Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1893, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1893, Side 2
78 ÞJÓÐVILJINN UNGI. II, 20. I Parísarborg varð all-mikið uppþot í júlímán. byrjun, og voru margir drepnir, en enn fleiri fengu sár og meiðsli; tildrög- in til þessa voru þau, að ýmsir stúdentar og listamenn höfðu haldið dansleik, er eigi þótti fara sem siðlegast fram, svo að lög- regluþjónar skárust í leikinn, og ruddust inn í dans-salinn; var þá stúdent nokkur sleginn til bana af lögregluþjóni í þeim svifum, og laust þá þegar í bardaga, er síðan breiddist út um þann hluta borgar- innar, sem stúdentar einkum hafa aðsetur í; láta sum blöðin á sér heyra, að flokk- ur sá, sem kennir sig við Boulanger, muni hafa haft hönd í bagga með uppþoti þessu. Látinn er sagður G-uy de Maupassant. I Kína hafa vatnsflóð gjört mikinn skaða, og í héraðinu Nanaingfú er mælt, að farizt hafi um 10 þús. manna. Hvert stefnir þingið í fjármálum? Já, það er nú spurning, sem hægra er fram að bera, en úr að leysa. Nóg koma frumvörpin inn á þingið, en mörg eru þau þannig löguð, og mörg fá þau svolöguð úrslit, að ekki er auð velt að sjá af efni þeirra og afdrifum á þinginu, hver stefna þingsins er í heild sinni. Sumir þingmenn álíta, að breyting á stjórnarskrá vorri sé eina meðalið til allra þjóðframfara, og fáist breytingin, hvað dýr sem hún er, muni allar framfarir koma eins og af sjálfu sér á eptir. Aðrir álíta, að brýnasta þörfin sé að breyta í frjálsari stefnu kirkjumálum vor- um, því kirkjulegt ófrelsi liggi eins og farg á þjóðinni. Aptur eru aðrir, sem álíta, að ekki sé ráðlegt, að hugsa um neitt annað, en að efla atvinnuvegina, „og hina verklegu mennt- un“ með sem ríflegustum fjárframlögum úr landssjóði. Sumir álíta, að skólar í hverri sveit muni bægja burt öllum vorum þjóðmein- um, eins fljótt og kvöldgolan dreifir lág- lendisþokunni. Svona hafa þingmenn misskiptar skoð- anir um það, hvað þingið geti bezt gjört landinu tll framfara. En um eitt eru nær allir þingmenn samtaka, og það er, að reyna að krækja í sinn bitlinginn hver, fyrir einstök héruð, eða einstaka menn. Á lestrarsalnum liggja stórar dyngjur af bænaskrám. Þar liggja bænaskrár, sem biðja hið „háa alþingi41, að veita styrk til allra mögulegra og ómögulegra hluta. Enginn getur nú gefið út bók, sem snertir nokkuð kennslumál, né farið út úr landsteinunum, nema hann fái til þess styrk úr Iandssjóði. Embættismennirnir, sem þjóðin er búin að kosta ærnu fé til náms, eru nú farnir að biðja um styrk, til að lesa upp aptur — sbr. bænaskrá frá einum af læknum vorum. Efnaðir og sæmilega launaðir embætt- ismenn, krjúpa jafn-auðmjúkir fram fyrir fjárveitingavaldið, til að reyna að ná i fá- einar krónur, eins og einstæðingurinn Skúli Skúlason á Akureyri, sem hefur brenn- andi löngun til að mennta sig, en skortir bæði fé og frændastyrk, til að komast á- fram. Pað er ekki ólíkt að líta yfir borðið í lestrarsalnum, eins og yfir kirkjugarðinn. Þar liggur hver við annars hlið með sín þögulu bænarskjöl. Betur, að fjárlaganefndin, og þingið í heild sinni, bæri gæfu til að koma öllum fjölda þess í sömu