Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.01.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
40 arka) 3 kr.; í Ameríku
X doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
I).1 (i 1)V11..11N N I Nin.
— =|= Fjókbi Akgangub. =|„ -—
--1—gs»s|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. -t—
Uppsögn skrifleg ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar.
M ll-
ÍSAFIRÐI, 22. JAN.
1895.
Þörf á Þingvalla-fundi.
I ýmsum bréfum, sem ritstjóra „Þjóðv.
ungau hafa borizt með síðasta pósti, er
vakið máls á því, að sjaldan hafi verið
meiri þörf, en nú, á vel sóttum og vel
skipuðum Þingvalla-fundi, og undir þá
skoðun getur ritstjóri „Þjóðv. unga“ fylli-
lega skrifað.
Það fær engum dulizt, að í stjórnar-
framkvæmdinni liér a landi er íhalds-
stefnan einatt að verða ríkari ár frá ári,
eptir því sem Stephensena-ríkið stendur
hér lengur, og sáir sínum fræum i á-
byrgðarleysisins vermireit.
Eins og barni er rétt barnagull, til
þess að leiða huga þess frá einhverju
öðru, svo virðist og stjórnin skoða al-
þingi Islendinga að eins sem eins konar
leikfang, er leitt geti þjóðina af, talið
henni trú um, að hún sé sjálfri sér ráð-
andi, og látið hana svo kenna sér sjálfri
um allt það, sem að er, og aflaga fer.
En að stjórnin þurfi að taka nokkurt
mark á því, sem þingið segir, það stend-
ur víst hvergi skrifað i hinum stephen-
senska stjórnar-kathekismus.
Og þannig er þá hið svo nefnda lög-
gefandi alþingi íslendinga á sínu 50.
afmælisari oiðið að kalla eintómur skuggi,
eða öllu lieldur eiris konar skuggtjald,
til að skýla hinu ííkjandi ráðherra- eða
landshöfðingja-einveldi á íslandi.
En það er ekki þingið eitt, sem kenna
má á því apturkasti, sem nú er ríkjandi
í stjórnar-fari landsins.
Embættis-stéttinni liér á landi hafa
jafn framt öðru hvoru verið gefnar sínar
bendingar —- með tilhlýðilegum „títu-
prjónastingjum“ til vinstri, og náðar-
atlotum til hægri —, svo að þeir mega
vera í meira lagi sljóskyggnir, sem liafa
misskilið þau merkin
Og enda ritstjorarnir, — að undan tekn-
um þeim eina, sem orðinn er „familiu-
stykkiu, og að er lilúð á allar lundir- ,
þeir fá sínar lögsóknir, ef orðinu hallar
við embættismenn stjórnarinnar, svo að
þeim sltuli innrætast sá hugsunarháttur,
að það borgi sig bezt, „að þegja um
sem flest“.
En þegar svo er komið ástandi þjoð-
arinnar, þá er sannarlega engin vanþörfin
á því, að beztu menn landsins glöggvi
sig á, hvað gjöra skuli, og að þingið fái
að vita sem greinilegastan vilja þjóðar-
innar í því efni.
Og til þess liafa Þingvalla-fundirnir
jafnan reynzt bezt fallnir, og betur en
kjördæma-fundirnir, þvi að á þingvalla-
fundunum kernur fram vilji þjóðarinnar
í heild sinni, en kjördæma-fundunum
liættir einatt meira til þess, að ganga
hver sina götu.
Mætti því telja það mjög heppilegt,
ef Þingvalla-fundi yrði á komið í ár, og
það því fremur sem það ætti í rauninni
einkar vel við, að þjóðin minntist þess
á þenna hátt, að í sumar eru 50 ár liðin,
síðan alþingi íslendinga reis að nýju.
En því að eins teljum vér þó gjör-
legt, að stofnað yrði til Þingvalla-fundar,
að allur fjöldi beztu manna í héruðunum
væri þvi samþykkur, því að það má eiga
það víst, að af hálfu stjórnarblaðsins vík-
verska, og þess' fylgifiskum, yrði einskis
látið ófreistað, til þess að letja menn
sliks fundar, þvi að frjálsar þjóðsamkom-
ur eru jafnan versta eitur í beinum allra
apturhaldsseggja.
----------------
Um synjun staðfestingar
á stj órnarskrárfru m várp-
inu segir svo í rhbr. 10. nóv. f. a.,
sbr. Stj.tið. 1894, B, bls. 196, að lands-
höfðinginn hafi, — um leið og hann
sendi málið til ráðherrans —, „látið sér
nægjau, að skírskota til auglýsingar 15.
des. 1893, og ástæðna þeirra, sem þar
voru fram teknar um það, að „frum-
varp þetta gæti ekki náð allra hæztri
staðfestingu u.
Og samkvæmt þessari vel hugsuðu
áminningu landshöfðingjans, hefir svo
ráðherrann 10. nóv. f. á. „allra þegnsam-
legast“ lagt það til, að frv. yrði synjað
staðfestingar, og hans hátign konunginum
samdægurs „þóknast að samþykkjau það.
Fleiri orðum er ekki um það eytt.
U l jol ji iv niðurskurð á lög-
um þingsins viU „ísafold" hafa; hún
hefir sem se ekkert annað út á nýjustu
lagasynjanir stjórnarinnar að setj a, en
það, hvo lengi Kaupmannaliafnar stjórnin
hafi verið að melta það með sér, að slá
lögin af, þar sem þó landsliöfðinginn
sinn hafi verið buinn að ráða til niður-
skurðarins fyrir einn ári*!
En ætli þetta sé nú það versta, sem
kaupmannaliafnar stjórninni verður fund-
ið til foráttu?
Mun eigi heldur hitt, að Kaupmanna-
hafnar stjornin se stundum of ffjóf á sér,
að fara eptir því, sem landshöfðinginn,
þessi ábyrgðarlausi ráðanautur liennar,
leggur til málanna?
Árgalinn.
Rymur hatt við róminn þinn
rjáfur nætur-sala;
hér er myrkur hani minn,
hvað ert þú að gala.
Þú matt gjarnan greyið mitt
gala og vera hani,
en nætur-orgið þetta þitt,
það er ljótur vani.
Liggur þér svo lífið á
að lýsa degi nýjum?
geturðu ekki þagað þá,
þó að roði á skýjum?
Eins og fjandinn fram um hlað
fólkið hreint þú ærir;
ekki skeytir þú um það,
þótt þú aðra særir.
Gluð hefir sönginn gefið þér
gagn og yndi að vinna,
en hlífðu því, sem helgast er
lijörtum bræðra minna.
*) Sbr. 83. nr. „ísafoldar“ f. á.