Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1894, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1894, Síða 2
98 ÞjÓBVILJINN ungi. gömlu þingmenn, cand. Þorleif Jónsson og Björn Sigfússon. I Isafjarðarsýslu lieyrist þess enn eigi getið upp hátt, að aðrir verði í boði, en gömlu þingmennirnir, Skúli Tlioroddsen og síra Sigurður Stefánsson; en vel má þó vera, eptir því sem hagar til hér á Tanganum, að einhver önnur þingmanna- efni vekist upp, þegar á kjórfundinn kemur. Itjörfundurinn, sem haldast á hér á Isafirði miðvikudaginn 6. júní nœstkomandi kl. 12 (hádegi), virðist hafa verið mjóg illa boðaður, eða vera því nær sem óboðaður, út um sýsluna. í 30. grein kosningarlaganna 14. sept. 1877 er oddvita kjörstjómarinnar gjört að skýlausri lagaskyldu, að auglýsa kjörþingið „með 4 vikna fyrirvara á kirkjufundum, eða á annan venjulegan hátt“; en þrátt fyrir þessi ákvæði, kvað enn þann dag í dag ekkert kjórfundar- boð hafa sézt í hreppunum, og fjóldi kjósenda hefði því ekkert um kjórþing- ið vitað, ef blað vort hefði eigi, áfvana- legum góðvilja, hlaupið undir bagga með oddvita kjörstjórnarinnar, og skýrt almenningi frá því, hvenær kjörfundur- inn ætti að vera, af því að vér kom- umst á snoðir um það, að kjórfundar- boðið hefði einhvern tíma í síðast liðnum marzmánuði staðið auglýst einu sinni innan um annað góðgæti(!) í „Gretti“. En að auglýsa kjórþingið, sem jafn mikið varðar allan almenning, i blaði, sem færstir vilja sjá eða heyra, og lík- lega enginn les eða heldur í sumum hreppum sýslunnar, það getur naumast heitið full nægjandi auglýsing, samkvæmt ofan nefndri grein kosningarlaganna, enda þótt oddviti kjörstjórnarinnar sé vitanlega einn af máttar-stólpunum und- ir því blaði. Yonandi er, að kjósendur þessa kjör- dæinis láti þó ekki þessa bágbornu fund- ar-auglýsingu aptra sér frá þvi, að fjöl- menna á kjórfundinn, né heldur hitt, að kjörþingið er sett i miðri viku, og þannig á óhentugasta tíma fyrir kjósendur. 500 ÁRA MINNINGAR-HATÍÐ. 4. marz þ. á. yoru hátíðahöld mikil í Portugal, og í ýmsum landfræðinga félögum, i minningu þess, að þá voru liðin 500 ár frá fæðingu Hinriks „Sæfara“ (Hinriks ,,navigators“); hann fæddist 4. marz 1394, og var sonur Jóhanns konungs I. í Portugal; varð hann frægur mjög af sjóferð- um sinum suður með Afríku ströndum, og komst alla leið til Síerra Leone, svo að þekking manna í landafræði óx mjög við ferðir hans. UM 2000 KRISTNIBOÐAR kvað um þessar mundir hafast við i ýmsum héruðum i Kína, til þess að boða þar kristna trú, og kostar kristniboð þetta árlega svo miljónum skiptir; en sýnilegur árangur af starfi þeirra, kristni- boðanna, er þó sára lítili, og segja menn, að það stafi meðfram af þvi, að kristniboðarnir eru af ýmsum trúflokkum, og liggja hver i hárinu á öðrum. EINN af afkomendum Marteins Luther’s, Edv. Luther að nafni, andaðist síðasta nýársdag í Hagenow i Mecklenburg í hárri elli. í HERAÐINU Tlaxiaco, sem er sunnarlega í Mexico, eru fornmanna rústir miklar, sem stafa frá tímunum löngu aður, en nokkur Ev- ropu-manna steig þar fæti á land; í rústum þess- um hafa i vetur fundizt í jörðu ýms h'kneski úr gulii,: sett ýmis konar letri, er mönnurn þó eigi hefir enn tekizt að þýða; en takist það, þá má ætla, að fást muni ýmsar þýðingarmikl- ar