Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1893, Page 3
ÞjÓÐVILJIXN UNGI.
63
n, i6.
ín barst út, streymdi þangað fjöldi fólks: gull-
ið þykir mjög hreint, og gullœðin er sögð, 10
fetaþykk, beggja megin árinnar; en örðugt er
að ná því, með þvi að landið er mjög skógi
vaxið.
Drykkjuskapur á Stórbrbtalandi. Síðasta
ár voru drukknir áfengisdrykkir á Stórbreta-
landi fyrir 140 milj. pund sterling, og var það þó
.£ 300 þús. minna, en árið áður. Blaðið „Ho-
spital“ giskar á, að þetta muni allt vera drukk-
ið af 'h þjóðarinnar, og bætir þvi við, að ef enska
þjóðin drykki að eins áfengisdrykki í'yrir 14
milj. punda á ári, þá myndu sjúkdóniar minnka
svo mjög, að fjórði bluti lækna á Stórbreta-
landi gengi atvinnulaus.
Herferð Frakka j Dahomey í fyrra haust
kvað hafa kostað rúmar 10 milj. króna.
IVý xltlentl r*it, send ritstjórn-
inni:
1, „Talku (frb. tok), enskt vikublað, er
byrjaði að koma út 12. a.pril 'þ. á- i
„Granville House Arundel Str. Strand
W. C.u í Lundúnum; blað þettavirð-
ist munu verða einkar 'fróðlégt^ og •
eigulegt blað fyrir enskulesandi menn
bér á landi, sem vilja kynnast mál-
um þeim, er á dagskrá eru, bjá beims-
ins stærstu mennta- og framfara-þjóð,
og fá glöggt og gagnort yfirlit yfir
það, sem fram fer i lieiminum.
Blaðið flytur einnig við og við
myndir af ýmsu, er lýtur að kvenn-
búningi, búsgógnum og fl.
2, Hjemmets Almanak for 1893, gefið út
af 'br. Vilh. Ostergaard. I almanaki
þessu eru ýmsar skemmtilegar smá-
sögur eptir fræga hófunda, t. d. Mag-
dalene Thoresen, ErikBógh, Hostrup,
Östergaard o. fl., og myndir eptir
Otto Bache, Mich Ancher, Y. Jastrau
og fleiri.
„FrÍkirk.ju-félag Íslendinga i Vest-
urheimiu nefnist hið unga kirkjufélag i
Nýja-íslandi, sem séra Magnús J. Skapta-
son hefir komið á fót; félag þetta hélt
ársfund sinn að Gimli i siðastl. marzm.,
og er séra Magnús forseti félagsins.
Nýtt útflutntngafélag. Auk Allan-
og Dóminion-línanna, sem annazt hafa
um útfiutning vesturfara héðan af landi
að undanförnu, er nú komin ný útflutn-
ingslína til sögunnar, „Beaver-linan11, og
býðst hún til að flytja fólk frá íslándi
alla. leið til Winnipeg fyrir að eins 123 kr.
Meðal-alin. Samkvæmt verðlagsskrám
þeim, er gilda frá miðju maímán. þ. á.
til jafnlengdar 1894, ermeðal-alin áland-
aurum i Vesturamtinu, sem hér segir:
í ísafjarðarsýslu. og kaupstað . 53 aur.
- Strandasýslu....................52 —
- Barðastrandarsýslu . . . 54 —
- Dalasýslu ......................58 —
- Snæfellsnéss- og Hnappadals-s. 55 —;
- Mýrasýslu ....... 53 —
Séra Hafsteinn Pétursson, sem ver-
ið hefir prestur íslendinga í Argyle-ný-
lendunni, hefir verið kosinn af Winnipeg-
söfnuði, til að vera aðstoðarprestur séra
Jóns Bjarnasonar frá 1. júli næstk.
Skiptapar, '25. marz varð skiptapi úr
Vestmannaeyjum, og drukknúðu þar 15
manns; formaðurinn var Jón Brandsson,
bóndi í Hallgeirsey. *
Annar skiptapi varð frá Landeyjum
26. apr. þ. á., og drukknuðu þar 14
manns ; formaður var Sigurður Þorbjiims*
son frá Kirkjulandshjáleigu.
Gufuskipaéerðir med subur- og aust-
urströnd Íslands. Hr. Björn Kristjáns-
son, kaupmaður i Reykjavik, hefir tekið
á leigu gufuskipið „Solide11, og ætlar hann
i sumar að láta skip þetta fara ýmsar
ferðir sunnan um land til Austfjarðá.
