Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.10.1894, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.10.1894, Blaðsíða 3
Þjóbviljinn ttngu. 151 III, 38. En livenær þjóð vor rnuni ná því þx-oskastigi i politiskum skilningi, að hér á landi komist á politisk flokkaskipun, það er eptir að vita. Vonandi er þó, að sú framfór láti ekki lengi biða eptir ser. ----oOO§§OC>c-- Járnbrauta- og síigling-a- málið, sem alþingi vort fjallaði um i sumar, hefir vakið all-mikla eptirtekt í útlöndum, og hafa ýms dönsk, norsk og ensk blöð, gjórzt til þess, að drepa stutt- lega á málið, og meðferð þess á þingi. í blaðinu „Scotchman“, sem gefið er út í Edínarborg, er svo kveðið að orði 29. óg. þ. á., að fylgismenn „danskra hagsmunaa hafi barizt gegn málinu á alþingi. En þó að því verði eigi neitað, að þessi umhyggja fyrir „dónskum hags- munum“, sem blaðið getur um, kunni að hafa vakað fyrir einhverjum af and- stæðingum málsins, þá er þó ekki rétt, að beina þeirri ákúru að öllum mótstöðu- inönnum þess, því að ýmsum þeirra myndi ekkert fjær skapi, en að lóta leiðast af slíkum hugsunum. Nei, það sem málinu gerði mest tjón, það var' trúleysið á framfarir landsins, og svo þessi alkunna hræðsla við það, að ráðast i nokkuð, sem verulegra fjár- framlaga þarf til. „íslenzka stúdenta-félag- iðts í Khófn hélt fund, á vanalegum fundastað sínum, hjá Kúcher á Austur- stræti, 8. sept. þ. á., og skýrði dr. Valtyr Guðmundsson, alþingismaður Vestmanney- inga, á fundi þessum stuttlega frá með- ferð alþingis á „járnbrauta- og siglinga- raálinu“; urðu siðan nokkrar umræður um málið, og voru hinir ungu náms- menn flestir málinu sinnandi. Amtmaður nýr. I síðast liðnum septembermánuði hefir konungur skipað Pál Briem, sýslumann í Rangár- vallasýslu, til að vera amtmaður í Norð- ur- og Austur-amtinu. Auk hr. Páls Briem, kvað stjórninni hafa staðið til boða, að taka annan hvorn þeirra KJemenz sýslumann Jónsson eða IJaunes landritara Hufstein; aðvísuhöfðu þeir ekki sótt um embætti þetta, því að það þykir ekki hlýða, að neinn sæki, þegar um jafn virðulegt embætti eins og um amtmanns-embættið er að ræða; en hitt er annað mál, að þeir, sem finna hjá sér styrkinn og löngunina, til að taka á móti kallinu, láti stjórnina vita af tilveru sinni, þvi að það er allt ann- að. — Svo hafði og Benedild sýslumaður Sveinsson farið utan í sumar, með fram að sögn í þeim erindagjörðum, að for- vitnast eitthvað um embætti þetta, en mun hafa átt sér formælendur fáa. Læknir skipaður. í Snæ- fellsnessýslu (Stykkiskólmi) er hr. Davið Scheving, læknir á Brjámslæk, skipaðui- læknir, í stað Hjartar heitins Jónssonar. Ísaíjörður, 3. okt. ’94. Tíðarfar er enn þá mjög votviðrasamt, en þó optast milt veður, og búast menn almennt við hagstæðri kaust.veðuráttu. Grasvöxtur hér i sýslu var í sumar i góðu meðallagi, og nýting liefir orðið furðanlega góð, jafn vætusamt og verið hefir. Stramlí'erðaskipið Thyra kom hingað norðan um land. 30. f. m. að morgni, eða þrem dögum eptir áætlun, og lagði af stað aptur samdægurs, 76 „Þú lifir! Þú ert lifandi! María, elsku barnið mitt!“ sögðtt faðirinn og móðirin, bæði i einu, og vöfðu dóttur sína að sér. „Ln glasið, — tappinn...........hefir þú drukkið? Nei, nei; segðu, að þú hafir ekki drukkið það enn þá, elsku dóttir mín!“ sagði faðirinn, og kreisti hönd hennar. „Hvað ætti jeg að liafa drukkið ?u spurði stúlkan forviða. „Ó, þú liefir ekki drukkið það, — ekki drukkið það, elsku, hjartans, góða og blíða barnið mitt!“ sagði móðirin, og kyssti Mariu, sem ekkert skildi i þessu háttalagi, hvað eptir annað í sífellu. En allt í einu kipptist María við, og greip báðum höndum fyrir andlit sér. A hamingjan hjálpi mér!" mælti hún; „nú fáið þið að vita það, hvort sem er. En, þii mátt ómögulega verða reið við mig, elsku rnoðir min, þá ska.1 jeg segja þór allt eins og er“. „Hvernig ætti jeg að geta orðið reið við þig, dótt- ir mín, þegar jeg er svona glöð yfir, að hafa þig enn þá hjá mér!u „Hví skyldir þú ekki hafa mig hjá þér?u svaraði María; „liefði jeg bara........u „Hann Ernst þinn?“ greip móðirin fram í; „vertu róleg, elskan mín; þú skalt fá hann: því skal jeg lofa þér!u 73 enn þá höfðu komið fregnir um tvö sjálfs-morð, sem hún gat ekki látið vera, að hugsa um. Og hvaða erindi gat veslings þunglynda og rænulausa barnið hennar átt til lyfsalans, sem ekki verzlar með annað, en krydd- jurtir, plástra, og — eitur?! „Æ, pabbi, mikið skelfing er jeg hrædd!u sagði liún svo. „Já, þú ert líka allt of........u „Já, en þú veizt, að stúlkan.........u „Hm!u „Nei, Anton, það dugar ekki að segja „hm!u Jeg veit bara svo mikið, að jeg sofna ekki nokkurn dúr í nótt; jeg verð á fotum, til þess að hafa gát á barninu. Jeg hefi tekið lykilinn iir skránni að herberginu henn- ar........Já, þú hefir víst líka lesið þetta í dag, eða er ekki svo?u „Og önnur þeirra var svona ungur krakka-bjáni, eins og Mana litla, og liver veit nema hún liafi líka laumazt i lyfjabuðina............ó, jeg má ekki huga til þess!“ Um kvóldið kyssti Maria föður sinn og móður, - langt urn innilegar og lieitar, fannst þeim, en venja var til —, og fór svo inn í herbergi sitt. „En hvað þessi koss var brennandi heitur og inni-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.