Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1893, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1893, Qupperneq 2
2 ÞjÓðvil.ji.vn xjngh. \riðkomustaðir innlenda strandferðaskipsins („Randulff’s skips- ins“), sem veittur er styrkur til í fjár- lögunum fyrir næstk. tvó ár, þykja eigi alls staðar, né að öllu leyti, hafa verið sem heppilegast ákveðnar af alþingi. Dalamenn eru t. d. sár-óánægðir yfir því, að Skarðsstöð er sleppt á áætlun- inni; Dýrfirðingar hefðu sumir kosið, að skipið hefði komið við í Haukadal o. s. frv. En það er varla við því að búast, að allir fái óskir sínar uppfylltar í fyrstu. Tíminn og reynslan kennir mónnum brátt, hvemig ferðunum verði haganleg- ast fyrir komið, hvar flutningaþórfin sé mest o. s. frv. Vonandi er, að landsmenn hagnýti sér nú sem bezt og hyggilegast hinar auknu strandferðir, svo að allar hrak- spár um það, að ísland sé svo frábrugð- ið öðrum lóndum, að það þarfnist ekki góðra samgangna, falli til jarðar. Þess fremur verður og auðið, að bæta sem fyrst úr þvi, sem ábótavant kann að þykja. XJppmselin«f H vammsfjarðar. —:o:— Svo er að heyra, sem fjárveiting al- þingis, til að mæla innsiglingu á Hvamms- fjórð, hafi mælzt mjóg vel fyrir, og að Dalamenn muni síður en ekki telja ept- ir, að leggja fram fé það, sem til vantar. Um þetta efni skrifar merkur bóndi i Dalasýslu oss 3. þ. m., sem hér segir: „Mikið erum vér Dalamenn þinginu, og sérstaklega þingmanni vorum, séra Jens Pálssyni, þakklátir fyrir fjárstyrkinn til upp- mælingar á Hvammsflrði, þvi að það má beita stór-nauðsynja-mál fyrir þetta hérað, að glögg skipaleið f'áist inn fjörðinn, og að verzlun komist þar á fót; mér finnst það ekki nema náttúrlegt, þó að sýslan leggi nokkuð fé fram í þessu skyni; það sannast, að það fé borgar sig margfaldlega.11 Vonandi er að, stjórnin sjái svo um, að uppmæling þessi geti fram farið á komanda sumri. Lán til þilBkipakaupa. Eins og getið var um í 22. nr. II. árg. „Þjóðv. unga“, samþykkti alþingi í sum- ar, að veita mætti á næsta fjárhagstíma- bili allt að 40 þús. króna lán úr lands- sjóði til þilskipakaupa, og á lán þetta að ávaxtast og endurborgast með 6 áf hundraði árlega á 28 árurn Vestfirðingar, sem kynnu að vilja fá sér þilskip til fiskiveiða, ættu að nota þetta tækifæri, með þvi að lánkjör þessi mega teljast all ákjósanleg, eptir þvi sem hér á landi er um að gera. -----K3©i---- HJÓNABANDIÐ STYÐUR AD LANGLÍFI. Skozkur vfsindamaður, dr. Stark að nafni, bef'- ir ný skeð fært rök að því, að giptir menn verði langlffari, en hinir, sem ógiptir eru. Árið 1853 var safnað skýrslum um þetta efni á Frakklandi, og taldist þá svo til, að af ókvong- uðum mönnum, milli tvitugs og þrítugs. dæju áð meðaltali 11 af 1000 á ári, en af kvonguð- um mönnum á sama aldri að eins rúmlega 6 af þúsundi. Sams konar skýi-slum var og safn- að á Skotlandi árin 1863—64, og yarð þar líkt ofan á; af ókvonguðum mönnum taldist svo til, að þar dæju 15 af þúsundi árlega, en af kvong- uðum mönnum að eins kringum 7 af þúsundi. Dr. Stark kveðst sannfærður um, að það sé skaðlegra lifi og lieilsu manna, að lifa sem pip- arsveinn, eða piparjómfrú, heldur en að stunda óheilnæma atvinnu, eða hafa ill og óholl húsa- kynni. LÆKNAR í KlNA. Svo er að ráða, sem líflæknum keisarans i Kína sé fremur vand- lifað, þvi að í vetur er var, voru fjórir þeirra sviptir heils árs launum, af þvf þeir voru í vafa um, hvaða vesöld það væri, sem að keisai'an- um gekk.