Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1894, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1894, Blaðsíða 3
III, 11. Þjódviljinn dnöi. 43 dóttur Guðm. faktors Thorgríinsens á Eyrarbakka, og lifir hún niann sinn á- saint þrem bórnum: Gruðmundi, Kristrúnu og Sylviu. ------:0:------- EKKI hefir Magnús Stephensen, landshöíð- ingi, viljað sætta sig við dóm landsyfirvéttarins í Skúla-míilinu, heldur hefir hann nú skotið málinu til hæztaréttar, enda þótt það annars sé f'öst regla stjórnarinnar, að fara ekki lengra, en til yfirdóms, nema í þeim málum einum, sem lögboðið er. að ganga eigi fyrir alla rétti. En hvernig sem málinu reiðir þar af, þá er það auðsætt, að þetta máls-skot Magnúsar hlýt- ur að halca Sk. Th. all-mikinn fjár-kostnað, og mun það líklega enginn ókostur þykja. IJað er nú löngu sýnt, hvílíkt áhugamál M. Stephensen er allt þetta þref, og almenningi þó minnst kunnugt af aðferð hans allri í þessu máli, enn sem komið er. „Aldamót". Þriðji árgangur- inn af timariti þessu, sem gefið er út af prestum hins ev. lúth. kirkjufélags Is- lendinga í Yesturheimi, er nú fyrir nokkru kominn á prent. Hér á landi mun tímarit þetta vera í fremur fárra manna liöndum, og er það skaði, því að enda þótt trúar-skoðanir þær, sem þar er barist fyrir, séu margar fremur einstrengingslegar, og „gamal“- lútherskar, þá eru þó greinar þeirra síra Jóns Bjarnasonar og síra Friðriks Berg- mann einatt svo fjörugt og skemmtilega ritaðar, að það er yndi að lesa þær, þó að maður sé á allt annari skoðun, en þeir. Hin harða barátta, sem kirkjufélagið verður að heyja fyrir tilveru sinni þar vestra gagnvart ýmsum öðrum trúar-fé- lögum, getur og að nokkru leyti gert mönnum sltiljanlegar öfgarnar, sem prest- um þessa kirkjufélags liættir svo mjóg til, og það um trúar-atriði, sem, eptir kenningu þeirrar eigíu kirkju, eru þó vafasamar, svo sem um „bókstídleganú innblástur biblíunnar, „eilífa útskúfun“ og fi., sem fæstir nu orðið trúa á, þótt vel kristnir séu, enda árangurslaust „Sisyjíhusu -erfiði, að ætla ser að hamra þeim „kreddumw inn í almenning. En það verður svo tíðast, þegar í kappdeilum lendir, að báðum málspört- um hættir til að ganga of langt 1 stað- liæfingum og róksemda-tilraunum sinum; en einmitt þess vegna eiga og þeir, sem fyrir utan deiluna standa, hægra með að greina gullið frá soranum. T þessum þriðja árgangi „Alddmótaw er gre.in um „eilífa vansæluw eptir síra Hafstein Pólursson, tveir fyrirlestrar um gamla testamentið, annar eptir síra Frið- rik Bergmann, en hinn eptir síra N. Steingr'nn Pmlúksson, og loks fyrirlestur eptir síra Jón Bjarnason um „það, sem mest er í heimiw. Eins og að undan förnu rennur ágóð- inn af sölu „Aldamótaw í sjóð hinnar fyrirhuguðu skólastofnunar Islendinga i Ameríku, og gefst Islendingum því gott færi á, að styðja þetta fyrirtæki með þvi, að liaupa þetta ársrit þeirra prest- anna. ---•— Eklinasjóðurinn ísíirzki. Aptar í blaði þessu er nú birtur reikn- ingur sjóðs þessa fyrir árið 1892. Það fórst fyrir, að fullgjóra reikning þennan eptir ný-árið í fyrra í þá mund, er venja hefir verið til að undan fómu, af því að jeg átti þá við óðru að snúast — „eltingumw Lárusar Hákonarsonar. En þar sein jeg hefi orðið þess á- skynja, að sýslunefndin í Ísafjarðarsýslu hefir, á fundar-nefnu þeirri, sem haldin var á Isafirði á síðast liðnu sumri, falið oddvita sínum, að