skal fram úr því vand- ræða-ástandi, sem vér nú erum í, í þessu efni, mundum vér fara hyggilega með ráði voru, ef vér létum traust vort og trú á mátt og megin þjóðar vorrar stjóm- ast af þeirri hreinskilnu viðurkenningu, að hvað miklar sem auðsuppsprettur vor- ar eru, leyfa þær oss þó eigi að, fara að ósekju í bág við hin ósveigjanlegu lóg „fínanzau og verzlunar. En viðleitni vor, að jafna meiningamun manna, skyldi laus veravið óvægið ráðriki og geðstríð; engin tályrði skyldu orka því, að halla dómum voram, engin eigingjörn sér- plægni því, að misbjóða þeim. Eg er þess fúll-öruggur, að ef vér tökum til þessa máls i slíku skapi, þá verður nið- urstaðan sú, að vér ráðum bót á því með skynsamlegri og áhrifasællri lagasetningu. En í millibilinu mun hinu umboðslega framkvæmdarvaldi stjómarinnar verða beitt hið ýtrasta, er lög leyfa, þegar brýn þörf þykir vera, til að halda uppi þjóð- legpi lánstrausti vora, og varna því, að vér rótum í fjárhagslegar ófariru. Þó ólíku sé saman að jafna, eptir vöxtum, svipar þó fjárhags ráðstöfunum íslands og Bandaríkja mjög svo hvoram til annara að því, er seðlafyrirkomulag- ið snertir*. A báðum stöðunum sópa seðlarnir sífellt peningum (gulli) úr landi á þann hátt, að ríkissjóður vestra, og landssjóður eystra, greiðir mónnum gull út á seðlana til þess, að þeir geti borg- að með því útlendar verzlunarskuldir sínar; á báðum stöðunum eru seðlar greiddir i aðalsjóð upp í tolla, skatta og skyldir, og sjóðurinn þar með sviptur tilsvarandi tekjum í gulli. En það, sem mest ber í milli, er það, að í Bandaríkj- unum era menn svo upplýstir, að þeir sjá og skynja, hvílíkan skaða ríkið bíður á seðla-fyrirkomulaginu, en á íslandi era þeir, sem sízt skyldi, svo óupplýstir, að sjá ekki, hvaða tjón Island bíður á sínu seðla-fyrirkomulagi, sem er enn verra, en Bandarikjanna; og þetta sjá þeirekki né skynja, þó að sönnunin fyrir því sé færð þeim heim livað eptir annað. Skyldi Cleveland fá komið fyrir þá vitinu? Cambridge, 9. marz 1893. Eibíkr Magnússon. * Það er svo auðséð, að bankalög íslands, og öll ráðstöfun bankans, k oett slna að rekja til laga- setningar silfur-svíndlara í New York. DYERGARNIR í ATL AS - F J ÖLLUNUM. Englendingurinn Walter B. Harris befir nýskeð ritað fregnbréf i stór-blaðið enska „Times“, og getur hann þess þar meðal annars, að þegar bann eigi alls fyrir löngu var k ferð í sunnan- verðri Marocco, þá hitti hann einu sinni 13—14 menn í hóp, og var enginn þeirra hærri, en 4 fet og 6 þuml.; menn þessir heyrðu til þ.jóð- flokki, sem á heima í Atlas-fjöllunum, og kvað kynbálkur þessi allur vera jafn smávaxinn. ÞJÓÐARSORG í PÓLVERJALANDL Stúlk- urnar í bænum Stanislau í Galiciu áttu nýskeð fund með sér, og var þar sú ályktun gjör, að kvennþjóðin í Stanislau skyldi bera sorgarbún- ing þetta yfirstandandi ár, og hvorki sækja dansleiki né aðrar skemmtisamkomur, í minn- ingu þess, að 100 ár eru liðin, síðan „önnur skipt- ing Pólverjalands11 fór fram. Mælt er, að kvennþjóðin i öðrum bæjum Pólverjalands hafi í lmga, að fara að dæmi stúlknanna i Stanislau. MORMÓNA-BYGGÐ hefir myndazt í hérað- inu Santa Rosalia í Mexico, og una „siðustu daga heilagir11 hag sinum þar liið bezta; þýkir það einkum stór kostur við nýlendn þessa, að enginn amast þar við fleirkvæni þeirra. TRÚARJÁTNING ENSKA SKÁLDSINS A. TENNYSON’S. Knowles, ritstjóri tímaritsins „Nineteenth Century“ (Nítjánda öldin) hefir í þ. á. janúar nr. ritsins skýrt frá all-merkilegum samræðum, er hann átti við Alfred heit. Tenny- son um trúfræðisleg etni, og má af þeim ráða, hve göfugar trúarskoðanir Tennyson’s hafa ver- ið, þótt naumast hafi hann verið „orþódox“. Knowles segir Tennyson hafa lýzt trúar- skoðun sinni með þessum orðum: „Það er ein- hver æðri vera, sem vakir yfir oss, og andi mannsins er ódauðlegur; þetta er min trú, og það er öll mín trú“. Þetta sagði Tennyson mjög rólega; enhann gat stundum komizt í all-mikinn hita, ef ein- hver andæpti trúnni á ódauðleikann. Knowles kveðst t. d. einu sinni hafa heyrt hann þruma þannig gegn manni, er vildi efast um annað lif: „Svo framarlega sem guð er til, sem skap- að hefir jörðina, og lagt ódauðleika vonina f bijóst mér, þá hlýtur það að sýna mér, að von mín sé sönn; en sé þessi þrá að oins ónftt tál, þá er líka enginn guð til, heldur hefir þá ein- hver glettinn djöfull skapað oss, og eg skyldi þá steyta hnefann framan í hans almáttugu á- sjónu, og segja honum, að eg ragnaði honum ofan fyrir allar hellur“. Við annað tækifæri sagði Tennyson: „Æðsta ósk mín er sú, að fá gleggri hugmynd um guð“. En um liinar rikjandi trúarskoðanir manna komst Tennyson þannig að orði: „Menn hafa almennt álitið guð vera djöful, og meiri hluti ensku þjóðarinnar virðist tmynda sér guð, eins og óendanlega mikinn klerk í hvitu rikkilíni“. MIKLAR DEMANTS EKRUR eru nýskeð fundnar í Idahohéraðinu 1 Australíu, og hefir próf. P. Byme frá Melbourne rannsakað steina þessa, og segir það vera „silicon“ demanta, en telur þá þó ekki nema hálfvirði á móts við „ekta“ vatns demanta. Jafnskjótt sem fregnin barst um demants ekrur þessar, streymdi þangað fjöldi fólks, alls konar lýður, og fóru sumir af stað fótgangandi, sumir riðandi, og sumir í vögnum. KOPAR-FRAMLEIÐSLA HEIMSINS. Hag- fræðisskýrslur segja, að koparinn fari þverrandi í námum þeim, er menn þekkja, bæði í Evrópu og 1 Bandaríkjunum, svo að líklegt sé, að kop- ar muni bráðlega hækka í verði. Fjóra mánuði ársins 1892 (júlí—okt) var kopar-framleiðslan í Bandarikjunum alls 24 543 680 pd„ og í Evrópu var alls unnið úr námum á þessu tímabili 56 milj. 448 þús. pd. af kopar, og er þetta hvort- tveggja töluvert minna, en fengizt hefir undan- farin ár. FÁLKAR SEM BRÉFBERAR. Það er al- kunnugt, að dúfur eru opt, einkum á ófriðar- tímum, látnar flytja bréf milli fjarlægra staða, og eru þær vandar á þetta; en nýjung er það, að rússneskur maður, M. Smoiloff að nafni, hefir tekizt að temja fálka, og senda þá með hréf; þykja þeir munu gefast mun betur, en dúfur, til þeirra hluta,' þvi að þeir geta borið meira, fljúga hraðar, en dúfur, og eiga minni hættum að mæta á „póst“-ferðum sínum. —— Ekliert kvis heyrist enn um það, hvaða. frumvöqi stjórnin muni ætla sér að léggja fyrir alþingi í sumar, og hefir því þó öpt og mörgum sinnum ver- ið hreift í blóðunum, hve æskilegt það væri, að landsmenn fengju vitneskju um þetta nokkru fyrir þing, svo að mönnum gæfist tími og tækifæri, til að ræða mál- in til undirbúnings í blöðunum og á þing- málafundum. Yæru t. d. helztu stjómarfranrvórpin send landshöfðingja til birtingar, þótt eigi væri fyrri en í marzmán. næsta á undan þingi, þá mjmdi það stór bót frá því, sem verið hefir. Virðist þessa og því fremur þórf, sem það er eigi óvanalegt, að stjómarfram- vörpin snerta málefni, er eigi hafa áður verið á dagskrá þjóðarinnar, því að það leynir sér eigi, að stjórnin virðist eink- um láta sér um það hugað, að gera oss aðnjótandi ýmsra nýjunga úr lóggjöf Dana; en slíkarnýjungargeta suinar hverj- ar verið misjafnlega hentar högum vor- um og hugsunarhætti. Frá stjómarinnar sjónarmiði fáum vér heldur eigi séð, að neitt veralegt geti verið þessari tilhógun til tálmunar, því að litlu virðist stjórnina skiptá það, hvort

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.