Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.03.1895, Page 2
70
Þjóbviljinn tjngi.
VI, 18.
unsmenn sprengt í lopt upp; misstu
Kínverjar þar margt manna; og eptir
sjó-orustu þessa unnu Japansrnenn mót-
spyrnulítið virki Kínverja á Lívlcuncftao-
eyjunni.
--------------
E>ingvallaíun(lur. það mun
nú fast-ráðið, að stefnt verði til Þing-
vallafundar, senr lialdinn verði rétt fyrir
þing-byrjun í sumar, og að Þingvalla-
fundarboðið verði birt í blöðunum um
næstk. inánaða-mót.
Kar' í síðasta blaði voru var gert ráð
fyrir, að skýrt yrði í þessu nr. blaðsins
nokkuð frá gangi „Skúla-málsins“ svo
nefnda í lræztarétti; en með þvi að verið
getur, að ýms atriði þess ináls verði
nokkuð rædd á öðrum stað, áður langt
uin líður, sleppum vér að hreifa því
meira að sinni.
Sýsluskiptingarmálið, sem
drepið var á í síðasta nr. blaðs vors, var
nú samþykkt með öllum þorra atkvæða
á sýslunéfndarfundinum 20. þ. m., og
verður því borið undir amtsráð og al-
þingi á komanda sumri.
Kosnir anitsráðsmenn. A
sýslunefndarfundinum 19. þ. m. voru þeir
Skúli Thoroddt en og síra Sigurður Stefáns-
son endurkosnir sem amtsráðsmenn fyrir
Isaijarðarsýslu, hinn fyr nefndi sem aðal-
amtsráðsmaður, og hinn síðar nefndi sem
vara-amtsráðsmaður.
S .:»iif-ií fr*á jirestskap. 21.
febr. síðastl. hefir sira Jóni Jónssgrti á
Stað á Reykjanesi verið veitt lausn frá
prestskap frá næstk. fardöguin að telja.
- Staðarprestakallið er inetið 1415 kr.
16 a., sem margir munu líkl. gjarna
vilja ná í.
ur læknir, Eugen Dubois að nafni, ný skeð
fundið bainagrind af apa-tegund einni, sem löngu
er út dauð, og þykist hann af beinagrind þess-
ari geta ráðið það, að apar þessir hafi verið eins
konar milliliður niilli apa og manna, hafi t. d.
gengið uppréttir, og haft stærri 0g þroskaðri
lieila, en apa-tegundir þær, sem nú lifa.
A rið, sem leið, voru í Frakklandi prentaðar
alls 12 þús. nýjar bækur, og voru 5,489 þeirra
gefnar út í Parísar-borg.
Sl.ysíarir. 10. febr. þ. á. drukkn-
aði maður ofari um ís á Pollinuni á Ak-
ureyri; hann hét Kristján Bjarnason, og
var frá Geldingsá.
14. s. m. fórst bátur frá Árskógsströnd
innan til við Hjalteyri á Eyjafirði, og
drukknuðu tveir menn: Yigfús Magnús-
son frá Kálfskinni og HóJm Þorsteinsson
frá Litlu-Hámundarstöðum.
I síðastl. janúarmán. drukknaði maður
á Hrútafirði; liann hét Konráð Jóhannes-
son, og var trósmiður á Borðeyri.
19. des. f. á. livarf smaladrengur frá
Skíðastöðum í Laxárdal í Skagafjarðar-
sýslu, Friðrik Friðriksson að nafni, og er
það ætlun manna, að hann hafi drukkn-
að í á einni þar nálægt.
Kona hvarf frá Egilsstöðum í Ölfusi
i f. m.; hún fór um nótt upp úr rúminu
frá bónda sínum, og ungbarni, er hjá
þeim svaf, og hefir eigi fundizt, svo að
vafalaust er talið, að hún hafi fyrirfar-
ið sér.
-----e*= a J---
ísafirði, 23. marz ’95.
Tíðarfar. Síðan slðasta blað vort kom út,
liefir optast verið norðan-brynu garður, en snjó-
komu- og frosta-litið.
Sýslunefndarfundur hefir verið baldinn bér
í bænum 18.—21. þ. m., og mununi vér geta
hins lielzta, er þar gjörðist, í næsta nr. blaðs vors.
ý 10. þ. m. andaðist hér í bænum, eptir
langa sjúkdómslegu, búsfreyjan Elizabet Jóns-
dóttir, kona Björns kaupmanns Guðniundssonar,
væn kona og vel gefin.
Hvalisyeiðarnar eni nú ný byrjaðar, og hefir
hr. H. Ellefsen á Sólbakka þegar fengið 2
hvali, og L. Berg ú Framnesi 1 hval.
Sjónleikir. Auk Ieikrita þeirra, sem áður
hefir getið verið, hefir nú nokkrum sinnum
verið leikið: „Hinn setti eiginmaðui-11 eptir E.
Bögh; var það eitt kvöldið loikið, ásamt tveim:
smá-stykkjum öðrum, fyrir sjúkrahússjóðinn
isfirzka, og varð þá ágóðinn rúmar 70 kr.
í Súgandafirðinum hefir að undan förnu
verið all-góður haldfæra-afli öðru hvoru, en megn-
ið af þeim afla kvað hafa verið „látið blautt'4
til kaupmanna.
t rílíinu 'W’yoming, sem er eitt í
tölu Bandaríkjanna í Norður-Ameríku,
hafa konur í 25 ár haft kosningarrétt
til þings, og hefir því fulltrúa-þingið í
Wyoming 12. des. f. á., í minningu þessa,
samþykkt yfirlýsingu þess efnis, að kosn-
ingarréttur kverma hafi engar slæmar
afieiðingar liaft, en þvert á móti haft
beztu áiirif á löggjöf og stjórn að mörgu
leyti; meðal annars hafi hluttaka kvenna
í hinu politiska lífi stuðlað mikið til
þess, að kosningar hafi síðan farið fram
friðsaiulegar og skipulegar, en áður, af-
brot og eymd hafi minnkað, landið hafi
fengið góða stjórn, og tekið iniklum og
margvislegum framfórum.
Yfirlýsingin endar með því, að ráða
öllum þjóðum til þess, að draga það eigi,
að veita konurn sem fyrst politisk rett-
indi til jafns við karlmenn.
Sumum dönskum blöðum þykir
það hart fyrir gjaldendur landssjóðs, að
verða fyrir útlátum (eiga að gjalda 7/8
málskostnaðar í „Skúla-málinu“) fyrir þær
sakir, að landshöfðingja hafi orðið það
á, að fela hinum „óníta skjólstæðingi
sínum“, hr. Lárusi Kr. Bjarnason, „jafn
ábyrgðarmikla stöðu, eins og rannsókn-
ardómara-staðan só“; en þannig er það
jafnan, að þjóðirnar verða að bera afleið-
ingarnar af gjörðum stjórnenda sinna, og
skiptir því eigi litlu, að stjórnendurnir
fari vel og skynsamlega að ráði sínu.
Próíasts 22. febr.
þ. á. iiefir biskup landsins skipað præp.
lion. sira Sigurð Gunnársson alþm., prest
í Helgafells-prestakalli, sem prófast í
Snæfellsnesprófastsdæmi.
----oOO^OOo-----
Stjnrnan Ycnus gjörir stjöinufræðingununi í
nioira lagi örðugt fyrir, með því að hún er að
staðaldxú liulin svo þykkum skýjum, að nær
úmðgulegt má heita, að íræðast nokkuð um
yfirborð honnar, og vita menn enda eigi með
vissu, hve langan tíina hún þarf til þess, að
snúast um möndul sinn. — Árið 1G0G þóttist
stjörnufræðingurinn Cassini að visu hafakom-
izt að þeirri niðurstöðu, að snúningstinii hennar
væri 23 stundir og 21 mín.; en fyrir nokkrum
árum þóttist ítalski stjörnufræðingurinn Sohia-
parelli liafa komizt að því nieð rannsóknum
sinuin, að Venus hefði „bundna rötatio11, sem
kallað er, þ e. að snúningstinii hennar væri
jafn langur, eins og umferðartítni hennar kring-
um sólina, og hefir þessari skoðun verið fylgt í
almanökunum síðustu árin.
En ný skeð hefir nú nafnkunni frakkneski
stjörnufræðingurinn Caniille Flammarion
birt fjölda-margar Venus-athuganir, er virðast
sanna, að skoðun Schiaparelli’s sé ekki rétt, en
að Yonus snúist að rninnsta kosti mörgum sinn-
um um sjálfa sig þann tímann, sem hún þarf
til einnar umferðar kringum sólina, og ætla
ýmsir stjörnufræðingar þv( að taka þetta atriði
að nýj u til nákvæmrar rannsóknar.
Lanilfiæðinga-fundur. 2G. júlí —3. ág. þ. á.
ætla landfræðingar frá ýmsum löndum að eiga
fund með sér í Lundúnum, og verður það þá 6.
„internationali“ landfræðinga-fundurinn, sem
haldinn liefir verið.
Mann-apinn. Á eyjunni Java hofir hollenzk-