Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1895, Side 2
58
ÞjÓBVILJINN ungi.
IV. 15
Hvað er ranglátara, en það, að kvenn-
inaður, sem í dag er flug-rík og fjár
síns ráðandi, skuli á morgun vera jafn ó-
myndug, eins og barnið í ruggunni, að eins
fyrir þá smá-synd, að henni heíir litizt
vel á pilt, og látið til leiðast að giptast
honum?
Eða er það ekki stór-tjón fyrir vís-
indin, að konu, sem af náttúrunnar hendi
er gædd framúrskarandi gáfum og and-
legu atgjörfi, skuli vera meinaður að-
gangur að mennta-stofnunum* og em-
bættum landsins, svo hún verður að
neyðast til að hafa fyrir lífinu með því,
annað hvort að sitja við sauma, eða
hræra í grautar-potti, vinna sem er sára
arðlitil, og sem henni opt og einatt er
svo ógeðfelld, að hún leysir hvorugt vel
af hendi.
Það hlýtur því að vera hverjum góð-
um dreng auðsætt, að konur eiga heimt-
ingu á borgaralegum réttindum til jafns
við karla, að það er bráðnauðsynlegt, að
bæta úr þeim rangindum, sem giptar
konur hafa um langan aldur orðið við
að búa, að hafa engin umráð yfir eign-
um sínum; og acl það er í fyllsta máta
sanngjarnt, að konur jafnt og karlar hafi
aðgang að menntastofnunum landsins
með sömu hlunnindum og þeir, og að
þær svo að loknu embættisprófi geti
fengið embætti, því bæði skólarnir og
embættin eru kostuð af beggja fó; og
það má að líkindum telja víst, að allir,
sem frjálslyndir vilja kallast, stuðli að
því, að þetta komist í kring, ekki sízt
ef konurnar sjálfar sýna í verkinu, að
þeim sé umhugað um að fá því fram
gengt. Ð.
Ný norðurför. AustuiTÍkismenn hafa áform-
að að senda nokkra vísindamenn til norðaustur-
strandarinnar á Grænlandi, og heitir sá Júlíus
Payer, sem fyrir förinni og rannsóknunum
stendur; leggja þeir félagar af stað i norðuríör
þessa I júnímán. næsta ár, og gera ráð fyrir,
að verða að heiman í 1—2 ár.
25 anðmcnn dóu í Englandi árið, sem leið,
er iótu eptir sig frá 100 þús. til 1 milj. pnnd
sterling hver, og voru eignir þeirra allra sam-
tais 11,296,914 pund sterling.
Blöð i Japan. Sem dæmi þess, hve menn-
ing er á háu stigi í Japan, má geta þess, að
*) Stjórnar-auglýsingarnar 4. des. 1886 og
7. nóv. 1887 eru varla metandi að neinu.
Höfundurinn.
þar í landi eru gefin út yfir 900 hlöð, og hafa
Japansbúar sjálfir ritstjórn alla á hendi.
I Kína eru aptur á móti mjög fá blöð gefin
út, og í blöð þeirra rita nær . eingöngu útlend-
ingar.
Hiti sölarinnar. Eðlisfræðingum tveim í
Birmingham, Wilson og Gray að nafni, reikn-
ast hiti sólarinnar vera 6,200 stig á Celsíus-
hitamæli.
Sorgar-klæðnaðiir nmnrta er ekki eins litur
i öllum iöndum; í Tyrklandi er hann t. d.
fjólu-blár, og i Egyptalandi gulur; á miðöidunum
var sorgar-búningur Evrópumanna hvítur, og
svo er enn i Kina.
í Atlants-hafinn eru að meðaltali 8 pd. af
salti i hverjum 2000 pd. af sió, en i „Dauða
hafinu (Balir el Lut) á Gyðingalandi eru talin
187 pd. salts í hverjum 2000 pd. af vatni, enda
lifa þar engir fiskar.
Eldspítna eyðslan. Svo telst til, að í Evrópu
sé að meðaltali eytt 2 milljörðum af eldspítum
á dag (1 milljarð = 1,000 milj.), enda koma i
Þýzkalandi að meðaltali 12 eldspítur á hvert
mannsbarn á dag, í Belgíu 9, í Englandi 8, og
í Frakklandi 6.
