Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1893, Qupperneq 2
62
ÞjÓðviljinn ungi.
n, 16.
gjörðar, sbr. einkum frumv. um fjölgun
þingmanna, urðu, sem kunnugt er, á-
rangurslausar.
Og svo voru þá sumir farnir að telja
sór trú um, að konungkjömu þingmenn-
imir yrðu að skoðast sem eins konar
„malum necessarium“, þ. e. óhjákvæmi-
legt böl, fyrir þessa þjóð, eða sem „kross
og mótlætingar“ þessa heims barna.
En eins og „mótlætingaru þær, sem
manninum mæta á lífsleiðinni, geta ver-
ið harla mismunandi, þannig er og um
þenna „konungkjörna kross“, sem stjórn-
inni þóknast á þjóð vora að leggja, að
hann getur verið mjög misjafnlega
þungbær.
Og þegar vér nií lítum á konungs-
kosningar þær, sem nýskeð era um garð
gengnar, og getið var í síðasta blaði voru,
þá ætlum vér, að sá verði samhljóða
dómur flestra landsmanna, að stórum hafi
breytzt til hins betra um skipun kon-
ungkjörna þingliðsins.
Ekki sízt mun það mælast vel fyrir,
að þeir séra Arnljótur Olafsson og amtm
Jul'ms Havsteen eru dottnir úr þingsög-
unni, því að þá tvo myndi og þjóðin
fyrst hafa frá kjörið, annan sem alkunn-
an hringlanda í landsmálum, en hinn
sem þann „apturhaldssamasta af aptur-
haldssömuma.
En „sá dauði hefir sinn dóm með séru,
og skal því eigi frekar minnzt á þing-
leg þrekvirki þessara heiðurshetja.
Að því er aptur á móti snertir þá
þrjá konungkjörnu þingmenn, Hallgrím
biskup Sveinsson, amtm. Kr. Jónsson og
séra ÞorJcél Bjarnason, sem eigi sátu á
síðasta þingi, væri það rangt gert, að
heilsa þingmennsku þeirra með nokkurri
tortryggni.
Hallgrimur biskup hefir áður setið á
þingi sem konungkjörinn þingmaður, og
gat sér þá almanna lof fyrir frjálslega
framkomu i ýmsum landsmálum vorum;
meðal annars var hann eindreginn sjálf-
stjórnarmaður á þingunum 1885 og 1886,
og það væri að gera honum getsakir, að
ætla, að hann væri nú orðinn annars
hugar.
Amtm. Kr. Jónsson hefir eigi áður
setið á þingi, og lítt gefið sig við lands-
málum, svo að pólitiskar skoðanir hans
era eigi almenningi kunnar; en hann er
alkunnur gáfu- og hæfileika-maður, og
drengur bezti, og auk þess af einkar
þjóðlegri rót runninn, sonur Jóns sál.
Sigurðssonar á G-autlöndum, svo að al-
menningur getur eigi annað, en gert sór
góðar vonir um þingmennsku hans.
Sóra Þorkell Bjarnason á Reynivöll-
um er engin ný stjarna á Islands póli-
tiska himni ; hann hefir áður verið tölu-
vert við landsmál riðinn, bæði utan þings
og á; á alþingi 1885 var hann einn þeirra,
er atkvæði greiddu gegn stjórnarskrár-
málinu „af fjárhagslegum ástæðum“ eink-
anlega, og af ótta fyrir aukaþingskostnaði;
í fiármálum er hann spai naðarmaður urn
of í ýmsum greinum; og ekki hrifu þing-
málaskoðanir hans hugi Borgfirðinga síð-
astl. sumar, enda má og vera, að þar hafi
nokkru um valdið meðmæli „ísafoldar“.
En hvað svo sem segja má um skoðan-
ir séra Þorkels, og að þeirn finna með
rókum, þá neitar því enginn, að hann er
maður einkar vandaður og samvizkusam-
ur, og eigi ástæða að ætla, að hann fylgi
stjórninni i blindni. Hann er virðingar-
verður mótstöðumaður, hvar sem honum
er að mæta.
Með þannig lógtiðum hugsunum ætl-
um vér, að þjóðin heilsi þessum þremur
nýju konungkjörnu þingmönnum, en tím-
inn sýnir, hver reyndin verður.
GRAFINN LIFANDI. Blaðið „Britisli medi-
cal Pross“ skýrir frá því, að í janúarraán. þ. á.
hafi legið nærri, að ungur maður, sem býr ná-
lægt París, væri grafinn lifandi. Hann hafði
sýkzt af „typhoid feber“, og með því að hon-
um fór dagversnandi, þá kom það engum á ó-
vart, og sízt lækni hans, er hann var sagður
látinn.
