Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.05.1894, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.05.1894, Page 3
III, 24. Þjósviljinn unoi. 95 burði „ísafoldar11, holdur jafnvel LANI3SHÖFÐ- INGINN sjálfur! „Allt er þá þrennt er“, og væri því vel, ef hr. Bj. J. yrði ögn grandvarari í orðum eptir, en aður; það myndi gleðja oss, og alla aðra vini °S „velunnara11 „ísafoldar11. f Fóstudaginn 20. apríl þ. á. and- aðist að Mýrum í Dýrafirði, merkiskon- an Guðrún Jónsdóttir, ekkja dbrm. Guð- mundar sál. Brynjólfssonar frá Mýrum, SO ara gömul. Guðnin sál. var fædd að Sellátrum í Tálknafirði 23. marz 1814; ioiu foreldrar liennar: Jón Halldórsson °g Guðrún Ölafsdóttir, búendur á Sel- latrumj í föðurætt var Guðrún sál. kom- 111 fi’a Jóni Tómassyni, föður liinna al- þekktu „Sellátra-bræðrau, en í móðurætt frá Olafi lögsagnara Jónssyni frá Eyri í Seyöisfirði. Guðrún sál. ólst upp hjá fóður sírium (móðir hennar andaðist 1816), þar til hún var 22 ára, þá fluttist hún vorið 1836 að Mýrum, og giptist uin liaustið yngismanni Guðmundi Brynjólfs- syni, og byrjuðu þau hjón búskap á Mýrum vorið 1837, og bjuggu þar rausn- arbúi sinu til dauða Guðmundar sál. 1878. Eptir lát manns síns liætti hún búskap, en var það eptir var æfinnar hjá börn- um sinum, Guðnyju Guðmundsdóttur og Guðm. Hagalín Guðmundssyni. Þeim hjórium, Guðrúnu sál. og Guðmundi sál. Biynjólfssyni, varð 11 barna auðið; eru af þeirn 5 latin, 2 sem dóu í æsku og 3 syrnr, sem dóu upp komnir: Brynjólf- ur> Brankhn búfræðingur, og Jón kaup- maður frá Flatey; en 6 lifa, 2 synir: Guðmundur Hagalín, óðalsbóndi að Mýr- um, og Guðni læknir i Svaneke áBorg- undarhólmi, og 4 dætur: Bjarney, gipt Bjarna Kristjánssyni frá Núpi, nú i Aine- riku, Guðný, ekkja á Mýrurn, Guðrún, gipt Gísla óðalsbónda Oddssyni í Loðkinn- hörnrum, og Ingibjörg, gipt hreppstjóra Friðrik Bjarnasyni i Meira-Garði. Guðrún sál. var atkvæða kona að reglusemi, þreki og dugnaði, enda sann- kölluð „hægri hóndu manns sins á þeirra löngu og farsælu búskapartið. En eins og ^án var skyldurækin, gúð og ástrík eiginkona, eins var pún umliyggjusöm moðii barna sinna, sem lét sér liugar- haldið um hvers konar vel-liðan þeirra; eitt aí því, sem sórlega einkenndi Guð- runu sal., var viðkvæint og gott hjarta, sein ekkert aumt gat séð, enda miðlaði hún fátækum drjúgum af sínum ríkug- legu efnum, og það meira en menn al- mennt vissu, þvi að hún var einafþeim fáu, sem eigi hirti að kunngjöra vel- gjörðir sinar á „strætum og gatnamót- um“, heldur lét eigi hina „vinstri hönd vita, hvað hin hægri gjörði“. Þau aðköst mótlætis og sorgar, sem hún varð fyrir í fráfalli svo margra ástvina sinna, — inanns, barna og tengdabarna, — bar hún með skyn.samlegri stillingu og und- irgefni undir drottins vilja; í sliku fann hún huggun, í trúnni og von eilífs lífs. Fyrir margra hluta sakir, var því Guðrún sál. fjuirmyndar-merkiskona, enda mun ininning hennar geymd i þakklátri endurminningu, ekki einungis hjá börn- um og skyldmennum, heldur líka hjá öllum, sem nokkur kynni höfðu afhenni. (Þ. G. (')) ðlannalát, Enn hafa hingað borizt fregnir um ýms mannalát, er flest stafa af „influenza“- veikinni, og verður hér getið liinna helztu: 30. marz þ. á. andaðist Ásdís GísJa- dóttir, 66 ára, kona fyrv. alþm. Þórðar bónda Þórðarsonar á R,auðkollsstöðum í Snæfellsnessýslu. 