Islenzkar kennslubækur.
(Hiðurl.) Að þessu má ekki lengi svo
fram fara, sjá allir skynberandi menn.
Og það má segja kennendum skólans til
lofs, að liafi verið kostur á gbðum íslenzk-
um kennslubókum, nota þeir þær líka
við kennsluna*. Og auðvitað er betra
að nota góðar útlendar bækur, en vond-
ar og vitlausar íslenzkar, að minnsta kosti
hvað kennsluna snertir.
En hvernig á þá að ráða úr þessum
vandræðum? Svarið liggur beint við:
Með því að semja góðar íslenzkar kennslu-
bækur, og nota þær við skólann.
Fyrst verður þá að gæta að, hvort
til séu menn, færir urn að semja þess
háttar bækur. Það inun enginn neita,
að svo sé, af þeirn, er til þekkja. Það
eru bæði kennarar latmuskolans, og þar
að auki margir aðrir ungir og dugarrdi
menn, sem menntazt hafa, bæði á íslancii
og erlendis, og myndu fúsir til þess.
En þá ber þess að gæta, að þessir
menn yrðu að hafa eitthvað fyrir vinnu
*) Undantekning er það þó með íslenzku-
kennsluna, þar sem, eins og áður er um getið,
hin danska kennslubók Wimmers er notuð í 1.
bekk, þótt til sé bók, sem einmitt væri ágæt-
lega fallin til notkunar við islenzku kennsluna
i 1. bekk, nfl. „Sýnisbók ísl. bókm. á 19. öld“
útg. af Boga Th. Melsteð.
sína, og engin líkindi eru til þess, að
bækurnar gætu borgað sig sjálfar, nema
ef til vill einstaka bok, sem væri um
efni, er almenningur gæti fylgzt með í,
t. d. sögu. Og þar eð það verður að
skoðast sem mjög mikilsvarðandi vel-
ferðar-mál fyrir þjóðina, að notaðar sóu
íslenzkar kennslubækur í helzta skóla
landsins, œtti aljnngi að iáta til sín talca,
Off veita fé úr landssjöði,, til að styrlja
menn í því, að semja oy gefa út íslenzlcar
kennslubœkur handa latínuskolanum.
Auðvitað væri ekki hægt að taka allt
fyrir undir eins, og væri þá skynsam-
legast að byrja á þeim námsgreinuin,
sem menn byrja á, þegar þeir eru ný
komnir í skóla, og þurfa að læra vand-
lega, og segja frá með eigin orðum, svo
sem sögu, landafræði og náttúrufræði. í
kennslubókum í þessum greinum ætti
auðvitað saga Islands, náttirrufræði þess
og landafræði, að vera ýtarlegast og bezt
tekið fram i kennslubókunum. Þessu
næst er að fá kennslubækur í eðlisfræði,
stjörnufræði og nýju málunum; svo í gömlu
málunum og stærðfræði. Álít jeg hyggi-
legast, að bækurnar verði gefnar út í
þessari röð, og býst jeg við, að jeg hafi
þar með mér flesta skólagengna menn,
sem annars nokkuð hafa hugsað málið.
Einkum er það sagan og náttúrufræðin,
sem ríður á, að samdar séu innlendar
kennslubækur í.
Jeg hefi nú tekið fram aðal-atriði
málsins. Jeg gæti, ef jeg hefði tíma til,
skrifað miklu orðmeira um þetta mál,
og tekið ýmislegt merkilegt fram um
það. En þetta ætla jeg nóg að sinni.
Vonandi væri, að alþingi sinnti mál-
inu, og bezt væri, að það gæti komið
fram þegar á næsta þingi. Enginn mun
neita, að málið sé mikilsvert, af þeim
er til þekkja og vit á hafa.
íslenzluir stúdent í Kaupmannahöfn.
-----cooggco®----
„Dr. Ehlers og siðferðið á Islandí“.
-OÖO-
í tilefni af grein þeirri, er út korn i
11. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á. um „dr. Elilers
og siðferðið á Islandiu, vil jeg biðja
yður, herra ritstjóri, taka í blað yðar
nokkur orð, er mættu verða til þess, að
réttlæta mig lítið eitt í augum Dýrfirð-
inga, sem hafa orðið meira eða minna
æstir gegn mér, eins og að nokkru leyti