Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1893, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1893, Qupperneq 3
II, 20. ÞJÓÐVILJINN UNGI. 79 um einstakar greinar frv. voru þeir nokkr- ir, er hvorki greiddu atkvæði með eður móti; dr. Jón Þorkelsson sat þannig ein- att, Ól. Briem og Jón Jakobsson all opt- ast, og þeir Bogi Melsted, Guðl. Guðmunds- son og Jón Jónsson N.-M. öðru hvoru. 3. umræða um málið var 18. júlí, og var frv. þá, að viðhöfðu nafnakalli, sam- þykkt með 22 atkv.; en H. Kr. Fr. vildi ekkert atkvæði gefa, og var atkvæði hans þá aukið við þessi 22 atkv., með því að þingdeildin áleít, að haun ekki hefði fært fram full-gildar ástæður fyrir neitun sinni. Engar umræður hafa orðið um málið, nema hvað flutuingsmaðurinn, hr. Sighv. Árnason, talaði í hvert skiptið órfá orð; og við 3. umræðu stóð landshöfðinginn upp, til að lýsa því yfir, að stjórnin væri enn sama sinnis, sem áður, og kvaðst hann því að öllu leyti geta skírskotað til augl. 2. nóv. 1885. Málið hefir þannig gengið breytinga- laust, og umræðulaust, að heita raá, gegn- um neðri deild þingsins, og það með meira fylgi, en nokkru sinni fyr; má nú og vænta þess, að viðtökurnar í efri deild verði betri, en þær, er mál þetta fékk þar í deildinni 1891. Prestakosningar. Frv. það um presta- kosningar, sem afgreitt var af neðri deild þingsins 14. júlí, veitir söfnuðum heimild til að kjósa um alla umsækendur. Við 3. umræðu var frv. samþykkt í neðri deild með 16 atkv., en þessir þrír greiddu atkv. gegn því: H. Kr. Friðriks- son, Bogi Mélsteð og J'on Þorkélsson; en þessir fjórir greiddu ekki atkvæði: Jón próf. Jónsson, Kl. Jónsson, síra Þórarinn og Jón Þórarinnsson. Prestakosningafrv. var til 1. umræðu í efri deild 18. júlí, og sætti hörðum and- mælum af hálfu Hallgríms biskups, sem helzt kvaðst vilja taka af söfnuðunum þann kosningarétt, er þeir nú hafa, með því að frændhylli, undirróður og æsingar réðu oft mestu um úrslitin. En alþm. Strandamanna Ouðjbn Guðlaugsson gaf biskupnum greið svör og gild, kvað það hafa flogið fyrir, að veitingavaldið hefði einnig átt frænd- ur, og sýndi fram á, hve meiningarlaust það væri af blskupnum, að vilja halda þessu valdi, þvert ofan í vilja safnaðanna. Málinu var því næst vísað til 2. um- ræðu með 6 atkv. (þjóðkjörnum), gegn 4; J. A. Hjaltalin var fjarverandi. Eptirlaunamálið hefir verið borið upp í efri deild þingsins af þeim nöfnunum Sigurði Stefánssyni og Sig. Jenssyni, og fer frv. þeirra í þá átt, að eptirlaunin skuli vera x/5 af launa-upphæðinni, og 20 kr. að auki fyrir hvert embættisár. í mál þetta skipaði deildin 3 manna nefnd (J. A. Hjaltalín og flutningsmenn- ina), og hefir nefnd þessi því miður eigi viljað ganga eins langt í lækkuninni, sem frv. fór fram á, heldur ákveðið eptirlaun- in x/4 af launa-upphæðinni, og 20 kr. að auki fyrir hvert embættisár. En þó að lækkun þessi sé hvergi nærri svo mikil, sem almenningur myndi á kjósa, þá verður því þó ekki neitað, að fáist þessu framgengt, þá er þegar all-stórt spor stígið í þá áttina, að fá eptirlauna- byrðinni ögn létt af landssjóðnum. Lagaskóli. Þeir Sk. Tlioroddsen og Kl. Jbnsson hafa borið upp frv. í neðri deild um stofnun lagaskóla, og stóð 1. umræða um málið 15. júlí; 5 manna nefnd var sett í málið, og hlutu kosningu: Sk. Th., Kl. Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jens Pálsson og Jón Þorkelsson. Mun nefnd þessi hafa í huga, að bera sig saman við landshöfðingja um ýms á- kvæði frumvarpsins, svo að frv. verði sem frambærilegast. Urskurðarvald sáttanefnda. í efri deildinni hefir Þorleifur Jbnsson komið fram með all-langan laga-bálk, sem á að veita sáttanefndum vald, til að skera úr ýmsum minni háttar skuldamálum, er nema allt að 200 kr. Mál þetta var falið nefnd til íhugunar (Kr. Jónsson, Þorl. Jónsson og Ein. Ás- mundsson). Ef frv. í þessa átt nær fram að ganga, sem vonandi er, má að því teljast mikil réttarbót, með því að það gerir mönnum auðveldara og kostnaðarminna, að ná rétti sínum i smáskulda-málum, en nú gjörist. Aukalæknir enn. Þegar vér í síð- asta blaði gátum um áskoranir þær, er al- þingi hafa borizt, um stofnun nýrra auka- læknishéraða, láðizt að geta þess, að Strandasyslubúar hafa sótt um aukalækni fyrir norður-hluta sýslunnar, Fjárhænir berast þinginu svo marg- ar, að það er enginu efi á því, að tekjur landsins myndu hrökkva skammt, ef sinnt væri fjárbæna-kvabbi einstakkra manna að nokkrum mun; en vonandi er, að þing- ið hafi það hugfast, að búta ekki lands- sjóðinn þannig í sundur, fremur en góðu hófi gegnir, enda mælast bitlingarnir síður en ekki vel fyrir hjá þjóðinni. Vegalögin. í neðri deild hefir síra Jens Pálsson borið fram vegafrv. það, er hann flutti á síðasta þingi. Mál þetta var til 1. umræðu 17. júlí, og var þá skipuð 5 manua nefnd, til að ihuga málið, og í hana kosnir: síra Jens, Ól. Br., Jón prófastur, Sig. Gunnarsson og Sighv. Árnason. Líklegt þykir, að frv. þetta gangi breytinga- og mótspyrnu-lítið gegnum þingið. Frá ísflrðinguni. Norður-ísafjarðarsýslu 5. júlí '93. „líðin hefir verið rigningasöm, ýmist ásunnan eða vestan, og um mánaðamótin síðustu gerði norð- an íhleypu, svo að snjó festi á fjöllum. — Kaup- félagskipið „Helge“ er nú nær al-fermt, en skipið „Marts“, sem félagið á von á, er enn ókomið. — Þilskipin eru flest ný komin inn, og hafa aflað í betra lagi; en hjá sumum skipunum er fiskurinn smár. — Allmikið af síld hefir nýskeð fengizt í Inn-Djúpinu (Seyðisfirði). — Asgeir kaupmaður Asgeirsson hefir keypt í útlöndum, og látið setja upp á ísafirði, „fiskivöskunarvél"; hefir hún að sögn reynzt mikið vel, og kvað „vaska“ 24 þús. á sól- arhringnum. — Fiskverð er enn óákveðið, og þykj- ast kaupmenn ekki geta ákveðið það, fyr en eptir komu „Thyru“ um miðjan þ. m. — Lárus sýslu- maöur hefir, síðan 20. júní, setið í Holti í Önund- arfirði, og er að rína í „málaplöggin", nema hvað hann skrapp hingað norður 29. f. m., til að „þinga" í Byrarhreppi; tveir menn mættu á þing- inu, auk L. B., og annar „ferðavotta" hans, sá þriðji; vantaði þá einn þingvott, og sendi því sýslu- maður inn á hæi til frænda síns, Halldórs bónda Sölfasonar í Fremri-Hnifsdal; en „frændur eru frændum verstir", og enginn fékkst votturinn að heldur; vildi þá svo vel til, að í nánd við þing- staðinn var maður nokkur við fiskverkun innan úr Álptafirðí, og skipaði sýslumaður honum harðri hendi, að vera vottur. — í Hólshreppi fékk sýslu- maður þingvottatöluna, en þegar athöfnin var úti, neituðu þingvottarnir að undirskrifa þingbækurnar, með því að þeir ekki vildu eiga undir, að sér yrði „hlýtt yfir“ þinghaldið eptir á, þar sem þeir ekkí þóttust hafa lært það utan bókar; og eptir nokkra stælu um þetta, lét svo sýslumaður kaupmann frá ísafirði, sem af tilviljun var staddur í Yíkinni þenna dag, skrifa þingvotta-nöfnin!; en 1. júlí fór hr. L. B. siðan vestur í Holt; kvað hann hafa þar „úthýsi" til bústaðar, og þar situr hann enn, og hallar höfði yfir dómagjörðinni“. Utanfarir. Það er ekki síra 0. V. Gísla- son einn, sem gjarna vill fara utan; nei, þeir eru miklu fleiri, sem bjóðast til að fara utan, og vinna landinu frægð og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.