Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.12.1894, Side 1
Verð ái'gangsins (minnst
40 arka) 3kr.; i Ameríku
1 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJÓÐVILJINN DNGI.
-"'" ■ ■■•--[== Í’jÓBÐI ÁBGANGUB. =|====-
-,—RITSTJÓRI: SKÍJLI THORODPSEN. j-—
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar.
JYs «».
ÍSAFIBÐI, 10. DES.
1894.
Hvernig á að útrýina holdsveikinni?
-0—
1 skýrslu þeirri, er dr Elúers hefir
gefið isl. ráðaneytinu um holdveikis
rannsóknir sínar, telur hann alls 143
holdsveikra manna liér á landi, og er
það miklu fieira, en áður var talið í
embættis-skýrslum ísl. lækna.
Mega því læknar vorir sannarlega
biðja fyrir sér, að landshöfðinginn, eða
landsstjórnin í Höfn, viki þeim eigi all-
flestum frá embættum fyrir embættis-
vanrækzlu og rangar skýrslur, — sbr.
134., 135. og 144. gr. almennra hegn-
ingarlaga —, og láti þar á ofan rann-
sókn heija um allan þeirra embættis-
rekstur, og ætti þá rannsókn sjálfsagt
helzt að fela embættislausum lækna-
kandídötum, sem embættín gætu fengið,
ef hinum yrði bolað í burtu!
En það er nú reyndar vonandi, að
landsstjórninni takizt að finna einhver
ráð til þess, að rannsóknarferð dr. Ehlers
dragi ekki svo óþægilegan dilk eptir sig
fyrir lækna-stétt vora, og að menn leggi
íeldur alla álierzluna á hitt, að finna
ænlogustu ráðin til þess, að út rýma
þessari viðbjóðslogu veiki, — holdsveik-
inni ? ber a lancli.
í skýrslu sinni til ráðaneytisins tekur
dr. Ehlers fram þrjú atriði, er mfest um
varðandi seu í þessu efni:
1. að út býtt sé meðal almennings
prentuðum ntlmgum um eðli 0g
sótt-næmi veikinnar.
2. að gjörðar séu ráðstafanir til þesg
að holdsveikir þurfamenn, eða niður-
setningar, flakki ekki bæ frá bæ, eins
°g nú sé all-títt, og
3- Að stofnaður verði holdsveikra spítali
a einhverjum afskekktum stað („Iso-
lations-hospital “), er tekið geti á móti
10—80 af veikustu sjúklingunum.
\ írðist oss sjálfsagt, að þessum bend-
ingum dr. Ehlers verði góður rómur gef-
inn, bæði af stjórn og alþingi, enda mun
mega telja það vist, að stjórnin leggi
fiv. um stofnun holdsveikra-spitala fyrir
næsta alþingi, og þá ekki síður, að þingið
taki því vel, svo að ekki þurfi að koma
til þess, — sem dr. Ehlers hálf-partinn
hefir á orði —, að farið verði að leita
samskota í Danmörku í þessu skyni.
Það er þjóð vorri ekki meira en skylt,
og henni er það engan veginn of-vaxið,
að sjá sjálf sómasamlega fyrir sinum
holdsveiku aumingjum, án þess styrks
só leitað til annarar þjóðar.
Rússneskur fræðimaður, sem um mörg ár
hefir rannsakað eðli og háttu flugnanna, fnll-
yrðir, að vanalegar hús-flugur geti slegið vængj-
unum 30 sinnum á sekúndunni, eða 108 þúsund
sinnum á hverri klukku-stundu.
Hugsi maður sér, segir hann enn fremur,
að flugan vildi bregða sér í kringum hnöttinn,
og færi beina leið, þá myndi ferð hennar eigi
þurfa að standa yfir lengur, en 28 daga, með
því að hún gæti flogið 40 mílur enskar á klukku-
stund hverri.
eða 202,100 kúlur, þá á Bellfort 112,500, á París
110,300 kúlur o. s. frv., talsvert minna á ýmsa
aðra bæi og kastala.