gröfina. Það mundi vera mikið framfaraspor, ef hægt væri að hnekkja þessum betli- anda, sem þjóðin virðist gagntekin af. Eitt er eptirtektarvert. Á þinginu koma enn ekki fram nein- ar verulegar raddir um að leggja fram fé til að bæta samgöngurnar. Þó þingmenn sitji hér í þessum svo- kallaða höfuðstað landsins tvo beztu mán- uði ársins, og sjái ekki póst eða póstskip nema einu sinni eða tvisvar allan þenna tíma, ef ekki kémur einhver hestakaupa- dallur, sem óvörum færir hingað póst, þá virðist svo sem þingmenn sofi yfir sam- göngumáli voru. Þeir, sem beztir eru, með hálf opin augun. þeir gæta þess ekki að batnandi sam- göngur kveikja nýtt líf í þjóðinni, því góðar og hagfeldar samgöngur eru lífæð framfaranna. Hvað er það, sem stendur í vegi fyrir framförum þjóðarinnar? Er það fátæktin og féleysið? Eg segi nei. Er það hafísinn og harðindin? Heldur ekki. Það er úreltur hugsunarháttur, and- legur doði, sem þjóðin er gagntekin af. Það er allt of lítið andlegt samband meðal beztu manna þjóðariunar, of strjálir samfundir, ofmikil tortryggni. Og samgönguleysið á mikinn og illan þátt í þessu. Með batnandi samgöngum myndi smá- bætast úr þessu. Yið tíðari samfundi, tíð- ari bréfaskipti, og vaxandi alls háttar við- skipti milli hinna einstöku hluta þjóðar- innar, lyptist þjóðin ofurlítið meira upp, andar að sér hreinna lopti, heldur en með því að sitja alltaf í sama stað. Hinir betri menn þjóðarinnar læra þá betur að samlaga hugmyndir sínar, og verða víð- sýnni. Hreppapólitíkin smá visnar upp, og hugir manna samlaga sig þá meira um hið verulega í viðreisn þjóðarinnar. í stuttu máli, við betri og hagfelldari samgöngur vaknar þjóðin; hugsunarhátt- urinn breytist; það styrkist, og festir betri rætur í þjóðfélaginu, meðvitundin um nauðsyn meira frelsis í stjórnmálum, kirkju- málum, menntamálum, atvinnumálum, og öllum vorum mest um varðandi framfara- málum. Dugnaður og framtakssemi eykst, og við það eykst þjóðinni fé og þróttur. „En hvert álítur þú, að þingið stefni, og hafi stefnt ífjármálum?“ munu lesend- urnir spyrja. „Þetta er ekki svar upp á spurninguna, sem þú byrjaðir á“. Ja, svarið verður nú ef til vill fljót- ræðislegt. Eptir minni skoðun, hneigist þingið of mjög í öfuga átt í fjármálum. Það vill dreifa fé landsins í óverulegar smá-fjárveitingar og bitlinga, en leggur of litla áherzlu á hitt, sem stærra er, og meira um vert, og sem miðað getur til að hafa veruleg áhrif á þjóðina, og breytt hugsunarhætti hennar. Að þetta sé rétt, sýnir bitlinga-sýki þingmanna, og það, að enginn þeirra skuli enn koma fram með ákveðnar tillögur um fjárframlag til að bæta samgöngurnar. Skyldi þingið enn ætla að krjúpa að fótskör gufuskipafélagsins danska? Það er vonandi, að ekki fari svo. Áfram með samgöngumálið! Niður með bitlingana og betliandann. Áheyrandi. Syórnarskipunarmálið hefir gengið einkar greiðlega gegnum neðri deild þings- ins. 2. umræða um málið stóð 13. júlí, og var málinu þá vísað til 3. umræðu með samhljóða 22 atkv.; þm. Reykvíkinga H. Kr. Fiðriksson var sá eini, er ekki fylgdi málinu; en þegar greidd voru atkvæði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.