Good-Templar reglan hefir síðastl.
yetur stórum breiðzt út á Austfjórðum,
eptir því sem frá er skýrt i „ísl. Good-
Tempiar11; hafa undii’stúkur verið stofn-
aðar á Eskifirði, Norðfirði og íMjóafirði;
og á Vestdalseyri hefir tala reglubræðra
stórum aukizt.
RitstjÓri „Austra11, hr. cand. phil.
Skapti Jósepsson, hefir um hrið átt í all-
miklum málaferlum, út af blaðagreinum
í „Austra11, og er eigi séð fyrir endann
á þeim málaferlum enn.
í fyrra höfðaði sýslumaöur Einar
Thorlacius mál á hendur honum, út af
greininni: „Nýfundið brotúr dómarabók-
inniu, sem prentuð var í 13. nr. II. árg.
„Austra11, og var Benedilá sýslumaður
Sveinsson skipaður setudómari í máli þessu;
ónýtti hr. Skapti Jósepsson fyrst málið
vegna formgalla, en sýslumaður E. Th.
fitjaði þá þegar upp af nýju, og urðu
þau málalok i héraði 27. marz þ. á., að
Skapti var dæmdur í 200 kr. sekt, eða
50 daga einfalt fangelsi, og til að greiða
sakarkostnað að skaðlausu. Dómi þessum
hefir hr. Sk. Jós. áfrýjað tii yfirdóms.
I annan stáð hefir og amtm. Jidíus
Havsteen hafið lógsókn á hendur ritstjóra
„ Austfáu, út af greininni: „Meistara Ei-
ríks , Magnússonar málið11, sem prentuð
,va.r i 29. nr. „Austrau f. á., og er mál
þfoð enn eigi útkljáð i héraði, að kunn-
ugt sé.
-------i* &<»---
Til safo 1 d.ai*’.
I.
Dað er nú orðin H—7 á.ra göniul saga, að
þegar magaveikis geðvonzku köstin gripa rit-
stjórá „Isafoldar“, þá er eins og einhver árinn
hvisli að honum, áð honum kynni ögn að svíá,
ef haiín ysi yfir mig af ólyfjan þeirri, sem inni
býr, rétt eins og eg geti nokkuð að geðvonzk
unni hans gert,
En svona er því þó vávið; og ef tínd væru
saman öll alúðar-órðin um mig, er ritstj'órinn
hefir í laupana látið, gæti það orðið all-Stórt
bindi, og. ætti ritstjórinn siðan að auglýsa það
almenningi, svo sem svo lítið sýnishorn af „ísa-
foldar" kurteisis-rithætti.
• Svo annt hefir „ísáfold11 um það verið, áð
auka á oi'ðstýr minn, að ritstjórinn hefir eigi
látið sér lyndá, að útdeila almenningi sinni eig-
in Samsuðú um mig, heldur' hefir hánn i ðeiri
ár haft sér við hönd einn „alræmdan óhrein-
lyndissegg“ á ísafirði — mann, sem hánn þó
sjálfur að líkindum hefir maklega og djúþa fyrir-
litningu fyrir — til að ljúga upp á mig lýtúm
og skömmum í blaði sínu.
Get eg þessa engan veginn af því. að eg
erfi það við Björn í minnsta máta; miklu frem-
ur ætti eg að vera svo innrættur, að það væri
mér gleðiefni, ef eg hefði þannig einhvern tíma
getað linað þjáningar og geðstríð míns marg-
hrjáða blaðabróður.
Og það þvi fremur, er eg hefi fyrir því ærna
reynslu, að allt það, sem „lsafold“ hefir um mig
sagt, er og verður mér ævinlega í augum góðra
manna miklu fremur til lofs, en til lasts, enda
eru ummæli Bjarnar þess órækust sönnun, að
eg sé ekki af sama sauðahúsi og hann, og veg-
ur það eigi lítið i mínum augum, og — að eg
hygg — einnig í augum annara landsmanna.
Þess utan hefir og „ísafold“ svo opt verið
staðin að ósannindum, að þvi er mig snertir, að
almenningur veit það, eins vel og Björn sjálfur,
að sögusagnir hennar verðskulda alls enga tiltrú.
Ritstjóri „lsafoldar“ má þvi gjarna mín vegna
skrifa um mig svo „lystugt11, sem honum líkar.
En eitt vildi eg í bróðerni benda Bimi min-
um á, hvort gágn hann muni vinna blaði sínu,
þegar hann er á þenna hátt að þjóna sinni
lundu ?