Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1893, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1893, Síða 2
114 ÞJÓÐVILJINN UNGI. II, 29. sýna hluttekningu sína og hlýleik við rimnaskáldskapinn, sem er einnig gamall arfur vor frá eldri tímum, og ýmsir hafa viljað geyma, þó að sumum þyki það „fyrir neðan sig“, einkum af því almúga- menn hafa optast nær ort rímur; en þó hafa margir heldri menn einnig ort þannig, og þarf ekki annað, en minna á Magnús prúða, Hallgrím Pétursson, Sigurð Péturs- son, Jón Hjaltalín o. fl. Kitstjórinn segir, að Gaunguhrólfsrímur taki ekki fram rím- um Sigurðar Breiðfjörðs— séu þá ekki betri, en Tístramsrímur og Emilíuraunir, sem í Fjölni fengu minnisstæða úthúðun fyrir smekkleysur og málvillur; en í raun- inni hefir ritstjórinn ekki meint þetta, því það er ómögulegt, að hann sé svo vitlaus, að sjá ekki, að þetta nær engri átt. Jeg álít þess vegna, að hann hafi haft betri rímur í huganum, með því líka Sigurður Breið- fjörð hefir ávallt verið talinn eitt hið bezta rímnaskáld íslendinga, og einmitt þess vegna má jeg vera ritstjóranum þakklátur, þar sem jeg annars hefði kallað hann „óæsthi- tískan Slúbbert", því Gaunguhrólfsrímur eru lausar við þær smekkleysur og mál- villur, sem bæði Sigurður Breiðfjörð og önnur rímnaskáld vor hafa gert sig sek i, enda var mjer ekki vorkennandi, að sneiða hjá þeim skerjum. Annars er „dómur“ ritstjórans, þó stuttur sé (þaðer: dómurinn, en ekki ritstjórinn, því hann er langur og mjór, eins og höggormurinn frá Brasilíu, sem hann gaf náttúrusafninu einu sinni) raunar töluvert ónotalegur, sem við var að búast, en þó furðanlega mein- laus, og mun ritstjórinn hafa lesið ritgerð Jóns Helgasonarí „Kirkjubl.“ um krapta- verkin, með því að dómurinn er í einu bæði það sem er, og það sem ekki er, eða með öðrum orðum: ritdómurinn er raunar rit- dómur, en þó ekkert um leið. Eitstjórinn hefir því hér gert kraptaverk, því allir vita, að enginn hlutur getur verið tvennt í einu, og en síður bæði verið, og ekki verið, undir eins. En svo lítur nærri því svo út, sem ritstjórinn hafi búizt við ein- hverju feykilegu, alveg frumkveðnu, skáld- verki; en það eru „rímur“ aldrei, þær fylgja einungis sögunni, sem þæreruortar út af. Niðurl. næst. Rvík u/g. ’93. Ben. Gröndal. Frá málafcrlum Lárusar sýslumanns. Úr Dalasýslu er oss ritað 16. sept. þ. á.: „Hjer fór hjá um daginn einn hraðfarinn til Reykjavíkur frá ísafjarðar yfirvaldinu, og vildi hann ekkert uppskátt láta um er- indi sín — fremur en sá, er fór hjer um í síðastl. aprílmánuði1—, en hélt á frajn nótt og nítan dag, unz hann kom á sýslu- mannssetrið að Sauðafelli; hafði hann af- hent þar skrif og skilriki frá Lárusi sýslu- manni Hákonarsyni til Björns sýslumanns Bjarnarsonar, þar sern Lárus leggur ríkt á, að Björn sýslumaður komi vestur með sendimanni sínum, til þess að byrjað gætu strax í stað málsóknirnar, útaf „ísfirzku kærunum“; en síðan haf'ði sendimaður sett suður í Reykjavík, til að sækja kæruskjöl- in ísfirzku, sem geymd kvað vera hjá há- yfirvöldunum. — Ekki verður samt neitt af því, að Björn sýslumaður geti farið vestur með sendisveini Lárusar, því að hann hefir hér í sýslu dagsettum embætt- isverkum að sinna í öndverðum octóber- mánuði, og getur því ekki farið vestur að ísafjarðardjúpi, fyr en af þeim afloknum, í miðjum octóber næstk“. Af bréfkafla þessum er það þá Ijóst, að sendiför þessi hefir þvi miður orðið lir. L. B. að litlu liði, og að eins honum til kostnaðarauka, því að úr því málin eigi 1 Hjer er átt við það, að þegar Sk. Th. brá sér suður til Reykjavíkur í siðastl. aprilmáu., til þess að kæra fyrir háyfirvöldunum yfir ýmsum að- förum Lárusar, þá sendi Lárus sýslumaður mann á hæla honum með hréf til hæjarfógetans i Eeykja- vik, og beiddist þess, að Sk. Th. yrði „hepptur" og sendur sér i „áreiðanlegri gæzlu“.!! Þessi suðurför Jakobs Jónssonar — svo hét sendimaðurinn— þótti all-einkennileg, ogþykirþví rétt að skrásetja hana, afþvíað hún sýnir svo eink- ar vel, hve djarfmannlegar aðfarirnar voru. Enda þótt héraðslæknir Þorv. Jónsson á ísa- firði, — hinn góðkunni „granni“ Skúla —, sem svo mjög hefir lagt sig í framkróka, að