---------------------
Forth-hrúin í Skotlandi, — som er eitthvert
mesta mannvirki í heimi —, var nýlega máluð,
og var það rétt svo, að 50 smálestir af farfa
nægðu til þess, að mála hana einu sinni, enda
er rúmmál hennar talið um 120 ekrur.
Yfir brú þessa fara að meðaltali 200 járn-
brautar-lestir á sólar-hring hverjum.
Ný í-it.
I. Landafrœði handa barnaskólum.
Samið hefir Morten Hansen. Rvík 1894.
110 bls. 8vo.
Bók þessi er ljóslega og skipulega
samiii, og handhæg fyrir byrjendur; hún
þreytir eigi hugann með of löngum upp-
talningum, en gefur stutt og glöggt yfir-
lit yfir hið helzta, sem börnin þurfa að
festa sér í minni, svo að ætla má, að
eigi líði á löngu, áður bók þessi verður
almennt notuð i barnaskólum vorum.
II. „Ðen islandske Bólig i Fristats-
tiden“, heitir ofur-lítill ritlingur á dönsku,
sem dr. Valtyr Ouðmundsson hefir samið,
og prentaður er í ár; hefir félag eitt í
Danmörku, er nefnist: „Udvalget for
Folkeoplysningens Fremme“ gefið hann
út, og er liann stuttur útdráttur úr doctors-
ritgjörð Valtýs um sama efni, en gefur
þó all-gott yfirlit yfir híbýla-háttu for-
feðra vorra á lýðveldis-tímunum.
Væri óskandi, að höf. vildi, áður langt
um liður, gefa löndum sínum sams kon-
ar ágrip, — og þó nokkru ýtarlegra —
á þeirra eigin máli.
í frakkncsku blaði er þess ný skeð gotið,
hvernig forsetar lýðveldisins hafi beitt náðunar-
vaidi þvi, er stjórnar-skráin heiniilar þeim:
Á forseta-árum Mac Mahon’s, 1873—’78,
voru 179 til dauða dæmdir, og náðaði hann 112
þeirra, eða nálega 63 %; á forseta-árum Grévy’s.
1878—’86, voru 211 dæmdir til dauða, og 162
þeirra, eða nálega 76%, náðaðir; og loks voru
á forseta-árum Carnot’s, — sein myrtur var
í sumar —, 157 menn dæmdir t.il lífláts, en að
eins 68 þeirra, eða tæplega 44%, náðaðir, og er
það alveg sama hlutfallið, eins og á síðustu
árum keisaradæmisins.
Af þessu má það ráða, að Grévy hafi verið
þeirra' forsetanna hjarta-beztur; en t.il þess er
einnig tekið um Mac Mahon, — sem þó var
gamall hermaður —, hve hágt hann liati att
með það, að synja bænum frænda og venzla-
manna hinna dauða-dæmdu.
Bátstapinn einn varð á Álpta-
nesi syðra 5. þ m., og drukknuðu tveir
menn: bondinn i Akrakoti, Elías að nafni,
og uppeldissonur hans, er Marjón liét;
höfðu þeir róið til fiskjar þennan dag,
en veður var livasst, og hvolfdi bátnum
á siglingu; 4 menn voru alls á bátnum,
og var tveim þeirra bjargað.
»21 þús. sprengi-kúluin, segja þýzk blöð, að
skotið hafi verið alls og alls á borgir og kastala
á Frakklandi i fransk-þýzka stnðinu 1870—71;
mest var skothriðin látin dynja á Strassburg,
Háskólasjóðurinn. Yið tom-
bólu þá, er „ísl. kvennfélagiðu hélt í
Reykjavík 27.-29. okt. siðastl., áskotn-
uðust háskólasjóðnuui um 1200 kr.
Blaðið „Þjóðólfuru getur þess, að fátt
embættismanna í Rvik hafi sótt tombólu
þessa, og skyldu menn þó ætla, að fá-
um stæði það nær, en þeim, að styrkja
þenna litla sjóðvísi, sein orðið getur til
ómetanlegs gagns, þegar fram líða stundir.
En niá vera, að liér liafi nokkru um
valdið, að Magnús landshöfðingi er máli
þessu vitanlega mjög móthverfur, og þá
er, eins og þar stendur, að — nePtu’
höfðinu dansa limirnir“.