Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.01.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.01.1895, Blaðsíða 2
42 Þjóðviljinn ungx. IV, 11. Oss er skylt að þjóna að því, að þá í náðum dreymi: Þeir eru að verpa eggjum i öðrum betra heimi. Ef þú værð í vöku snýrð, verður tíminn naumur, og sú mikla eggjadýrð að eins tál og draumur. Veit jeg loks af draumadúr dagur á liveli alda lirekur þá með hrolli úr hreiðrinu sinu kalda. En goðaspá frá huldum heim hugum þeirra segir, að enginn dagur arni þeim, ef að eins haninn þegir. Þvi er ei vert að þreyta saung þó þú daginn sjáir: þeir, sem nóttin þykir laung, þeir eru nauða fáir. Grefðu ei neitt um geisla þá, gættu að hænum þínum; góðir hanar una á öskuhaugi sínum. Má ske kemur einliver út, sem ekki sofið getur, bindur þér að hálsi hnút, hengir þig og jetur. Enginn bæjarbúuin má boða daginn fríða; kann ske fæ jeg samt að sjá sól úr ægi líða. Þ. E. -----oOO^OOc----- Ný læknmg_á barnaveiki. Barnaveikin („difteritisu) hefir iengi með réttu verið talin meðal hinna allra voðalegustu og næmustu sjúkdóma, er fyr og síðar hefir lagt fjölda barna í gröfina, bæði hér á landi og i útlöndum, með því að lækna-íþróttin hefir, að heita má, staðið allsendis úrræðalaus gagnvart þessum ógurlega óvini mannkynsins. En fyrir fáum árum tókst einurn af lærisveinum dr. Koch’s í Berlín, prof. Loeffier í G-reifswald, að finna „bakteríu“- tegund þá, sem veldur þessum hættulega sjúkdómi; og síðan hefir annar af læri- sveinum Koch’s, dr. Behring að nafni, fyrir rúmu ári síðan fundið nýtt meðal gegn veikinni, og hafa miklar umræður orðið um það í útlendum blöðum, siðan I almenningi varð þessi nýja læknis-aðferð kunn, á læknafundinum, sem haldinn var í Buda-Pest á síðast liðnu sumri. Hin nýja læknis-aðferð dr. Beliring’s byggist á þeirri frumreglu, sem hann hafði áður fyrstur manna fundið, að hafi eitthvert dýr verið bólusett, og sé þann- ig orðið ómóttækilegt, að þvi er ein- hverja næma veiki snertir, þá má verja önnur dýr veikinni, eða lækna þau, með því, að spýta inn undir hörundið „blóð- serum“, sem kallað er (þ. e. hreinsuðum blóðvökva), úr hinu bólusett.a dýri; og samkvæmt þessu hefir nú dr. Behring bólusett ýms dýr með „difterít“-eitrinu, og „blóð-serum“ úr þeim hefir síðan verið notað, sem meðal gegn barnaveikinni. Yið tilraunir þær, sem gjörðar hafa verið með þessu nýja meðali i Berlín, hefir sú raun á orðið, að af sjuklingum þeim, sem „blóð-serum“ var notað við þegar i byrjun legunnar, eða fyrsta legu- daginn, dó enginn; en af sjúklingum þeim, sein fengu meðalið siðar, var lilut- fallið þannig, að 3 °/0 dóu af þeiin, sem fengu meðalið annan legudaginn, 13 °/0 af þeim, sem fengu það þriðja legudag- inn, og 49 % af þeim, er eigi fengu meðalið fyr en á 7.—14. legudegi. — í París var hlutfallið, — áður en farið var að nota „blóð-serum“ til lækninga—, að þar dóu að jafnaði 60 % af þeim, er „difterítis“ fengu; en síðan byrjað var að nota hið nýja meðal, þá er sagt, að eigi deyi þar nema 10 °/0 af „difterítis“- sjúklinguin. Það virðist því auðsætt, að hér sé um all-gott og áhrifa-mikið meðal að ræða, og sérstaklega þykir það fullreynt, að meðalið sé óyggjandi til þess, að varna útbreiðslu sjúkdómsins, svo að auðvelt sé, þó að eitt barnið veikist, að varna því, að liin börnin á heimilinu sýkist, og er það eigi lítill kostur, þar sern um jafn hættulega og næma veiki er a.