bendingar um menntunar-stig hinna fornu Mexico-manna. Hosnin "'a-horfurnar (úr bréfum) Reykjavík 14. maí ’94: „Kjörfundur- inn hér í Víkinni á að haldast 8. júní, og það er þetta, sem veldur því, að hér í höfuðborginni heyrist ofur-lítið minnzt á „politíku þessa dagana; en endranær erum vér Víkverjarnir vanastir því, að láta stjórnina okkar hafa fyrir því, að „þenkja og álykta“ í þeim sókum, enda vitum við, að henni muni koma það bezt. Eptir því sem heyrzt liefir, verða hér í boði: HaTldór gamli Friðriksson og Jön Jensson yfirdóinari, og svo er sagt, að Tryggvi vilji ólmur fá Hannes Haf- stein, frænda sinn, á þing, en það er víst enn óákveðið, hvort hann býður sig fram; hann treystir því víst ekki meira, en svo, að hann nái kosningu, en vill síður falla. — Halldór gamli gengur á milli, og er haft eptir honum, að hann segist sannarlega ekkert skilja í því, með hverju hann hafi brotið af sér traust kjósendanna; en jeg held nú samt, að meiri hluti kjósendanna verði á því, að lofa honum, að hvíla sig frá þingstörf- unum í þetta skipti, hvað sem skilningn- um hans líður“. Borgarfjarðarsýshi 13. maí ’94: „Jeg III, 25. held, að óhætt sé að fullyrða, að Bjórn búfræðingur verði endurkosinn liér; skammirnar og hnúturnar í „ísafold“ hafa mikið tekið ómakið af fylgismönn- um hans, að „agitera“ fyrir lionum“. Barðastrandarsýslu 18. maí ’94: „Hér heyrist svo sem ekkert minnzt á þing- kosninguna enn, og líklega fara engir á kjórfundinn hér úr austur-sýslunni; síra Sigurður Jensson prófastur fær samt, að jeg vona, sín vanalegu 20—30 atkvæði“. Árnessýslu 10. maí ’94: „Þingkosn- ingin liér á að fara fram laugardaginn 9. júní, en ekki get jeg sagt yður með neinni vissu, hvernig fara muni, því að hér verða svo margir í boði, að atkvæði hljóta að falla mjóg á víð og dreif; mest- ur er gauragangurinn í fylgismónnum Tryggva riddara, og hálf-broslegt að heyra, hvaða meðulum þeir beita sumir hveijir, til þess að ánetja kjósendurna; það er nú svo sem segin saga, að það er látið kveða við, að það sé Tryggva að þakka, að Ölfusárbrúin er komin, já, og meira að segja, þess eru dæmi, að reynt hefir verið að telja sumum fáfræðingum trú um, að Tryggvi hafi gefið(!!) brúna, þó að hann léti borga sér dá-laglega laumu í lófann á síðasta þingi fram yfir um samið kaup; sumir skulda hér líka bankanum, eða búast við að þurfa að taka bankalán út á jarðir sínar, og þá er nú bétra, að koma sér vel við banka- stjórann, segja þeir!! Sagt er, að hr. Tr. Gb ætli að koma hingað austur, og vappa a milli kunningjanna svo sem viku tima á undan kjörfundinum. Það er því alls ekki ómögulegt, að svo geti farið, að vér fáum þennan kjórgrip stjórn- arinnar fyrir þingmann, þó að jeg raun- ar vilji vona, að oss Arnesingum hafi ekki farið svo aptur, síðan 1892. Margir beztu menn sýslunnar eru sinnandi kosningu Hannesar ritstjóra Þorsteinssonar; og sumir, svo sem síra Magnús Helgason á Torfastöðum, ákafir fylgismenn Boga Melsted; ýmsir bændur vilja líka halda í Þorlák, og held jeg, að það sé mest af gamalli tryggð, og svo kenna þeir lika í brjósti um hann af útreiðinni, sem hann hefir fengið hjá „Þjóðólfi“. — Gruðmundur í Nesi mun, eins og enn stendur, hafa hér minnst- an byr“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.