Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.10.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.10.1894, Blaðsíða 2
150 Þjódviljinn ungi. III, 38. Fyrstu árin, eptir stofnun bankans, var þáverandi landritari, Jón Ji-nsson, end- urskoðunarmaður banka-reikninganna; en þegar hann svo fékk veitingu fyrir yfir- dómara-embættinu árið 1889, þá var land- ritarinn nýi, hr. Hannes Hafstein, einnig látinn erfa þessa tign hans. Hvað valdið hafi breytingu þessari, ætlum vór ekkert um að segja; vór rann- sökum hvorki hjörtun né nýrun; en mörg- um myndi virðast, að hr. Jón Jensson hefði eigi verið ver til þess fallinn, að endurskoða reikninga bankans, eptir að hann varð yfirdómari, en á meðan hann var ritari landshöfðingjans; dómara-stað- an er þó að minnsta kosti óliku óháðari. Sennilegust er að líkindum sú get- gátan, sem vór höfum heyrt hjá eigi all- fáum, að það hafi verið launa-nauðsynin, — sú nauðsyn, að veita hr. Hannesi Huf'- stein nokkur hundruð krónur í eins kon- ar ofanálag á landritaralaunin —, sem breytingunni hafa valdið. Og sé nú svo, þá er það liklegt, að sú nauðsynin muni enn í dag vera jafn knýjandi og brýn, eins og áður, og að hún hafi enga ögn breytzt við bankastjóra skiptin. En hvað sem því líður, verður því varla neitað, að það er ærið óviðfelldið, bæði fyrir bankastjórann sjálfan og fyrir systurson hans, að eiga þessi samskipti um banka-reikningana. Og að því er loks almenning snertir, vonum vér, að hr. landshöfðinginn sé oss samdóma um það, að réttast sé, að búa svo um banka-hnútana, að ekkert vantraust eða tortryggni geti komizt þar að; en til þess útheimtist það ekki hvað sízt, að endurskoðunin sé falin þeim manni, sem hver maður hlýtur að segja sér sjalfur, að sé allsendis óvilhallur, en eigi ná-skyldur eða venzlaður. ----OOO^OOO----- Káðlierraskiptin í Danmörku. -ZÍA- Um fátt munu blöð Dana hafa verið jafn sammála, eins og um það, að breyt- ing sú, er 7. ág. þ. á. varð á skipun ráðaneytis þeirra, muni engri politiskri stefnubreytingu valda þar i landi. I vetur náðist, sem kunnugt er, sam- komulag á ríkisþinginu um fjárlógin, svo að ekki þurfti að grípa til bráðabirgða- fjárlaga, eins og um mörg ár undan far- in; vinstrimenn voru lamaðir og tvístr- aðir, og orðnir í minni hluta, svo að Estrup stóð sem sigurvegarinn; en lík- legt er, að karli hafi hvarflað það í hug, að ekki er einatt lengi að breytast veður í lopti, og því var það ekki nema eðli- legt, þó að hann vildi sæta þessu veðra- sloti, til að losa sig við stjórnarstörfin; hefði hann beðið kosninganna, og farið þá halloka, myndi hann hafa þótzt eiga örðugra uin vik, að fara frá stjórnarstýr- inu. En að ekki sé fyrirhuguð nein stefnu- breyting með ráðherraskiptunum, má marka af þvi meðal annars, að Eeeds Thott, sem stýrir hinu nýja ráðaneyti, er af öllum talinn jafn eindreginn hægri- maður, eins og Estrup sjálfur, og sama er að segja um þá fólaga hans, sem eigi áttu sæti i Estrups-ráðaneytinu; en þess utan er það og eitt ærið til marks taiið, að Nétlemann, sem vitanlega var lífið og sálin i ráðaneyti Estrups, var látinn halda sinu gamla sæti i hinu ný-skipaða ráða- neyti, því að þar með telja dónsku blöð- in sýnt, að meiningin sé sú, að halda gömlu stjórnarfars-stefnunni alveg ó- breyttri. Hvað málefni Islands snertir, væri það barnaskapur að ætla, að hið ný-skip- aða