13. f. m. andaðist að Bæ í Króksfirði ekkjan EVm Einarsdottir, á níræðis-aldri; maður hennar var Jón prófastur Jónsson í Steinnesi (ý 1862), og liafði hún nú um mörg ár dvalið hjá tengdasyni sin- um, Ólafi lækni Sigvaldasyni i Bæ. 23 f. m. andaðist uppgjafapresturinn síra Friðrik Eggerz á Hvalgröfuin á Skarð- strönd, og liafði þrjá yfir nírætt. I Geiradalnuin hefirlátizt Eggert bóndi Siefánsson á Króksfj arðarnesi, og i Reyk- liólasveitinni Hákon bóndi Loptsson á Kinnastöðum. I Dalasýslu eru og ný skeð látnir bræður tveir, sem báðir voru í merkari bænda róð: G'tuftn. bóndi Guðmundsson á Ljárskógum í Laxárdal, mesti dugn- aðar-bóndi og skírleiksmaður, áhugamik- ill um þjóðmál og allar framfarir, svo að honum er mikil eptirsjá, og liinn: Jón bóndi Guðmundsson á Yalþúfu á F ellsstrónd. 18. f. m. andaðist að Hruna í Árnes- sýslu uppgjafapresturinn Johann Kr. Briem, <•> ára að aldri, sonur Gunnlaugs sýslumanns Briem. í Kaupmannahöfn andaðist 5. f. m. konan Laura Pétursdóttir, gipt Jóni skólastjóra Þórarinssyni i Flensborg, og var hún að eins 28 ára gömul, fædd 4. jan. 1866. Yera má, að blað vort minnist siðar á helztu æfi-atriði sumra þessara manna. ----«-OSSÍ3S>-o<- ísafirði 23. maí '94. TÍÐARFAR. Fram yfir hvítasunnuna hélzt kalza-tíð, en þessa síðustu vikuna hefir verið nokkru mildara og vorlegra veður. NORSIvUR HVALVEIÐAMAÐUR, að nafni Bull, kom liingað til kaupstaðarins 18. þ. m. á gufuskipinu „Chevy Chase“ og hefir hann nú leigt sér land að Hesteyri i Jökulfjörðum, og ætlar að reka þaðan hvalveiðar; hafði hann með sér við, og fleira, til húsagjörðar. SÍLD. 19. þ. m. fengust, i fyrsta skipti í ár, nokkrar tunnur af stórri haf-síld í vörpur hér á Pollinum, og var síld þessi öll seld til beitu, á 24 kr. tunnan. ÁBYRGÐARMENN sparisjóðsins á ísafirði liéldu fund hér í bænum 17. þ. m.; varasjóður sparisjóðsins var orðinn hátt á 7. þúsund króna, og var nú samþykkt á fundinum, að veita af varasjóði: 1. 2000 kr. til hinnar fyrirhuguðu sjúkrahús- stofnunar á ísafirði. 2. 500 kr. t-il byggingar bænaliúss í Furufirði á Hornströndum, og 3. 300 kr. til styrktarsjóðs handa ekkjum og börnum Isfirðinga, er í sjó drukkna. Laun gjaldkera sjóðsins, Þorvaldar læknis, voru og, e.ptir beiðni hans, hækkuð um 175 kr. á ári, en honum synjað um frekari launabót. f LÁTNIR eru fyrir nokkru hér í sýslu SIGURDUR bóndi HALLDORSSON á Bjarna- stöðum í Vatnsfjarðarsveit, á sjötugs aldri, tengdasonur Kristjáns heitins í Reykjarfirði, og JÓN MAGNÚSSÓN, sem lengi var bóndi í Hafnardal, um sjötugt. í Önundarfirði hafa og látizt GUÐM. bóndi ÓLAFSSON á Tannanesi og EINAR JÓNSSON, sem lengi bjó i Görðum. AFLABRÖGÐ. Á Snæfjallaströndinni hefir, síðan á hvítasunnu, verið prýðis góður afli á skelfisksbeitu, 3—4 hndr. á skip, og þar um; í veiðistöðunum hér við vestanvert Djupið liefir einnig verið bezti afli, siðan síldin fékkst. SimdLlieiiiisla. Hér með anglýsist, að frá 14. júní til 13. júli þ. á. verður af söðlasmið Bjarna Asgeirssyni kennt sund í Reykja- nesi. Þeir, sem vilja nota kennsluna, gefi sig frain sem fyrst við ofan ritaðan sundkennara. Borgun fyrir hvern pilt er ákveðin 4 kr., og verða þeir að leggja sér allt til. Útbúnaður verður svo góður, sem kostur er á. p. t. Arngerðareyri, 15. maí 1894 Forstöðunefndin.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.