Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1894, Síða 3
IV, 8.
ÞjÓÐVILJINN' unqi.
31
salt, að á því væri mjög mikil tregða,
og mörgum algerlega neitað; var því
ekki annað sýnna, en að almenningur
yrði að neyðast, til að láta allan afla
sinn blautan fyrir það verð, er kaup-
rnenn vildu góðfúslega gefa; og undu
margir þvi ekki vel. Úr þessu kefir nú
ræzt blessunarlega. En nú er Djúpmanna
að sýna, að þeir kunni að nota sér þetta
happ, og fari þvi ekki með mest allan
afla sinn blautan, eptir sem áður, til kaup-
nianna. Það er nú farið að rætast, sem
„Þjóðviljinn“ hefir löngu spáð, að blaut-
fisksverzlunin myndi verða héraði þessu
til bölvunar og niður-dreps. Eptir því
sem hún hefir vaxið, hefir efnaliagur og
ástæður almennings almennt stórum versn-
að; þeir fáu, sem enn eru að streytast við
að verzla, eins og siðaðir menn, ogverka
sjálfir fisk sinn, fá ár frá ári lægra verð
fyrir hann, sökum þess, að kaupmenn fá
allan ki'afann af fiskinum blautan á vet-
urna, og kæra sig þvi ekkert um, að
bjóða í þessa drætti, sem eptir eru hjá
stöku mönnum. Jöfhum liöndum hafa
og vaxið vanskil, bæði við kaupmenn og
kaupfélagið. Kaupmenn virðast að vísu
lialda mjög upp á þessa blautfisksverzl-
un; getur hún og að ýmsu leyti fært
þeim stundarhagnað; þeir koma vöru
sinni út á vetrum fyrir hátt verð, og
geta náð hverjum drætti hjá mörgum
manni fyrir litið verð; en hvort verzlun
þessi verður, þegar á allt er litið, nota-
drjug íyrir kaupmennina, læt jeg ósagt;
fj'rir kaupfélagið er hún til hins mesta
niðurdreps; og þótt kaupmönnum kunni
að takast, að halda henni við, félagmu til
knekkis, þa mun sannast þar, að skamina
stund verður hönd höggi fegin. Kaup-
mönnum er að visu vorkun, þótt þeir
reyni að sporna a moti broddunuin, Jiar
sein kaupfélagið er; það er því miður
allt 0f títt, að menn taka til láns hjá
þeim, en svikjast svo um að standa 1
nokkrum skiluin, og lata fisk smn annað
hvort í kaupfélagið, eða til aðvífandi
1 ausakaupmanna. Þetta er mjög livim-
leitt fyrir kaupmenn; en rangt er að
kenna, kaupfélaginu um slíkt, því engan
neyðir það til að ganga á bak loforöa
sinna við kaupmenn. Þeir, sem mest
svikja kaupmenn, eru lika verstu skipta-
menn félagsins; það eru blautfisksmenn-
irnir, sjálfir vinir kaupmanna; þeir eiga
aldrei neinn fisk til muna verkaðan, nema
kann ske eptir eina vertíð, og þegar þeir
eru nú bæði skuldugir kaupmönnum, og
hafa pantað riflega i félaginu, þá verða
þeir annan hvern að svikja; en kaup-
maðurinn verður optar fyrir þvi, af því
að kaupfélagsvörurnar hafa meira aðdrátt-
ar-afl í kauptíðinni, heldur en skiptavin-
m-inn við búðarborðið undan vetrinum,
sem hirti allan blautfiskinn. Þess er lika
að gæta, að flestir vilja sitja við þann
eldinn, sem bezt brennur; og í félaginu fa
menn flest með nokkru betra verði, en
hjá kaupmönnum, og optast dálitið meira
fyrir vöru sína. Auðvitað er slíkt ekki
lögmæt ástæða, til að bregða loforð sín,
ef annars er nokkur kostur.