hægrimanna ráðaneyti muni lita þau öðrum augum, en Estrups ráðaneytið gjörði, og það því fremur, þar sem Is- lands-ráðherrann er einn og hinn sami. Annars er það trú margra manna í Danmörku, að þetta nýja hægrimanna ráðaneyti muni ekki eiga að sitja að völdum, nema fram yfir fólksþingiskosn- ingarnar að ári, en þá verði ráðaneytið skipað að nýju „miðlunarmónnumu og hægrimónnmn jófnum höndum, enda eiga hægrimenn þessum nýju félógum sínum ærið að launa, og því ekki óliklegt talið, að þeir Bojesen og Neergaard, og ef til vill fleiri „miðlunarmanna“, komist þá að krásinni, þ. e. í ráðherra-sessana. —---«00§§0<X>----- 1 Ibænnm Columbus í Indiana andaðist 9. kg. þ. á. svertinginn Jokn Hardy, 99 ára að aldri; hann varð 41 barna faðir, og eru þau öll á lífi. Tekjur lcikliúsanna í París. Frá 1. júlí 1893 til júní-loka þ. á. voru tekjur allra leik- húsanna í París samtals ‘20,271,802 frankar. Amerískur nmður, sem lengi var sendiherra Bandarikjanna í Korea, hefir ný skeð skýrt svo frá, að í Korea þyki hundaket og hundakets- supa inesta sælgæti, og neytir konungurinn daglega þessa uppáhalds-réttar, enda er það trú manna, að hundaketið sé einkar heilnæmt, og bezta sóttvarnar-meðal. Opt ber það við, að konungurinn sendir vild- armönnum sínum nokkra sláturs-hunda að gjöf', og þykir það vottur um mostu hyllí. Einile Zola, skáldsagna höf'undurinn frakk- neski, hefir ný skeð gefið út skáldsögu, sem hann nefnir „Lourdes“, og seidust af henni 100 þúsutid eintök á þremur fyrstu vikunum. Vísindafelög ýms á Englandi liafa í ráði, að kosta nokkra menn til vísindalegrar rannsókna- ferðar til suðurheimskauta-landanna. „Dúgrvan“ heitir bindindisrit, sem byrjaði að koma út á Fœreyjum á síðastl. nýári; það er mánaðarrit, ritað á færeysku, og er ritstjóri þess Díone Isaksen. Hertoginn af Porllainl hefir fyrir skömmu efnt til samskota á Englandi, til þess að koma á stofn „heimkynni fyrir gamia og lasburða hesta“; segir svo i áskoruninni meðal annars, að hestar geti að jafnaði orðið 35 ára gamiir, ef þeir njóti góðrar meðferðar og aðhjúkrunar, enda sé það synd, að láta þá ekki eiga gott í ellinni, eptir að þeir hafi þjónað manninum á bezta skeiði æfinnar. Englendingar tóku áskor- un þessari svo vel, að á fáum vikum söfnuð- ust um 200 þúsundir króna. IVInlíií’j<■> 1 íIir 1 u :i [>in ui. Það varð sama ofan á á aukaþinginu í suniar, eins og svo opt að undan förnu, að dembt var inn á þingið þeim ara- grúa af inálurn, að fyrirsjáanlegt var þeg- ar á öndverðum þingtÉmanum, að þing- inu myndi vorða það allsendis ókleyft, að ljúka við þau óll, og af þessu supu svo því miður ýms meiri háttar málefn- in, sem fyrir þær sakir urðu óútkljáð. Þessi aðferð, að demba inn á þingið margfallt fleiri málum, en nokkrar líkur eru til, að það geti rætt og íhugað til hlítar, hefir opt verið vítt í blöðunum, og fáir munu þeir þingmenn, sem eigi viðurkenna það i raun og veru, að þing- ið þyrfti og ætti að taka sér annað snið í þessu efni; en það sannast hér sem optar, að hægra er að kenna heilræðin, en að halda þau. Eina ráðið, sem lækna myndi mein- semd þessa, væri auðvitað það, að hér á landi kæmu upp fastir þingflokkar, eins og í öðrum löndum, sem þegar í þing- byrjun kæmu sér saman um það, hvaða mál ætti að útkljá, en hver að fella, eða láta sitja á hakanum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.