____________________ HÁ RITLAUN. Bennett, eigandi blaðsins „New-York Herald“, hefir borgaö frakknezka skáldinu Zola 18 þús. krónur fyrir það, að mega hirta nýjustu skáldsögu hans í blaði sínu, áður en hún verði gefin út í Frakklandi. BÓKSALI FRÁ JAPAN, Sabio Ohashi að nafni, var á skemmtiferð um Evrópu i sumar; hann gefur út 10 dagblöð í Japan, og er eitt þeirra sérstaklega ætlað börnum, og upplag þess um 80 þús eintök. í prentsmiðjum hans starfa daglega 5600 menn. FLJÓT TIMGUN. Það er furða, hve sumar „bakteriu“—tegundir, er drepsóttum valda, geta fjölgað fljótt; ef „baktorían" hittir á þau efni, sem hún þrifst vel í, hlutast hún vonum bráð- ar i tvennt, og hvor parturinn hlutast svo apt- ur f tvennt o. s. frv. koll af kolli, svo að ept- ir sólarhring telja menn, að fjöldi þessara smá- kvikinda geti numið 16V, miljón. BLÖÐ Á STÓRBRETALANDI. 1 ár eru gefin út á Stórbretalandi 2268 blöð, og af þess- um blaðasæg koma 192 blöð út á hverjnm degi, og sum enda tvisvar á dag. Hve mjög blöðum hefir fjölgað á Stórbreta- landi á síðustu árum, má sjá af þvi, að árið III, 1. 1S46 var blaðatalán að eins 551, og af þeim voru að eins 14 blöð gefín út á hverjum degi. ALDUR JARÐARINNAR. Clarence King, frægur jarðfræðingur í Ameriku,hélt nýlega fyr- irlestnr um aldur jarðarinnar, og taldi líklegt, að jörðin myndi þegar vera orðin nálega 24 milj, ára gömul. ÁHRIF RAFURMAGNSLJÓSSINS. Monn hafa voitt þvi eptirtekt, að verkamenn, sem starfa við rafurmagnsljós, hafa stundum fengið aðsvif, er líkjast sólsting; en sem betur fer, er þetta þó fremur sjaldgæft, og ekki eins hættu- legt, eins og sólstingur. Kunningi vor, ritstjóri „ísafold- ar“, hefir líkast til haldið, að vér mynd- um hafa lítið blaða-efnið, þegar vér kæm- um hingað vestur, á þennan útkjálka landsins, því að 2. okt. þ. á., daginn áður en vér kvöddum höfuðborgina í haust, var hann svo hugulsamur, að senda oss þrjá greinarstúfa, hvorki fleiri né færri, er hann meira að segja þykist eiga heimt- ingu á, að birtir séu í blaði voru „sam- kvæmt 11. gr. tilsk. um prentfrelsi 9. maí 1853“!!! En það er hvorttveggja, að vér erum í engri efnis-þróng, og þórfnumst því einskis „eyðufyllis“, enda höfum vér og aldrei svo langt i lagavitið stígið, að vór hófum lært að þekkja þessa prent- frelsis-tilskipun, sem ritstjórinn byggir rétt sinn á. Það er því í stuttu máli bróður vor- um Bimi að segja, að greinar hans verða éklci teknar í blaðið; en gjama megum vér gefa honum heilræði, ekki síður en öðrum náungum, er þess virðast þurf- andi. Og þetta heilræði vort er þá það, að hann auki enn einu árinu við laganám- ið sitt, þó að lang-róið væri forðum, svo að ekki flaski hann á því í annað skipt- ið, hvenær prentfrelsis-tilskipunin er út gefin, og að hann kynni sér þá rækilega 11. greinina, því að ekki efum vér það þá, að hann sjái það sjálfur, maðurinn, að ofan- nefndar þrjár greinar hans eru svo ólögu- lega úr garði gerðar, að hann á a 11 s enga heimtingu á því, að þær verði tekn- ar í blaðið. ---— Skepnudauði af hval-áti‘? Eins og skýrt er frá á óðrum stað í blaði þessu, hefir enn orðið fjárdauði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (28.10.1893)
https://timarit.is/issue/155163

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (28.10.1893)

Iliuutsit: