Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1895, Side 2
66
Þjóðviljinn ungi.
VI, 17.
fjanrlmaður hans, eins og inenn muna,
8 atriði, sem iiann þóttist geta ákært
hann fyrir, og dæmdi hann svo frá em-
bættinu.
En landsyfirrétturinn islenzki, skar
fjögur af þessum 8 kæru-atriðum niður,
svo að að eins 4 urðu eptir, og breytti
dóminum í 600 kr. sekt.
Og loks heíir nú hæztiréttur komizt
að þeirri niðurstöðu, að Thoroddsen hafi
að eins orðið einn einasti formgálli á,
— og bann svo lítilfjcriegur, að ekki
verði honum hegnt fyrir hann.
Hæztiréttur rökstyður enda eigi sýknu-
dóm sinn á því, að svo langt sé um
liðið, síðan Thoroddsen var vikið frá em-
bættinu um stundarsakir, að þetta bljóti
að vera næg hegning, og er það því
bersýnilegt, að liæztiréttur litur svo á,
að sakamálsskipun Nellnnanm*, dómsmála-
ráðherrans sjálfs, og „suspensionina (em-
bættis frávikningin), sem þar fór á eptir,
liafi verið óþörf.
Strax í byrjuninni á forsendum dóms-
ins fær hr. Lárus Bjarnason þá ofanígjöf
(,,Næse“), sem hann sýnist að hafa unnið
svo vel til..........“
„En spurningin, sem nú kemur á
dagskrá, er sú, hvað gjört verður við hr.
Lárus Bjarnason, þar sem ýms vitni hafa,
að því er hans embættisfærslu snertir,
borið á hann sakir, sem eru mörgum
pörtunum þyngri á metunum, en sakir
þær, sein sakamál var höfðað gegn Thor-
oddsen fyrir?u
I sama strenginn, að fallast á dóm
hæztaréttar, og sýkna ritstjóra blaðs þessa,
taka og blöð allra flokka í Danmörku,
jafnt blöð hægri- sem vinstri-manna og
„socialdemokratau, og kunnum vór þeim
öllum þakkir fyrir það; en jafn framt
vekja og sum blöðin máls á því, að hr.
Láxus Bjarnason þyrfti nú að taka til
bæna fyrir alla frammistöðuna.
En úr þeirri spurningunni hafa nú
háyfirvöldin íslenzku fyrir löngum tíma
skorið, upp á sinn máta, með „hausa-
víxla-aðferðinniu, sem höfð var við ís-
firzku kærendurna.
Frá Ivaupmannahöfn er
oss ritað 23. f. m., að hr. G. M. Jlt'e
*) Þar sem blaðið „Politiken11 svoigir liér
að ráðherranum, |iá er það ekki alls kostar rétt,
með því að „suspensionin11 og allur „eltinga-
gangurinn11 er í raun og veru að eins vork
landshöfðingjans. Ritstj.
hæztaréttar málfærslumaður liafi, — eptir
að dómurinn var upp kveðinn —, ritað
ráðherra Islands, og farið þess á leit, að
Slddi Tlioroddsen yrði nú aptur settur
inn í embættið, og að hann hafi jafn
framt farið fram á 8000 kr. skaðabætur
fyrir tekju-missi þann, er Sk. Th. hafi
beðið, þar sem það nú só sýnt og sannað
með dómi hæztaréttar, að „suspensioninu
liafi verið óþörf og ástæðulaus.
En lengra var þeirri sögunni eigi
komið, er síðast fréttist.
í útlönduui hafa í febrúarmán.
verið aftaka frosthörkur, suma dagana
20 gr. frost á reaumur í Danmörku. —
Eyrarsund og Beltin voru alþakin lagn-
aðaris, og skipaferðir stöðvaðar að mestu.
— Póstskipið „Laura“ komst með naum-
indum til Hafnar 20. febr.; gekk ísbrjót-
ur á undan, og braut ísinn; en síðan
hafði ísinn þykknað svo mjög, að það
er talið vafalaust, að „Laura“ hafi ekki
komizt af stað frá Khöfn 1. þ. m.
Útlendar vörur voru flestar með rnjög
lágu verði. — Fremur tregt um afla í
Noregi.
Að öðru leyti biða útlendar fréttir
næsta blaðs.
------------------
Jiiagara-fossarnir og rafmagniÖ. Á þessu
ari búast menn viö, að lokið verði undirbiiníngi
þeim, sem til þess þarf, að aíiið i Niagara-
fossunum verði notað til rafmagns framleiðslu,
og ætla þá bæirnir Buffalo, Lockfort., Rochester,
Syracuse o. fl. að fa þaðan rafmagn það, sem
þeir þurfa til ljóss og hita, og til hroifingar
ýmis konar véla; og áður en latigt um líður,
gera menn sér jafn vel vonir um, að stór-bæ-
irnir New York og Chícago verði í tölu bæ;a
þeirra, er notað geta það ógna-afi, sem fólgið
er í Niagara-fossunum.
