Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1893, Blaðsíða 1
Verð ftrgangsinB (minnst
30 arka) 3 kr.; í Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júni-
mánaðarlok.
PJOÐVILJINN UNGI.
-■ 1= A NNAR ÁRGANGUR. ^=|- - -
-«>«—Ritstjóri SKÚLI THORODDSEN cand. jur. t—
Uppsögn skrifleg, ðgild
nema kominn sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M 20.
REYKJAVÍK, 20. JÚLÍ.
1893.
Á aö aftiema læknaskólann?
Það er híllf-óviðkunnanlegt, að það
skuli vera fyrsti sýnilegi ávöxturinn af
ferðastyrk þeim, er alþingi 1891 veitti
héraðslækni Ásgeiri Blöndal, að hann í
38. nr. „ísafoldar“ þ. á. ræður til að af-
nema læknaskólann.
Það er að vísu skiljanlegt, að hr. Ásg.
Blöndal hafi fundizt til um það, er hann
bar saman læknakennsluna hér á landi
og erlendis, hve ófullkominn spítalinn i
Reykjavík er, og hve ófullnægjandi sú
kennsla i verklegri læknisfræði hlýtur að
vera, sem hér á landi er auðið að láta í té.
En þegar hann hefir komizt að þeirri
niðurstöðu, að réttast væri, að leggja lækna-
skólann niður, virðist oss, að hann hafi
látið tilfinninguna, fremur en hyggindi,
ráða.
Eða hafa menn gleymt því, hvernig á-
statt var hér á landi, áður en lækna-
kennslan komst hér á fót, þegar ekkivar
auðíð að fá innlenda lækna í þau fáu
læknishéruð, sem hér voru þá?
Yissulega stóðu þó háskóladyrnar ís-
lendingum opnar, eigi síður þá, en nú.
En nú, þegar lækuahéruðin eru orðin
margfalt fleiri, og fara fjölgandi ár frá
ári, þá á háskólinn að vera oss íslend-
ingum einhlýtur, og læknaskólann á að
afnema sem óþarfa stofnun.
Hjaltalín heitinn landlæknir barðist fyr-
ir því með djörfung og dug megin part
lífs síns, að koma innlendri læknakennslu
á fót, með því að hann sá, að læknaskip-
un landsins myndi ella eigi komast í við-
unanlegt horf; en nú er svo að sjá, sem
þetta lífs starf lians þyki verið hafa van-
hyggjuverk.
Og í stað þess, að láta læknaskólann
þróast og þroskast sem bezt, þá á nú al-
þingi, eptir þessari kenningu, að fara að
leggja fram fé, til þess að styrkja ísl.
stúdenta við háskólann í Höfn.
En það er vonandi, að alþingi verði
aldrei svo skipað, að það taki upp annað
eins óheillaráð; og oss furðar það stórum,
að „Fjallk." skuli gjörzt hafa formælandi
jafn fávislegrar tillögu.
Það er ekki nóg með það, að styrkur
sá, er landssjóður yrði þá að leggja lækna-
efnum við Kaupmannahafnar háskóla, hlyti
að verða töluvert meiri, en fé það, sem
landssjóður leggur læknaskólanum, heldur
er og sú áhættan, að meiri eða minni
hluta af styrk þessum yrði í reyndinni
svo sem kastað á glæ.
Vér þekkjum flestir þau áhrif, sem há-
skólavistin hefir á islenzka námsmenn, og
að vanhöldin þaðan eru hvorki óþekkt né
fá.
En þó að vér sláum striki yfir þessa
hlið málsins, sem þó er eigi þýðingarlítil,
hver er þá tryggingin fyrir því, að þeir,
sem prófi ljúka í læknisfræði við háskól-
ann í Höfn, muni leita til íslands, en ekki
ílengjast erlendis?
Læknisembættin hér á landi þykja þó
ekkl það keppi-keflið, að menn geti al-
mennt gjört sér vísar vonir um, að þeir,
sem tekið hafa háskólapróf, muni sækjast
eptir þessum embættum.
En eigi að fara að auka laun lækna
i því skyni, ætli þeir færu þá ekki að
verða dýru verði keyptir, læknarnir, sem
hingað fengjust frá háskólanum í Höfn?
Jú; það er enginn efi á því, að ef látið
væri að orðum þeirra, sem afnema vilja
læknaskólann, myndi það ekki að eins
auka landinu all-mikinn kostnað, heldur
myndi og læknaþörfin innan skamms knýja
oss aptur, til að endur-reisa hann.
Vér verðum því í þessu máli, sem
öðrum, að sníða oss stakk eptir vexti,
og láta 08s lynda, þó að vér eigi getum
átt kost jafn lærðra ogfullkominna lækna
í öll lækna-umdæmin, eins og aðrar stærri
og auðugri þjóðir.
Læknaskólinn hefir þegar unnið þjóð
vorri all-mikið gagn, og það er honum að
þakka, að læknaskipunarmáli voru hefir
mikið þokað áfram.
Það væri hringlandaháttur, að ætla sér
nú að afnema hann.
í Parísarblaðinu „Le Monde économi-
que“ kom út grein 10. júní síðastl. um
íslenzka bankann. í grein þessari átti
ritstjórnin ekki annað, en fyrirsögnina:
„Eins dæmis banki“, og þarf hún engrar
skýringar. Um bankann er þar sagt, að
honum sé komið fyrir á gagngert skyn-
samlegan hátt. Engar ástæður færðar.
öreinin stutt og „overfladisk". Rækilegt
svar fékk ritstjórnin frá mér 15. júní.
Höfundurinn, sem hefir sagt mér íil
sín sjálfur, er danskur maður, N. C. Freder-
riksen1, alkunnur maður í Danmörku og
á Norðurlöndum fyrir framkvæmdir sínar,
svo sem bankari, og þá eigi síður svo í
Bandaríkjunum. Þeir munu vera til á ís-
landi, sem kannast við manninn og fín-
anzsögu hans.
G-ratulera með formælandanum!
Cambridge, 5. júlí 1893.
Eiríkur Magnússon.
Útlendar fréttir.
Með gufuskipinu „Stamford“, er hingað
kom frá Englandi 18. júlí, bárust þessar
fréttir helztar:
Kosningarnar til þýzha ríkisþingsins
fóru svo, að Caprivi telur herlaga frv.
sínu borgið; býst hann við að hafa 10—
25 atkv. meira, en andvígis-flokkurinn. —
Ríkisþingið var sett i Berlín 4. júlí, og
flutti VilhjáJmur keisari þá ræðu, og kvaðst
vona, að þingið hraðaði herlögunum, sem
mest mætti verða, enda gæti Þýzkaland
því að eins notið friðar til langframa, að
heraíii þess stæði eigi að baki herafla ná-
granna þjóðanna.
Á þingi Breta standa enn yfir harðar
umræður um írska málið, og hafa sumir
þingfundirnir orðið ærið hávaðasamir. —
6. júlí gekk hertoginn af York, sem næst-
ur er til ríkis eptir prinzinn af Wales, að
eiga heitmey sína, Maríu af Teck, og var
þá mikið um dýrðir. — 4. júlí kviknaði í
koianámu í Thornhill í Yorkshire á Eng-
landi, og var talið, að þar myndu hafa
látizt yfir 100 manns.
1) N. C. Frederiksen för á höfuðið með seðil-
banka í Danmörku fyrir 16—17 árum; síðan för
hann til Ameríku, byrjaði þar á sama leiknum apt-
ur, en leitaði þaðan í hitt eð fyrra, og dvelur nú
í London. E. M.