iitvega skýrslur um fyrirkomulag sjóðsins, og látið, sem henni væri ókunnugt um, hvar eigur hans væru niður koinnar, þá get jeg ómógu- lega annað, en ímyndað mér, að þetta sé einhver hjákátlegur tilbúningur iir Lárusi sjálfum. Eða hvernig á jeg að trúa því, að þeir hinir sómu sýslunefndarmenn, sem ár eptir ár hafa rætt og samþykkt reikn- inga sjóðsins,—er þess utan hafa árlega verið birtir í blaði þessu, sem heita má i hvers manns hendi liér í sýslu —, hvernig á jeg að trúa því, að þeir séu svo fáfróðir, eða hafi getað gert sig seka i annari eins „grænku“, eins og álykt- unin þeirra virðist bera vott um? Og að því er snertir fyrirkomulag sjóðsins, livernig á jeg þá að trúa því, að þeir hinir sömu sýslunefndarmenn, sem sjálfir hafa, — all-flestir þeirra að minnsta kosti —, fyrir einum 2—3 árum samþykkt skipulags-skrá fyrir sjóðinn, — er prentuð er, ásamt staðfestingu konungs, i Stj.tíð. 1890, B-deildinni —, hvernig á jeg að trúa því, að þeir sýni þá fíflsku eða flonsku, að láta, sein sér sé nú allt i einu orðið allt þetta ókunnugt mál? En sé það svo, að ályktun þessi liafi átt að vera eins konar þakklæti til mín, fyrir afskipti mín af sjóðnum, um leið og mér var „sparkaðw úr stjórn hans, — á heppilega til völdum tíma!! —, þá verður ályktunin að vísu skiljanlegri, sem átylla eða ástæða, þótt ofur ein- feldnisleg sé hún. Afskipti mín af sjóðstofnun þessari eru sem sé almenningi hér vestra allt of kunn til þess, að mér ekki megi í léttu rúini liggja um álit og a.ðgjörðir þessa hálf-lita og hálf-sótta sýslufundar, enda hefir og sýslunefndin áður, al-skip- uð og í einu hljóði, vottað mér fyrir þau viðurkenningu og þökk. Þegar eg tók við sjóðnum, voru eig- ur hans að eins 620 kr. 37 a.; en fyrir arg mitt, og atfylgi ýmsra góðra manna, þá er nú svo komið, þegar eg skila hon- um aptur, að eigur lians eru orðnar 3752 kr. 61 e., og liafa þó þegar nokkrar ekkj- ur notið styrks af honum; sjóðurinn er kominn i fast og skipulegt horf, og hlýt- ur, samkvæmt stofnskrá sinni, að fara árlega vaxamli. ísafirði, 27. jan. 1894. Skt'tli Thoroddsen. Fregnbréf úr Snæfellsness-stjslu, dags 4. jan. ’94: „Arið, sem leið, mun verið hafa eitt hið hagstæðasta, sem hér hefir komið um langa hríð; veðrátta var liagstæð í fyrra vetur, og skepnuhöld þar af leiðandi góð; afli undir Jókli í all- góðu meðal-lagi, og alls staðar við sunn- an verðan Breiðafjörð varð lieyskapur góð- ur í suruar. — En þrátt fyrir árgæzkuna eru ástæður almennings allt annað en góðar, og stafar það mest af örðugri verzlun; einkum gafst bændum haust- verzlnnin illa, því að sauðakjöt var lijá Hólmverjum á 12—16 aura, mylkar ær á fæti 6—7 kr., veturgamalt fé 7—8 kr., sauðir þrevetrir og eldri 13—14 kr., ull á 30—35 aura og mör á 25 aura; en kaupmenn gengu hart eptir skuldum, svo að margir urðu að lóga af fé sinu. Lítið er hér í sýslu um félagsskap; búnaðarfélóg, sem stofnuð voru íyrir 3—4 árum í Eyrarsveit og Neshrepp innri, eru nú liðin undir lolt; myndi sú aðferð heppilegust, til þess að hérað þetta risi úr rústum, sem Þorvaldur kennari Thor- oddsen hefir bent á, að fá hingað nýja, framtakssama og félagfelynda bændur, til þess að setjast að í þeim hreppum sýsl- unnar, sem lengst eru orðnir á eptir tím- anum. Mikinn óleik gera þeir bændum, þessir mann-smalar þilskipa-eiganda á Vestfjórð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.