Um 10 inilj. rúblur er mælt, að banalega
Alexanders III. Rússa-koisara hafi kostað, og
lá liann þó að eins í tæpa 3 mánuði.
Pjöllin hverfil. í frakkneska visindafélaginu
í Paris hélt fræðimaðurinn M. de Lapparent
fyrirlestur eigi alls fyrir löngu, og lét þar þá
skoðun í ljósi, að öll fjöllin myndu með tím-
anum hverfa af yflrborði jarðarinnar, með því
að fjöllin ættu sér æsku-, þroska- og gamals-
aldur, eins og allt annað í heiminum; en jafn
framt huggaði hann þó áheyrendut- sína með
því, að ekkert væri hætt við því, að þetta bæri
bráðan að, heldur myndi þurfa til þess utn
4,500,000 ára.
Stjarnan Mars var í síðastl. októbermán.
stödd all-nærri jörð vorri á liimin-braut sinni,
og notuðu þá stjörnufræðingarnir tækifærið, til
þess að skyggnast sem bezt eptir bögttm henn-
ar, og vakti það þa sérstaklega eptirtekt þeirra,.
að við annað heimskautið virt.ist, ísflákinn fara
þvcrrandi dag frá degi, og liverfa að lokum
moð öllu.
Það er nú að vísu engin nýjung, að heims-
skauta ísinn bráðni á Mars á sumrum; því hafa
menn fyrir löngu veitt eptirtekt; en hins-áttu
menn eigi von, að þar myndu vera svo heit
sumur, að enginn ís, sem teljandi sé, yrði þar
eptir við heimskautin, og er því hér fengin
enn ein sönnunin fyrir þvf, að stjarnan Mars
muni vera bústaður lifandi vera.
í liéraði einu í Kaldæa hefir frakkneskur
maður, Sarzec að nafni, fyrir skömmu fundið
handritasafn mikið og fornt, er menn ætla, að
vera muni frá 3. eða 4. öld f. Kr.; eru það um
30 þús. töflur, grafnar ýmis konar letri.
Sýsluskiptinírarmálið, eóa
skipting Isafjarðarsýslu í tvö sýslufélög,
það er mál, sem lengi hefir staðið á dag-
skrá hér innan hóraðs, og ætti sem fyrst
að leiðast til lykta.
I 20.—21. nr. I. árg. „Djóðv. unga“
var all-ýtarlega skýrt frá máli þessu, eins
og því var þá komið, og var því þá
spáð, að mál þetta myndi fá „greiðan
framgang“ á næsta sýslunefndarfundi.
Svo myndi og vafalaust hafa orðið,
ef koma Lárusar Bjarnasonar hingað
vestur hefði eigi orðið því til hnekkis,
eins og ýmsum fleiri innan-héraðsinál-
um vorum.
Eins og kunnugt er, mislánaðist hon-
um gjörsainlega tvívegis, hvað ofan i
annað, að koma hér á sýslufundi, og
þegar það loks lánaðist í ágústmán. ’93,
þá var fundur sá að lieita mátti að eins
sóttur af sýslunefndarmönnum í vestur-
parti sýslunnar, eða að eins af öðrum
málsaðila, svo að fásinna mátti kallast,
að hreifa málinu þá, þó að ofur-kapp
eins eða fleiri sýslunefndarmannanna að
vestan réði því, að svo var gjört.
Var sýsluskiptingarmálið siðan sam-
þykkt á þessari sýslufundar-nefnu, en
engar ályktanir gjörðar nm fjárskiptin
milli hinna fyrirliuguðu sýslufélaga, og
á fundi sínum í síðastl. júnímán. vísaði
því amtsráðið málinu heim, „sökum þess,
að allar tillögur vantar um fjárskipti
milli sýslu-partannaw, sem og af þeirri
ástæðu, að „á þeim sýslufundi, er málið
var samþykkt á, voru að eins nijög fá
atkvæði grefdd, og ekkert tir öðru hinna
fyrirhuguðu sýslufélagau.
Dessi úrslit málsins í amtsráðinu gátu
auðvitað engum komið á óvænt, eins og
það var í garðinn búið.
En nú er þá ráðið, að gjöra bragar-
bót á sýslufundinum 18. þ. m., og reyna
að sigla fyrir þau skerin, sem málið
strandaði á síðast, svo að það geti náð