Það er eitt með öðru íllu, sem af
blautfisksverzluninni leiðir, að hún gerir
menn kærulausa um að halda loforð sín,
eða borga skuldir sínar. Þetta er kaup-
mönnum sjálfum lika nokkuð að kenna-
Meðan þeir voru að koma verzlun þess-
ari á, var það víst nokkuð almenn regla
hjá þeim, að taka blautan fisk ekki upp
í skuld, hve mikið sem blautfisksmaður
skuldaði, heldur svara út á hann í hverju,
sein blautfisksmanni datt í hug að nefna,
og kaupmaður liafði til. Þetta varmjög
notaleg verzlun fyrir óhófsama ráðleys-
ingja, sem einungis hugsuðu um að lifa
„flott“ þann og þann daginn. Hvað
mikið sem aflaðist, minnkuðu skuldirnar
ekkert hjá blautfiskungum með þessu
verzlunarlagi; allt var upp jetið saina
daginn. Sá liugsunar háttur varð smá-
saman ríkjandi, að það væri endaósvifið
af kaupmönnum, að taka blautan fisk upp
i skuldir; og þegar svo kaupmenn sáu,
að þetta dugði ekki, Jjá gekk allt ógreið-
ara. Blautfiskungar flögra með þessa
„klattau sina úr einum stað í annan, og
koma sizt þar, sem þeir skulda. „Innlegg-
ið“ er vanalega svo litið i hvort skiptið, að
af því þykir ekkert takandi, til að borga
með skuld sína, til þess að hægt sé að
taka út það, sem bæði ímynduð og sönn
þörf iitheirntir. Efnahagurinn er einlagt
jafn auinur, hvort mikið fiskast eða lítið,
því að eptir því sem „innleggið“ er meira
eptir hverja vikuna eða daginn, ejitir
því er jetið og drukkið meira. Sífellt
er verið að þessu kaupstaðarrápi, og eytt
til þess beztu sjóveðursdögunum; gefi
svo ekki á sjó nokkra daga, eða ekki
fiskist, er sultur og seyra í Jjverri krá
hjá görmum þessum. í stuttu máli: blaut-
fisksverzlun gjörir menn óorðheldna, ó-
sjálfstæða, óhófsama og fyrirhyggjulausa
um ókomna tímann. Ljót, en sönn, saga!
Mér er það kunnugt, að sumir kaup-
félagsmenn, sem í fyrra lofuðu fiski í
félagið, og pöntuðu í því vörur, áttu ekki
nándar nærri nóg, til að standa í skilum
við félagið í sumar, af því, að þeir höfðu
„látið blautt“ allan veturinn í fyrra; og
svo brást vorvertíðin. Það er því mjög
hæpið fyrir deildarfulltrúa, að treysta á
fiskloforð þeirra félagsmanna, sem „láta
blautt“ allan veturinn; bregðist vorvertíð-
in, hafa þeir ekkert að láta, og því verða
deildarfulltrúar, annað hvort að sitja uppi
með vörurnar, eða lána þær þessum mönn-
um til næsta árs, upp á mjög óvísa borg-
un, en borga sjálfir félaginu, ef að þeim
er gengið. Yerzlun kaupfélagsins verð-
ur að vera skuldlaus frá rótum; annars
kemst hun von bráðar i sama horf, eins og
lansverzlun kaupmanna. Komist sumar
deildir upp á það, að skulda ár eptir ár,
og ef sá kostnaður, sem þar af leiðir
fyrir felagið, lendir að meiru og minna
leyti á þeim, sem standa í skilum, þá
er ekkert eðlilegra, en þeir verði
óánægðir með félagið; og er þá eitt af
aðal-skilyrðunum fyrir góðum og fóstum
félagsskap horfið. Orðheldni og skilsemi
er sá grundvöllur, sem kaupfélagsskap-
urinn aðallega hvilir á; þeir, sem svikja
félagið, eru þess verstu óvinir, og í þeirra
flokki tel jeg allan fjöldann af blautfisk-
ungum; þeir ættu ekki að vera í félag-
inu, enda hefi jeg heyrt, að fulltrúaráðið
hafi hérna um árið ályktað, að sá væri
„enginn góður kaupfélagsmaður, semléti
blautt“. Heiður sé fulltrúaráðinu!
■----------------
+
Bjarni iireppstjóri Jönsson i Tröð.
Eins og skýrt var frá í 3. nr. „Þjóðv.
ungau þ. á. drukknaði Bjarni hreppstjóri
Jónsson frá Tröð í Álptafirði 6. nóv. þ. á.
Hann var fæddur að Reykjarfirði á
Ströndum 30. nóv. 1846. Foreldrar hans
voru Jón Sigurðsson og Guðríður Sig-
urðardóttir. Þau hjón voru fátæk, og
gátu því ekki aflað syni sínum neinnar
menntunar, framar en þá almennt gjörð-
ist. Snemma bar á þvi um Bjarna, að
hann var tápmikill, og ötull í hvívetna.
Um tvítugs aldur fluttist liann vistferl-
um til óðalsbónda Guðmundar Arasonar
i Eyrardal; gjörðist hann formaður fyrir
sjávarútveg hans, og reyndist brátt einn
hinna mestu og duglegustu formanna