ð ræða. Að því er áhrií meðalsins á sjirkling- inn snertir, þá lýsa þau sér einkum í því, að hitasóttin minnkar, og bólgan í háls- inum þverrar; eptir 3 daga fer „difterit- bakterian“ að hverfa, og sjúklingurinn er þá á batavegi. Af því að meðal þetta er enn mjög nýlega upp fundið, þá mun það enn eigi hafa verið reynt í Danmörku, eða anna.rs staðar á Horðurlöndum; en í dönskum blöðum höfum vór séð, að bæjarstjórnin í Kaupmannaliöfn hefir þegar á síðast liðnu hausti vakið máls á því, að nauð- synlegt væri, að þar í borginni væru jafnan nógar birgðir af meðali þessu fyrir hendi. Yonandi er og, að landlæknir vor, eða landstjórn, sjái svo um, að meðal þetta verði fáanlegt hér á landi svo fljótt, sem föng eru á. ----------------- Ei-ii stjornurnar byg-gðar? í enska tíma- i'itinu „Fortnightly Review11 birtist í síðastl. nóvembermánuði grein noklcur um þetta efni eptir sir Robert Ball, og sýnir hann þar fram á, að á síðari arum hafi visindin einatt betur og betur fært mönnum heim sanninn um það, að svo hljóti að vera. Fyrir tilstilli „spektróskópsins“ vita menn nú t. d. gjörla, að til er í stjörnunum gnægð af „hydrogen", „carbon“, „sodium", járni, „calciám", og öðrum frum-efnum, sem eru nauðsyntegt skilyrði þess, að líf geti þróast; að þvi er „oxygen“ snertir, þá er að vísu enn eigi fengin jafn óyggj- andi sönnun, en það er varla vafi á því, að þetta lífgjafar-efni hljóti að vera til 4 öðrum bnöttum, engu siður en á jörð vorri. Sír Robert Ball endar grein sína með þessum orðum: „En eðli hverrar veru lagar sig svo algjörlega eptir hinum ytri lífs-skilyrð- um, sero. hún á við að búa, að það er næst.a ólildegt, að nokkur vera, sem vér þekkjum á hnetti vorum, gæti iifað nokkurs staðar annars staðar; vór getum þvi ekkert gizkað á, hvers konar þær verur hljóti að vera, sem lifa á Venus eða Mars; og enn sem komið er, höfum vór heldur engin þau rannsóknar-tæki, er geti gefið oss von um frekari fræðslu í því efni“. Á Þýzkalandi eru alls 30,250 prestar, og eru 15,200 þeirra kaþólskir, en 15,050 eru end- urbættrar trúar. Klukl iur, sem tala. Maður nokkur, M. Sívan að nafni, hefir ný skeð búið til klnkku, sem talar; í stað þess að slá, eins og margar klukk- ur gera, kalJar hún upp við liver tíma-mót, og segir, hve framorðið er; veldur því hljóðriti (,,phonograph“), sem settur er í sainband við slagverkið. Xærsýni er mjög algengur kvilli i ýmsum skólum erlendis, og kenna menn það að nokkru leyti óhagkvæmum skólahúsum; þannig er talið, að af öllum þeim sæg, er sækja opinbera skóla, séu i Bretlandi 20 % nærsýnir, i Frakklandi 34,2% og á Þýzkalandi 35°'». Á síðustn pílagrimsferðinni til Mekka er mælt, að af 300 þús. pílagrimum, er sóttu til hinnar helgu borgar, hafi 25 þúsundir látizt úr kóleru. Auðmagn einstakra manna í Bandaríkjunum fer vaxandi ár frá ári, og þrengist hagur bænda og verkmannalýðsins að því skapi; árið 1872

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.