Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1894, Page 2
34
ÞjÓDVIL JFNN UNOI.
III, 9.
arminnsti liðurinn í kvikfjár-ræktinni, að
hafa þær í góðu lagi; það borgar sig
ávallt, að fara vel með skepnurnar, enda
er það siðferðisleg skylda.
Af því, sem nú hefir verið tekið fram,
sézt, að þær jarðabætur, er eg álít, að
einkum ætti að stunda hér vestra, eru
endurbætur á túnum.
Það er enginn eii á því, að túnrækt-
in borgar sig, ef bún er stunduð nokk-
uð verulega.
Að all-margir hafa litla trú, og sum-
ir alls enga, á jarðabótum, kemur efiaust
til af því, að þá vantar alla reynslu í
þeim efnum, því að allt starfslíf þeirra
stefnir i aðra átt.
Það má enginn búast við þvi, að
jarðabætur beri mikla, eða fljóta, ávexti,
þegar þær eru gerðar í svo smáurn stýl,
að 8—12 ár, eða jafnvel fleiri, þurfa til
þess, að slétta eina dagsláttn.
En slíkt mun vera all-algengt hér.
Eða, hvað ætli sá bóndi þurfi langan
tíma, til þess að slétta dagsláttuna, sem
sléttar að eins 60—80 þj faðma á ári?
Honum mun treinast það í 11—15 ár.
Það er dágóð framfór!!
Nei, það má ekki vænta þess, að
jarðirnar taki skjótum umbótum með því
háttalagi, því að slíkt er ekki annað, en
kák.
Avextirnir hljóta að verða litlir, eða
jafnvel engir, fyr en þá eptir fjölda ára.
Sumar jarðabætur koma ekki heldur
að fullum notum, fyr en þær hafa náð
einhverju vissu takmarki. Þannig eru
t. d. túngirðingar; þær gera ekki verulegt
gagn, fyr en túnið er al-girt. En á með-
an jarðabætur eru ekki stórstígari, en nú
gerist, er það ekki gert á 1 — 2 árum,
að girða stór tún allt í kring.
Eins er þvi varið með túnasléttur;
þær verða ekki að fullum notum, fyr en
túnin eru al-girt.
BENNETT, eigandi ameríkanska blaðsins
„New York Herald“, kvað fyrir skömmu hafa
gjört þann samning við frakkneska ritböfundinn
Paul Bourget, að hann skuli bregða sér yfir til
Ameriku um nokkurra mánaða tirna, og rita
ameríkanska skáldsögu, sem síðan á að birta á
prenti í blaði lir. Bennett’s.
Allan kostnaðinn, sem lelðir af vestur-ferð
þessari, borgar hr. Bennett, og stór-fé að auki
til skáldsins.
NÝ UPPGrÖTVUN. Á fundi visindafélags-
ins franska 6. febr. f. á. var skýrt frá nýrri
uppgötvun, sem all-mikils þykir um vert, og er
bún í því fólgin, að tekizt heflr, fyrir áhrif
rafurmagns-straumsins á járn eða silfur, bland-
að kola-efni, að fram leiða demanta, sem likjast
mjög rúbín-steinum.
Sá heitir M. Moissan, frakkneskur maður,
sem þetta hefir uppgötvað.
í GB.EIN, sem Englendingurinn Ernest Hart
ritaði ný skeð í blaðið „Hospital11, lætur hann
þá skoðun afdráttarlaust í Ijósi, að of mikið
kjöt-át hafi ill áhrif á skapsmunina, enda sann-
ist það á Englendingum, mestu kjöt-ætum heims-
ins, að þeir séu margir hverir skapstirðir og
hatí allt á hornum sér i heimilis-lífinu.
Aptur á móti lætur greinar-höfundurinn
mjög af þvi, hve Japans-búar séu yfir höfuð við-
móts þvðir, og frábitnir því að hafa íllan munn-
söfnuð, enda lifi þeir mest á hrísgrjónum og
fiski. — Frakkar séu og yfir höfuð einkar kurt-
eisir menn i allri framgöngu, enda séu þeir
hvergi nærrí eins gírugar kjöt-ætur, eins og
Englendingar.
SJÁLFSMOBÐ. Til skamms tima hefir svo
verið að orði kveðið um sjálfsmorðingja, að þeir
væru verri en dýrin, því að ekki fyrir færu þau
sér sjálf; en nú fyrir skömmu þykir það sannað
orðið um sumar höggorma-tegundir, að sjálfsmorð
eigi sór stað þeirra á meðal, og hafa nokkur
dæmi þessu til sönnunar verið til greind, árið
sem leið, í cnska timaritinu „Nature“.
Sitt sýnist hyerjuin.
(Lauslega þýtt).
Uglan:
Ó, hversu lífið er ergilegt,
og afkáralegt og heimskulegt.
Hláturs og skemmtaua hringiðu-flaumur,
og hræsnis og tryggðleysis voða-straumur,
sogar allt með sér í hórmunga-hafið,
háðung og vanvirðu kafið.
Og léttúðar-tryllings töfra-glaumur
tælir og blekkir,
og tjóðrar í hlekki,
svo allt verður óláni vafið.
Því elska jeg myrkrið, seni hneyxlin hylur,
en hata ljósið, sem einskis dylur.
Bozt er að grafa sér býli í haug,
og búa þar alein með fornaldar draug.
Hann skal mér þrýsta að bleikum barmi,
þá brjóst mitt er þrútið af gremju og liarmi.
Svo fórum við út, þegar dagurinn dvín,
og sæti við höfum
á genginna gröfum,
og horfum á manann, í skýjum sem skin.
Þar sit jeg, og væli mitt sorgar-lag,
unz sé jeg i austri renna dag;
þá flýg jeg sem skjótast í holuna’ í
hairgnum,
og hnipra mig fast upp við brjóstið á
draugnum.
Jlfur:
Ó, hversu lífið er yndislegt,
svo undur-fagurt og þægilegt.
Sælt er að liða um lopt-öldurnar bláu
á ljósgeisla-vængjunum, tindrandi, smáu;
og sælt er að búa í brekkunni grænu,
hjá bómunum fríðu, og rósunum vænu,
og dansa svo nett
og lipurt og létt,
og syngja um sólina hreinu og háu.
Kór af álfum:
Já, syngjum nú hátt
og dónsum nú dátt,
og vekjum til lífsins þá gómlu og gráu!
Uglan:
Hví eruð þið þarna’ á eilífu iði?
Eg vildi helzt mega vera í friði.
Alfarnir:
Við óskum svo mjög, að þér auðnist að sjá,
innan um blómin með dagg-perlunum á,
við árgeisla sólar, í silfur-tærri lind,
þína sérlega skoplegu uglu-mynd;
ef ske mætti þá,
að bros þér færðist á brá,
og þú hættir um stund þessu hlægilega
veini,
um harm og sorg, er þú berir í loyni.
Uglan:
Þið eruð ungir, og þekkið eigi
það, sem ykkur mætir á komandi degi;
en jeg — jeg er gömul, og veit hvað
jeg vil>
— jeg veit á hinu og þessu skil —,
og aldrei mun jeg hætta að syngja minn
söng,
því sorgin — sorgin er ströng.
Alfarnir:
Já, skríð þú sem fljótast í skuggann,
og bú þú í kaugum
með dauðýflis-draugum,
og ger þar á órgu og illu „skil“.
Það er bæði fegurð og sólskin til,
bara ef vér byrgjum ei gluggann.
Karl.
All-harðar ritdeilur hafa
í vetur staðið á milli „ísafoldar“ og