Líkið var síðan kistulagt, og allt undir búið,
til að gera útför hans heiðarlega; presturinn
hélt hjartnæma ræðu í kirkjunni, og eigi var
annað eptir, en að sökkva kistunni ofan í gröf-
ina; en er að því kom, þá hafði það einhvern
veginn atvikazt svo, að gröfin var eigi full tek-
in, svo að kistan var borin inn í kirkjuna apt-
ur, og átti að biða þar til næsta dags, en tveir
menn voru látnir vaka þar yfir kistunni, svo
sem eigi lcvað ótitt í Frakklandi.
En um nóttina heyrðu vökumennirnir, eins
og óp kæmi úr kistunni, svo að þeir urðu felmts-
fullir, og tóku á rás út úr kirkjunni; en til
allrar hamingju sögðu þeir þó kirkjuhaldaranum
frá fyrirburði þessum, og með því að hann virð-
ist eigi hafa verið eins draughræddur, þá lét
hann þegar skrúfa lokið af kistunni; reis þá
hinn ungi maður upp, og undraðist stórum, er
hann sá, hvar hann var staddur; honum var
því næst hjúkrað sem bezt, og komst vonum
bráðar til fullrar heilsu.
Atburður þessi ætti að hvetja menn til að
gæta allrar varkárni, og jarða ekki lík, fyr en
óræk dauðamerki (rotnunarmerki) sjást á þeim';
það er mannúðar- og kærleiks-skylda gagnvart
hinum látnu.
FÓLKSST HAIj’MU RINN TIL BANDARÍKJ-
ANNA. Frá 1. júlí 1891 til 30. júní 1892 komu
alls 579 662 innflytjendur til Bandaríkjanna; en
af þeirri tölu voru 2 801 gjörðir apturreka.
SLIT Á GULLI. Merkilegt dæmi þess, live
gullið slitnar, er það gengur manna á milli sem
viðskiptaeyrir, sáu menn nýskeð í Chicago.
Maður nokkur átti að greiða 15 þús. dollara í
toll, og greiddi hann það allt í 5, 10 og 20 doll,
gullpen.'ngum, og stóð það heima, er talið var.
En þegar gullpeningarnir voru látnir á vogina,
þá varð sú í'eyndin á, að 1935 dollara guU-þyngd
vaniaði.
SKEIFUR ÚR „ALUMINIUM11. Blaðið „In-
valide Russe“ skýrir frá þvi, að i rússneska
hernum hafi verið reynt, að járna hesta með
skeiíum úr ,,aluminium“, og hafi vel gefizt.
Tilraunin var gjör þannig, að nokkrir hestar
voru járnaðir með vanalegum hestajárnuin á
þrem fótum, en „aluminium“-slceifa var höfð á
fjórða fætinum, og var svo tilhagað, að „alumin-
ium“-skeifan var eigi höfð á sama fæti á öllum
hestunum, heldur upp og niður. Eptir 6 vikna
tíma þótti það fullreynt, að „aluminium“skeif-
urnar gæfust betur, en jámskeifurnar, og færu
betur með fótinn; hafði og engin þeirra brotnað,
enda þótt hrossin hefðn ósleitilega verið notuð
á grýttum jarðvegi.
Þessar „aluminium“-skeifur eru mjög léttar,
vega að eins þriðjung eða fjórðung á móts við
járnskeifu; á hinn bóginn er „aluminium“-skeif-
an nokkru dýrari, en járnskeifan, en sú er bót
í máli, að gamalt „aluminium“ er í sama verði
sem nýtt.
13. febr. þ. á. lagði Gladestone fyrir enska
þingið frv. um sjálfstjórn írlands („Home rule
bill“), og brá þá svo við, að ýmsar írskar „ob-
ligationir11 féllu mjög í verði, svo að 25. febr.
taldist. svo til, að verðfallið næmi alls £
1 845 750.
Rafuhmagnsbiíaut. Yerkfræðingurinn M.
Hugo Kostler hélt í síðastl. nóv. fyrirlestur í
Vínarborg um að leggja rafmagnsjámbraut milli
Yínar og Budapest, og sýndi hann fram á, að
þá mætti fara á l‘ö kl.tima milli stórborga
þessara, í stað þess að nú ganga til þess 5
kl.tímar. Eptir sama hlutfalli ætti þá að mega
fara milli Vfnar og Parísar á 7 kl.tímum, og á
milli Parísar og Konstantinópels á 15 kl.tímum.
Tannvbiki. Enski læknirinn R. D. Pedley
rannsakaði nýlega tennur 3145 barna í þrem
opinberum skólum nálægt Lundúnum, og varð
niðurstaðan sú, að af öllum þessum bamahóp
voru það að eins 707 börn, sem höfðu hraustar
tennur.
Auðugar GULLNÁMiir eru nýskeð fundnar á
„New Zealand11 hjá „Wilson’s River“; uppgötv-
aðist þetta af tilviljun, og jafhskjótt sem fregn-