Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.07.1893, Page 3
H, 19.
ÞJÓÐVILJINN UNGI.
75
Holdsveikra spítali. Schierbeck land-
læknir liefir sent alþingi ýtarlega áskorun,
þar sem liann fer fram á, að þingið veiti
allt að 50 þús. krónur, til þess að koma
á fót spítala kanda koldsveikum á íslandi,
þar sem allt að 40 sjúklingar gætu verið.
Jafnframt fer kann og fram á, að
það verði gjört að lagaskyldu, að senda
alla koldsveika meun á íslandi á þenna
væntanlega koldsveikra spítala, ef læknir
álíti sjúkdóminum svo varið, að þess sé
þörf, til þess að fyrirbyggja útbreiðslu
þessarar næmu veiki.
Framfaramennirnir í Skeggjastaða-
kreppi bafa sent þingmönnum sínum svo
látandi áskorun, er lögð hefir verið fram
á lestrarsal alþingis:
„Þar eð vér undirskrifaðir erum útilokaðir frá
að sækja þingmálafundinn á Vopnafirði 15. þ.
m. af þeirri sök, að sýslumaður vor hefur sama
daginn ákveðið hér þingdag, leyfum vér oss að
senda vorum heiðruðu alþingismönnum áskorun
vora um, að þeir
1. lækki tolla á þjóðinni
a. með þvi að strjála (!) alþingi þannig, að
það ekki verði haldið optar, en 5. hvert
ár;
b. með því að afnema öll eptirlaun;
c. með því að takmarka sem mest og helzt
alveg afnema öll verðlaun;
d. með því að afnema öll tillög til allra
verklegra skóla, þvi obs finnst þeir ættu
að geta horið sig sjálfir, eptir að einu
sinni er húið að setja þá á stofn;
e. með því að takmarka þingfararkaupið;
2. stuðli eptir megni að greiðari samgöngum,
einkum á sjó, kringum landið og við útlönd.
— Styrk úr landssjóði til uppsiglingar í Lag-
aríijótsós erum vér alveg mótfallnir;
3. hverfi alveg frá vistarbandsleysingunni.
Skeggastaðahreppi 11. júní 1893.
Stefán Pétursson. Jóhann Árnason.
(hreppstjóri). Árni Árnason.
Ágúst Stefánsson. Eunólfur Hannesson.
Ólafur Gunnlaugsson.
Til alþingismannanna i Norðurmúlasýslu11.
Áskorun þessa, er felur í sér framtíðar-
hugsjóuir „framfaramaunanua“ í Skeggja-
staða-kreppi, kefir þótt rétt að skrásetja
á prenti, alveg orðrétta, ölduum og ó-
bornum til gagns og gamans, fyrirmynd-
ar og fróðleiks
En vera má, að seinni tíma mönnum
þyki all-einkennileg sum ályktunar atriðin
i þessari „frelsis-frumskrá“, er skapazt hefir
þarna norður í Skeggjastaða-kreppi undir
lok nítjándu aldarinnar; nútíðarmennina
hneyxla þau auðvitað minna, suma hverja.
Kirkjuleg málefni eru svo mörg fyr-
ir þessu þingi, að mörgum dettur ósjálf-
rátt i hug sálmurinn „Vér komum sa,man
á kirkjuþing“, þegar þeir koma inn í
neðri deildar þingsalinn, og heyra biblíu-
lesturinn m. m., sem þar hefir fram farið,
það sem af er þingi.
Hér á landi er auðsjáanlega komið all-
mikið los á kirkju og kirkjunnar málefni,
og flestir kannast í rauninni við, að það,
sem gjöra þyrfti, sé að gjöra fullan skiln-
að ríkis og kirkju; en enginn vogar að
stiga það stóra spor.
Síra Þör. Böðvarsson hefir borið fram
tvo langa laga-bálka; anuað frv. hljóðar
um telcjur kirkna, og fer í þá átt, að af-
nema kirkjugjöld þau, er uú eru, enleggja
í þess stað einnar krönu nefskatt á hvern
fermdan mann, ög myndi það auka tekj-
ur kirknanna að mun, en íþyngja lands-
mönnum að því skapi. Hitt frv. er um
skipulag og stjörn andlegra mála hinnar
ísl. þjóðkirkju, og getur naumast talizt
heilt eða hálft; biskup og einskonar kirkju-
ráð á að stjórna andlegum kirkjumálum.