gera honum greiða i málum hans, hefði vitanlega enga lög stjórn á hendi í ísafjarðarsýslu, né annarstaðar, þá var Bendiför þessari þó þannig hagað, að það var Þorvaldur, en elcki Lárus, sem roanninn fékk til fararinnar; og á ferð sinui um Djúpið sagði sendimaðurinn í Súðavík, og víðar, að hann væri sendur af lækninum á ísafirði suður að Bæ í Króksfirði „eptir meðulum í lífsnauðsyn“; en þegar að Bæ kom, og Ólafur læknir Sigvaldason opnaði bréfið, brá sendisveini í brún, er hann fékk að vita, að „meðulin í lífsnauðsyn" ætti hann að sækja til Sigurðar Jónssonar fangavarðar í Beykjavík, bróður Þorv. læknis; og loks þegar þangað kom, kom svo upp úr kafinu bréfið til bæjarfógetans i Reykjavík, sem að ofan er á minnzt. En þessi djarfmannlega aðferð þeirra ísafjarð- ar yfirvaldanna hafði eigi hin eptirvæntu áhrif, með því að Sk. Th. var þá, sem kunnugt er, að afloknu erindi, kominn aptur alla leið til ísafjarðar, svo að sendisveinninn greip í tómt, og aldrei varð tilreynt um það, hvort bæjarfógetinn í Rvik hefði framfylgt þessari velvísu yfirvaldsskipan, eða ekki. Ritstj. geta byrjað, fyr en um eða eptir miðjan ocktóber, virðist svo, sern „ísfirzku kær- urnar“ hefðu getað farið sér ofur hægt með strandferðaskipinu „Thyra“ til ísa- fjarðar 1. oct. þ- á., og að ekki hefði þurft að senda eptir þeim kostnaðarsaman hrað- boða hálf-gerðum dulförum yfir landið. Fyrirætlanir Itiíssa í næsta Evrópu-ófriði. Árið 1891 var prentuð í Pétursborg bók um horfur Rússa í næsta Evrópu-ófriði; höfundurinn nefndist dularnafuinu „Antisarmaticus", og hefir bók þessi vakið all-mikla eptirtekt, og þegar verið endur- prentuð, með þvi að þuð er auðsær tilgangur höf. að auka hatur Rússa til Þjóðverja, og stæla þá til þess, að berja sem fyrst á þeim. í hók þessari segir meðal annars, að spurning- in um það, hvort „Tevtónar“ eða „Slavar" eigi að ráða mestu í Evrópu, verði eigi útkljáð, eða úr henni leyzt til fullnustu, nema með blóði og járni, og til þess telur höf. Rússa þegar geta verið al- búna, með því að þeir geti á ófriðartímum haft 10 —12 milj. vígra manna undir vopnum, og sé það ærinn liðsafli, til að vinna á Þjóðverjum, ekki sízt þar sem þeir verði jafnan að hafa all-mikið lið, til þess að verja vestur-landamærin. Höf. fullyrðir, að hinn sigursæli Rússa her muni halda til Bi rlínar og Yínar, og að því loknu verði Þjóðverjar að kaupa á sig fiiðinn — við friðargjörðina i Moscva eða Pétursborg — með því, að selja í hendur Rússum löudin fyrir austan Weichsel, en Rínar-á verði löndum að skipta að vestanverðu, milli Þjóðverja og Frakka. Danir fá að sjálfsögðu Norður-Slésvík aptur, og keisaradæmið þýzka hætt- ir þá að vera til, með því að smá-ríkin á þýzka- landi verða lýzt hvert öðru óháð. — Austurríki lætur af hendi til Rússa: fylkin Galiciu, Bukow- inu og Dalmatíu, en Serbia og Montenegro fá Bos- nín og Herzegoviun; Böhmen verður sjálfstætt kon- ungsríki o. s. frv. Þannig lýsir höf. fyrirætlunum Rússa i næsta Evrópu-ófriði, og er þjóðverjum því varla láandi, þótt þeir auki liðskost sinn og hervamir, er sumir nágrannarnir bera til þeirra jafn kaldranalegan huga. Frjóvsemi jarðvegsins. Dr. Alexander A. Houston í Edinburgh hefir ný skeð rannsakað það vísindalega, hve djúpt i jörð niðri „bakteríur11 geti þrifizt, og skýrir hann frá árangrinum af þessum rannsóknum sínum á þá leið, að í 1 grammi af mold á yfirborði jarðar hafi að meðaltali verið 1,687,799 „bakteríur", en í mold, er tekin var 3 fetum fyrir neðan yfirborðið 173,807, og í mold 6 fetura undir yfirborðinu, að ineðaltali að eius 410 „bakteríur". Tölur þessar virðast því benda á það, að jarð- vegurinn verði því ófrjóvsamari, sem neðar dregur. Böni og uánustu ættingjar Victoríu Engla drottningar fááárihverju úr ríkistjárhirzlu Breta 188 þús. pund sterling = 3 milj. 384 þús. krónur, ogaíuppbæð þessari ber ríkiserfinginn, prinziuu af Wales, 40 þús. pund sterling úr býtum á ári, en kona hans 10 þús. pund; auk þessa hefir prinzinn af Wales árlegar tekjur af hertogadæminu Corn- wall, er að meðaltali nema 60 þús. pundum. Ýmsar aukagetur hafa ættiugjar drottingarinnar,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.