Frv. þessi voru bæði falin sömu nefnd
(síra Pór., H. Kr. Fr., Jón Jakobsson,
Bj. Bjarnarson og síra Sig. Gunnarsson)
til íhugunar, og fullkomin tvísýni talin
á því, að nefnd þessi, eins og hún er sam-
ansett, komi sér saman um nokkurn skap-
aðan hlut; en hitt líkara, að málið fari í
mola, eða verði fellt á þinginu.
Frv. um borgarálegt hjónaband hafa
þeir Jón Jönsson, þm. Eyf., og Sk. Thor-
oddsen komið fram með, og stóðu um það
allharðar umræður 11. júlí; síra Þórarinn
og síra Einar mæltu mjög gegn frv., en
aðrir prestar neðri deildar voru því hlynnt-
ir; frv. veitir þeim, sem þjóðkirkjutrú hafa,
rétt til að velja um, hvort þeir vilja láta
sýslumann eða prestinn „pússa“ sig.
Afnám hdgidaqa liggur þm. Borgfirð-
inga mjög ríkt á hjarta; hann vill hvorki
vita af skírdegi, uppstigningardegi, kongs-
bænadegi, né öðrum í páskum og hvíta-
sunnu, sem helgum dögum; í frv. er góð
réttarbót, en mjög hæpið, að það nái fram
að ganga nema hvað takast kann. að
afnema kongsbænadaginn, sem mun eiga
formælendur fáa.
Þá er og að minnast á stjórnarfrv. um
almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar,
er klerkum þykir taka til sín, og mun
hæpið, að það komizt klakklaust gegn um
efri deild, þótt neðri deildin fallist áþað;
5 manna nefnd hefir verið skipuð til að
íhuga þetta mál og næsta mál á undan.
Náttúrufræðisfélagið. Nýlega er kom-
in á prent „skýrsla um hið íslenzka nátt-
úrufræðisfélag árið 1892“, og lýsir formað-
urinn. hr. Ben. Gröndal. ástandi félagsins
eigi sem glæsilegast; um marga af þeim,
sem félagsmenn gjörðust á stofnunarfund-
inum, er svo að sjá, sem þeir séu algjör-
lega tíndir; um þá „vitum vér ekkert,
hvar eru“, segir í skýrslunni, og félagstil-
lög hefir auðvitað reynzt ómögulegt að fá
frá þessum tíndu félagsmönnum; það er
og enn ein afleiðingin af því, að hjörðin
er öll á víð og dreif, að ekkert gagnar að
hóa henni saman; fundir hafa eigi orðið
haldnir í 2 — 3 ár, og þeir, sem síðast voru
kjörnir í stjórn félagsins, eru allir oltnir
úr sessi, eða farnir frá stjórn, nema hr.
Ben. Gr. einn, sem hefir „slegið sér upp“
sem óbundinn einvaldsherra í félaginu.
En síðan hr. Ben. Gr. tók einveldið,
hefir félagið þó dafnað all vel, og eignazt
ýmsa náttúrugripi, og það er í rauninni
eiuvalds-stjórn hans og tryggð við íélagið
að þakka, að félagið ekki er liðið undir
lok, en hefir staðið af sér allar stjórn-
byltingarnar.
Ben. Gr. liefir nú sótt til alþiugis um 600
kr. árlegan styrk handa félaginu, til þess
að geta lialdið stjórn sinni áfram, og kom-
ið á þeim umbótum í ríki sínu, er honum
þykja bráð-nauðsynlegastar.
Ágrip af undirbúningsfundi
undir alþingri aö H’óskuldsstöðum í llreiðdal
2 júuí 1893.
Árið 1893, 2. dag júním., var af þing-
mönnum Suður-Múlasýsla og kaldinn
fundur að Höskuldsstöðum í Breiðdal
til undirbúnings undir alþingi. Var fund-
arstjóri kosinn Sigurður prófastur Gunn-
arsson, en skrifari Jón prestur Finnsson.
Voru þá tekin til umræðu þessi mál:
1. Stjórnarskrármálið: í því máli var
borin upp svo látandi tillaga:
„Fundurinn skorar á alþingi að halda
stjórnarskrármálinu hiklaust fram á sama
grundvelli, og í sömu stefnu, sem frumvarp
neðri deildar alþingis fór 1891“. Samþykkt
í einu hljóði.
2. Samgöngumálið. Svolátandi tiilögur
samþykktar:
a, viðvíkjandi samgöngum á sjó: „Fund-
urinn skorar á alþingi, að það finni
sem hentugast ráð til að bæta úr samr
göngum á sjó, sem hann álítur vera